Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 18
ri.______________________________________eeei aaaotMQ .n auoAaumia«i qi(3AjaMUDHOt4. -4&-------------------------------——-MŒGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 ENDURREISN BJARNABORGAR Bjarnaborg / eftir Rúnar Sig. Birgisson Saga Bjarnaborgar Eitt merkilegasta framtak til vemdunar gamalla húsa og þar með varðveislu umhverfís okkar nú síð- ustu árin er vafalítið hvemig staðið hefur verið að verki við endur- reisn svokallaðrar Bjamaborgar við Vitatorg í Reykjavík. Fyrir nokkr- um ámm var Bjamaborgin að falli komin sökum áratugalangs við- haldsleysis og sáu flestir fram á að þetta merkilega hús sem sett hefur sterkan svip á borgina myndi hverfa áður en langt um liði, en það fór á annan veg — sem betur fer. Saga Bjarnaborgar er merkileg og á ýmsan hátt samofin sögu lands og þjóðar. Húsið reisti Bjarni Jónsson trésmiður og fátækrafull- trúi Reykjavíkur árið 1902, en auk Bjarnaborgar hafði hann veg og vanda af byggingu fjölmargra húsa hér í borg, og reiknast kunnugum til að Bjami hafí byggt um 50 hús í Reykjavík um og eftir aldamótin. Bjarnaborgin er þeirra þekktust en til að nefna annað hús sem Bjami byggði má nefna húsið á Laugavegi 20, þar sem nú er til húsa matstofa Náttúrulækningafélagsins. Bjamaborgin er til marks um stórhug einstaklings sem á tímum fátæktar reisti húsið til afnota fyrir fólk sem hvergi átti höfði sínu að halla og það sem meira er, Bjarna- borgin er í raun fyrsta fjölbýiis- húsið sem reist var í Reykjavík ef „Það er með ólíkindum að ekki skuli vera unnt að ljúka endurbygg- ingu þess, en til þess skortir aðeins um 20% af þeirri upphæð sem ætluð var til verksins, eða um 20 milljónir króna.“ ekki fyrsta fjölbýlishúsið á landinu. Bjamaborgin komst í eigu Reykjavíkurborgar árið 1916 og sinnti hlutverki sínu sem skjól bág- stadds fólks allt til ársins 1986 þegar húsið komst í eigu Bygging- arfélagsins Dögunar. Þegaí' Dögun tók við húsinu var það í afar slæmu ástandi og hélt hvorki vatni né vind- um. Bjarnaborgin var áður fyrr tví- lyft timburhús með risi og var hólf- að niður í smáar einingar til að sem flestir gætu fengið þar inni. Efni hússins var sótt víða að og má nefna að bæði endahús Bjarnaborg- ar vom fengin úr frönsku húsunum svonefndu sem stóðu við Austur- stræti 12 og byggð vom um 1830. Einkaframtak Dögxinar Undir forystu Hjartar Aðal- steinssonar framkvæmdastjóra Dögunar var þegar í hafist handa við að endurreisa húsið og var í upphafi lagt kapp á að lagfæra útlit hússins sem tekist hefur það vel að engum getur lengur dulist að Bjarnaborg sé reisulegt hús og að rétt hafi verið að varðveita það. Innanhúss hefur endurbótum verið hagað með tilliti til notagildis húss- ins og þeirra krafna sem gerðar eru til húsnæðis í dag og er gert ráð fyrir að í húsinu geti jafnt verið íbúðir á efri hæð og í risi og atvinnu- starfsemi á þeirri neðri, t.d. veit- ingastaður eða skrifstofur. Þá má geta þess að við endurbætur á hús- inu fannst aftur vatnsbrunnur sem við húsið stóð og mun vera sá elsti í Reykjavík og hefur hann verið endurbyggður og yfír hann byggt til varðveislu og er hann til sýnis. Það verður að segjast eins og er að frétt