Morgunblaðið - 17.10.1989, Side 25

Morgunblaðið - 17.10.1989, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 25 . ' ~ : < i Hlutabréf falla í verði víða um heim: Verðfallið ekki talið sam- bærilegt við hrunið 1987 12.000 milljarðar króna gufiiðu upp í New York á föstudag New York, London, Tókíó, Hong Kong. The Daily Telegraph, Reuter. Þriöja mesta verðbréfahruniö í Bandaríkjunum 1987 Y<* <fv <c& V»v Y* 1988 1989 LÍKT og búist hafði verið við féllu hluta- bréf í verði á fjármálamörkuðum víða um heim í gær. Verðfallið varð þó víðast ekki jafn mikið og svartsýnismenn töldu ástæðu til að ætla um helgina eftir hlutabréfahru- nið mikla í New York á lostudag er um 200 milljarðar Bandaríkjadala (rúmir 12.000 milljarðar ísl. kr.) gufúðu upp á nokkrum klukkustundum. Seðlabanki Bandaríkjanna hafði boðað að þess yrði freistað að koma í veg fyrir frekara verð- fall i New York í gær og var jafnvel búist við að tilkynnt yrði um vaxtalækkun í Bandarikjunum sem yfirleitt verður til þess að auka umsvif á hlutabréfamörkuð- um. Sérfiræðingar töldu almennt ekki ástæðu til að ætla að verðhrunið mikla árið 1987 endurtæki sig og kváðust líta svo á að verðfallið í New York á föstudag er Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 190,58 eða um sjö prósent, hefði orðið vegna sérstakra aðstæðna í Bandaríkjun- um. Mest varð verðfallið í Frankfurt í Vestur- Þýskalandi þar sem DAX-vísitalan svonefnda féll í gær um 203,56 stig eða 12,8 prósent. Sögðu fjármálasérfræðingar þar að hluta- bréfasalan hefði verið meiri en þann 19. októ- ber 1987 er verðhrun varð á hlutabréfum víða um heim, hið mesta frá 1929. „Þetta var verra en nokkur hafði ímyndað sér,“ sagði einn viðmælenda Reuters-fréttastofunnar í Frankfurt. í Lundúnum féll hlutabréfavísitalan sam- tals um 70,5 stig eftir að hafa fallið um rúm 150 stig er viðskipti hófust í gærmorgun. Talsmenn Englandsbanka höfðu sagt að eng- in ástæða væri til að ætla að verðhrunið í New York kæmi til með að hafa umtalsverð áhrif í Lundúnum en óháðir breskir sérfræð- ingar höfðu boðað að vísitalan myndi að líkindum falla um rúmlega 100 stig. Verð- hrunið varð öllu meira er viðskipti hófust í París eða um níu prósent á fyrstu tveimur tímunum. Hlutabréf í fyrirtækinu „Eurotunn- el“ sem hyggst leggja göng milli Bretlands og Frakklands féllu um 15 prósent í verði en raunar þótti sýnt að framboð á bréfum í fyrirtækinu myndi aukast eftir að tilkynnt var að kostnaður við verkið yrði að líkindum 40 prósentum meiri en áætlað hefði verið. Er viðskiptum lauk í París hafði vísitalan þar fallið um 6,9 prósent. í Madrid varð verð- fallið um fimm til sex prósent en hætta varð kauphallarviðskiptum í Brussel þegar tölvu- kerfið gat ekki annað skipunum notenda sem flestir hugðust selja hlutabréf. Lítil lækkun í Tókíó í Tókíó féll Nikkei-vísitalan um 647,33 stig eða 1,84 prósent og þótti sýnt- að sú litla lækkun hefði haft fremur jákvæð áhrif í Lund- únum og víðar. I Hong Kong féll Hang Seng- vísitalan hins vegar um 6,49 prósent eða 180,60 stig en í Singapore varð verðhrunið meira eða um tíu prósent. Gífurleg spenna ríkti er kauphallarviðskipti hófust í Wellington á Nýja-Sjálandi í gærmorgun en kauphöllin þar opnar jafnan fyrst allra sökum tímamis- munar. Þegar upp var staðið hafði verðgildi hlutabréfa að meðaltali fallið um 8,5 prósent og svipaðar fréttir bárust frá Sydney í Ástr- alíu. Komið í veg fyrir frekara tap Verðfallið í gær þótti einkum endurspegla eðlileg viðbrögð smærri fyrirtækja og ein- staklinga við verðhruninu í New York á föstu- dag. Sögðu sérfræðingar að gera hefði mátt ráð fyrir því að slíkir aðilar seldu bréf sín til að koma í veg fyrir enn frekara tap. Sérfræð- ingar í Asíu lögðu áherslu á að