Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 13
MOKGUNBlAÐlt) WiIEXJUDAGUR ÍVJ GKTÓBER'1989)1/ 18r Máleftii aldraðra eftir Bergstein Sigurðarson í grein félaga míns Hans Jörg- enssonar í Morgunblaðinu þann 8. júlí sl. um málefni aldraðra og stofnun Landssambands aldraðara, langar mig til að bæta við nokkrum orðum tii að fyrirbyggja hugsanleg- an misskilning og á ég þá sérstak- lega við svohljóðandi upphafsorð greinarinnar: „Félag eldri borgara í Reykjavík barðist gegn því að Samtök aldr- aðra fengju inni í Landssambandi aldraðra." Á aðalfundi FEB 1987 var sam- þykkt tillaga um að stjórnin beitti sér fyrir stofnun landssambands aldraðra. Hún hóf fljótlega að kynna þessa hugmynd fyrir öðrum félögum, meðal annars Samtökum aldraðra. Síðar voru félögunum send drög að stefnuskrá fyrir lands- samband aldraðra og nokkru síðar drög að lögum fyrir það, Samtök aldraðara fengu þessi gögn ásamt þeim félögum öðrum er við héldum að sýndu málinu áhuga. Boðað var til undirbúningsráð- stefnu um stofnun landssambands aldraðra á Hótel Loftleiðum þann 29. apríl ’89 sem sótt var af 51 fulltrúa frá 9 félögum, Samtök aldr- aðra voru einnig boðuð, en enginn fulltrúi kom frá þeim. Á þessari ráðstefnu voru drögin að lögum fyrir landssamband aldr- aðra til umræðu og samþykkt sam- hljóða eftir minniháttar breytingar að undanskilinni 11. grein, sem fjallar um fjármál, og var kjörin nefnd til að gera endanlega tillögu um hana til stofnfundar, sem ákveð- ið var að halda 19. júní á Akureyri. Þau félög sem fulltrúa áttu á ráðstefnunni, að undanskildu styrktarfélagi aldraðra á Selfossi, samþykktu síðan að gerast stofn- endur Landssambands aldraðra á grundvelli þeirra laga sem sam- þykkt voru á ráðstefnunni og kusu þau fulltrúa með umboði til að ganga endanlega frá stofnun Landssambands aldraðra. Nokkru fyrir stofnfundinn hafði Hans Jörgensson samband við mig og lýsti áhuga sínum á að Samtök aldraðra gerðust stofnendur Lands- sambandsins, ég benti honum á að til þess þyrfti breytingu á lögum þess, en bað hann að koma til við- ræðna um þessi mál, sú viðræða fór fram og að henni lokinni hafði ég ásamt Öddu Báru Sigfúsdóttur samband við þá fulltrúa sem félög- in höfðu kjörið til setu á stofnfundi Landssambandsins og ræddum. þessa síðbúnu ósk um aðild Sam- taka aldraðra að því. Allir fulltúar lýstu sig andvíga því að breyta þeim lögum er félög- in höfðu samþykkt og var þessi niðurstaða tilkynnt Samtökum aldr- aðra með símtali við Hans Jörgens- son. L grein sinni minnist Hans Jörg- ensson meðal annars á að Adda Bára Sigfúsdóttir hafi verið fyrir þeirri nefnd sem fjallaði um fram- komnar lagabreytinga, svo var ekki heldur var það Steinunn Finnboga- dóttir. Ég vil geta þess að stór hluti Tvær bæk- ur frá Björk Bókaútgáfan Björk hefiir sent frá sér tvær smábarnabækur. Þær eru báðar prentaðar í Prentverki Akraness hf. Kötturinn Branda er númer 20 í bókaflokknum Skemmtilegu smá- barnabækurnar. Hún er þýdd úr ensku af Sigurði Gunnarssyni fyrr- verandi skólastjóra. Höfundar texta eru Kathryn og Byron Jackson en myndirnar gerði Leslie Morrill. í heimsókn hjá Hönnu er bók núm- er 21 í sama bókaflokki. Stefán Jú- líusson rithöfundur hefur íslenskað bókina úr ensku. Höfundur texta er Edith Kunhardt og myndir gerði Carolyn Brachen. félagsmanna í Samtökum aldraðra er einnig í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og þar með fullgildir aðilar að Landssambandi aldraðra og einnig að Norrænu samvinnunefndinni, en hún sam- anstendur af landssamböndum allra Norðurlandanna og starfar á ópóli- tískum grundvelli að velferðarmál- um aldraðra. Ennfremur minnist Hans á kynn- ingu mína á lögum svo ég tel rétt að birta hér orðrétt það sem ég sagði eftir að hafa kynnt lagadrög- in: Ég hef nú lesið lög þau sem ætluð eru Landssambandi aldraðra og samþykkt voru í stjóm FEB og á félagsfundi sem haldinn var og þeir fulltrúar sem kjömir vom á þennan stofnfund hafa tæpast heimild til að samþykkja veigamikl- ar breytingar á þeim. Ég tek þetta sérstaklega fram vegna óska sem fram hafa komið um að fleiri en eitt félag í sama sveitarfélagi geti gerst fullgildur meðlimur Landssambands aldraðra. Slíkt er útilokað eins og lögin eru nú og sú breyting