Morgunblaðið - 09.08.1989, Síða 32
12
MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKÚDAGUr! j9. ÁGÚST 1989
ATVINNUAUGl YSINGAR
Sjúkraþjálfarar
Á Höfn í Hornafirði er laus staða sjúkraþjálfara.
Allar upplýsingar gefur Ásmundur Gíslason,
Skjólgarði, símar 97-81118 og 97-81221.
„Au - pair“
Óska eftir samviskusamri og barngóðri „au-
pair“, eldri en 18 ára, á íslenskt- enskt heim-
ili í nágrenni London. Má ekki reykja.
Upplýsingar í síma 31223.
íþróttakennarar
Grunnskólinn á Hofsósi, Skagafirði, leitar að
fjölhæfum íþróttakennara til starfa, sem
einnig gæti sinnt hannyrða- og myndmennta-
kennslu. Full staða.
Húsnæðishlunnindi í boði.
Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri,
Svandís Ingimundardóttir, í síma 95-37395.
Myllubakkaskóli,
Keflavík
Við Myllubakkaskóla í Keflavík eru eftirtaldar
stöður lausar til umsóknar.
1. Almenn kennsla. (Tvær stöður).
2. Uppeldisfulltrúi (V2 staða).
A iidéSla skólaáii vei'ua uin 750 riéiTiéiiuui
í skólanum og eru þeir á aldrinum 6-11 ára.
Allar frekari upplýsingar gefa skólastjóri í
síma 92-11884 og 92-11450 og yfirkennari
í síma 92-11686.
Frá Æfingaskóla
Kennaraháskóla
íslands
Af sérstökum ástæðum vantar kennara í
forskólakennslu. Um er að ræða 2/3 hluta
úr stöðu. Einnig vantar umsjónarkennara í
sjöunda bekk með áherslu á stærðfræði og
líffræði.
Upplýsingar í símum 91-84566, 91-32221
og 92-46519.
Skólastjóri
„Au pair“
- Bandaríkjunum
í New Jersey eru tvær fjölskyldur að leita
eftir íslenskum stúlkum, ekki yngri en 20
ára, til barnagæslu og léttra heimilisstarfa.
Upplýsingar gefur Ásta í síma 2015285641,
New Jersey, milli kl. 13.00 og 16.00 að
íslenskum tíma.
Sjálfsbjörg - landssamband fatlabra
Hátúni 12 - Sími 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Reykjavlk - ísland
Ritari
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, óskar
eftir að ráða ritara strax. Um er að ræða
fullt starf. Við leitum að ritara sem er góðum
kostum búinn, s.s. stundvísi, nákvæmni og með
góða kunnáttu í ýmsum skrifstofustörfum.
Upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma
29133.
Smiður
Okkur vantar smið, vanan verkstæðisvinnu.
Upplýsingar gefur Ólafur í síma 76440.
Fiskvinna - ræsting
Lítið einkafyrirtæki í Reykjavík vantar vanan
starfskraft við snyrtingu þorskflaka. BÓNUS.
Einnig vantar starfskraft við ræstingu fisk-
verkunar þrisvar í viku.
Upplýsingar í síma 21938 á skrifstofutíma.
Mosfellsbær
Starfsfólk óskast í hlutastörf fyrir og eftir
hádegi:
1. Afgreiðsla og pökkun.
2. Ræsting.
Vinnutími 4-5 stundir á dag.
Upplýsingar á staðnum.
Mosfellsbakarí,
Urðarholti 2.
Sálfræðingur
- kennsluráðgjafi
Sálfræðingur óskast til starfa við Fræðslu-
skrifstofu Vestfjarða. Ennfremur er laus
staða kennsluráðgjafa. Kennarapróf og
starfsreynsla áskilin. Framhaldsmenntun
æskileg. Mjög góð vinnuaðstaða.
Nánari upplýsingar veitir fræðslustjóri, Pétur
Bjarnason, í símum 94-3855 og 94-4684.
Gæðaeftirlit
Óskum að ráða aðstoðarmann við gæðaeftir-
lit í verksmiðju okkar í Sundahöfn. Starfið
felst í sýnatöku, efnagreiningum, skráningu
upplýsinga og öðrum verkefnum eftir nánari
fyrirmælum hverju sinni.
