Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 44
eg?r aaaorao ,rr fluoAcrn.or.a4 qicfa.iaKUOflqm MORGUNBtAEHÐ- Í>RIÐJHDA&UR-Vt,- OKTÓ6ÉR-1989 - - - Um stjórn heilbrigðis- mála og- nýja verkaskipt- ing-n ríkis og sveitarfélaga eftir Skúla G. Johnsen Um hvað snúast heilbrigðismálin í upphafi máls er rétt að gera með nokkrum orðum grein fyrir því hvað heilbrigðismálin snúast um. Þess ætti auðvitað ekki að vera þörf en er þó nauðsynlegt vegna þess, að flestir halda að þau snúist eingöngu um þjónustu við sjúkl- inga, annaðhvort innan eða utan sjúkrahúsa. Heilbrigðismálin eru fleira en það og má greina þau í 3 verkefni: 1. Aðgerðir til að auka andlega, líkamlega og félagslega velferð, þ.e. að efla heilbrigði fólksins án tillits til þess hvort það telst haldið sjúkdómum eða ekki. 2. Aðgerðir til varnar einstökum sjúkdómum, þ.e. heilsuvernd. 3. Sjúkraþjónusta eða m.ö.o. það starf sem felst í að sinna þörfum sjúkra og slasaðra. Innbyrðis vægi þessara megin- verkefna hefur breyst mjög í tímans rás. Fyrstu aðgerðir í heilbrigðismál- um á vegum opinberra aðila hófust í Englandi um miðja síðustu öld. Það voru aðgerðir í umhverfismál- um, „environmental hygiene", eða heilbrigðiseftirliti. Breiddust þær út til allra vestrænna landa á nokkr- um áratugum. Hér var um að ræða umbætur í neysluvatns-, frárennsl- is—, húsnæðis-, hreinlætis- og mann- eldismálum. Á þessum tíma var þekking manna á sjúkdómum enn mjög lítil og síðar kom í ljós að þessar almennu aðgerðir höfðu bein áhrif til verndar gegn margháttuð- um kvillum auk þess sem þær breyttu ytri lífsskilyrðum mjög til hins betra. Þessar fyrstu aðgerðir áttu stóran þátt í almennri þjóð- félagsþróun, sem varð möguleg vegna batnandi heilsufars. Sú þróun bætti aftur heilsu fólks enn frekar. Hollustubyltingin, sem þarna hófst stóð fram undir miðja þessa öld. Svo mikill varð árangur hennar, að til eru þeir sem telja, að hlutur alls þess viðbúnaðar gegn sjúkdómum, til rannsókna á þeim, greiningu og meðferð, sem við höfum í nútíma heilbrigðiskerfi eigi aðeins þátt í um 10% af framförum á heilsufars- sviðinu frá því á síðustu öld. Fyrr á þessari öld sönnuðu ýmsar heilsuverndaraðgerðir gildi sitt t.d. gegn skæðum smitsjúkdómum, enda hefur nú tekist að stemma stigu við flestum alvarlegum far- sóttum. Því miður hefur ríkt of mikil stöðnun a sviði heilsuvemdar- mála þótt mikið sé um forvarnir talað og hér þarf t.d. að efla til muna aðgerðir gegn langvinnum sjúkdómum. Eftir 1950 eða þegar þekkingu á sjúkdómafræði og Ííffræði tók að fleygja fram, hefur sjúkraþjónustan tekið til sín næst- um alla nýja krafta og viðbótafjár- muni. Stjórn heilbrigðismálanna þarf að hafa tak á þróun ofangreindra þriggja verkefna. Hún þarf að hafa afl til að breyta áherslum eftir því sem þörf er á hveijum tíma. Hún þarf einnig að hafa vald á heilbrigð- isþjónustunni og þrem þáttum hennar þ.e. sjúkrahússþjónustu, sérfræðiþjónustu og heilsugæslu og geta breytt þar áherslum. Mikilvægi þess að efla heilbrigði og auka heilsuvernd felst í því að einungis þannig er unnt að fækka nýjum sjúkdómstilfellum. Ef þeim fækkar ekki verða