sem gera þyrfti er svo veigamikil að sá grunnur sem lögin eru byggð á raskast stórlega, nægir í því sambandi að vitna í 2. og 5. grein þeirra. Tekið er fram að aðildarfélög vinni að alhliða velferðar- og hags- munamálum aldraðra og sé ekki einskorðuð við eitt verkefni. Ýmsum örðugleikum er einnig bundið að halda utan um kjörgengi og at- kvæðisrétt þeirra sem væru í tveim- ur eða fleiri félögum innan vébanda Landssambandsins, í sama sveitar- félagi. Eitt af markmiðum Landssam- bandsins er að efla og styrkja fá- mennari félög sem vinna að velferð- armálum aldraðra úti á landsbyggð- inni. Það er því nauðsýnlegt að stjórnarmenn og fulltrúar Lands- sambandsins dreifist þannig að störf þess séu spegilmynd af vilja allra félagsmanna. Ég tel því ekki æskilegt að eitt sveitarfélag gæti í krafti fulltrúafjölda ráðið úrslitum mála að vild. Það liggur í augum uppi að öll samvinna er æskileg og nauðsynleg með öllum sem starfa að velferðar- málum aldraðra og einskorðast ekki við þau félög, sem nú eru að stofna með sér landssamband. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hóf starfsemi sína með það markmið í huga meðal annars, að vekja þennan ákveðna aldurshóp til meðvitundar um sjálfa sig og þarfir sínar til að geta lifað heil- brigðu og ánægjulegra lífi. Félag okkar hefur verið og mun verða reiðubúið til samvinnu við einstaklinga og önnur félög, um öll þau mál sem til heiila horfa fyrir eidra fólk og sama máli trúi ég að gegni um önnur félög aldraðra. Að síðustu vil ég geta þess að á síðasta stjórnarfundi okkar var samþykkt að beina þeirri ósk til stjórnar Landssambands aldraðra að hún byði félögum sem vinna að málefnum aldraðra að senda full- trúa á landsfundi sína til kynningar á starfsemi sinni og jafnframt kynnast starfi Landssambandsins. Samstarf okkar við hans Jörg- ensson og félag hans hefur verið með ágætum. Hans var einn af forgöngumönnum um stofnun FEB 1986 og sat í fyrstu stjórn, ég lít á hann og aðra í báðum félögunum sem góða félaga og samstarfsmenn í viðieitni okkar við að gera efri árin sem léttbærust og ánægjule- gust. Hér með læt ég fylgja til glöggv- unar lesendum 2. og 5. grein í lög- um Landssambands aldraðra. 2.gr. Aðild að samtökunum eiga félög fólks, sem er 60 ára og eldra, og sem ætla að vinna að almennum hagsmunamálum félaganna, svo og tómstundamálum þeirra, þó eigi fleiri en eitt félag í hveiju sveitarfé- lagi. Félög sem stofnuð kynnu að verða til þess eins að sinna einstök- um þáttum mála, sem snerta þenn- an aldurshóp, svo og stjórnmála- eða trúarfélög fyrir aldurshópinn, geta ekki átt aðild að samtökunum, og eigi heldur félög sem binda að- ild félaga sinna við kynferði (kven- eða karlafélög). Félagsmaður í fleiru en einu að- ildarfélagi Landssambandsins skal eigi njóta kosningaréttar um mál- efni Landssambandsins eða full- trúakjör nema í einu félagi. Skal það vera félag í heimasveit hans. Þrátt fyrir aldursákvæði 1. mgr. getur félag orðið aðili þó að inn- tökuskilyrði þess miðist við lægra aldursmark, en réttindi og skyldur félagsins miðast þá við félagsmenn sem eru 60 ára og eldri. 5. gr. Hvert aðildarfélag kýs á næsta aðalfundi fyrir landsfund eða á al- mennum félagsfundi sem skal boð- aður með sama hætti og aðalfundur fulltrúa til þess að sitja á lands- fundi. Félagsstjórn gefur fulltrúum kjörbréf. Hvert aðildarfélag á rétt á 2 fulltrúum á landsfund, en félög með 500 félagsmenn eða fleiri eiga rétt á einum viðbótarfulltrúa fyrir hveija 500 félaga umfram 500 eða brot úr þeirri tölu. Jafnframt kosn- ingu fulltrúa á landsfund skal kjósa varafulltrúa og raða þeim. Höfiwdur er formaður Félags eldri borgara íReykjavík og nágrenni. ^ÚtaRHOLT' 20 SÍMI 233^ SAMEINAÐI GRÍNFLOKKURINN sýnir sápuóperuna ^ss\BÍarnason Jór>sdóttir KÍa,Lú" B>°^ndS 3. sýning föstudagskvöld 20. október. Húsió opnaó kl. 19.00. Miða* og boróapantanir daglega i síma 23333. .Aim***** Ra l.jn- ()(/ luxafra m) nm) rijsbnjitsósu. Hiiiiaufis(jlj<íi)iir IkuiiIwi f)( i > -li rijfjf)ii) ■ ))i( () liordcla iscsósu. Ijj()()iu)i ehuiifj i of/ / ) cUa kröldi'crdi Happahjólid: Glæsilegir vinningar Hljómsveltin SAM- BANDIÐ leikur fyrir dansi til kl. 03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.