Morgunblaðsins þann 8. september sl., þess efnis að fjár- skortur hái endurbyggingu hússins, hafí vakið óhug minn og eflaust fjölmargra annama er áhuga hafa á varðveislu gamalla húsa. Það er með ólíkindum að ekki skuli vera unnt að ljúka endurbyggingu þess, en til þess skortir aðeins um 20% af þeirri upphæð sem ætluð var til verksins, eða um 20 milljónir króna. Samkvæmt fyrrnefndri blaðagrein er áætlað að fullfrá- gengið muni endurreisn hússins kosta um 100 milljónir á núgildandi verðlagi, eða um 80.000 krónur á fermetra, en húsið er alls um 1.200 fermetrar að flatarmáli. Þetta eru alls ekki háar tölur þegar haft er í huga að um varðveislu menning- ar- og umhverfisverðmæta er að ræða. Til samanburðar má geta þess að meðalverð hvers fermetra í nýbyggðum húsum mun vera um 50.000 krónur. Stefnuleysi hins opinbera Það kemur fram í blaðagrein Morgunblaðsins að byggingaraðili hússins, Dögun, hafi ekki fengið nema 200.000 króna stuðning frá Húsfriðunarsjóði við endurreisn hússins og vekur það nokkra furðu að opinberir aðilar skuli ekki styðja betur við framtak sem þetta, en fram kemur að sótt hafi verið um styrki til ýmissa sjóða en verið synj- að. Það virðist ríkja hálfgert stefnu- leysi hjá hinu opinbera í þessum málum og kominn tími til að móta alvöru stefnu um varðveislu gam- alla húsa. Það má allavega öllum ljóst vera að auramir úr Húsfriðun- arsjóði koma að svo gott sem engu gagni, alla vega ekki þegar um framtak sem endurreisn Bjarna- borgar er að ræða. Ég dáist að dirfsku þeirra félaga í Dögun að hafa þorað út í það verk sem þeir tóku sér fyrir hendur og hafa fram- kvæmt af stórhug og myndarskap, en þó væntanlega í þeirri von að myndarlegri stuðningur fengist úr hendi hins opinbera. Víðast hvar erlendis eru menn sem hafa hug á því að ráðast í endurreisn og varð- veislu gamalla húsa styrktir á myndarlegan hátt, en hérlendis virðist, þegar öllu' er á botninn hvolft, aðeins vera málamyndaá- hugi hjá hinu opinbera á varðveislu gamalla húsa, um það vitnar alla- vega nánasalegur styrkur Húsfrið- unarsjóðs. Hið opinbera ætti að taka til hendinni og veita endurreisn Bjarnaborgar brautargengi, enda má ætla að hafa megi töluvert gagn af húsinu þegar endurreisn þess er lokið. Jafnframt því að gleðja auga vegfarenda má nefna notagildi hússins og mætti hugsa sér að hið opinbera hreinlega kaupi húsið til að hýsa einhveija stofnun eða emb- ætti á sínum vegum og dettur mér þá einna helst í hug stofnun vænt- anlegs umhverfisráðuneytis, en hvar ætti það betur heima en ein- mitt í Bjarnarborginni, sem er óum- deilánlega hluti þeirra menningar- og umhverfisverðmæta sem okkur er nauðsynlegt að varðveita hér á landi. Höíundur er framkvæmdastjóri í Reykjavík. Þorsteinn Gylfason: Gottlob Frege i GOTTLOB FREGE (1848-1925) er ódauðlegur í sögu mannsandans fyrir tvö afrek sín. Hann bjó til, einn og óstuddur, nútímarökfræði sem stundum er nefnd stærðfræðileg rökfræði til aðgreiningar frá hefðbundinni rökfræði. Það voru mestu tímamót í sögu rökfræðinnar allt frá því Aristóteles bjó hana til úr engu í fornöld. Og hann átti upptökin að gervallri heimspeki 20stu aldar sem einhveiju máli skiptir. Svo hann markaði tímamót í sögu allr- ar annarrar