Morgunblaðið - 17.10.1989, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.10.1989, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 23 í Saftii Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti heftir verið opnuð sýning á myndum Ásgríms frá Þing- völlum. Myndir frá Þingvöllum 1 Safhi Asgríms Jónssonar í SAFNI Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti hefur verið opn- uð sýning á myndum Ásgríms frá Þingvöllum. Á sýningunni eru 25 verk, aðallega vatnslitamyndir, en einnig nokkur olíumálverk. Eru nær öll verkin úr Iistaverka- gjöf Ásgríms, sem nú er samein- uð Listasafhi Islands. I frett frá Ásgrímssafni segir m.a: „Ásgrímur fór snemma að mála á Þingvöllum og er ásamt Kjarval sá listamaður sem sterkast hefur túlkað náttúru þess staðar. Á sýningunni eru margar hinna stóru vatnslitamynda sem Ásgrímur mál- aði eftir 1940. Þar túlkar hann áhrif birtunnar á land og vatn, eink- um á haustin og vorin þegar litirnir í náttúrunni. eru síbreytilegir. í þessum vatnslitamyndum fer lista- maðurinn á kostum í túlkun sinni, enda náttúruinnlifun hans sterk og tæknin einstök." Sýningin á Þingvallamyndum Asgríms stendur fram í febrúar á næsta ári og er opin um helgar og á þriðjudögúm og fimmtudögum frá klukkan 13.30-16. Laxveiðikvóti Færeyinga: Fyrsta viðræðufundi um hugsanleg kaup lokið „VIÐ áttum góðan fund og Fær- eyingarnir tóku mér vel,“ sagði Orri Vigfússon formaður Laxár- félagsins í samtali við Morgun- blaðið, en hann er nýkominn heim af fyrsta viðræðufundi um hugsanlega samvinnu Islendinga og Færeyinga um úthafsveiði- kvóta þeirra sem haldinn var í Þórshöfti. Orri sat fundinn fyrir hönd íslenskra hagsmunaaðila en fyrir hönd Færeyinga voru þeir Manne Næs formaður félagsins Laxaskip í Færeyjum, Arne Paulsen^ fram- kvæmdastjóri félagsins og Utgerð- arfélags Færeyinga og Jóhannes Dalsgarð útgerðarmaður. Orri sagði að Færeyingarnir hefðu útskýrt mikilvægi þessara úthafsveiða fyrir hagsmuni Færey- inga og efnahagslega þýðingu þeirra fyrir þá. Fram kom að færri skip sækja nú þessar veiðar og að þau hafi aðeins veitt helming kvót- ans á síðustu vertíð. Hann sagðist hafa skýrt sjónar- mið íslendinga á þessum fundi. Hann sagði hagsmuni þeirra fyrst og fremst tengda útiveru og sumar- leyfum allra aldurshópa og að lax- veiðar skipta miklu máli fyrir bænd- ur landsins. Efnahagslegir hags- munir Islendinga væru mun minni en þó yrði að hafa hliðsjón af sífellt aukinni hafbeitarstarfsemi, en í ár slepptu íslenskar hafbeitarstöðvai’ um_ 5 milljónum gönguseiða. Á fundinum lagði Orri fram bréf þar sem farið er á leit við Færey- inga að teknar verði upp formiegar viðræður um kaup á laxveiðikvótum þeirra. Undir þetta bréf rituðu allir helstu hagsmunaaðilar hér-á landi, þ.e.a.s. landssambönd stangveiðifé- laga, veiðiréttareigenda, fiskeldis- og hafbeitarstöðva, Laxárfélagið, Stangveiðifélag Reykjavíkur- og Stéttarsamband bænda. Færeyingar kváðust mundu leggja málið fyrir Landstjórnina og einnig taka það upp í félagi sínu Laxaskipi áður en hægt yrði að svara efnislega málaleitan ísiend- inga. Ef af þessu verður munu hags- munaaðilar á íslandi kaupa lax- veiðikvótann, en einnig hefur verið leitað eftir stuðningi hagsmunaað- ila í Norður-Ameríku, Bretlandi, Noregi og víðar. Þórarinn Andrésson kaupmaður látinn ÞÓRARINN Andrésson kaup- maður fést laugardaginn 14. október sl, rétt tæpra 78 ára að aldri. Þórarinn fæddist í Reykjavík 15. októfeer 1911. Foreldrar hans voru Halldóra Þórarinsdóttir og Andrés Andrésson klæðskerameistari, sem rak Klæðaverslun Andrésar Andr- éssonar að Laugavegi 3. Þórarinn lék knattspyrnu með Val sem ungur maður en hóf snemma störf við fyrirtæki föður síns og starfaði þar