Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 Hagvöxtur og kvóti? eftir Sigurð Gunnarsson í 7. tbl. Ægis, rits fiskifélags íslands, er birt all ítarleg grein sem nefnist „Stjórn fiskveiða á Islands- miðum“. Höfundur rekur í grein sinni sögu veiðistjórnunar í efnahagslögsögu íslands í grófum dráttum og gerir athugasemdir við ýmsa þætti henn- ar, auk þess sem hann greinir frá áföngum í útfærslu fisveiðilögsög- unnar. Öll er greinin hin fróðleg- asta og virkilega þess virði að vera lesin. Ósammála að nokkru Eg sem þessar línur rita tel samt rétt að gera vissar athugasemdir við þessa ágætu grein. Höfundur ijallar m.a. um nokkuð aukinn fiskiskipaflota og hveijar afleiðingar það hefur fyrir afkomu þeirra sem fyrir eru í greininni. Það er nú svo komið að þessi „plata" hefur ansi oft verið „spiluð“ og býr yfir nokkrum sannleika. A hitt er helst aldrei minnst, nefnilega þá gífurlegu tækni sem orðin er við fiskveiðar. Sé tekið tillit til flota erlendra þjóða við fiskveiðar hér við land t.d. fyrir útfærslu efna- hagslögsögunnar í 50 sjómílur, þó er vafamál að núverandi sóknar- floti í fiskveiðilögsögunni sé veru- lega stærri í dag, en nokkru fyrir daga fiskveiðistjómunar. Þá var það fyrst og fremst þorskurinn sem sótt var í, en t.d. rækjuveiðar á djúpmiðum á algjöru byijunarstigi. Aukna afkomugetu flotans má fyrst og fremst rekja til tækninnar. Svo- kölluð kjörstærð fiskveiðiflota er ekki til. Eingöngu ný og nú óþekkt tækni kann að breyta þar meiru en nokkurn grunar. Þegar núverandi forsætisráðherra (en hann var sjáv- arútvegsráðherra frá 1980-1983) var gagnrýndur fyrir of stóran flota, þá svaraði hann eitthvað á þessa leið. „Við þurftum allan þenn- an flota til að ná þeim afla sem við fengum." Þetta var á því herrans kalda ári 1983. Krókaleiðir og haglræði í kafla sem ber nafnið: „Króka- leið að markmiðum" segir höfund- ur: „í þessum pistli hefur oft verið vikið að því, að sá rammi eða það efnahagslega umhverfi sem stjórn- völd hafa ætlað að skapa fyrirtækj- um í sjávarútvegi hafi rofnað á árabilinu 1984-1986. (Hér eru því gerðir skórnir, að það efnahagslega umhverfi sem stjórnvöld ætla að skapa, hafi það markmið að knýja út úr fiskveiðunum ýtrasta framlag til hagvaxtar)." Tilv. lýkur. Já, þá veit maður það. Blessaður hagvöxturinn. Ekki verður séð, að hin svokölluðu stjórnvöld ráði mikið við hagvöxtinn sbr. hagvöxt 1987 og svo fallið mikla 1988 og 1989. Okkur ólærðum finnst að vöxturinn sá mætti vera ögn jafnari frá einu ári til annars og eins og þeim mál- um er nú komið er varla von að- hafa uppi trú á því markmiði að knýja út úr fiskveiðunum ýtrasta framlag til hagvaxtar. Síðan er það blessuð hagfræðin, sem virðist stundum gleyma því að í fiskveiðiflotanum eru menn sem eiga fjölskyldur og heimili. „Menn sem langar til að gera ýmislegt fleira en að vera „fangar um borð í veiðiskipi 400 daga á ári“, eins og einn rækjusjómaður komst að orði. Svo gleymir hagfræðin af- brigðilegu tíðarfari á Islandsmiðum, átuleysi, kulda í sjó, fallandi vexti á fiski sem dreifir sér um víðan sjó. Þá getur þurft allan flotann í vinnu til þess að ná kvótanum. Frjálsar veiðar! - nei varla í sama kafla þ.e. „Krókaleið að markmiðum" segir höfundur. „Fram til ársins 1988 voru öllum leyfðar frjálsar veiðar á bátum <10 brl. (Reyndar innan heildarkvóta að nafninu til).“ Tilv. lýkur. Rétt er að 1984 og 1985 veiddu smábátar úr einum sameiginlegum kvóta, en ekki fijálst sbr. að 1985 voru veiðibanndagar 114. Önnur tilhögun gilti fyrir árin 1986 og 1987. Fyrra árið (þ.e. 1986) voru veiðibanndagar 50 og 1987 voru þeir 65, þar til viðbótar komu svo banndagar drottins. Þá talar höf- undur á öðrum stað um rýmkaðar heimildir til báta <10 brl. fyrir árin 1986 og 1987. Það er mjög hæpið að þetta standist, þegar tillit er tekið til þess að 100 tonna þak var sett á netaveiðibáta á vertíð og veiðar aðeins leyfðar í 65 daga frá 10. febrúar til 15. maí. Sigurður Gunnarsson „Við trillukarlar vorum til skamms tíma skammaðir fyrir að fara á sjó á lélegum bátum, en nú fyrir að eyða fé í nýja báta. Þar með talið okkar eigið aflafé sem við ætlum að aðrir en við hafi lítinn ráð- stöfunarrétt yfir.