Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 2
aaaorao .vi auoAauiGia<í aiöAja^uoaoM 2 • * MOROUNBLAÐIÐ ÞHIOJUDAGUK 17-. OKTÚUEK 1-989 Pálmi Jónsson á Alþingi: Aðstoðarmönnum án heimilda verði sagt upp störfiim PÁLMI Jónsson, þingmaður Sjálfslæðisflokksins, lagði það til við utandagskrárumræðu í Sameinuðu þingi í gær, að þeim aðstoðar- mönnum ráðherra, sem ráðnir hefðu verið í heimildarleysi, yrði sagt upp. Tekur það til aðstoðarmanns Stefáns Valgeirssonar. Snarpar umræður spunnust við utandagskrárumræðu í Sameinuðu þingi í gær. Stjórnarandstaðan með Pálma Jónsson í broddi fylkingar gagmýndi ríkisstjórnina fyrir fijáls- legar ráðstafanir ríkisfjár án heim- ilda og fyrir brot á reglugerð um Stjórnarráð íslands með fjölgun aðstoðarmanna ráðherra og ráðn- ingu sérstaks aðstoðarmanns Stef- áns Valgeirssonar. í máli Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra kom fram að hann hefði í hyggju að leggja til Átta landa keppnin: Islendingar unnu Fær- eyinga með minnstamun ÍSLENDINGAR unnu Færey- inga með 3,5 vinningum gegn 2.5 í gær í átta landi keppn- inni í skák, sem nú fer fram í Danmörku og eru í 4. sæti eftir tvær umferðir með 6 vinninga. Vestur-Þjóðverjar eru efstir með 9 vinninga og eina biðskák. Islendingar mæta Finnum í dag. Einstök úrslit gegn Færey- ingum urðu að Jóhann Hjartar- son tapaði á 1. borði, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Jón L. Ámason unnu á 2., 3. og 4. borði, Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir gerði jafntefli á kvennaborðinu og Hannes Hlífar Stefánsson tapaði á ungl- ingaborðinu. Önnur úrslit urðu þau að Danir unnu Svía 4-2, Pólveijar unnu Finna 3,5-2,5, og Vestur- Þjóðveijar unnu Norðmenn 4-1, en ein skák fór í bið. Danir eru í 2. sæti á mótinu á eftir Vestur-Þjóðveijum með 8 vinninga og Pólveijar eru í 3. sæti með 7 vinninga. í fyrstu umferðinni töpuðu íslendingar fyrir Pólveijum með 3.5 vinningum gegn 2,5 vinning- um. breytingar á þingsköpum í þá átt að einn þingmaður gæti talist þing- flokkur og nyti þannig sömu styrkja til sérfræðiaðstoðar. Forsætisráðherra og Ijármála- ráðherra töldu það ekki brot á reglugerð um Stjórnarráðið, þó sér- legur aðstoðarmaður Stefáns með aðstöðu á skrifstofu hans væri á launaskrá í forsætisráðuneytinu. Veitti honum í raun ekki af fleiri aðstoðarmönnum. Enn fremurtöldu ráðherramir fjölgun aðstoðar- manna ráðherra ekki brot á sömu reglugerð, þó sú reglugerð gerði aðeins ráð fyrir einum aðstoðar- manni. Við umræðuna sagðist Stefán Valgeirsson vera gáttaður á þessari gagnrýni; hann hefði í miklu að snúast vegna stuðnings síns við ríkisstjómina; um það hefði verið að ræða að velja ráðherrasæti eða aðstoðarmann. Fjármálaráðherra var og gagn- rýndur fyrir heimildarlausa mis- munun gjaldenda við hinar hertu innheimtu söluskatts síðastliðið sumar. Svaraði ráðherra ekki þess- ari gagnrýni. Sjá nánar á þingsíðu, bls. 35. Rey kj anesbr aut: Sunna Reynisdóttir og dóttir á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði. Morgunblaðið/Magnea Flateyri: Fyrsta fæðing í sautján ár Flateyri. BARN fæddist í heimahúsi á Flateyri við frumstæðar að- stæður nokkrum vikum fyrir timann á sunnudagskvöld. Sunnu Reynisdóttur og Magn- úsi Eggertssyni fæddist stúlku- barn og vó það tíu merkur og var 48 cm. Ingvar Ingvarsson heilsugæslulæknir og Bjarn- heiður Ivarsdóttir hjúkrunar- forsljóri á Flateyri tóku á móti barninu og gekk fæðingin vel. Fæðinguna bar svo skjótt að, að ekki tókst að flytja móðurina á sjúkrahús. Þetta er fyrsta fæðing sem á sér stað á Flat- eyri í sautján ár. Aðspurð sagði Sunna að ekki hefði unnist tími til að hugsa mik- ið því að hlutirnir gerðust svo hratt og fæddist stúlkan í stofu- sófa ömmu sinnar. Um hálftíma akstur er frá ísafirði til Flateyrar og fæddist barnið örfáum mínút- um eftir að sjúkrabíllinn kom. Mæðgurnar voru síðan fluttar á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði og heilsast báðum vel. Magnea Kostnaður við tvöföldun áætlaður 1000 milljónir KOSTNAÐUR við breikkun Reykjanesbrautar í fjórar akreinar sunnan Haftiarfiarðar er áætlaður um einn milljarður króna. Áætlað er að malbikun