verkefni sjúkra- þjónustunnar ótæmandi og hljóta stöðugt að fara vaxandi. Með sjúkraþjónustunni einni er ekki hægt á okkar tímum að bæta al- mennt heilsufar svo nokkru nemi. Hin síðustu ár hefur athygli manna beinst að þessu og hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin veitt forystu í því efni. Innan heil- brigðisfræðinnar hefur jafnframt verið að þróast ný lína. Þar er lögð áhersla á áframhaldandi þróun í þjóðfélagsefnum og mótun þjóð- félagsstefnu í þágu heilbrigði. Nú þarf þess vegna að snúa sér að því, að bæta líka innri lífsskilyrði og slík þjóðfélagsstefna þyrfti að vera mun meira áberandi en nú er. Stjórn heilbrigðismála I heilbrigðismálunum, eins og í öðrum málaflokkum ríkir ákveðinn valdapýramídi. Á fyrsta valdastigi er heilbrigðis- ráðherrann með ráðuneyti sitt, sem hefur skv. lögum yfirstjórnarhlut- verk. Tryggingastofnun ríkisins er mjög sjálfstæð stofnun og í raun er hún einn af yfirstjórnendum með ákvörðunarvald óháð ráðuneyti í ýmsum málum. Þá er landlæknir, sem fer með framkvæmd allmargra heilbrigðismála fyrir landið allt. Annað stjórnunarstig fer með heilbrigðismál og málefni heilbrigð- isþjónustu í hveiju umdæmi en það mynda þrír aðskildir aðilar, sveitar- stjórnir, sjúkrasamlög og héraðs- Iæknir, en þeir eru hinir ríkisskip- uðu stjórnendur og umsjónarmenn í hveiju héraði. Síðustu áratugi hafa áhrif þessa stigs farið dvínandi og virðist nú ætlast til að það hverfí að mestu eins og síðar kemur fram. Á þriðja þrepi eru heilbrigðis- stofnanir landsins, sjúkrastofnanir og heilsugæslustöðvar, sem eru samtals 128 að tölu. Yfir hverri stofnun er rekstrarstjórn, sem er skipuð skv. lögum. Hver stjórn hef- ur á sínum snærum embættislega stjórnendur, s.s. framkvæmda- stjóra, hjúkrunarforstjóra og yfir- lækni. Það ruglar oft ofangreindan pýramída þegar ráðuneyti hefur afskipti af minni málum, og við það hverfur 2. valdaþrep. Oskýr mörk milli stjórnar og yfirstjórnar, hljót- ast af þeirri tilhneigingu, að yfir- stjórn fer inn á svið stjórnar og Iætur sér ekki nægja það sem felst í yfírstjórnarhlutverkinu. Ef yfír- stjóm áttar sig illa á eigin hlut- verki, verður það oftast fyrir að fara inn á svið stjórnar. Skv. framansögðu eru bæði stjóm og yfirstjórn heilbrigðismál- anna hér á landi þríhöfða. Af þeirri ástæðu er stjórnin óþarflega veik og þar af leiðir að stjórnir einstakra stofnana hafa verið sterkar. Þær hafa fengið að taka sér mikið ákvörðunarvald, sem hefur haft mikil áhrif á þróun margskonar verkefna og á útgjöldin. Þannig hefur stjórnin, þ.e. bæði 1. og 2. þrep, jafnvel ekki verið nógu sterk til að koma á eðlilegri verkaskipt- ingu milli stofnana svo dæmi sé nefnt. Hér á landi hafa ýmsir þrýstihóp- ar, bæði meðal heilbrigðisstétta og sjúklingahópa, haft mikil áhrif á þróun mála og Ijárveitingar til framkvæmda hafa oft farið eftir því hvernig pólitískir vindar blása á Alþingi og í fjárveitinganefnd hveiju sinni. Ný verkaskipting Hér að framan er lýst skipan stjórnar heilbrigðismála hér á landi. Með nýjum lögum um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga hafa nú verið ákveðnar miklar