“ Um sóun á fjármagni Höfundur talar um sóun á fjár- magni vegna nýbygginga smábáta. Því er til að svara að á fléstúm málum eru fleiri en ein hlið. Nýir, stærri og traustari bátar veita sjó- mönnum verulega aukið öryggi. Ýmsum finnst eins og fjármagni sem varið er til að auka öryggi fólks og auka lífslíkur þess, sé vel varið. Því má blessuð hagfræðin ekki gleyma. Við trillukarlar vorum til skamms tíma skammaðir fyrir að fara á sjó á lélegum bátum, en nú fyrir að eyða fé í nýja báta. Þar með talið okkar eigið aflafé sem við ætlum að aðrir en við hafi lítinn ráðstöfunarrétt yfir. Og meiri sókn Fleiru er nú sóað en fjármagninu skilst manni. Höfundur telur mann- afla á smábátum hafa aukist um 750 manns, plús 750 í snatti kring- um útgerð fimmhundruð fimmtíu og þriggja nýlega byggðra smá- báta. Aflaaukningu smábáta í'rá 1983-1988 telur hann 112%, en það mun vera 24.402 tonn af bolfiski, ekki eingöngu þorski. Sé nú þessu aflamagni deilt niður á hina 44ra tonna afla af óslægðum fiski lifa hvorki 2 eða fleiri. Einn maður mun tæplega lifa af þeim afla, þó að sparlega sé lifað, jafnvel þó viðkom- andi eigi bát og útgerð skuldlaust. Því verður ekki skilið hvernig greinarhöfundur finnur þennan mikla mannskap í kringum nýju bátana. Hér má að lokum geta þess, að verulegur hluti svokallaðra trillu- karla eru eftirlaunamenn, gamlir sjómenn, sem finna sína lífsfyllingu við að róa á trilluhorni á vorin og sumrin. Skyldi það vera sóun á mannafla að eftirlaunaþegar sæki sjó á trilluhorninu sínu? Höfiindur er smábá tasjómaður frá Húsavík ogístjórn Landssambands smábátaeigenda. f í >s|r Nú veistu hvernig þú færð hollan, bragðgóðan, fjölbreyttan og fljótlagaðan mat. pasta Með Mueller’s Allt sem þú óskar þér í einum munnbita. Mueller’s pasta er ekki bara spaghetti. Mueller’s er líka lasagna, vermicelli, núðlur og skrúfur úr spínati, tómötum og durum semolina, sem er eggjahvítu- rík og fitusnauð korntegund. Að auki er Mueller’s pasta ríkt af B- víta- mínum og járni. Mueller’s pasta getur þú fengið án kólestrols og salts. Með Mueller’s pasta færðu hollan og bragðgóðan mat. Það er góð hugmynd að fá sér Mueller’s pasta (borið fram Mullers). * Uppskriftin er fengin úr bókinni Pastaréttir í bóka- flokknum Hjálparkokkurinn frá Almenna bókafélaginu. Pasta og pylsur Handa fjórum. Undirbúningur: Um 15 mín. Suða/steiking: Alls 15-20 mín. Basilíkum, merían 100 g beikon 200 g kokkteilpylsur 350-400 g pasta Salt, olía og smjör 1-2 hvítlauksgeirar 100 g óðalsostur (eða jarl) 1. Meyrsjóðið pastað í velsöltuðu vatni og 1 msk af olíu. Klippið beikonsneiðarnar í 2 eða 3 bita, fínrífið ostinn. 2. Snöggsteikið beikonið og síið úr því á eldhús- pappír. Brúnið pylsurnar í beikonfeitinni og hald- ið þeim heitum. 3. Hellið soðnu pastanu í sigti og bræðið 1 msk af smjöri í pottinum. Bætið í krömdum hvítlauk, rifnym osti og dálitlu fersku eða þurrkuðu basilík- um og merían. Hellið síuðu pasta í pottinn, setjið á lok og hristið pottinn svolítið yfir hitanum. 4. Hellið réttinum í framreiðslufat og leggið beik- on og pylsur ofan á. Borið fram strax með tómat- salati. ^Muellerls pasta swirls ENRICHED MACARONI PRODUCT Muelier’s OTED jdles HED hFRESHWHOLEEGGS m.do of 5EMOUNA plm FARINA mmm—mmrni NETWT. 14 0Z./397g KARL K. KARLSSONcn CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 Mueller'S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.