Morgunblaðið - 17.10.1989, Page 40

Morgunblaðið - 17.10.1989, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 ég ekki að bjpða honum? Svo ég segi: Ólafur. Ég er að selja hérna bók. Nú, hvaða helvítis bók er það, segir hann. Ég segi: Það er ljóða- bók. Og læt falla einhver viðeigandi orð. Ég segi honum að hún sé eftir Árna og sé dýr. Láttu mig hafa 5 eintök segir hann, en steinhaltu kjafti. Hann keypti 5 bækur, fyrir það sem hann hafði handbært í vasanum af peningurn. Ólafur var óskaplega hrifinn af Árna, gáfum hans, skáldgáfu og ekki síður af söng hans. Ólafur hafði mikla ánægju af söng, það hefir nú ekki gert lítið, og Árni hafði þessa óskap- lega fínu rödd. Við Jónas frá Hriflu kynnumst fyrst með merkilegum hætti. Það er útifundur í barnaskólaportinu. Ég er þar náttúrulega, eins og allt- af á öllum fundum. Jónasi lá lágt rómur. Hann var ekki beint hæfur til þess að tala á stórum útifundum áður en nokkur hljómmögnunar- tæki komu, en hann hélt þarna ræðu og ég náttúrulega uppi með kjaftinn að gapa upp í hann. Svo lýkur fundinum og ég labba niður á Lækjartorg, þá er allt í einu klapp- að á öxlina á mér. Ég lít við og það er þá Jónas Jónsson. „Þú varst þarna að kalla fram í fyrir mér,“ og var nú að tala um að það væri ekki siðaðra manna háttur að láta hafa sig í öskurapahátt. Svo liðu mörg ár og ég fór á Laugarvatn í skólann. Þar er hann eins og frels- andi engill, eins og mannkyns- fræðari. Kom þangað með Sigurði Nordal að sýna honum menningar- setrið. Við vorum að æfa leikrit, nemendurnir. Hrekkjabrögð Scap- ins. Svo liðu mörg ár. Ég hitti Jónas næst á heimili Alberts Guðmunds- sonar. Þeir voru miklir vinir og borðuðu stundum saman í hádeginu á Hótel Sögu. ^Albert bauð mér með. Ég hafði ekki haft mikið álit á Jónasi sem pólitíkusi, en fór að lesa eftir hann það sem hann skrif- aði um Einar Benediktsson og segi: Ég man meira að segja hvern- ig greinin byrjar. Hún byrjar svona: „I landnámi Ingólfs eru tvö höfuð- ból, Elliðavatn og Herdísarvík." Svo spinnur hann þráðinn um ævi Ein- ars þarna á milli. Þarna við borðið á Hótel Sögu heldur Jónas svo áfram sögunni og segir okkur margt um Einar Benediktsson. Þess á milli er hann að gjóa augunum í átt til Bessastaða og láta orð falla um staðinn og Bessastaðavaldið. Þá segi ég við hann: „Hvaða kvæði Einars þykir þér stórkostlegast." „Já, sjáðu til,“ segir hann. „Það er nú Grettir. Grettiskvæðið." Og svo byijar hann að lesa Grettiskvæði. Og hann klökknar. Hann klökkn- aði. Ég man eftir að hann sagði. „Það er þarna. Sekur er sá einn er tapar.“ Svo sagði hann: „Við skul- um tala um eitthvað annað.“ í raun og veru var Jónas ákaflega mennsk- ur maður. En maður var alinn upp við að þetta væri eitthvert ill- menni. Hann komst stundum snilld- arlega að orði. Ég man eftir grein sem hann skrifaði um Þórð Jens- son, son Jens Sigurðssonar. Það var minningargrein. „Hann var eins og peningaskápur sem óviðkomandi lyklar gengu ekki að.“ Systkini Lúðvígs og ættingjar hafa einkar góða og glaða lund. Lúðvíg segir að hún sé sótt í móður- ætt, til Bernhöftanna. Amma hans María Bernhöft og Lúcinde Hansen móðir hans voru léttlyndar og hlát- urmildar. Faðir Lúðvígs, Hjálmtýr kaupmaður Sigurðsson, síðar bank- amaður, var einnig „húmoristi" eins og sagt var hér fyrr á árum. Hann hafði gott skopskyn. Lúðvíg segir að sér verði oft hugsað til þess á seinni árum að aldrei varð vart uppgjafar hjá foreldrum hans, þótt á móti blési og hópurinn væri stór, átta börn. Alltaf var móðirin jafn kát. Lúðvíg er kvæntur Kristjönu dóttur Péturs Halldórssonar, borg- arstjóra, og Ólafar Björnsdóttur. Börn þeirra eru Pétur læknir í Reykjavík og Erna María húsfreyja. Lúðvíg varð formaður Ferða- málaráðs árið 1964. Síðar ferða- málastjóri um áratugaskeið. Hann hefir hlotið margskonar viðurkenn- ingu fyrir störf sín. Pétur Pétursson þulur. húsinu, meira að segja í úníformi. Ég náttúrlega jánkaði því. Þegar ég hafði tekið þessu embætti þá sagði Jón: Þú þarft að fara á nám- skeið. Hann Guðmundur Ágústsson frá Birtingaholti, vélstjóri, hann setur þig inn í þetta. Svo varð ég að pússa allt sem hægt var að pússa og vera snyrtilegur og kurt- eis við kúnnana sem fóru upp og niður og vera búinn að opna á rétt- um tíma.