Morgunblaðið - 17.10.1989, Page 15

Morgunblaðið - 17.10.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 15 o3of i v Vr w * rr i j^fr’r 'jrq- n ítN k ir'vi ^m LyQ adreinng og sparnað- ur í heilbrigðisþj ónustunni Frá vinstri: Rannveig Einarsdóttir, Einar Magnússon og Rannveig Gunnarsdóttir. eftir Einar Magnús- son, Rannveigu Ein- arsdóttur og Rann- veigu Gunnarsdóttur Að undanförnu hefur mikil um- ræða verið um sparnað í heilbrigðis- þjónustu og þá m.a. verið litið til þess mikla kostnaðar sem felst í lyfjanotkun. Helstu leiðir sem rætt hefur verið um til að ná niður þeim kostnaði eru: 1) lækkun álagningar lyfja, 2) skráning ódýrari lyfja (gen-' erics), 3) fræðsla og upplýsingar um lyf til almennings, 4) tilmaHi til lækna um að nota minna af lyfjum og ódýrari lyf, 5) breytt greiðslufyrirkomulag sjúkrasamlaga, 6) fjölgun lausasölulyfja (þ.e. lyíja án lyfseðils), 7) hert eftirlit með innflutnings- verði og verðmyndun, svo nokkuð sé nefnt. Allt eru þetta leiðir sem vert er að skoða. Sumt af þessu hefur þegar verið reynt, bæði hér á landi og í ýmsum nágrannalöndum okkar, þó með misjöfnum árangri. Þessi umræða er nauðsynleg en við teljum að þörf sé á töluvert róttækari uppstokkun á lyfjadreifingarskipulagi hér á landi til að ná fram sparnaði í lyfja- kostnaði en ekki síður betri nýtingu lyfja. Það er vandi að spara Sumar leiðir sem reyndar hafa verið, hafa í fljótu bragði virst nokk- uð álitlegar til sparnaðar en reynd- * in^síðan orðið önnur. Má í því sam- bandi nefna svokallaða „800 kr. reglu“ sem tekin var upp í Dan- mörku nú í sumar en hún felst í því að sjúklingar bera sjálfir kostn- að af lyfjanotkun sinni, þar til þeir hafa greitt 800 kr. danskar (um það bil 6.700 ísl.kr.) fyrir lyf á alm- anaksárinu. Þegar því marki er náð, greiða sjúkrasamlög 50-75% af verði lyfja, eftir því um hvers konar lyf er að ræða. Reynslan af þessari reglu hefur orðið sú að í stað þess að minnka skriffinnsku hefur hún aukist til muna í apótek- unum, sem hefur þýtt lengri af- greiðslutíma fyrir hvern lyfseðil og meiri biðtíma fyrir sjúklinginn. Það hefur orðið að gefa undanþágur frá reglunni og í stað þess að draga úr lyijanotkun hefur þetta ýtt und- ir lyfjahamstur, það er áður en regl- an tók gildi og búist er við því sama nú í desember aður en næsta alman- aksár hefst. Ýmsar aðrar aðgerðir sem dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa gripið til á þessu ári eða hafa í hyggju að grípa til á næstunni og ganga almennt undir nafninu „li- beralisering" til að ná niður kostn- aði vegna lyfjanotkunar, hafa orkað tvímælis og er nú mjög efast um að þær leiði til sparnaðar. Árlegoir fiindur norrænna stéttarfélaga lyfjafræðinga Á fundi stjórna stéttarfélaga norrænna lyfjafræðinga sem hald- inn var á Gotlandi í Svíþjóð nú í ágúst, var rætt um þessar aðgerðir í Danmörku og svipaða viðleitni yfirvalda á öðrum Norðurlöndum. Á þessum fundi var megináherslan lögð á að ræða hvernig skipulagn- ing lyfjadreifingar og sölu yrði best fyrir komið til að ná markmiðum Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar um „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Gallar núverandi lyfja- dreifingarfyrirkomulags Bent var á ýmsa galla á núver- andi fyrirkomulagi lyfjasölu á flest- lum Norðurlöndum þar sem lyfsölu- jleyfið er bundið einstaklingi og af- koma lyijabúða er í flestum tilfell- um háð íjölda lyfseðla og sölu á annarri vöru. Þetta fyrirkomulag þykir ekki til þess fallið að leiða til skynsamlegrar notkunar eða sölu ódýrari lyfja. Yfirvöld á hveijum tíma hafa tilhneigingu til að þrengja að rekstri apóteka með því að lækka álagningu lyfja eða öðrum álíka aðgerðum til að lækka