Morgunblaðið - 09.08.1989, Síða 49

Morgunblaðið - 09.08.1989, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 49 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /ia — L u hi JtW ’U If Þessir hringdu . . Myndavél Föstudaginn 21. júlí tapaðist myndavél rétt austur af Hrífu- nesi í Skaftártunguhreppi. Vél- in er af gerðinni Canon Top shot. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Valdísi í síma 16433. Unaðsreitur í borginni Þorsteinn Einarsson hringdi: „Mig langar til að minna fólk á Grasgarðinn í Laugard- al. Hann er unaðsreitur í borg- inni og er upp á sitt fegursta núna. íslenzkar háfjallajurtir eru nú í blóma og einnig eru erlendar jurtir í fullum skrúða. Fólk þarf því ekki að fara út úr bænum til að sjá fagran gróður.“ Knattspyrnuvellir Sigtryggur Jónsson, hjá Val, hringdi: „Ég vil þakka starfsmönn- um Jóhannesar Óla Garðars- sonar og Jóns Magnússonar á Laugardalsvelli fyrir gott starf í sumar. Þeir hafa í erfiðri tíð starfað af heilum hug og sýnt knattspymufélögunum í Reykjavík mikla hjálpsemi. Starf þeirra við að halda völl- unum við er ómetanlegt. Þess ber að geta sem vel er gert og eiga þeir þakkir skyldar.“ Endurvinnsla á pappír Halldór hringdi: „Mér finnst hafa farið hljótt um fyrirhugaða endurvinnslu á pappír að undanförnu. Stend- ur hún annars ekki til? Gaman væri að heyra frá öðrum um þetta. Endurunninn pappír er að vísu ekki eins góður og venjulegur pappír en er ágætur til síns brúks.“ Merkingar á köttum Elín hringdi: „Mig langar að koma því á framfæri við almenning og lög- reglu, að sumir kettir eru merktir með númeri, sem hefur verið húðflúrað á anpað eyrað. Margir virðast ekk'i vita af þessu. Finnist köttur, sem er merktur þannig, er hægt að fá upplýsingar um eigandann á Dýraspítalanum og hjá kattavinafélaginu. Ólar henta ekki öllum köttum en svona merkingu með húðflúri er hægt að fá hjá Dýraspítalan- um.“ Gömul mynd Sæbjörg hringdi: „Mig langar til að vita hvort einhver á mynd, sem tekin var úti í Svíþjóð á fimmta áratugn- um þegar samvinnubátarnir svokölluðu voru smíðaðir. Á myndinni sjást mennirnir, sem settu niður vélarnar í bátana en það voru íslendingar. Ég átti eitt sinn mynd, sem tekin var við þetta tækifæri og var hún mér kær en hún glataðist í eldsvoða. Ef einhver hefur mynd af atburði þessum undir höndum, bið ég viðkomandi að hafa samband við Velvakanda, svo að ég geti fengið eftirmynd af henni.“ Sólgleraugu Brún Rayban-sólgleraugu í brúnu hulstri eru týnd. Þau eru merkt eigandanum, Sigurði Ólafssyni. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa samband við hann í síma 46010. LOKAÐ í DAG UWM byrjar á morgun 10. ágúst í báðum verslunum. Kringlan 4, S. 689789. Opiðkl. 10-19, 10-16laugardaga OJiRRADKILD ÚTSALA - ÚTSALA < n DÖMUR ATH. o H rxö H O > h-H > c . 1 ( O H—1 <1 C/D svanurinn co > H Kringlunni 8-12,3. hæð, H O sími 678897. > ÚTSALA - ÚTSALA HUGMYNDA SAMKEPPNI Nýtt gæðamerki fyrir Landssamband Fiskeldis- og hafbeitarstöðva Hugmyndasamkeppni um merki sem verður tákn gæðasambanas eldisfiskframleiðenda. Merkið verður allsherjarmerki fyrir sameig- inlegar markaðs- og kynningaraðgerðir er- lenais, þar á meðal sem sameiningartákn eld- isfiskútflytjenda á alþjóðlegum vörusýning- um. Æskilegt er að merkið beri íslensk ser- kenni og að nægt sé að koma texta fyrir í eða við merKÍð. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum Félags íslenskra auglýsingateiknara (FÍT) og er öllum opin. Tillögur að merki skulu vera 10-15 sm í þvermal og skilað í litum og svart/hvítu á hvít- an pappjr (A-4). Einkenna skal tillöjgurnar með aulnefni, en nafn höfundar og neimilis- fang fylgi með í lokuðu umslagi. Þátttakend- um er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Veitt verða ein verðlaun fyrir merkið að upphæð kr. 200.000 og kr. 50.000 fyrir frágang þess til notkunar. Vinna við tillögur, þróun og hreinteikningu er innifalin. Auk þess áskil- ur nefndin sér rett til að kaupa aðrar tillögur. Dómnefnd skipa: Penedikt Höskuldsson, Útflutningsráði Islands Yilhjálmur Guðmundsson, LFH Ástþór Jóhannsson, auglýsingateiknari, þÍT Björn H. Jónsson, auglýsingateiknari, FIT Hallgrímur T. Ragnarsson, IMARK Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðar- maður keppenda er Ingibjörg Kristjánsdóttir og geta þatttakendur snúið sér til hennar í sima: 91-688777 og fengið frekari gögn og upplýsingar um keppnina. Tillögum sk^l skilað fyrir klv 10 f.h. 21. ágúst 1989 til Útflutningsráðs Islands merkt: Útflutningsráð íslands Hugmynaasamkeppni LFH b.t. Ingibjargar Knstjánsdóttur Lágmula 5 P.Ö. Box 8796, 128 Reykjavík. LANDSSAMBAND FISKELDIS- OG HAFBEITARSTÖÐVA I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.