“ Lúðvíg var einkasendill Jóns Þor- lákssonar sumarlangt og svo lyftu- vörður um veturinn. Margir nafn- kenndir menn áttu leið um mið- bæinn, í grennd við vinnustað Lúð- vígs. Hljóðbært varð er þeir Árni Pálsson prófessor og Páll Eggert Ólason ráðuneytisstjóri, sagnaritari og prófessor leiddust, gagnteknir og hugfangnir, upptendraðir ölvímu og háleitum hugsjónum. Stíga þeir ölduna fast og þungum skrefum fyrir horn Pósthússins sem leið ligg- ur í Austurstræti. í flas Páls Eg- gerts kemur ung og bjartleit stúlka og fær ei stöðvað sig fyrr en í fangi Páls Eggerts. Verður henni litið á ygglibrún fræðaþular er lét brúnir síga og hrópar hún ósjálfr- átt: Ó, Jesús minn. Árni Pálsson skynjar af skopnæmi orðsins list og leik. Segir: „Ekki teljist þér mannglögg ungfrú.“ Segja má að að það sé til stað- festingar á því hve Lúðvíg á auð- velt að semja sig að háttum um- hverfis og starfa með skapgerðar- mönnum hvar sem þeir kunna að skipa sér í pólitíska fylkingu, að hann réðst síðar til skrifstofustarfa hjá einum helsta bæjarmálaand- stæðingi Jóns Þorlákssonar, fræg- um fjáraflamanni, Sigui'ði Jónas- syni, þeim er Þórbergur nefndi Júnesen. Það var hann sem greiddi vixillán Þórbergs, sem frægt var, gaf ríkinu Geysi og Bessastaði. Þótt öldur risu stundum hátt í sam- starfi Lúðvígs og húsbónda hans Sigurðar Jónassonar hjá Raftækja- einkasölu ríkisins og hnefi væri jafnvel reiddur til höggs og pústur fylgdi olli að eigi vistaskiptum né vinslitum. Tókst með þeim góð vin- átta og sýndi Sigurður þeim hjónum ræktarsemi og umhyggju. Um nærfellt tveggja áratuga skeið var Lúðvíg framkvæmdastjóri Sjálfstæðishússins í Reykjavík. Þar naut hann sín vel í starfi. Þar var jafnan mannmargt, félagsfundir er hann stótti marga hveija og sam- komur ýmsar, revíur og gamanmál. Þá sat hann löngum á tali við nafn- kunna menn er þangað komu vegna starfa sinna eða erinda er þeir áttu. Skáld qg rithöfundar, leikarar, hljómlistarmenn, ræðuskörungar og erindrekar. Allir lögðu leið sína til Lúðvígs. Hann sat við þjóðbraut þvera og laðaði gesti og gangandi. Á þessum árum kynntist Lúðvíg fjölda manna sem eru honum hug- stæðir og raunar ógleymanlegir. Hann nefnir fáa eina er gnæfa í minningu. Ólafur Thors var feiminn. Hann var hlédrægur og tók ekki mikinn þátt í „selskabslífi". Hann var heim- amaður. Hlédrægur og skapstór. Hafði stórt hjarta. Var góðmenni. Svona maður eins og Ólafur verður þjóðsagnapersóna vegna skapgerð- ar sinnar. Mér finnst alltaf lýsa honum alveg fullkomlega, í raun og veru, sagan sem Magnús Storm- ur sagði af viðskiptum þeirra þegar hann fer að ná í viskýflöskuna handa Árna frá Múla. . . .Þú þekk- ir hana... „Þá held ég veiti ekki af að hafa þær tvær,“ sagði Ólafur er hann vissi að Magnús fór erinda Árna. Þá var Árni farinn úr flokkn- um og þeir Ólafur skildir að skipt- um. Árni frá Múla var ákaflega mik- ill vinur minn. Mér þótti vænt um Árna. Alla daga, alla tíð. Hann var svo ljúfur maður hann Árni. Ragnar í Smára gaf út til styrktar Árna bók sem hét „Gerfiljóð". Mig minnir hún hafi átt að kosta 250 krónur. Árni vissi að ég hitti marga og bað mig að selja fyrir sig nokk- ur eintök af bókinni. Hann var þá farinn úr Sjálfstæðisflokknum. Eg tók nokkrar bækur. Ég seldi strax nokkur eintök kunningjum mínum er ég hitti í Sjálfstæðishúsinu. Þeim var vel til Árna. Svo kemur Ólafur þangað og ég hugsa með mér. Á Afmæliskveðja: Lúðvík Hjálmtýsson fv. ferðamálastj óri reisti við Austurvöll, þar sem áður hafði staðið Hótel