Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 52
83SE H3a«ra0 .TT il’JOAaULtfUW QIGAUaKUDílOW. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIBJUDAGUR 17. OK-TOBER 1989 - ©1987 Universal Pre»» Syndlcate Hv&mig komié þi& þessum Litlu. t^lösum i ritvkJl ?" Ást er... ... sýnd með óvæntri heimsókn. TM Reg. U.S. Pat Ofl. —all rights reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate Nei, þetta er ekki ofan- birtugluggi. Hann er fyrir forstjórann sem fylgist með svefntíma starfs- manna í vinnunni... Smátt og smátt hættu prinsinn og prinsessan að drekka, fóru á snúruna og lifðu síðan farsællega til æviloka. HÖGNI HREKKVlSI HEFORÐO NÚ ÉTlÐ VFIR þlS EINO SlNNl ENN" Bjór og stærðfræði í heita pottinum Góð hvít- laukshylki Til Velvakanda. Mér finnst það stundum nauð- synlegt og knýjandi að segja frá hinu góða sem við kynnumst og er til að bæta heilsuna. Það er fyrir um það bil 2 árum að ég fór að taka inn lyktarlausu hvítlaukshylkin Kyolic en þau eru unnin úr hráhvítlauk og halda efn- um hans óskertum. Það er hreint ótrúlegt hvað heilsa mín hefur batn- að á þeim tíma. Ég ætla að nefna nokkur atriði. Ég fékk oft slæma blöðrubólgu. Þurfti að leita læknis og fá meðul. En það er alveg úr sögunni. Sömu- leiðis batnaði ristilbóiga sem var orðin mjög þrálát og það sem mér finnst næstum ótrúlegt að sjónin hefur batnað. Fyrir ári átti að setja mig á lyf vegna of mikillar blóðfitu en ég tók aðeins meira af Kyolic- hvítlaukshylkjunum og fór á rétt fæði og finn ekkert fyrir óþægind- um af því meir. Ótal margar vinkon- ur mínar hafa farið að nota Kyolic- hylki og hafa þær mjög góða reynslu af þeim og vilja ekki án þeirra vera. Ég skrifa þetta í þeirri von að það verði öðrum til góðs. Guðrún V. Gísladóttir Ökumenn: Verið vakandi, virðið rétt gangandi fólks. Foreldrar, við kennum bömum okkar að nota gangbrautir, gerum við það sjálf. Til Velvakanda. Nú er það svart maður. Þannig hóf Gunnar umræðuna. Bjórand- stæðingar hafa reiknað út að áfeng- isneysla Islendinga hafi aukist um 45% með tilkomu bjórsins. Svart og ekki svart, sagði Pétur, við erum alltaf að .miklast af forfeðrunum og þar var Egill Skallagrímsson í fremstu röð. Er hann var í Verma- iandsför sinni við þriðja mann, tók hann að sér að drekka fyrir félaga sína þijá, þá er þeir voru orðnir ófær- ir og bætti því við sína drykkju. Hvort þessi viðbót var meiri eða minni en 45% vitum við ekki. En veislugestir kvörtuðu undan versn- andi hegðun hans, þar sem hann gekk ekki út til að spýja. Við afkom- endur Egils sýnum að við erum eng- ir ættlerar, því þegar við bætum 45% við mikla drykkju, sem fyrir var, fáum við þann dóm að hegðun okkar og drykkjusiðir hafi stórum batnað frá því sem áður var. Óli reikningshaus velti vöngum og sagði: Það er nú með þetta eins og hallann á fiskvinnslunni, það má reikna þetta á fleiri en einn veg. Nú nýlega var birt frétt þess efnis að sala á svokölluðum óáfengum bjór og pilsner hafi dottið niður og í þess stað sé drukkinn áfengur bjór, sem sagt sterki bjórinn kemur í staðinn fyrir þann bjór og pilsner, sem við drukkum áður. Nú er áfengi í pilsner 2,2% en í mest selda bjórnum Löven- bráu er 5,3%. Pilsnerglasið inniheldur þá 41,5% af því áfengismagni, sem er í Lövenbráuglasinu og 45% mínus 41,5% verða 3,5%. Nei hættu nú, sagði Gunnar, heldur þú að þú getir talið nokkrum manni trú um að áfengisaukningin með tilkomu bjórs- ins sé ekki meiri en 3,5%? Óli hugs- aði sig aðeins um, brosti kankvíslega og sagði: Þú vilt nánari