heildar- lyfjakostnað. Fyrirtæki sem byggja afkomu sína á því að seija sem flest og dýrust lyf og verða fyrir slíkum aðgerðum geta einungis beitt tveimur ráðum þ.e. ef þau ætla að halda sömu afkomu eða bæta hana. Annað hvort verður að auka sölu eða rninnka kostnað við rekstur. Augljóst er að fyrra atriðið leiðir ekki alltaf til sparnaðar fyrir þjóðarbúið. Samdráttur í rekstri vill því miður oft leiða til lélegri þjónustu en það er einmitt það sem þessi þáttur heilbrigðisþjónustunn- ar má síst við ef stefnt skal að markmiðum Alþjóða heilbrigðis- málaþjónustunnar og þó alveg sérs- taklega ef ná á fram heildarsparn- aði. Álit stjórna stéttarfélag-a lyfjafræðinga á Norðurlöndum Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að ofnotkun lyfja er talsverð (t.d. sýkl- alyfja og vítamína) og nýting oft ekki sem skyldi. Þarf ekki annað en að líta í lyljaskápa heimila til að sannfærast um sóunina. Einnig hefur verið bent á að sum lyf eru ekki notuð í nægilega miklum mæli og í þeim tilfellum oft hægt að ná fram sparnaði í heibrigðis- þjónustunni með aukinni lyijanotk- un. Dæmi um slíkt er t.d astma- sjúklingur sem ekki tekur lýfin sín og fær - astmaáfall og endar á sjúkrahúsi (dýr kostur fyrir þjóð- félagið) eða sjúklingur á sýklalyfja- kúr sem ekki klárar skammtinn sinn og endar með því að sýkjast aftur. " Nútímalækmngar verða ekki stundaðar án lyfja en nauðsynlegt er að þau séu notuð á réttan hátt. Ef á að ná fram sparnaði þarf því að nýta þekkingu lyfjafræðinga í þágu fyrirbyggjandi heilsugæslu er leiði til skynsamlegri notkunar og betri nýtingar lyfja. Má því segja að lykillinn að sparnaði felist í þeirri þekkingu sem lyijafræðingar, læknar og aðrar heilbrigðisstéttir búa yfir. Þá þekkingu ber að nýta á réttan hátt. Á fundinum á Gotl- andi var talið að það yrði best gert, hvað lyfjafræðinga varðar, með því að apótekin yrðu rekin í hlutafélagi með þátttöku ríkisins til að hagsmunir sjúklinga og þjóðfé- lagsins yrðu sem best tryggðir. Samþykkt var ályktun undirrituð af formönnum allra félaganna. í þessari ályktun segir m.a.: „Þjóðfé- lagið gæti sparað veruiega fjármuni með því að nýta betur fagþekkingu lyfjafræðinga við meðhöndlun sjúkra í samvinnu við lækna hvort sem er á sjúkrahúsum eða í heima- húsum. Sérhvert land verður að hafa það markmið að hlutverk apó- teka og lyfjafræðinga verði það sem sett er fram í markmiði Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Leggja verður ríkari áherslu á fyrir- byggjandi aðgerðir innan heilsu- gæslunnar, og nýta betur þau verð- mæti og þekkingu sem fyrir hendi er. Sérhver einstaklingur verður einnig að vera ábyrgari fyrir eigin heilsu — sjálfsmeðferð verður að auka. Fundarmenn eru sammála um að heppilegast væri að breyta rekstrarformi apóteka á Norðurl- öndum í hlutafélag líkt og í Svíþjóð þar sem fagþekking lyfjafræðinga hefur nýst neytendum einkar vel.“ Hlutafélagsrekstur apóteka Eins og kemur fram hér að ofan þá voru stjórnir stéttarfélaga lyija- fræðinga á Norðurlöndum allar „Það er orðíð tímabært að íslensk yfirvöld setji fram steftiu í lyfjadreif- ingarmálum þannig að sú þekking sem lyfla- firæðingar búa yfir nýt- ist þjóðfélaginu sem best.