breytingar á því sviði. Með nýrri verkaskiptingu er rek- inn endahnútur á þróun sem hefur staðið frá því sett var á fót sér- stakt ráðuneyti heilbrigðismála. Sú þróun hófst með niðurfellingu ið- gjald samlagsmanna sjúkrasamlaga árið 1972 og með aukinni aðild ríkissjóðs í uppbyggingu sjúkra- stofnana árið 1973. Frá þessum tíma hafa verið stigin sífelld fleiri skref í átt til meiri ríkisábyrgðar á heilbrigðisþjónustu og er nú endan- lega ákveðið að sveitarfélögin sleppi þeim málum og ríkið taki við. Ekki hefur heyrst annað en sveitarfélög- in séu ánægð með þessa breytingu en ég er ekki viss um að þau muni öll fagna þegar frá líður. Það er hinn stóri galli á þessari nýju skip- un að staðarábyrgð hefur að mestu verið numin brott. Flestir, sem hafa rannsakað heil- brigðiskerfi, telja að staðarábyrgð sé undirstöðuþáttur. í Alma Ata- yfirlýsingunni svonefndu, sem ís- land er aðili að, segir að ábyrgðin á uppbyggingu og rekstri heilsu- gæslunnar eigi að vera eins nálægt neytandanum og mögulegt er. Karl Evang, landlæknir Norðmanna, sem var virtur heilbrigðismálafröm- uður á sinni tíð, kvað staðarábyrgð- ina grunnatriði í uppbyggingu nor- skrar heilbrigðisþjónustu. Vilmund- ur Jónsson, landlæknir, var sömu skoðunar og í fjölmörgum greinar- gerðum og umsögnum til Alþingis um lagafrumvörp, sem snerust um að auka hlut ríkisins í heilbrigðis- málum, varar hann við slíkri þróun hvað eftir annað. í verkaskiptingarlögunum ergert ráð fyrir, að sveitarsjóðir hætti með öllu að taka þátt í rekstri heilbrigð- isstofnana. Það er því næsta víst, að um leið og fjárhagsábyrgð sveit- arsjóðanna er úr sögunni, þá hverf- ur áhugi sveitarstjórnarmanna á þessum málaflokki. Gildir einu þótt sveitarstjórnir tilnefni fulltrúa í stjómir stofnana. Þannig verður ábyrgð mörg hundruð sveitarstjóm- armanna úr sögunni. Þá mun önnur breyting eiga sér stað. Frá og með næstu áramótum verða sjúkrasam- lögin lögð niður enda ékki um að ræða neitt „samlag“ eftir að fjár- málin em komin á eina hendi. í hnotskurn er því breytingin sú, að heilbrigðismálin fara úr höndum sveitarstjórnarmanna og sjúkra- samlagsstjórna, sem dreifðu ábyrgðinni sín á milli og þeim í raun komið fyrir á tveimur skrif- stofum suður í Reykjavík, í ráðu- neyti og hjá Tryggingastofnun. Ég lít svo á, að ekki þýði að fást um þann hlut, sem þegar er orðinn. •Ný verkaskipting ríkis og sveitarfé- laga verður að vemleika í heilbrigð- ismálum um næstu áramót enda var það hluti af stærri samningi. Það blasir við, að heilbrigðis- stofnanir landsins, 128 að tölu, færist undir heilbrigðisráðuneytið milliliðalaust. Verði sú skipan að vemleika þá eru heilbrigðismálin í landinu orðin meira miðstýrð en flestir málaflokkar, sem ríkið hefur með að gera. í heimahéraði virðist ekki lengur gert ráð fyrir neinum virkum aðila til að fara þar með stjórn mála og staðarþekking verð- ur hér eftir ekki metin sem skyldi. Fáum blandast hugur um, að það er ekki ákjósanlegt skipulag að heilsugæslustöðvar og sjúkrahús, hvar á landinu sem er, heyri beint undir heilbrigðisráðunejitið. Það fyrirkomulag getur haft mikla erf- iðleika í för