útfærslu varðandi 3,5 ppósentin. Arið 1985-86 jókst áfengissala ríkisins um 4,7% og 1986-87 um 2,99%. Meðaltals- aukning þessara tveggja ára er þá 3,85%. Miðað við þetta hefði aukn- ingin átt að verða 3,85% en varð aðeins 3,5%. Aukningin hefur þá orðið 0,35% minni en gera mátti ráð fyrir að hún yrði þótt enginn sterkur bjór hefði verið leyfður. Jæja, nú er ég aldeilis orðlaus, sagði Pétur, ef þú telur þig geta sýnt tölfræðilega að áfengisneysla hafi minnkað með tilkomu bjórsins bara með því að taka einn þáttinn, hvað þá um allt heimabruggið og svo smyglaða bjór- inn og svo. Ekkert meira og svo, og svo, sagði Óli. Ef þú heldur svona áfram Pétur með — og svo — þá endar það á því að áfengisneysla reiknast svo lítil að við hættum að geta fundið á okkur. Bjarni, sem vanur var að leggja orð í belg, lét ekkert til sín heyra, en sat allan tímann fölur og fár. Roði var að byrja að færast íkinnarn- ar, hann stóð upp, tók í höndina á Óla og þakkaði honum fyrir. Það var búið, sagði hann, að reikna í mig 45% áfengisaukningu, svo ég var alveg að drepast úr timburmönnum, en nú hefui' þú reiknað alla timburmenn úr mér svo ég er alhress og nú sting ég mér til sunds. Einn úr heita pottinum Víkverji skrifar eir, sem horfðu á Ólaf Ragnar Grímsson, fjármálaráðheira, í viðtalsþætti í ríkissjónvarpinu sl. laugardagskvöld, veltu því sumir fyr- ir sér, í hvaða ílokki hann væri! Ástæðan var sú, að fjármálaráðherra talaði á köflum eins og harðsvíraður íhaldsmaður. Hann taldi ekki koma til greina, að ríkið hefði nokkur af- skipti af kjarasamningum og lagði mikla áherzlu á, að verkalýður og vinnuveitendur yrðu að gera kjara- málin upp sín í milli. Hann hlustaði ekki á athugasemdir Ögmundar Jón- assonar, formanns BSRB þess efnis, að samtök hans væru með lausa samninga á undan öðrum launþega- samtökum. Sú var tíð, að forystumenn Al- þýðubandalags gerðu kröfu til þess, að ríkisvaldið gengi fram fyrir skjöldu til þess að tryggja launþegum kjara- bætur. Nú flytur foiTnaður Alþýðu- bandalagsins og fjármálaráðherra Iærðar ræður um það, að þjóðarbúið standi frammi fyrir þriðja samdrátt- arárinu í röð í fyrsta sinn frá 1950 og segir þar með, að enginn gnmd- völlur sé til kjarabóta! Ólafur Ragnar talaði þannig í sjón- varpinu, að engum þyrfti að koma á óvart, þótt hann léti í ljósi þá skoð- un, að nauðsynlegt sé að hafa “hæfi- legt“ atvinnuleysi! XXX Einn af viðmælendum Víkveija kvartaði sáran undan því á dög- unum, að ekki hefði verið hægt að fá svínakótilettur í Reykjavík í miðri viku. Viðkomandi hafði faríð í þijár stórar matvöruverzlanir í borginni í því skyni að kaupa þessa matvöru og alls staðar fengið sama svarið: svínakótilettur vom ekki til. Hvað veldur? Er svínakjöt orðið svo vin- sælt, að framleiðendur hafi ekki und- an? Girðing, sem sett hefur verið upp milli akreina í Lækjargötu setur skemmtilegan svip á miðborgina. Hið sama má segja um ljósker, sem hafa verið sett upp þar, á Laugaveginum og meðfram Tjörninni við Fríkirkju- veg. Væntanlega verður gengið frá tjarnai'bakkanum með sama hætti við Skothúsveg og Tjamargötu. XXX Brúin yfir á hið gamla Miklatorg og gatnamótin þar hafa orðið til þess að greiða mjög fyrir um- ferðinni á þessum slóðum. Hins veg- ar eru þær akreinar, sem eru ætlað- ar fyrir vinstri beygju inn á Hring- braut heldur óþægilegar og það sama á við um ljósin þar eins og annars staðar, þar sem svipað er ástatt, að þau hleypa alltof fáum bílum í gegn í einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.