Morgunblaðið - 09.08.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.08.1989, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 Philips gefur jafnan svar við kröfum tímans. í Philips eldunartækjunum birtist árangurinn af því að leggja áherslu á að bjóða tæki sem auðvelda vinnuna, spara orku, falla vel inn í ólíkar eldhúsinnréttingar og gera þrifin létt. Hér eru tæki sem henta bæði þeim sem vilja flýta sér við matargerð og þeim sem nostra við hana. Þeim sem eru að flytja í nýtt - eða endurnýja. PHILIPS AKB 530 Helluborö með fjórum hellum og stjómboröi viö hliðina á þeim. Tvær hraðsuðu- plötur og tvær með hitastilli sem jafnar hitann sjálfvirkt. Litir: Hvítt og stállitað. tiþ Heimilistæki hf Sætúni 8 SÍMI 69 15 15 . Kringlunm SÍMI69 15 20 !/cd &uHcStteújyaMQegifL L satntuMgum, PHILIPS AKG 303 Ofn til innbyggingar í eldhús- innréttingu eða setja undir helluborð. Stjórnklukka. Tvöfalt gler í hurð sem opnast þannig að hún nýtist sem hilla. Hita- og tímastillir. PHILIPS AKG 312 Blástursofn sem setja má hvar sem er í eldhús. Hitablástur dreifir hitanum jafnt um allan ofninn. Hægt er að láta klukku kveikja á ofninum með því að stilla hana fyrirfram. Tröllaskagi eftir Steindór Steindórsson Upp á síðkastið hafa ýmsir spurt mig um, hvernig nafnið Tröllaskagi væri til komið á skag- anum mikla milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, sem hefur lengstum verið nafnlaus. Er Tröllaskagi því nýlegt heiti. í „Landinu þínu“ (IV b. bls. 270) notaði ég Tröllaskaga sem atriðisorð, með nokkru hiki að vísu, og gerði þá grein fyrir heit- inu, að það mundi komið frá Pálma Hannessyni, rektor, því hvergi hefði ég heyrt nafnið né séð, nema í fjölrituðum bæklingi, sem Pálmi gerði handa nemendum sínum í Gagnfræðaskólanum á Akureyri (1926-29). Hafði hann nafnið þar í svigum og taldi ég það bera vitni um, að hann teldi nokkurn vafa á um notkun þess. Aldrei minnist ég þess, að við ættum tal saman um þetta nafn, og ræddum við þó margt um ör- nefni, gömul og ný. Annað vissi ég ekki um uppruna þessa nafns, þar til fyrir skömmu, að Halldór Blöndal, alþingismaður, benti mér á, að Björn Þorsteinsson, prófess- or, segði í leiðalýsingu sinni um Norðurland, að dr. Helgi Péturs vildi kalla skagann „Tröllaskaga“. Ekki getur Björn þess hvar eða hvenær dr. Helgi hafi birt þetta nafn. En sennilega er það í ein- hverri af eldri ritgerðum hans. Ég hefi ekki aðrar ritgerðir dr. Helga handbærar en þær sem prentaðar eru í Ferðabók hans (Reykjavík 1959). Ekki er þó að efa orð Björns, hins ágæta vísindamanns. Svo er þó að s já sem dr. Helgi hafi a'nnaðhvort gleymt þessari nafngift sinni eða ekki viljað halda henni á loft, því að í tveimur af yngri ritgerðum hans sem prent- aðar eru í Ferðabókinni getur hann skagans. í hinni eldri, „Jarð- skjálftarnir fyrir norðan og jarð- fræði landsins 1934“ kallar hann skagann umsvifalaust Akureyrar- skaga (bls. 222), en í hinni síðari, „Hvernig Skagafjörður er til orð- inn“ 1941, talar hann um „hinn áAkureyrí. Steindór Steindórsson mikla Miðskaga — eins og mætti nefna hann“ (bls 225). Ef ég hefði veitt þessu nafni athygli áður en ég gekk frá handriti að Landinu þínu, hefði ég notað það og þá um leið gefið skaganum austan Eyjafjarðar nafnið Austurskagi, en hann er enn nafnlaus. En aust- urströnd Eyjafjarðar var löngum nefnd Austurland af fólki vestan fjarðarins í mínu ungdæmi og er sjálfsagt enn. Ér geri ráð fyrir, að nafnið Tröllaskagi festist í málinu, enda góður að því nauturinn. Og vel hentar nafnið landslagi skagans, samanber lýsingu þeirra Stefáns Stefánssonar, skólameistara, og síra Matthíasar Jochumssonar í Stefni IV árg. bls. 58 á fjalllend- inu vestan og framan Skíðadals. Þar er „svo að sjá sem jötnahend- ur hefðu rótað þar öllu landslagi og bylt hveiju ofan á annað, urð- um, klaka og klungri. Lítur svo út að náttúran hafi þar nýlega gengið berserksgang og liggi nú berháttuð í rúminu ’af gigt og ofreynslu." En svipað mætti segja um hvern einstakan hluta hins mikla Tröllaskaga. En allt um það, þætti mér betur fara nöfnin: Skagi — Miðskagi — Austurskagi — um blágrýtisskagana þijá um miðbik Norðurlandsins. Hölundur er fyrrverandi skólameistari við Mcnntaskólann Samstarfshópur friðarhreyfínga; Kerlafleyting á Tjörninni TÍU íslenskar íriðarhreyfíngar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 9. ágúst nk. Athöfnin er í minn- ingu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945 um leið og lögð er áhersla á kröfúr um kjarnorkuafvopnun. Safnast verður saman við suð- Vakin er athygli á því að kerta- vesturbakka Tjarnarinnar (við fleytingin verður að þessu sinni Skothúsveg) klukkan 22.00 á mið- 9. ágúst, en ekki að kvöldi 5. vikudagskvöldið og verður þar ágúst eins og verið hefur undan- stutt dagskrá. M.a. mun Margrét farin ár. Að venju verða flotkerti Ákadóttir lesa ljóð. seld á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.