með sér í starfsmanna- haldi og öðmm rekstri. Auðséð er, að boðleiðir verða alltof langar. Ég sé það fyrir mér að stjórnir stofn- ana og starfsmenn munu verma sætin í biðstofu heilbrigðisráðu- neytisins til að fá úrlausn í stómm málum sem smáum. Það er óvenjuleg skipun hjá ríkinu að allar stofnanir í einum SKIPURIT HEILBRIGÐISMALA SAMKVÆMT VERKASKIPTINGU + TILLÖGU VESTFJARDAHÉRAÐ STURLANOSHÉflAD REYKJAVÍKURHÉRAÐ REYKJANESHÉRAÐ SUOURLAMDSHÉRAÐ Hérðaskrifstofa heilbrigðis- mála Heilsugæslustöð (samt. 87) Sjúkrahús og aðrar sjúkra- stofnanir (samt. 41) Tengsl stjórnar viö yfirstjórn Tengsl stofnunar við heil- brigðismálaskrifstofu í héraði Héraðsmörk Skúli G. Johnsen „Ég tel að í heilbrigðis- þjónustunni sé það fyrst og fremst búkurinn sem hefiir vaxið en höfuðið setið eftir. Að flestra mati gæti heilbrigðis- þjónustan varla orðið að stjórnlausu bákni nema toppstykkið vanti. Ég er hræddur um að enn fínnist þeir sem ekki skilja þetta.“ málaflokki heyri beint undir yfir- stjórnaraðila. Venjan er að ríkið setur á fót umdæmisstjórn og má í þessu sambandi nefna málaflokka eins og fræðslumál, dómsmál, kirkjumál, málefni fatlaðra, skatta- mál o.fl. o.fl. í heilbrigðismálum er umdæmis- skipun undirstaða nútímavinnu- bragða í uppbyggingu og rekstri. Ég lít því svo á, að það sem nú ligg- ur fyrir um breytta skipan heil- brigðismála sé aðeins hálfunnið verk. Það er auðséð, að þegar hinir fjölmörgu sveitarstjórnaraðilar hverfa úr stjórn heilbrigðismála, þá munu verkefni við þau mál hjá ríkinu aukast til verulegra muna. Það er því eðlilegast, að ríkið dreifí stjórn heilbrigðismáíanna svo sem ætlað er í lögum og taki upp þá umdæmisstjórn, sem þegar er vísir að, sbr. II kafla laga nr. 59/1983 um læknishéruð og heilbrigðismála- ráð. Að öðrum kosti þarf að auka til muna mannafla við æðstu stjórn þessara mála. Á Alþingi, 1978, var samþykkt að styrkja stjórn heilbrigðismál- anna. Það var viðurkennt að ábyrgðin væri of dreifð og var því stjórnin flutt til nýs héraðsaðila. Um leið var héraðslæknum fækkað úr 56 í 8. Hvem þann mann sem skoðar framkvæmd löggjafar hér á landi hlýtur að undra að stjórnvöld skuli hafa litið framhjá skýrum laga- ákvæðum um skipan stjórnar heil- brigðismála í landinu, sem hefur verið í gildi sl. 10 ár. Ef laga- ákvæði um stjórn tiltekins mála- flokks eru ekki framkvæmd þá verður að ætla að það ríki stjórn- leysi á því sviði. Það hefur lítið heyrst um heil- brigðismálaráð læknishéraða og þess vegna er ástæða til að rifja upp þau lagaákvæði, sem gilda um skipan þeirra og hlutverk. Skv. 7. gr. laga um heilbrigðis- þjónustu starfar heilbrigðismálaráð í hveiju læknishéraði en læknis- héraðaskipanin samsvarar kjör- dæmaskipaninni. Héraðslæknar eru formenn ráðanna en sveitarstjórnir hvers héraðs kjósa aðra ráðsmenn að loknum hveijum sveitarstjórnar- kosningum. Verkefni heilbrigðismálaráðs eru: 1. Stjórn heilbrigðismála í héraði í umboði heilbrigðisráðuneytis, landlæknis og sveitarstjóma. 2. Gerð tillagna og áætlana um framgang og forgang verkefna á sviði heilbrigðismála í héraði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.