alla tíð. Hann fór til Englands upp úr 1930 til að kynna sér nýjungar í fatasaum og setti upp hraðsaumaverkstæði sem þá var nýlunda og varð fyrirtækið hið stærsta í sinni grein hér á landi fram yfir 1960. Þórarinn tók við rekstri fyrirtækisins af föður sínum og rak það síðast á Skólavörðustíg 22a. Þórarinn var kvæntur Kristínu Hinriksdóttur og áttu þau þrjú börn, Jóhann Hinrik lögregluþjón, Andrés Halldór verkfræðing og Halldóru sem dó á unga aldri. --------------------------------------7T Alifuglasalan hætt starfsemi: Samkeppni gæti leitt til lækkunar á verði „ÞAÐ er ljóst að einhver sam- keppni verður í framtíðinni milli framleiðenda á markaðnum, en reynslan verður að skera úr um það hvort verð á kjúklingum fer lækkandi af þeim sökum,“ segir Bjarni Ásgeir Jónsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Alifugla- sölunnar sf., sem hætti starfsemi um síðustu helgi. Alifuglasalan sf. tók til starfa í byijun mars síðastliðins, en yfirlýst- ur tilgangur með stofnun fyrirtæk- isins var að draga úr dreifingar- kostnaði í kjúklingarækt. Aðild að fyrirtækinu áttu Reykjagarður, Móar, Fjöregg og Markaðskjúkling- ur, sem samtals ráða yfir um 90% af framleiðslukvóta í kjúklinga- rækt. Að sögn Bjarna Ásgeirs Jóns- sonar munu þessir aðilar framvegis sjá um sölu á framleiðslu sinni hver fyrir sig, á sama hátt og var áður en Alifuglasalan sf. var stofnuð. Þá var algengt að einstakir fram- leiðendur veittu viðskiptavinum sínum allt að 15% afslátt af sinni vöru, en Alifuglasalan sf. veitti engan afslátt umfram 5% stað- greiðsluafslátt. Löggjöfum dauðaskil- greiningu og líffæraígræðslu GUÐMUNDUR Bjarnason heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra hefúr skipað nefhd til að gera tillögur um löggjöf uni skil- greiningu dauða og brottnám líffæra til ígræðslu í aðra. Nefndina skipa: Ólafur Ólafsson, landlæknir, Páll Ásmundsson, læknir, Sigfinnur Þoiieifsson, prestur, Sig- þrúður Ingimundardóttir, hjúkrunar- fræðingur, Þórður Harðarson, læknir og Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinú og er hann formaður nefnd- arinnar. Ritari nefndarinnar er Dögg Páls- dóttir, lögfræðingur. Lögfræðibók eftir Ármann Snævarr Bókaútgáfa Orators liefur gef- ið út Almenna lögfræði eftir Ár- mann Snævarr. Almenn lögfræði kemur nú út í fyrsta sinn í prent- aðri útgáfu, en áður hafa verið gefln út handrit ætluð til kennslu við lagadeild Háskóla íslands. Almenn lögfræði fjallar um helstu grundvallaratriði lögfræði, §.s. hlutverk laga og réttar, tengsl ríkis og réttar,_réttarheimildir, lög- skýringar ó.fl. I bókinni eru ítarleg- ar skrár og dómreifanir. Bókin er kennslurit við lagadeild Háskóla íslands. Auk þess er hún hentug sem handbók fyrir starfandi lögfræðinga og áhugaverð fyrir al- menning. Bókin er 651 blaðsíða í vönduðu bandi. Ármann Snævarr var um árabil prófessor við lagadeild Háskóla ís- lands og var síðar skipaður dómari við Hæstarétt Islands. Ármann hef- ur skrifað mörg rit á ýmsum sviðum lögfræðinnar og staðið fyrir útgáfu lagasafna og dómaskráa. Ármann Snævarr varð sjötugur 18. september sl. og fer því vel á að bókin komi út á þeim merku tímamótum. Viðskiptatækni Markaðstækni Fj ármálatækni Sölutækni Hringdu í síma 62 66 55 og fáðu sendan. bækling V Viðskiptaskólinn Borgartúni 24, sími 6 2 6 6 5 5 128 klst. 60 klst. 60 klst. 36 klst. Ármann Snævarr höfiindur Al- mennrar lögfræði sem Bókaút- gáfa Orators hefur gefið út. Bókaútgáfa Orators var stofnuð árið 1987 og hefur áður gefið út sögu Orators eftir Jóhannes Sig- urðsson hdl., Samningarétt og Kauparétt eftir dr. Pál Sigurðsson og Verndun hafsins eftir dr. Gunn- ar G. Schram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.