Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 16
Ruslapokagrind Vinda úr ryðfríu stáli Vörumarkaðurinn hf. Kringlunni Sími 685440 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTOBER 1989 Skrýtinn endir á skrýtnu veiðisumri: A Ovenjulegar stórlaxa- göngur í lok veiðitíma TALSVERT var um líflegar laxagöngur í lok veiðitímans og vakti sérstaka athygli i sumum ám hversu stór göngulaxinn var. Var al- gengt að hér væri um 12 til 17 punda laxa að ræða og er það mjög óvenjulegt að svo stór lax sé á ferð svo seint. Sem dæmi má nefna, að Viðar Daníelsson byggingarverktaki fékk á einum september- morgni í Laxá í Kjós 8 laxa sem voru að meðalvigt 14 pund. Laxarn- ir voru nær allir nýrunnir og dregnir á neðsta svæðinu þar sem undir öllum venjulegum kringumstæðum er lítið að hafa þegar kom- ið er fram í september. Fleiri fengu 12 til 14 punda laxa og þetta gerðist víðar en í Laxá í Kjós; í Elliðaánum, Brynjudalsá, Selá og Laxá í Aðaldal bar nokkuð á þessu, svo einhverjar ár séu nefndar. „Ég hef verið veiðivörður við Laxá í Kjós í 8 ár og man ekki eftir öðru eins og ekki heyrt um slíkt áður. En þetta var nokkuð slá- andi í sumar og veiði Viðars var með ólíkindum. Tveir laxa hans voru 17 punda og enginn minni en 13 pund. Sjálfsagt stendur þetta í sambandi við árferðið sem var í byijun veiðitímans," sagði Ólafur H. Ólafsson veiðivörður í Laxá í samtali við 'Morgunblaðið. Alkunna er meðal veiðimanna, að stórlaxinn gengur fyrstur laxa í árnar á vorin, í maí og júní, síðan komi smálax og allra stærstu laxarnir gjarnan saman við þá. GAGGENAU MIKIL VERÐLÆKKUN Góð greiðslukjör ó GAGGEMAU heimilistækjum. Um tónlistarhús og íþróttahús eftir Pétur Jónasson NOKKRAR NYJAR TILLÖGUR! öskubakkl Skðftfesting á vagn Fata fyrir afþurrkun ofl. Sorppokagrind (má brjóta saman i geymslu) Bakki fyrir hreinsiefni ofl. 2 - 4 fötur fyrir afþurrkun ofl. vr v Lett og sterkt alskaft Handfang Oft verður mér hugsað til tón- leika sem ég sótti á Listahátíð fyrir allmörgum árum. Þar lék Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Vladimirs Ashkenazys og einleikari á selló var Mstislav Rostropovich. Það þarf ekki að taka það fram að þar var flutt tónlist af hæsta gæða- flokki. Hugtök eins og tungumál, þjóðerni og landamæri missa þýð- ingu sína frámmi fyrir andlegum jöfrum eins og þeim sem sóttu ís- lendinga heim þetta kvöld. í mínum huga eru þeir meira en þjóðhöfð- ingjar, þeir eru „alheimshöfðingj- ar“. Tíðum heyrist sagt að þeir sem aðhyllist „klassíska" tónlist — ég kýs að kalla hana fagurtónlist sé fámenn klíka sérvitringa og menn- ingarsnobbara. Sú tónlist sé ekki „það sem fólkið vill“. Kannski er ein ástæðan fyrir þessari skoðun sú, að til þess að ná árangri á sviði fagurtónlistar er nauðsynlegt að einstaklingurinn beiti sig óvenju- lega miklum sjálfsaga og sjálfs- gagnrýni og tileinki sér þar með hógværð. Þannig vinnur það á móti eðli hans að skapa í kringum sig hávaða til þess að vekja athygli á sjálfum sér og málstað sínum. Það fer sem sagt frekar lítið fyrir slíku fólki. En fámennur er þessþ hópur ekki. Að Tónlistarbandalagi íslands standa öll stærstu tónlistarfélög og samtök á