verðfallið í gær yrði á engan hátt borið saman við verð- hrunið mikla í október árið 1987 er hluta- bréfavísitalan féll um 508 stig í New York. Almennt hölluðust menn að því að verð- hrunið nú mætti rekja til markaðsaðstæðna í Bandaríkjunum og því væri tæpast rétt nú frekar en árið 1987 að spá því að heims- kreppa væri yfii-vofandi. í New York bentu menn á að verðgildi Bandaríkjadollars hefði verið á niðurleið er hlutabréfahrunið varð árið 1987 en nú væri staða dollarsins traust, svo sterk raunar að seðlabönkum víða um heim hefði ekki tekist að ná verði hans nið- ur. Þá hefði seðlabanki Bandaríkjanna hleypt Reuter Það gekk mikið á er kauphallarviðskipti hófiist í Tókíó í gærmorgun en hlutabréf féllu hvergi minna í verði en þar. vöxtum niður undanfarna sex mánuði gagn- stætt þvi sem gerst hefði 1987. Örvænting í röðum spákaupmanna Sýnt þykir að rekja megi verðfallið á föstu- dag til örvæntingar í röðum spákaupmanna þegar ljóst varð að ekkert yrði af fyrirhuguð- um kaupum hóps fyrirtækja á bandaríska flugfélaginu United Airlines. Breska flugfé- lagið British Airways fór fyrir hópnum sem hugðist kaupa hlutabréf United Airlines en á föstudag varð ljóst að japanskir bankar væru ekki reiðubúnir til að leggja fram fjármagn. Kaupverðið hafði verið áætlað 6,75 milljarðar Bandaríkjadala (rúmir 511 milljarðar ísl. kr.). Segja sérfræðingar að við þetta hafi mönnum skyndilega þótt vafasamt að fjárfesta í áhættubréfum sem gefin eru út í tengslum við yfírtöku fyrirtækja og því hafi þau fallið í verði. Talsmenn British Airways sögðu um helgina að nýtt tilboð yrði gert í United Airli- nes og kváðust sannfærðir um að kaupin myndu ná fram að ganga. Sovétríkin: Sprengdu kjarnorku- sprengju á heræfingu V TMMT loðnu-og síldordælon Sterkbyggð og afkastamikil. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar. -ASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 Moskvu. Reuter. MIKILL fjöldi hermanna beið bana eða særðist þegar kjarn- orkusprengja var sprengd af ásettu ráði við æfingar sovéska hersins í Ural-Qöllum árið 1954, að sögn Ízvestíu, málgagns Sov- étstjórnarinnar. Að sögn Iz- vestíu var tilgangurinn ineð sprengingunni að kanna hvort sovéski herinn væri tilbúinn að mæta kjarnorkuárás. Blaðið gaf ekki til kynna hver fjöldi lát- inna hefði verið. Málgagn hersins, Krasnaja Zvezda skýrði frá atvikinu í síðasta mánuði en þar var sagt að engan hefði sakað í sprenging- unni. Ekki er það alls kostar rétt ef marka má frásögn Ízvestíu. Stjórnarmálgagnið birti frá- sögn hermanns, Vladímírs Bents- íanovs, sem þátt tók í æfingunum og lifði sprenginguna af. Hann sagði að flestir þeirra sem lifðu af hefðu orðið fyrir langvarandi áhrifum geislunar. „í 35 ár höfum við þessir fáu sem komust lífs af liðið þjáningar,“ sagði Bentsíanov. Hann sagði að hermennirnir hefðu ekki áttað sig á hvers kyns sprengja hefði sprungið fyrr en mörgum klukkustundum seinna. „Hermennirnir voru allir sárir í hálsi, með höfuðverk og mikið suð í eyrum. Yfirmaður efnadeildar- ■ innar skoðaði þá með tæki og Volodja minnist þess að hafa heyrt hann nefna töluna 50,“ sagði íz- vestía. Alvarleg einkenni geislunar komu fram á hermönnunum ári eftir sprenginguna, að sögn blaðs- ins. Helst voru það hryggskaðar og liðamótaverkir en auk þess dró ört úr sjón hermannannanna. Bentsíanov hefði verið langtímum til meðferðar á sjúkrahúsi en hann hefði svarið þess eið að segja ekki frá hernaðarleyndarmálum og hefði því ekki getað sagt læknum hvað sjúkleika hans olli. í júní sl. skýrði TASS-frétta- stofan frá ógurlegri sprengingu er orðið hefði í kjarnorkuvopna- verksmiðju í Úralfjöllum í septem- ber 1957 og valdið hefði miklu tjóni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.