Morgunblaðið - 09.08.1989, Síða 48
48
MORGUNBIÍA.ÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989
5)1987 Universal Press Syndicate
„Jona.S, þú vanost ^om'dLjohir i' happdrxttim-"
Með
morgnnkaffinu
Ég vil að þér vitið að ráðn-
ing mín fyrir 45 árum var
á folskum forsendum ...
HÖGNI HREKKVÍSI
„ þETTA ER PAP N^JASTA NJVJA. "
Unglingar skattpíndir
Einstök
þjónusta
Til Velvakanda.
Það hefur dregist hjá mér að
láta þessar línur frá mér fara. Fólki
er svo tamt að sjá það neikvæða í
tilverunni en taka hinu jákvæða sem
sjálfsögðum hlut, það hverfur úr
huga og er oft lítt þakkað.
Mig langar að minnast á atvik,
sem henti mig í Hagkaupum ný-
lega. Ég missti niður glas, sem fór
í þúsund mola en ekki var ég fyrr
búin að beygja mig niður til að
bjarga klaufaskap mínum, en ungur
maður kom aðvífandi og sagðist
skyldu sjá um þetta og bauð mér
að fara og ná í annað glas..
í annan tíma gleymdi ég hönsk-
um og fékk þá með skilum. Það
virðist vera fylgst með hlutunum á
þeim stað.
Að lokum varð páskalærið eftir
hjá mér. Kom það fljótlega í leitirn-
ar og fékk ég það sent heim eftir
minni beiðni fljótt og vel.
Ég minnist þess hve Hagkaup
byijaði smátt en jók einatt við starf-
semi sína og hefur þróast í það
mikla fyrirtæki, sem það nú er,
enda sýnir hinn mikli fjöldi við-
skiptavina vinsældir þess. Er það
skýrt dæmi um einstaklingsfram-
takið, er það fær að njóta sín og
hefur alla burði til.
Björg M. Thoroddsen
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til fóstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfh, nafnnúmer og heimilisfóng
verða að fylgja öllu efhi til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafh-
leyndar.
Til Velvakanda.
Mig langar að taka undir með
öllum þeim krökkum á mínumm
aldri (þ.e. 14—15 ára), sem hafa
mótmælt skattpíningum ríkisstjórn-
arinnar á pkkur.
Mér finnst það alveg fráleitt, að
vinna fyrir lægra kaupi en sextán
ára unglingar og þurfa auk þess
að borga skatta, sem sextán ára
og eldri þurfa ekki að borga. Hve-
nær fáum við vinnandi unglingar
undir sextán ára aldri afhent skatt-
kort?
Til Velvakanda.
Það væri synd að segja að Jón
Baldvin Hannibalsson hafi ekki átt
sér hugsjónir um dagana — þótt
þær hafi löngum ekki þótt einnar
áttar eða samræmanlegar. Árum
saman var þessi maður uppbelgdur
af þeirri hugsjón að brýnast væri
að útrýma framsóknarmennskunni
úr þjóðfélaginu. Trúlega á hann
pólitískan frama sinn að þakka
vasklegri framgöngu í því trúboði.
Enda málefnið hið mikilvægasta.
Og hugsjónamaðurinn komst
snyrtilega að orði um áform sín:
Hann ætlaði að moka Framsóknar-
flórinn! Sem og nauðsynlegt var
áður en bytjað yrði að mjólka
íhaldskúna, sem stendur í klyftir í
Ég get nefnt, sém dæmi, að í
júnímánuði sl. fékk ég sem svarar
kr. 30.398 í heildarlaun. Af því
greiddi ég kr. 1.824 í skatta. Þetta
eru kannski ekki miklir peningar í
augum háttvirtra stjórnmálamanna
en fyrir mig er þetta talsverð upp-
hæð.
Hér með beini ég þeim tilmælum
til ríkisstjórnar þessa lands, að hún
ráði sem allra fyrst bót á þessu
óréttlæti.
Kærar þakkir til Velvakanda.
Ingibjörg Hreftia Björnsdóttir
mykjunni og hefir gert lengst af
öldinni. Er mönnum sérstaklega
minnisstætt hversu vel kýrin kunni
við sig í þeim stellingum á árunum
1974—78. 0g sæmilega 1983—87,
nema seinnipartinn, þegar stag-
kálfurinn Þorsteinn bytjaði að
bauta, þegar honum gerðist ógreið
leiðin að jötu og júgri.