Reykjavík, var bundið fastmælum að Lúðvíg tæki að sér flutning gesta og heima- manna milli hæða í húsi Jóns er gnæfði á mörkum Vallarstrætis og Austurstrætis og sneri fagur- skrejrttum stafni að Pósthússtræti þar sem lágmynd landnámsmanna prýddi ijáfur við ris. Var Lúðvíg sendur á námskeið til vélfræðings að læra handtök og stjórn lyftunnar er brunaði fyrir vélarafli í upphæð- ir og þótti hið mesta furðuverk fá- mennum bæ er þekkti naumast aðra véltækni en hjólbörur og hand- vagna. „Ég var sendisveinn hjá Jóni Þorlákssyni, segir Lúðvíg, einka- sendill hjá honum. Þegar Jón var búinn að byggja Austurstræti 14 þá kallar hann á mig inn til sín og spyr hvort ég vilji verða lyftuvörð- ur. Þetta þótti stórkostlegt embætti í Reykjavík. Það var bara einn lyftu- vörður og það var í Eimskipafélags- U m c c\ m s IU 0 Ul m c C\ m iu m u m e Eff 0 -I iu tí m c c\ m 9 IU e Ul Vinir Lúðvígs og kunningjar sem samfagna honum í dag minnast góðra daga unglingsára og mann- dóms þegar Reykjavík var ennþá bær gangandi vegfarenda og veit- ingastofur hétu „konditori“ og „café“ með erlendum rithætti og stafsetningu, að ógleymdum fram- bui'ði. Það vafðist ekki fyrir okkur Lúðvíg að hafa réttar áherslur á þessum orðum. Við lögðum ekki „betoningen forkert", eins og sagt var af öðru tilefni. Allt átti það sér eðlilegar skýringar. Lúðvíg borinn og barnfæddur í fjölskyldu sem stóð föstum fótum í jarðvegi góðborgara af dönsku kyni er hafði að leiðar- ljósi mannúðarviðhorf og matar- gerðarlist, með geðþekku ívafi mælsku og samtalskúnstar utan enda og skorti aldrei umræðuefni né áhugamál. Við, gamlir borðfélagar Lúðvíg á góðum og gömlum dögum Hress- ingarskálans, minnumst hans sem góðs félaga er kunni þúsund og eina nótt' frásagna um Reykjavík séra Bjarna og Jóhannesar Kr. svo vel og flutti hveija sögu með slíkum tilbrigðum gamansemi og látbragðs að Harún al Rasid, kalífar, vesírar og kórdrengir máttu bara fara að vara sig. Mér er nær að halda að mislitar perur Bjöms Björnssonar bakara „kongelig Hof“, öðru nafni Bjössa bollu, hafi lýst upp tijágarðinn og varpað töfrabjarma þegar ijósin ljómuðu hvað skærast á dans- og veitingapalli Hressingarskálans er vissi að Landfógetagarðinum, skjól- sælum lundi Árna Thorsteinssonar, bróður Steingríms _ skálds, sem dreymdi í sólskini. í glöðum hópi æskufólks sat Lúðvíg og fylgdist með mannlífi. Prúður, gamansamur og góðviljaður. Bókhneigður og áhugasamur um þjóðmál. Þótt af- staða okkar Lúðvígs þá sem og síð- ar væri um margt með ólíkum hætti, varð það aldrei til vinslita. Þvert á móti má segja að við höfum haft af því skemmtan góða að ræða um menn og málefni og hlýða á frásagnir um Brávelli stjórnmál- anna og bardaga þar. Það hlaut eiginlega að fara svo að Lúðvíg Hjálmtýsson helgaði líf sitt og starf ferðamálum. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill segir máltækið. Þeir sem þekkja Lúðvíg og þeir eru orðnir margir á langri leið, vita að hann er hveijum manni fróðari um sögu lands og þjóðar, kann vel að koma fyrir sig orði og eigi síðui' að hlusta á aðra, en það er ekki öllum gefið, en getur þó skipt sköpum og ráðið úrslitum mála. Það urðu líka marg- ir til þess að taka Lúðvíg tali og ráða honum heilt um framtíð hans og lífsbraut. Þegar Jón Þorláksson, landsverkfræðingur, borgarstjóri og ijármálaráðherra sá Lúðvíg í hópi margra umsækjenda um lyftu- varðarstarf í stórhýsi því er Jón PEUCEOT 205 PEUCEOT 205 PEUCEOT 205 PEUGEOT 205 PEUGEOT 20 Hann er kominn árgerð ■ •• Kynnwn í dag og nœstu daga 1990 árgerðina af PEUCEOT 205 Komið og kynnist af eigin raun þesswn skemmtilega bíl sem kosinn hefur verið„BESTl BÍLL í HEIM1“ ár ejtir áir* Verð 3 dyra kr. 565.700.- Verð 5 dvra kr. 589.500.- ’AutoMotorundSport JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2. KÖPAVOGI, SÍMI(91)42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.