“ sammála um að lyfjadreifing í hlut- afélagsformi, eins og tíðkast í Sví- þjóð, væri besti kosturinn. „Apo- teksbolaget" heitir hlutafélagið sem rekur öll apótek f> Svíþjóð. Þetta fyrirtæki var stofnað árið 1971 og tók þá við af svipuðu lyfjadreifing- arfyrirkomulagi og enn er við lýði annars staðar á Norðurlöndunum, við litla hrifningu lyfsala þar í landi. Þetta hlutafélag er nú að mestu leyti í eigu ríkisins en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Það á öll apótek í Svíþjóð, þar meðtalin sjúkrahúsapótek. Reksturinn er því samræmdur og miðaður við þarfir á hveijum stað, en alltaf gengið út frá því sjónarmiði að allir lands- menn njóti svipaðrar þjónustu. Flest starfsfólk apóteka hefur lyfjafræði- eða lyfjatæknimenntun. Mikið er lagt í upplýsingaþjónustu og fyrirbyggjandi heilsugæslu. Það eru miklir möguleikar í hagræðingu við uppbyggingu, innkaup og allt skipulag í slíkum rekstri. Lands- byggðin nýtur svipaðrar þjónustu og stærri borgir og yfirleitt er náið samstarf við heilsugæslustöðvar og sjúkrahús. Upplýsingaþjónusta við almenning er þróuð og samvinna við heilbrigðisyfii-völd góð. Sænska skipulagið er sífellt í endurnýjun og sú átján ára reynsla sem komin er á það sýnir að þetta er í raun fyrirkomulag sem hentar mjög vel almenningi og heilbrigðisþjón- ustunni allri. Einnig er ljóst að sænskir lyfjafræðingar eru af öllum lyfjafræðingum á Norðurlöndum ánægðastir með starf sitt og alla vinnuaðstöðu. Hemill á faglega þróun Lyfjadreifing eins og hún er rek- in hér á íslandi hefur verið hemill á faglega þróun í landinu. Nýr lyf- saii tekur á sig miklar fjárhagslegar skuldbindingar. Þegar hann tekur við nýju apóteki þarf hann að kaupa húsnæði apóteksins og birgð- ir þess. Þetta hefur í för með sér að erfitt er fyrir hann að leggja fé í endurbætur á húsnæði apóteksins og þjónustu þess. Þróun siðustu ára hefur einnig verið sú að lyfsalar nota aflögufé úr rekstri til þess að byggja læknastofur til útleigu. Til- gangurinn er sá að auka hagnað apóteksins með því að lyfseðlum íjölgi. Skipulögð upplýsingaráðgjöf hefur verið í lágmarki, þar sem slík þjónusta kostar jú peninga en eykur ekki endilega sölu, og jafnvel þvert á móti. Starf lyfjafræðingsins í apó- teki hefur breyst síðasta áratuginn. Framleiðsla lyfja í apótekinu sem var stærsti þáttur starfsins hefur minnkað verulega og er nánast engin í dag. Lyljafræðingar í apó- tekum hafa ekki komið nægilega til móts við breyttar þarfir þjóð- félagsins með því að sinna upplýs- ingaþjónustu við neytendur. Það hefur því miður verið rík tilhneiging hérlendis að veija núverandi fyrir- komulag og réttlæta staðnað skipu- lag, í stað þess að setja fram stefnu um hvernig skipúlag lyfjadreifingu væri best hagað þannig að það uppfyllti kröfur neytenda og þjón- aði sem best nútíma þjóðfélagi. Skipulag lyljadreifingar hér á landi er ekki fýsilegur kostur hvorki fyr- ir ríki, almenning né hinn almenna lyfjafræðing. Þeir einu sem eru ánægðir með þetta skipulag eru lyfsalar og hugsanlega þeir lyfja- fræðingar er telja hag sínum best borgið sem lyfsalar. Odýrasti kosturinn ? Sumir vilja halda því fram að núverandi lyfjadreifingarfyrirkom- ulag sé ódýrasti kosturinn og bera því við að ef ríkið keypti öll apótek í landinu þá kostaði það mikil fjár- útlát og ylli jafnvel hækkun lyfja- verðs. Þegar Apoteksbolaget var stofnað í Svíþjóð sem hlutafélag, en það var í upphafi sameign ríkis- ins og apótekara, ög festi kaup á apótekunum, þá kostaði það ríkið ótrúlega lítið. Lyfjaverð í Svíþjóð hefur ekki hækkað og raunar farið lækkandi eftir breytinguna þrátt fyrir að apótekum hefur fjölgað og þjónusta aukist. Það eru miklir möguleikar á hagræðingu í inn- kaupum og birgðahaldi. Töluverðar breytingar eru á búsetu fólks, íbú- um fækkar í gömlum hverfum og ný hverfi verða til. Auðveldara er að endurskipuleggja staðsetningu apóteka eftir þörfum íbúa og byggðarlaga þar sem aðlögunar- hæfni slíks fyrirtækis er meiri en margra smærri. Apótek hér á landi eru mjög mismunandi stórar eining- ar. Eðlilega eru mörg landsbyggð- arapótek of litlar rekstrareiningar á meðan flest apótek á höfuðborg- arsvæðinu skila töluverðum hagn- aði. Með hlutafélagsforminu