landinu, jafnt áhuga- manna sem atvinnumanna. Lang- flest þeirra beita sér fyrir iðkun fagurtónlistar, en aðildarfélagar eru yfir 10.000. Á íslandi eru starf- ræktir tæplega 70 tónlistarskólar og skipta nemendur mörgum þús- undum. Hundruð tónleika eru hald- in á hverju ári. Allt þetta starf er farið að skila glæsilegum árangri og nægir þar að nefna Sigrúnu Eðvaldsdóttur sem unnið hefur til verðlauna í þremur sterkum al- þjóðlegum fiðlukeppnum á skömm- um tíma. í Morgunblaðinu 8. september sl. birtist grein eftir Rut Magnússon sem ber yfirskriftina „Hvers átt þú að gjalda, tónlist?". Þar veltir hún fyrir sér hvernig megi á því standa að á meðan alls staðar er verið að skera niður Ijárveitingar og dapur- legar spár um afkomu ríkissjóðs eru að verða að veruleika, stendur nú til að byggja handboltahöll sem kosta á tæpan milljarð króna. Rut segir síðan: „Með þessum skrifum er ég ekki að mótmæla því að ákveðið hefur verið að byggja enn eina glæsibygginguna undir íþrótt- ir . . . það sem ég vil mótmæla er, að bygging þessarar íþróttahallar Pétur Jónasson „Til þess að ná árangri á sviði fagurtónlistar er nauðsynlegt að ein- staklingnrinn beiti sig óvenjulega miklum sjálfsaga og sjálfsgagn- rýni og tileinki sér þar með hógværð.“ skuli að hluta til vera réttlætt með því að hún gæti einnig hýst tónlist- arviðburði. Með því er viðurkennd þörf fyrir húsnæði til tónleikahalds en um leið kemur fram sú þráláta bábilja að húsnæði af ýmsu tagi dugi fullvel fyrir tónlistarflutning." Rut talar hér ekki aðeins fyrir I sjálfa sig, heldur fyrir þúsundir ís- lenskra tónlistarmanna og unnenda að auki sem eru orðnir langþreytt- 1 ir á því að iðka og njóta tónlistar sinnar við óviðunandi aðstæður. En aftur yfir til Vladimirs, Mstislavs og Sinfóníuhljómsveitar- innar. Grein Rutar minnti mig enn- þá einu sinni á þá kvöldstund. Hún fór nefnilega fram í Laugardals- • höllinni. Guð minn góður. Hriktandi stál- og trépallar, flúor-lýsing, bráðabirgðastólar. Og hljómburður- inn? Það segir sig sjálfþ Allt í einu hvarflar að mér að eina leiðin til þess að Tónlistarhúsið rísi sé sú að selja auglýsingar á kjólfötin og fara að henda boltum í hléi tónleika. Hvað segið þið, eigum við að skrapa saman í lið og sjá hvað gerist? Höfundur er liljóðfæraleikari og fráfarandi formaður Tónlistarbandalags íslands. Nú er ekkert vit í því að kaupa ekki það besta. GAGGENAU Vestur-þýsk hönnun og tækni í heimsklassa. Festiplata sem , fer vel inn í horn Skaftfesting á vagn Grunnvagn Uðamót sem gera hreyfinguna létta og auðveldar ai koma moppunni undir húsgögn Rykmoppa Moppa úr gerviefni (þolir suðuþvott) N ú fást vagnar med nýrri vindu þar sem moppan er undin með einu handtaki án þess að taka þurfi hana af skaftinu. Moppan fer alveg inn í horn og auðveldlega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Þetta þýðir auðveldari og betriþrif. Auðveldara, fljótlegra og hagkvæmara! M oppuvagnarnir eru allir einn og sami grunnvagninn en með aukahlutum eru óteljandi möguleikar á samsetningum. Þannig geta fyrirtæki ogstofnanir sett saman vagn sem fullnægir nákvæmlega þeirra þörfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.