heimspeki en rökfræði líka. Samt var hann ekki heim- spekingur að mennt né starfi. Hann var stærðfræðingur og há- skólakennari í þeirri grein í Jena í Þýzkalandi. Nú vill svo ánægju- lega til að birzt hefur á íslenzku það rit hans sem skipti sköpum í heimspekisögunni. Það heitir Undirstöður reikningslistarinn- ar og kemur út hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Ég held ég hafí aldrei orðið jafn uppnuminn af nokkru lesefni um dagana og af fyrstu tveimur köflum þessarar bókar þegar ég las þá í fyrsta sinn tvítugur að aldri, ekki einu sinni af Ljóði um unga stúlku sem hátt- ar eftir Tómas Guðmundsson. En ég ætla ekki að fara nánar út í þá. Mig langar í staðinn til að reyna að vekja almennt hugboð um heimspeki Freges yfirleitt, og áhrif hans á alla heimspekilega hugsun eftir hans dag. II Mörg stórvirki mannsandans eru eins og eggið sem Kólumbus lét standa upp á endann. Þau liggja í augum uppi þegar þau hafa einu sinni verið unnin. Þann- ig var heimspeki Freges. Hún var þannig til komin að hann hafði sem stærðfræðingur áhuga á und- irstöðum stærðfræðilegrar hugs- unar og þeim frumreglum sem stærðfræðingar hlíta þegar þeir hugsa upp setningar sínar og sanna þær, það er að segja lögmál- um hugsunarinnar. Þá var von hann spyrði: hvað er hugsun? Það vissi hann að til var heil fræði- grein sem átti margvísleg svör við þessari spurningu. Þessi fræði- grein var auðvitað heimspekin. Og hann tók að kynna sér kenn- ingar heimspekinga um huga, hugsun og hugmyndir. Segjum að hugsun sé fólgin í hugmyndum. Hvað et' þá eiginlega hugmynd? Við því voru svörin mörg og mis- munandi. Eitt var þeim þó sameig- inlegt: hugmyndir eru auðvitað huglæg fyrirbæri. Þær eiga sér stað í huga manns. Gott og vel. Segjum að ég biðji lesendur mína að hugsa sér hest. Þá hefur hver þeirra sem verða við bóninni sína hugmynd um hest: einhver hugsar sér hest sem hann hataði í bernsku, annar hugsar sér hest sem hann sá í sjónvarpsauglýsingu í fyrrakvöld eða las um í skáldsögu í gær og þar fram eftir götunum. Þessar hugmyndir eru huglægar og ein- staklingsbundnar, breytilegar frá manni til manns. En nú kemur Frege til sögunnar og segir að auk þess sem sjálfsagt sé að gera ráð fyrir þessum huglægu hugmynd- um um raunverulega og ímyndaða hesta þá hljótum við að gera ráð fyrir öðru sem er ekki huglægt og einstaklingsbundið heldur hlut- lægt og sameiginlegt: það er hug- takið „hestur“. Það var í krafti þessa sameiginlega hugtaks sem lesandinn skildi mig þegar ég bað hann að hugsa sér hest. Hugtakið er það sem orðið hestur þýðir í málinu sem við tölum. Og það er hlutlægt og sameiginlegt eins og málið. Úr þessari einföldu og auðskildu hugsun varð heil fræðigrein sem heitir merkingarfræði. Til dæmis um viðfangsefni hennar má nefna greinarmun sem Frege gerði á tveimur ólíkum þáttum í þýðingu orðs. Við getum kallað annan þeirra skilning og hinn merkingu. Ef Frege hefði verið íslendingur, eða lesið Islandsklukkuna, hefði hann kannski tekið dæmi af Ógöngufjalli í Kinn. Það á sér að minnsta kosti tvö önnur heiti: Bakrangi og Galti. Svo að Bakr- angi og Galti þýða bæði Ógöngu- íjall. Samt þýða orðin Bakrangi og Galti ekki það sama. Sem virð- ist- vera mótsögn. Við