Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 4
MWtGU'NKriSÐIÐ; ÞKI5XWDAíGiaa47ö0KTDBER 4989 VEÐUR Morgunblaðið/Magnea Kona klúbbforseti ífyrsta sinn Alla Gunnlaugsdóttir félagi í Kiwanisklúbbnum Þorfinni á Flateyri er fyrsti kvenforseti í blönduðum klúbbi hér á landi og að öllum líkindum sú fyrsta í heimi. Hún tók við stjóm klúbbsins á fundi fyrir skömmu og afhendir Guðmundur B. Hagalínsson fráfarandi forseti Þorfinns henni hér bjölluna og hamarinn og óskar henni velfamaðar í starfi. Magnea Handritasamkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: íslensk handritsdrög fengu ekki verðlaun Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) V / DAG kl. 12.00: Síðasti gestur Kvikmyndahátíðar: Er opnari fyrir allri reynslu -segir breski leikarinn Terence Stamp „MÉR lék forvitni á að vita hvernig ísland væri. Faðir minn, sem var sjómaður, lenti eitt sinn í ofsaveðri hér við land og varð grá- hærður á einni nóttu. Mér sýnist veðrið nú vera ósköp saklaust í samanburði við það,“ segir breski leikarinn Terence Stamp en hann er síðasti gestur Kvikmyndaliátíðar, sem stendur fram á fostudag. Stamp var í gærkvöldi viðstaddur sýningu á The Hit frá 1984. Þá verður fyrsta myndin sem hann lék í, Billy Budd sýnd í dag. Terence Stamp, sem á um þijátíu ára leikferil að baki, býr sig nú undir að leikstýra sinni fyrstu mynd. Hún er gerð eftir bandarísku smásögunni A stran- ger in the House. Þar segir frá viðbrögðum fjölskyldu einnar við hvarfi sonarins. Hann finnst tíu árum síðar og hefur verið alinn upp af annarri fjölskyldu. Um höfundinn hefur Stamp lítið að segja. „Ég veit ekki hver skrifaði söguna, því ég var beðinn að lesa hana ekki, heldur vinna út frá handritinu." Myndin verður gerð í Banda- ríkjunum, þar sem Stamp hefur unnið undanfarin ár. Hvers vegna? „Þar eru menn að gera kvikmyndir. Ég er ekki sammála þeim sem segja að það sé gróska í breskri kvikmyndagerð undan- farið,“ segir Stamp, sem er þó búsettur í heimalandi sínu. Ferill Stamps hófst í byijun sjöunda áratugarins. „Þetta var yndislegur tími en svo köm lægð- in á mínum ferli. Hún reyndist mér þó ekki svo erfíð, í byijun vissi ég ekki hversu lengi ég yrði verkefnalaus. Smám saman skild- ist mér að allir eiga sér sín slæmu tímabil og það er eðlilegt. Svo kom endurreisnin. Núna er ég eldri og reyndari en hef þó ekki breyst í grundvallaratriðum. Ég veit að ég er góður leikari enda hef ég reynt margt. Ég tel mig vera opn- ari fyrir allri reynslu nú en áður.“ Nýlega kom út þriðja og síðasta bindi ævisögu Stamps. „I upphafi ætlaði ég mér alls ekki að skrifa bók. Móðir mín lést þegar tökur á Legal Eagles stóðu yfir og ég byijaði að skrifa til að komast í gegnum vinnuna, því mér leið mjög illa. Að endingu varð úr bók, sem var vel tekið, svo ég skrifaði tvær til viðbótar. En ég er hættur í bili, ég ætla ekki að verða eins og Shirley McLaine, sem lifir lífinu í mánuð og skrifar svo um það bók.“ Kvikmynda- hátíð verður framlengd VEGNA mikillar aðsóknar hef- ur verið ákveðið að framlengja Kvikmyndahátíð, sem átti að ljúka í kvöld. Verða nokkrar myndanna sýndar fram á föstu- dag. Meðal þeirra eru „Himinn yfir Bcrlín", „Salaam Boinbay", „Blóðakrar", „Geggjuð ást“ og Éldur í hjarta mínu“. VEÐURHORFUR I DAG, 17. OKTOBER: YFIRLIT í GÆR: Um 600 km suðvestur af Reykjanesi er hægfara 978 mb lægð en skammt norður af Færeyjum er 997 mb smálægð á hreyfingu austsuðaustur. Veður fer heldur hlýnandi. SPÁ: Austlægar áttir, gola eða kaldi. Skúrir við suður- og austur- ströndina, en annars úrkomulítið. Víða bjart veður vestantil á Norð- urlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Austan- og suðaust- anátt og fremur milt. Rigning eða skúrir á Austur- og Suðaustur- landi, en úrkomulítiö í öðrum landshlutum. TAKN: Heiðskírt Lettskyjað Hálfskýjað Skýjað Alskyjað a Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r f r r Rigning f f r * f * f * f * Slydda f * f * * * * * * * Snjókoma * * * j{) Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V B = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma friitl veSur Akureyri 2 skýjað Reykjavík 7 súld Bergen 9 rigning Helsinki 10 hálfskýjað Kaupmannah. 