Morgunblaðið - 17.10.1989, Side 56

Morgunblaðið - 17.10.1989, Side 56
0HITACHI S./rRÖNNING ' P KRINGLUNNI/SÍMI (91)685868 NÝTTUÞER ' ELDHÚSTÆKJA TILBOÐIÐ FRÁ damixa ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTOBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. ■■tliiKiigf iíiIKIiiiii Morgunblaðið/Árni Sæberg Turninn kominn í Mæðragarðinn Turninn í Austurstræti hefur verið lluttur i Mæðragarðinn við | kvæmdir í garðinuni en nú tær hann andlitslyftingu," sagði Jó- Lækjargötu. Að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóra, hefúr I hann. „Gróðurinn sem fyrir er fær að njóta sín en lagðir verða ekki verið ákveðið hvert hlutverk iians verður í framtíðinni en I gangstígar og torg myndað við turninn." hann verður leigður út. „Það hefur verið beðið með allar fram- | Stálskip hf.: Urskurðar krafist um uppboðs- kostnað KRAFIST hefur verið úrskurðar sýslumanns Barðastrandarsýslu um upphæð uppboðskostnaðar vegna sölu á togaranum Sigurey til Stálskips hf. í Hafharfirði. Við afhendingu skipsins var nýjum eigendum þess gert að greiða um 5,2 milljónir króna í sölulaun til rikisins auk þess sem veiðarfæri voru ekki talin innifalin í kaup- verði - skipsins en í öllum veð- bréfiim er gert ráð fyrir að veið- arfæri fylgi skipinu. Að sögn Hrafnkels Ásgeirssonar, lögfræðings Stálskips hf., er ágrein- ingur um af hvaða fjárhæð upp- boðskostnaðurinn skuli greiðast, en 1% eru sölulaun ríkissjóðs auk rúm- lega 24 þús. króna sem er útlagður og beinn kostnaður. Þá hefur verið krafist 1% í innheimtulaun til ríkis- sjóðs en það er skoðun kaupenda að aðeins eigi að greiða af útborgun í skipið en ekki af þeirri fjárhæð sem samið hefur verið um að standi óhreyfð sem veð af skipinu. „Stálskip varð að greiða þetta að fullu eða á sjöttu milljón, til þess að fá skipið losað," sagði Hrafnkell. „Þá hefur auk þess verið gerð krafa um það að veiðarfæri sem voru um borð í skipinu þegar það var selt hafi fylgt í nauðungar- sölunni." Verðhækkanir lík- legar á þorskblokk Birgðir blokkar minnkandi og skortur á flökum innan tíðar BIRGÐIR þorskblokkar í Bandaríkjunum eru nú fjórðungi ininni en á sama tíma í fyrra. Vegna þess, fremur en aukinnar eftirspurnar, er talið mögulegt að verð á blokkinni hækki úr 1,55 til 1,60 dollurum á pund í 1,65. Heildarbirgðir af fiskblokk eru einnig Iægri nú en í fyrra. Birgðir af ufsa, bæði frá Alaska og úr Atlantshafinu, eru nú heldur minni en birgðir af Alaskaufsa í fyrra og því er talin mögu- leg verðhækkun á ufsablokkinni um 5 til 8 sent á pundið. Þá eru birgðir fiskrétta unninna úr blokk um fimmtungi minni en í fyrra. Birgðir þorskflaka er nú taldar hæfilegar vestan hafs, en mun meiri en á sama tíma í fyrra. Hins vegar er reiknað með minnkandi framboði þorskflaka er lengra líður -'d árið og á föstunni, sem hefst 28. febrúar næstkomandi, verði orðinn skortur á þorski, ýsu, iúðu, kola, ufsa, grálúðu og karfa. Sala rækju vestan hafs hefur undan farið vei-ið með allra mesta móti og er reiknað með að svo verði áfram, enda hald- ist verð stöðugt. Mest af rækjunni er fiutt inn frá Kína. Fyrstu 6 mánuði ársins komu þaðan um 23.000 tonn og er það meira en tvöfalt meira en á sama tíma 1987. Innflutningur frá öðrum helztu löndum er nú um 18.700 tonn frá