þessari mótsögn bregzt Frege með grein- armuninum á skilningi og mei'k- ingu. Orðin Bakrangi og Galti hafa sömu merkinguna, en við leggjum hins vegar ólíkan skilning í þau. Merkingin er fjallið sjálft sem skartar í Kinninni. Skilning- urinn er hins vegar allur annar: orðið Galti skiljum við sem „Ógönguíjall séð utan af Skjálf- anda“, en í orðið Bakrangi leggj- um við skilninginn „Ógöngufjall séð frá Húsavík". III Þetta er aðeins ofurlítið dæmi Gottlob Frege 1848-1925. um viðfangsefni merkingarfræð- innar. En úr þessari litlu fræði- grein sem Frege lagði grundvöll- inn að í Undirstöðum reikningslist- arinnar og fleiri ritum hefur orð- ið, eins og ég sagði, allt sem máli skiptir í heimspeki 20stu aldar. Þjóðveijinn Edmund Husserl (1859-1938) tók merkingarfræði Freges og gerði úr henni heil- steypta sálarfræði vitundarlífsins sem hann nefndi fyrirbærafræði (á máli Husserls merkti orðið fyrir- bæri það sem fyrir mann ber en ekki bara það sem fyrir ber, það er að segja vitundai'fyrirbæri). 1 kjölfar Husserls kom nemandi hans Martin Heidegger (1889-1976) og setti saman í riti sínu Vist og tíð aðra mannfræði sem snerist fremur um mannlegar athafnir en hugsun okkar um þær og aðra hluti. Upp úr Vist og tíð sauð Frakkinn Jean-Paul Sai-tre (1905-1980) sína heimspeki og kallaði tilvistarstefnu. Á fræðum þessara höfunda er reist það sem heitir túlkunarfræði á okkar dög- um. Þá er ónefnd fyrirferðarmesta heimspekihreyfing á 20stu öld, svonefnd rökgreiningarheimspeki sem var í fyrstu verk hugsuða eins og þeirra Bertrands Russel (1872-1970) og Ludwigs Wittgen- stein (1889-1951). Öll sú mikla heimspeki væri óhugsandi án Freges. IV Frege var stærðfræðingur og sérgrein hans var talnafræði (eða reikningslist). Sem slíkur átti hann sér einn metnað í lífinu tvíþættan. Hann vildi gera skipulega grein fyrir eðli stærðfræðilegra sannana sem enginn hafði gert á undan honum, og til þess bjó hann til nýja rökfræði. Síðan vildi hann leiða í ljós að gervalla byggingu talnafræðinnar mætti reisa á rök- fræðilegum forsendum einum saman. Árangur þessa æviverks birti hann í tveimur stórum bind- um sem hétu Lögmál talnafræð- innar. En þegar síðara bindið var í próförk fékk hann bréf frá ungum enskum stærðfræðingi. Sá var Bertrand Russell, og sagði hann í bréfinu að hann hefði uppgötvað dulda mótsögn í hinu mikla kerfi Freges. Með þessari einu upp- götvun var ævistarfið hrunið til grunna. Frege brást við þessu eins og mörgum öðrum hefði farið: hann gerðist þunglyndur og skrif- aði ekki staf árum saman. Það var ekki fyrr en í ellinni að hann lyfti penna á nýjan leik. Hann lifði það ekki heldur að stærðfræðileg rök- fræði hans ryddi hinni hefðbundnu rökfræði úr vegi. Það tók langan tíma: í Háskóla íslands var til dæmis ekki farið að kenna. rök- fræði Freges í stað hinnar hefð- bundnu fyrr en 1962. Hann lifði það ekki að 'Husserl og Heideg- ger, Russell og Wittgenstein yrðu frægustu heimspekingar aldarinn- ar. Að ævilokum tniði hann því að hann hefði unnið allt sitt starf til einskis, og hann fálmaði út í óvissuna eftir hugmyndum um það hvernig hann mundi fara að ef hann fengi að byija upp á nýtt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.