Vinnutími er frá kl. 13.00 til 17.00.
Skriflegar umsóknir sendist til Ewos hf. fyrir
15. ágúst nk.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Ewos hf.,
Korngarði 12,
124 Reykjavík.
Afgreiðslustörf
Viljum ráða starfsmenn til framtíðarstarfa á
bensínstöðvar Skeljungs á Reykjavíkursvæð-
inu. Um er að ræða afgreiðslustörf úti við.
Vaktavinna. Störfin eru laus 1. september
nk. Æskilegur aldur 20-55 ára.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Skeljungs, Suðurlandsbraut 4, 5. hæð.
Nánari upplýsingar veittar á staðnum.
Skeljungur hf.
Starfsfólk óskast
í verslun okkar.
Upplýsingar gefur Hilmar á staðnum milli kl.
14.00 og 17.00, ekki í síma.
KJÖTMIÐSTÖÐIN
Laugalæk 2.
Kennarar
Vegna forfalla vantar kennara við Grunnskól-
ann á Hellu tímabilið september-febrúar á
komandi skólaári.
Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna.
Upplýsingar veita skólastjóri í síma 98-75943
og formaður skólanefndar í síma 98-78452.
Verksmiðjustörf
Lýsi hf. óskar að ráða fólk til almennra verk-
smiðjustarfa. Umsækjendur þurfa að geta
hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir verkstjóri á Grandavegi
42 (ekki í síma).
Verksmiðjustörf
Okkur vantar tvo duglega starfsmenn í
Tropí/Svala-verksmiðju fyrirtækisins í pökk-
unar/ettirlitsstort.
Umsækjendur eiga helst að vera á aldrinum
19-24 ára.
Rætt verður við umsækjendur fimmtudaginn
10. ágúst nk. milli kl. 09.00 og 10.00.
Starfsmannastjóri,
Smjörlíki/Sól hf.,
Þverholti 10,
s. 26300.
Verslunarstjóri
Stórt fyrirtæki í Reykjavík vill ráða verslunar-
stjóra til starfa við einn af sölustöðum þess.
Um er að ræða nýtt starf, sem viðkomandi
aðili tæki þátt í að móta. Starfið felur í sér
afgreiðslu viðskiptavina, starfsmannastjórn,
vörupantanir og vöruuppröðun.
Umsækjandi þarf að hafa verslunarreynslu,
geta unnið sjálfstætt og hafa áhuga á sölu-
og þjónustustörfum.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Morgun-
blaðsins fyrir 20. ágúst nk. merktar:
„S - 8673“.
HLÍÐABÆR
Þjónustudejld Múlabæjar
Flókagötu 53 - Sími 621722 -105 Fteykjavík
Umönnun - þjálfun
Hlíðabær, þjónustudeild Múlabæjar, er dagdeild fyrir fólk með ein-
kenni um heilabilun (Alzheimer’s syndrom). Heimilið tók til starfa i
byrjun árs 1986. Á heimilinu starfa sjúkraliðar og annað starfsfólk
með fjölbreytta reynslu í heilbrigðisþjónustu. Forstöðumaður er geð-
hjúkrunarfræðingur,
I störfum deildarinnar er leitast viö að vinna markvisst að færnis-
þjálfun einstaklinganna, bæði á andlegu og likamlegu sviði.
Við leitum að tveimur starfsmönnum í fullt
starf í Hlíðabæ. Æskilegt er að viðkomandi
hafi sjúkraliðamenntun eða þroskaþjálfa-
menntun. Einnig kemur til greina að ráða
starfsfólk án sérmenntunar en með starfs-
reynslu úr geðheilbrigðis- eða öldrunarþjón-
ustu. Um er að ræða fjölbreytt störf sem
krefjast frumkvæðis en góðrar samvinnu við
alla starfsmenn heimilisins. Skilyrði fyrir
ráðningu er mikill áhugi á viðfangsefni stofn-
unarinnar og áreiðanleiki til vinnu.
Allar nánari upplýsingar um starfið gefur
forstöðumaður Hlíðabæjar, Þóra Arnfinns-
dóttir, geðhjúkrunarfræðingur í síma
621722, virka daga.
Umsóknarfrestur rennur út 14. ágúst nk.