Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 24
 HÆRDER FESTINGARJÁRN FYRIR BllRÐARVIRKl Þ.ÞflBERlMSSON&GO ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 GEYSISTERKT PARKETLAKK: ISOBLITSA! -v--i Tveggja þátta lakk: Lengir lífdaga parketsins. Gefur silkiglans áferð. 3T--—---------------- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 Gaddafí íEgyptalandi MUAMMAR Gaddafi Líbíuleiðtogi kom í gær í sína fyrstu opinberu heimsókn til Egyptalands í 16 ár og átti viðræður við Hosni Mubarak Egyptalandsforseta. Ríkin hafa ekki haft stjórnmálasamband í 12 ár. Sambúð ríkjanna hafa verið stormasöm allt frá því að Gaddafi náði völdum fyrir 20 árum og 1977 brut- ust landamæraskærur á milli þjóðanna. Embættismenn sögðu að eina áþreifanlega samkomulagið sem hefði náðst á fundi leiðtoganna Ijallaði um ferðafrelsi um landamæri ríkjanna gegn framvísun persónu- skilríkja. Mubarak flýgur í dag til Tobruk í Líbýu til áframhaldandi viðræðna. CASCAMITE VATNSHELT TRÉLÍM Bretland: Laugavegi 59, 2. h., sími: 1 52 50 Glæsilegar cashmere kápur Stærðir 34-52 Verólistinn v/Laugalæk Sími: 33755 1 lltor Iblándes med hmrdor, s brugsanvisningen. Torkomponont. Allar gerðir Öxull - í - öxul. Öxull - í - flans. Flans - í - flans. SödoirOsiaDgjtyjir iíéini®s®ini & ©@ Vesturgðtu 16 - Símar 14680-132» valmeline Terry Waite talinn á lífi St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímanns- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. Erkibiskup- inn af Kantara- borg, Dr. Ro- bert Runcie, hefur nýlega fengið óstað- festar fregnir um að Terry Waite, sérleg- ur sendimaður biskupsins, sé á lííi. Eitt þúsund dagar voru liðnir sl. sunnudag frá því að Terry Waite var rænt í Beirút af öfgasinnuðum Shía-múhameðstrúarmönnum. Af því tilefni var beðið fyrir Waite í öllum kirkjum ensku bisk- upakirkjunnar á sunnudag. Einnig hermdu fregnir að John McCarthy, blaðamaður, og Brian Keenan, kennari frá Belfast, sem báðir eru í haldi í Líbanon, væru á lífi. Erkibiskupinn hefur ekkert viljað tjá sig um þessar fregnir, en er sagður bjartsýnn á, að mál þessara þriggja gísla fái góðán endi. Deilur um EB-aðild geta klofið norsku stjórnina Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritnra Morgunblaðsins. Reuter. FATT kom á óvart varðandi ráðherralista nýju stjórnarinnar í Nor- egi. Kjell Magne Bondevik, sem er 42 ára, prestvígður og formaður Kristilega þjóðarflokksins, tekur við embeetti utanríkisráðherra, Jo- han P. Jakobsen, leiðtogi Miðflokksins, 52 ára gamall, verður ráð- herra sveitarstjórnarmála og 38 ára gömul kona úr Hægriflokknum, Kaci Kullman Five, verður viðskiptamálaráðherra. Síðastnefnda embættið er afar mikilvægt vegna ólíkra sjónarmiða stjórnarflokk- anna hvað snertir afstöðuna til Evrópubandalagsins (EB); Miðflokkur- inn, sem hefúr mikið íylgi meðal bænda, er andvígur aðild og vill sem minnsta aðlögun að EB en Hægrimenn eru á öndverðri skoðun. Hægrimenn sögðu fyrir kosning- amar að þeir vildu endurnýja um- sókn um aðild að bandalaginu. Árið 1972 felldu Norðmenn í þjóðarat- kvæðagreiðslu að ganga í EB. „Þegar hugað er að deilunni um Hertar reglur í Pekinef-háskóla Peking. Reuter. ^ NÁMSMÖNNUM vid Peking-háskóla hefiir verið bannað að drekka sig ölvaða, stunda viðskipti og útbreiða vestrænar stjórnmálaskoðan- ir. Reglugerð um þetta var birt í dagblaðinu Peking Daily á sunnu- dag. Með reglugerðinni ætla stjórnvöld að koma í veg fyrir að mót- mæli námsmanna gegn stjórnvöldum endurtaki sig í háskólanum. Mestu mótmæli gegn kínverskum stjómvöld ráðið 797 nýja-kennara stjómvöldum í 40 ár síðastliðið vor til starfans, sagði í blaðinu. hófust í Péking-háskóla. • Samkvæmt nýrri tilhögun veija Stjórnvöld ætla ennfremur .að allir námsmenn við Peking-^háskóla senda aila fyrsta árs nemendur til fyrstu' viku skólaársins alfarið í ársdvalar í herskóla í 'um 300 km stjórnmálauppfræðslu og hafa fjarlægð frá Peking. EB kemur í ljós að þeir hafa aðeins náð samkomulagi um að vera ósam- mála,“ sagði Bernt Aardal, stjórn- málafræðingur við þjóðfélagsfræði- stofnun Noregs, um nýju stjórnina. Aðrir segja að stefna nýju stjórnar- innar muni í fáu verða frábrugðin stefnu jafnaðarmanna og vart megi búast við miklum breytingum á fjár- lagafmmvarpinu sem stjórn Gro Harlem Brundtland lagði fram áður en hún sagði af sér. Talið er að stjórnarsáttmálinn muni kveða á um niðurskurð á sköttum og opin- bemm útgjöldum, auk þess sem heitið sé að halda áfram og auka jafnvel stuðning við afskekkt héruð, hækka fjölskyldubætur og styrkja önnur velferðarmál. Miðflokkurinn hefur þegar gefið í skyn að hann sjái lítla möguleika á niðurskurði opinberra útgjalda. Hér fer á eftir ráðherralisti nýju stjórnarinnar: Forsætisráðherra: Jan P. Syse, Hægrifl.; utanríkisráðherra: Kjell Magne Bondevik, Kristil. þjóðarfl.; VELA-TENGI fjármálaráðherra: Arne Skauge, Hægrifl., ráðheri^ sveitarstjórnar- mála: Johan J. Jakobsen, Miðfl.; menningar- og kirkjumálaráðherra: Eleonore Bjartveit, Kristil. þjóð- arfl.; félagsmálaráðherra: Wenche Frogn Sellæg, Hægrifl.; olíu- og orkumálaráðherra: Eivind Reiten, Miðfl.; samgöngumálaráðherra: Lars Gunnar Lie, Kristil. þjóðarfl.; ráðherra atvinnuvega: Petter Thommassen, Hægrifl.; viðskipta- ráðherra: Kaci Kullman Five, Hæg- rifl.; landbúnaðarráðherra: Anne Vik, Miðfl.; neytendamálaráðherra: Solveig Sollie, Kristil. þjóðarfl.; varnarmálaráðherra: Per Ditlev- Simonsen, Hægrifl.; dómsmálaráð- herra: Else Bugner Fougner, Hæg- rifl.; umhverfismálaráðherra; Krist- in Hille Valla, Miðfl.; menntamála- ráðherra: Einar Steensnæs, Kristil. þjóðarfl.; sjávarútvegsráðherra; Svein Munkejord, Hægrifl.; at- vinnumálaráðherra: Kristin Clemet, Hægrifl.; ráðherra þróunaraðstoð- ar: Tom Vraalsen, Miðfl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.