11 rigning Narssarssuaq +2 heiösk/rt Nuuk 2 heiðskírt Osló 5 alskýjað Stokkhólmur 6 rigning Þórshöfn 9 rigning Algarve 20 rigning Amsterdam 15 skýjað Barcelona 19 skýjað Berlín 12 skýjað Chicago 18 léttskýjað Feneyjar 17 léttskýjað Frankfurt 12 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 12 rigning Las Palmas 27 léttskýjað London 17 skýjað Los Angeles 14 helð8kfrt Lúxemborg 11 léttskýjað Madríd 18 alskýjað Malaga 21 skýjað Mallorca 21 léttskýjað Montreal 9 þokumóða New York 17 þokumóða Orlando 23 léttskýjað Par/s 16 léttskýjað Róm 20 heiðskírt Vin 12 skýjað Washington 17 þokumóða Wínnipeg 0 alskýjað Genf. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, var viðstödd úthlutun verðlauna fyrir 10 bestu handritsdrögin í handritasamkeppni evróp- skra sjónvarpsstöðva í Genf í gærmorgun. Hún var formaður níu manna dómnefndar sem valdi úr 47 verkum firá 17 löndum. íslensku handritsdrögin „Sjómaður" eftir Þórdísi Kristjánsdóttur og „Grímur" eftir Hlyn Helgason hlutu ekki verðlaun. Verðlaunahafarnir eru frá'Nor- egi, Finnlandi, Austurríki, Frakk- landi, Grikklandi, Hollandi og tveir frá Belgíu og Bretlandi. Fjórir ei-u konur og sex karlmenn. Hver fékk 25.000 sv. franka, eða um 900.000 ísl. kr., í verðlaun. Vigdís Finnbogadóttir og sam- starfsmenn hennar í dómnefndinni sögðu á blaðamannafundi að við- fangsefni ungu höfundanna sem tóku þátt í keppninni væru alvar- legs eðlis og lítið um gamansemi eða léttleika í þeim. Tveir verð- - launahafanna svöruðu því til að drögin hefðu ekki gefið kost á kímni en hennar yrði vart þegar verkin yrðu fullunnin en einn sagði að við- fangsefni sitt, nýnasismi, byði ekki upp á kátínu. Dómnefndin mun velja besta full- unna handritið úr þessum tíu drög- um næsta ár. Höfundur þess hlýtur 30.000 sv. franka, yfir milljón ísl. kr., í verðlaun. Nú er unnið að eða lokið við gerð sjónvarpsmynda úr sjö af handritunum tíu sem voru í keppninni 1988. Þar á meðal er „Steinbam“ Vilborgar Einarsdóttur og Kristjáns Friðrikssonar, en það verður jólaleikrit íslenska sjón- varpsins í ár. Forseti íslands flutti ræðu á ráð- stefnu um menningu og ferðamál í Lausanne síðdegis í gær. Hún fer í opinbera vinnuheimsókn til Bern í dag, þriðjudag. Síldveiði í Djúpi TOLUVERT hefúr fundizt af síld inni á Isafjarðardjúpi. Sta&ies KE heftir verið þar að veiðum og fékk meðal annars gott kast inni á Jökulfjörðuni, en síldveiði mun fátíð þar. í síðustu viku urðu skipveijar á Staftiesi ennliremur varir við vaðandi síld á um tveggja mílna svæði undan Grænuhlíð. Staftiesið heilfrystir síldina um borð fyrir markað í Japan. SALTAÐ hefui' verið í um 21.000 tunnur þá viku, sem síldarvertíðin hefur staðið. í fyrri nótt var bræla fyrir Suðurlandi og dræmt inni á fjörðunum fyrir austan, en þar fengu þó einhverjir bátar mjög stóra síld. Síldveiðin hefur verið fremur dræm inni á fjörðunum, en reytings- veiði hefur verið í heildina. Víða hált á flallvegum HÁLKA myndaðist víða á Qallveg- um á Norðurlandi og á Vestfjörð- um í íyrrinótt, einna mest í Skaga- firðinum. Samkvæmt upplýsingum frá vega- eftirliti Vegagerðarinnar hafði það fregnir af hálku á fjallvegum á Vest- fjörðum og lítilsháttar á Fróðárheiði. Einnig var hált á Holtavörðuheiði, í Vatnsskarði, á leiðinni til Sigluljarð- ar, á Lágheiði, í Ólafsfjarðarmúla og Víkurskarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.