En allt er þetta liðin tíð. Jón
Baldvin Hannibalsson er að vísu
staddur í Framsóknarfjósinu. En
ekki til að moka flórinn. Þvert á
móti kunni hann svo vel við ástand-
ið að hann tók til við að moka inn
í fjósið — úr haughúsinu. Og stend-
ur nú hugsjónamaðurinn þar í herð-
ar og mokar inn af miklum og sann-
færðum móð. Melamaður
Fjósamaðurinn
Víkveiji skrifar
Síðasta helgin í júlí er mesta
umferðarhelgin í Frakklandi en
að þessu sinni voru um 12 milljónir
manna á ferðalagi á vegum lan.dsins
að sögn yfirvalda. Flestir héldu frá
norðri til suðurs eða öfugt og í
Rhone-dalnum í kringum Lyon
mynduðust um 100 km langar rað-
ir bíla. Sagði í blöðunum að þeir
sem höfðu lagt af stað frá París
klukkan fjögur að morgni laugar-
dagsins 29. júlí hefðu aðeins komið
klukkustundu fyrr suður að strönd
Miðjarðarhafsins en þeir sem héldu
af stað fjórum tímum síðar frá
París. Tafirnar voru mestar fyrri
hluta dags í kringum Lyon. Vikveiji
hélt sig utan frönsku hraðbraut-
anna um þessa helgi og varð ekki
fyrir neinum töfum á ánægjulegu
ferðalagi um fagrar franskar sveit-
ir. Hann tekur undir með öðrum
útlendingum, að franskir bílstjórar
sýna þeim ekki mikla tillitssemi sem
aka um sveitir þeirra og njóta út-
sýnis. Þeir aka gjarnan alveg upp
undir þann sem á undan þeim er
og þjóta síðan þóttafullir fram úr,
þegar færi gefst.
xxx
Veðurblíðan hefur verjð einstök
í Frakklandi og sveitafólk
skammt fyrir sunnan borgina Lim-
oges í miðju landinu sagði, að þar
hefði verið sólskin á hveijum ein-
asta degi frá því á jólum. Bretar
státa sig af því núna, að í suður-
hluta Englands hafi sólin skinið að
meðaltaii 10 klukkustundir á dag í
síðustu þijá mánuði. Lægðirnar
hafa allar haldið sig norðarlega eins
veðráttan í Reykjavík sýnir. I Eng-
landi og á meginlandinu bera menn
veðrið núna saman við hitann og
sólskinið sumarið 1976.
Syðst í Frakklandi hafa bændur
ekki farið varhluta af þeim vand-
ræðum sem fylgja þurrkunum.
Vatnsskortur er víða og skógareld-
ar eyðileggja stór landsvæði og
stefna lífi og limum fólks í hættu.
Það getur oft orðið heitt í bílnum
þegar ekið er í rúmlega 30 stiga
hita og glampandi sólskini. Er þá
sjaldan lítið annað til varnar en að
spretta úr spori og Iáta gustinn sem
við það myndast kæla sig. Þeir sem
þurfa að sitja tímunum saman í
biðröðum á hraðbrautum geta ekki
bjargað sér undan hitanum og sól-
inni með þeim hætti og hlýtur vist-
in þar oft að vera slæm. Margir
vildu liklega frekar hafa verið á
sveitavegunum.
XXX
Um þessa miklu umferðarhelgi
Frakka urðu 669 slys á vegum
Iandsins. 80 týndu lífi í umferðar-
slysum og 1.069 slösuðust. Franska
lögreglan er ekki í vafa um, að
hraðinn sé hættulegastur i, umferð-
inni, þeim mun hraðar sem ekið sé
því meiri hætta sé á alvarlegum
slysum ef eithvað fer úrskeiðis.
í þessu mati frönsku lögreglunn-
ar felast engin ný sannindi. A hinn
bóginn er deilt um það, hve há-
markshraði á hraðbrautum eigi að
vera mikill og gilda um það ólkar
reglur í Evrópulöndum. Francois
Mitterrand Frakklandsforseti vék
að þessu í viðtali við fimm evrópsk
blöð á dögunum, þegar hann ræddi
um þá ósk Vestur-Þjóðveija að
ákveðið verði, að innan Evrópu-
bandalagsins verði bílar með
hreinsibúnað (katalísatoij. Sagðist
forsetínn geta fallist á þetta en hitt
ættu Þjóðverjar að athuga, að sú
skipan þeirra að hafa engar reglur
um hámarkshraða á hraðbrautum
leiddi til meiri útblásturs á kol-
tvísýringi en ef hraðinn væri tak-
markaður og ættu menn að hafa
samræmi í hlutunum,
Þjóðveijar hafa löngum deilt um
það hvort takmarka eigi hraða á
hraðbrautunum og jafnan hafnað
því. Hitinn í þeim umræðum er til
marks um að umferðarmálin og
allt sem að þeim lýtur getur valdið
deilum milli ríkja eins og allt ann-
að. Til dæmis er sagt að þýskum
ferðamönnum á Ítalíu hafi fækkað
eftir að yfirvöld þar ákváðu að
lækka hámarkshraða á sumrin til
að draga úr hættu á slysum.