Ecuador, 9.500 frá Mexico, 9.000 Niðurstaða hjá Atlant- al um mánaðamótin JON Sigurðsson iðnaðarráðherra segist gera sér vonir um að það liggi fyrir endanleg niðurstaða um næstu mánaðamót livert fram- hafdið verður Iijá Atlantal-hópnum, þ.e. hópi þriggja erlendra fyrir- ’^ækja, sem kanna möguleika á stækkun álversins í Straumsvík. í gær var haldinn fundur hjá Atlantal í Amsterdam í Hollandi en engin endanleg niðurstaða fékkst á þeim fundi. Jón sagði að ekki væri búið að ljúka samstarfssamningi og hlut- hafasamningi en sér virtist sem flest í þessum undirbúningi væri samkvæmt áætlun. Hann sagði að töluverð vinna væri eftir í samning- um við Alusuisse en öllu miðaði þó eðlilega. „Það var ekki búist við neinum endanlegum niðurstöðum á þessum fundi,“ sagði iðnaðan'áðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta var fyrst og fremst tækni- legur fundur, þar sem borin voru saman gögn og menn veltu fyrir sér möguleikum í samstarfi.“ frá Thailandi og 7.600 frá Ind- landi. Vegna mikilla birgða og mögulegrar aukningar innflutnings er ekki reiknað með verðhækkun á rækju. Sérfræðingar í sjávarafurða- markaðnum vestan hafs telja söluna heldur vera að aukast frá því, sem var í sumar. Sjávarafurðir eigi þó enn undir högg að sækja í sam- keppninni við nautakjöt og fugla- kjöt. Sjávarafurðasalan var í maí, júní og júlí minni en nokkru sinni áður og því telja menn nú að botnin- um sé náð ög staðan hljóti að fara batnandi þó það gangi hægt. Neyzla sjávarafurða er talin stöðug nú, en eykst ekki, gæði afurðanna eru meiri en áður, fjölbreytni og fram- boð lér vaxandi, traust neytenda á gæðum og hollustu vex að nýju og auknu fé er varið til sölu- og kynn- ingar á afurðunum. Á síðasta ári neyttu Bandaríkja- menn mests af niðursoðnum tún- fiski, rækju, þorski, ufsa, flatfiski, smyrslingi (clam), vatnasteinbít, laxi, krabba og hörpudiski. Helztu leiðir til að auka sölu á veitingastöðum eru meðal annars taldar aukin samvinna framleið- enda og veitingahúsa með það í huga að lækka matvælaverðið, að auka vörukynningu og auglýsingar, finna fieiri leiðir til að ná athygli neytenda og bæta samkeppnisstöð- una á skyndibitamarkaðnum, eink- um gagnvart hamborgurum. Grímur Sigurbjörnsson Aldís Björgvinsdóttir S-Þingeyjarsýsla: Karl og kona lét- ust í umferðarslysi KARL og kona biðu bana er bíll rann út af veginum og valt út í Ljósavatn í Suður-Þingeyj- arsýslu aðfaranótt mánudags- ins. Konan hét Aldís Björgvins- dóttir, Björgum II, Ljósavatns- hreppi, fædd 30. júní 1942. Maðurinn hét Grímur Sigur- björnsson, Björgum, Ljósa- vatnshreppi, fæddur 4. febrúar 1926. Hann var bróðir eigin- manns Aldísar, Sigurðar Sigur- björnssonar. Hálka var og snjómugga, að sögn lögreglu á Húsavík, þegar slysið varð. Fólkið var á leið úr Reykjavík. Vegurinn í Ljósavatns- skarði liggur á kafla á uppfyllingu úti í Ljósavatni. Verksummerki þykja benda til þess að bíllinn, pallbíll af japanskri gerð, hafi runnið til á veginum og hafnað á hvolfi út í djúpri tjörn milli vegar og lands. Lögreglu var gert vart um slys- ið um klukkan 2 að nóttu. Um fjörutíu mínútna akstur er að slys- stað frá Húsavík. Aldís fannst látin í bíinum. Kafarar fundu lík Gríms í vatninu í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.