má ná mikilli hagkvæmni í öllum rekstri sem kæmi þessum litlu apótekum til góða. Ályktun heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur unnið að því að skilgreina hvert sé hlutverk og starfsvið apóteks- og sjúkrahús- lyfjafræðinga. Svæðisskrifstofa WHO í Evrópu hélt fund í Madrid í nóvember 1988 þar sem rætt var um stefnumarkmið stofnunarinnar þar að lútandi. Heilbrigðisstofnunin hefur það háleita marmið á stefnu- skrá sinni að stuðla að bættri lyfja- notkun í heiminum. Samin var skýrsla í 14 liðum um hvernig ætti að ná fram slíkum markmiðum. Tólfti liður þessarar skýrslu fjallar um það vandamál að afkoma lyfja- fræðinga í apótekum er í raun of háð afgreiðslufjölda lyfseðla. Lagt er til að stefnt verði að því finna aðrar leiðir í rekstri apóteka og fá lyfjafræðinga til virkari þátttöku í upplýsingaþjónustu og eftirliti með lyfjanotkun og í raun meiri þátttöku í heilsugæsluþjónustu til jafns við aðrar heilbrigðisstéttir. Nuffield-skýrslan Árið 1986 kom út í Bretlandi skýrslá sem nefnd er „Nuffield"- skýrslan. Þessi skýrsla er hálfopin- ber en var unnin af sjálfstæðri nefnd á vegum Nuffield Foundati- on. Þessi nefnd athugaði alla þætti lyfjafræðinnar, stöðu hennar í dag og framtíðarstefnu. Skýrslan hefur haft mikil áhrif í Bretlandi og hafa yfirvöld þar tekið tillit til niður- staðna- hennar í lögum og reglu- gerðum sem samin hafa verið síð- an. Reglur um eignarfyrirkomulag apóteka í Bretlandi eru miklu fijáls- ari en hér á landi en nú eru yfír- völd að þrengja þær í framhaldi að Nuffield-skýrslunni. Yfirvöld þar hafa það á stefnuskrá sinni að reyna breytilegt greiðslufyrirkomu- lag til apóteka til þess að fá lyfja- fræðinga til að sinna meira upplýs- ingaþjónustu og fyrirbyggjandi heilsugæslu. Stjórnvöld þar í landi gera sér grein fyrir því að lyfjafræð- ingar gegna lykilhlutverki í sparn- aði og betri lyfjanýtinguA Lokaorð Það er kominn tími til þess að íslensk yfii-völd endurskoði úrelt lyfjadreifingarfyrirkomulag hér á landi og aðlagi það breyttum að- stæðum og auknum kröfum þjóð- félagsins. Mikil hreyfing er á þess- um málum í nágrannalöndum okkar og ekki skortir. fyrirmyndir eða hugmyndir sem geta orðið okkur að gagni. Það er orðið tímabært að íslensk yfirvöld setji fram stefnu í lyfjadreifingarmálum þannig að sú þekking sem lyfjafræðingar búa yfir nýtist þjóðfélaginu sem best og lyfjafræðingar verði virkir þátt- takendur ásamt öðrum heilbrigðis- stéttum í að vinna að markmiðum Alþjóða heilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna um „Heil- brigði fyrir alla árið 2000“. Heimildir: 1) Summary Report. Meetingofthe Role and Functions of Community and Hospital Pharmacist in Europe, Madrid, 29.11.88 - 1.12.88; WHO Regional Ofifice for Europe. 2) Pharmacy: The Rcport of a Committee of Inquiry appointed by the Nuffield Foundation 1986. Höfiindar eru lyljaíræðingar. Afhentu trún- aðarbréf sín ÞRÍR sendiherrar hafa nýlega afhent trúnaðarbréf sín, sam- kvæmt frétt frá utanríkisráðu- neytinu. Hinn 4. október 1989 afhenti Benedikt Gröndal, sendiherra, Javier Pérez de Cuéllar, aðlfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Islands hjá Samein- uðu þjóðunum í New York. Hinn 10. október 1989 af- henti Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, Richard von Weizac- ker, forseta Sambandslýðveldis- ins Þýskalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Sambandslýðveldinu Þýska- landi. Hinn 5. október 1989 afhenti Albert Guðmundsson, sendi- herra, Aristides Maria Pereira, forseta Grænhöfðaeyja, trúnað- arbréf sitt sem sendiherra Is- lands á Grænhöfðaeyjum, með aðsetri í París.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.