Reykjanesbrautar eins og hún er nú kosti um 225 milljónir. Kom þetta fram á fúndi þingmanna Reykjanes- kjördæmis með yfírmönnum Vegagerðar ríkisins í gær. Að sögn Matthíasar Á. Mathie- sen, 1. þingmanns Reyknesinga, mættu þeir Snæbjöm Jónasson vegamálastjóri, Helgi Hallgríms- son aðstoðarvegamálastjóri og Rögnvaldur Jónsson umdæmis- verkfræðingur á fund þingmann- anna, og gerðu þeir grein fyrir stöðu mála varðandi tvöföldun Reykjanesbrautar, viðgerð á brautinni, breytingu á tengingu Reykjanesbrautar suður við Njarðvík og ýmsum lagfæringum sem í athugun eru. „Á fundinum kom fram að umferðin á Reykjanesbraut sunn- an Hafnarfjarðar er að meðaltali rúmir fimm þúsund bílar á dag. Að dómi Vegagerðarinnar þarf umferðin að vera orðin á bilinu 8-10 þúsund bílar á dag svo talin sé þörf á að tvöfalda brautina, en kostnaður við það verk er áætlað- ur um einn milljarður króna. Enn- fremur voru ræddar viðgerðir á Reykjanesbrautinni, og kom fram að kostnaður við að malbika brautina er áætlaður um 225 millj- ónir króna, eða um 7,5 milljónir á hvern kílómetra, en talið er að sú viðgerð muni duga í 9 ár. Þá voru einnig ræddar ýmsar lagfær- ingar á Reykjanesbrautinni í sam- bandi við gatnamót, svo og teng- ingin við svonefndan Víknaveg suður við Njarðvík, sem bæjar- stjórn Njarðvíkur hefur lagt áherslu á að ráðist verði í, en gert er ráð fyrir ijármagni til þeirrar framkvæmdar á vegaáætl- un fyrir árið 1992,“ sagði Matt- hías. Lítil rjúpnaveiði fyrsta daginn RJÚPNAVERTÍÐIN hófst í fyrradag en Ijölmargir veiðimenn höfðu lítið upp úr krafsinu fyrsta daginn. Margir fóru tóm- hentir heim en flestir fengu eina til fimm ijúpur í nágrenni Reykjavíkur. Svipaða sögu er að segja af öðrum stöðum; veiði lítil en margir um hituna. í Staðarskála í Hrútafirði voru 12 íjúpnaskyttur á sunnudaginn. „Það gekk nú heldur Iítið hjá þeim en ég held að einhveijir hafi náð 20 ijúpum í Geldinga- felli. Þeir fóru í morgun enda sögðu þeir ekkert upp úr þessu að hafa,“ sagði Eiríkur Gíslason í Staðarskála. „Það voru líka ein- hveijir uppi á Holtavörðuheiði en þeir fengu enn minna. Þeir voru reyndar svo margir að þeir sögðust eiga í vandræðum með að finna bílastæði. Auk þess var leiðinlegt veður og þeir sögðust lítið hafa séð af ijúpum,“ sagði Eiríkur. Veiði í Bláfjöllum og á Lyng- dalsheiði var einnig með slakasta móti og flestir með 3-5 ijúpur. í Kjósarsýslu gekk heldur betur og nokkrir náðu tíu ijúpum á sunnudaginn. Húsvíkingar fjölmenntu til ijúpna í gærmorgun. Þeir frá- sagnarglöðustu segja að milli 100-200 skyttur hafi verið á Heiðum. En eftirtekjan var ekki mikil, margir með 10-15 stykki og sumir ekki neitt. Mest hafði heyrst að fengist hafi 30 ijúpur. Undanfarið hafa ijúpur verið alveg niðri í byggð á Húsavík og ekki óalgengt að þær hafi sést á húsaþökum. Af Vestfjörðum er það að frétta að á svæðinu við Bíldudal og Þingeyri veiddist lítið af ijúpu. Menn voru að fá 1-2 eftir daginn. Nokkuð hvasst var og óveiðilegt veður, lítill snjór en smáföl til fjalla. Ég fór með kunningja mínum og gengum við yfir óhemju stórt svæði, en það var enga ijúpu að sjá. Samt fékk hann eina en ég enga eftir dag- inn,“ sagði Óskar Magnússon frá Bíldudal. „Veður var slæmt og lítið spennandi að veiða. Ég held að ijúpan sé hátt uppi núna, maður verður bara að bíða eftir meiri snjó, þá lagast þetta von- andi,“ sagði Óskar. Sömu sögu er að segja frá Suðureyri og Þingeyri. Þeir afla- hæstu fengu aðeins eina til tvær íjúpur eftir daginn. Að vísu sá einn maður frá Þingeyri 30 ijúpna hóp, en hann var það styggur að ekki tókst að koma skoti á hann. Tilboð um kaup full- virðisrétt- ar stendur FRAMKVÆMDANEFND bú- vörusamninga hefur ákveðið að tilboð um kaup fullvirðisréttar í kindakjötsframleiðslu standi áfram til 15. nóvember næstkom- andi, en Framleiðnisjóður mun annast framkvæmd þeirra. Öll tilboð um íeigu á fullvirðisrétti eru hins vegar úr gildi fallin. Umsóknarfrestur um kaup eða leigu fullvirðisréttar rann út 1. október síðastliðinn, en umsóknar- frestur vegna sértilboða Frarh- kvæmdanefndar búvörusamninga rann hins vegar út 1. apríl síðastlið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.