Morgunblaðið - 17.10.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.10.1989, Qupperneq 21
MORGUNBIAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 17. OKTÓBElí 1&8!)' 2£ Laborafory I4C age Calibrated age Intercepts sample no B.P. one sigma two si^ma cal AD Lu-1166 1100145 889 - 990 780 - 1019 910, 915, 977 Lu-1167 1190150 773 - 937 680 980 781, 789, 805, 821, 829, 839, 862 Lu-1168 1180150 775 - 940 687 - 980 782, 788, 814, 816, 833, 836, 868 Lu-1169 1150150 779 - 978 694 - 1000 889 Lu-1170 1290i50 664 - 775 640 - 866 686, 754, 757 The calibrations are made at the I4C Laboratory in Lund by using University of Wasinéton Quaternary Isotope Lab Radiocarbon Calibration Program 1987 rev. 1.3. and are based on ten years intervat. 1000 1100 1200 1300 BP Fié- 19. Radiocarbon datinés from the peat section at Mosfell versus depth. The thick line éives the Lu-1166 1100Í45 BP Lu-1167 1190Í50 BP Lu-1168 1180150 BP Lu-1169 1150Í50BP Lu-1170 1290Í50 BP and the thin line the ranée of two siéma. l4C-aldursgreiningar í og kringum landnámslagið úr mósniði frá Mosfelli í Grímsnesi, sem Margrét Hallsdóttir birti með grein sinni í Tímanum 30. september síðastliðinn. mótin 900, þá hefur ekkert komið í ljós sem segir með neinni vissu að hér sé um landnámsgosið (Vatnaöldugosið) á íslandi að „ ræða, heldur byggir sú tilgáta við nánari athugun á upplýsingum íslenskra jarðfræðinga um það að landnámsgjóskan hafi „alllengi verið talin frá því um 900 e. Kr.“ Þykknunarhraði jarðvegs með til- liti til aldurs landnámslagsins geta hvorki lesendur Mbl. né ég tekið afstöðu til, þar sem hans er getið með nafninu einu saman og ekki skilgreindur frekar. Hér er ljóst að viðmiðunin frá upphafi er árta- lið 874 e, Kr., en það liggur óneit- anlega nálægt ártalinu 900 e. Kr., sem leiðir af sér „svipaðar niður- stöður“ þess efnis að landnáms- gjóskan falli skömmu eftir að land- nám hófst hér „með tilliti til“ [vissra] „ritaðra heimilda". Hvað varðar ásakanir M. Halis í Tímanum (30. sept.) og hennar og Guðrúnar Larsen í Mbl. (10. okt.) um að ég hafi bent á rangar niðurstöður um það að hún Sé með "C-aldursgreiningu rétt undir landnámslaginu sem gefi aldurinn 1290 + + 50 ár fyrir nútíma, þá fer ég þar engan veginn með rangt mál, því ég átti að sjálfsögðu við aldursgreininguna Lu-1170 (sbr. 3. mynd, þ.e. töflur þær er M. Halls. birti í Tímanum 30. sept.). Ég benti á þessa aldursgreiningu af þeirri einföldu ástæðu að hún liggur undir laridnámslaginu, um það bil 1,5 sm undir laginu að því er mér reiknast til, og að mínu mati er það rétt undir landnáms- laginu og annað ekki. Aldursgrein- ingarnar Lu-1166-1169 (sbr. 2. mynd), sem lágu við, í og yfir land- námslaginu, bar mér engin skylda til að tíunda nánar, enda reyni ég ekkert að fela tilvist þeirra fyrir lesendum ritgerðar minnar, og er þeim reyndar í sjálfsvald sett að kynna sér þær að vild. Fyrst þess- ar aldursgreiningar M. Halls. eru komnar til tals, þá vekur það óneit- anlegaáhuga að þær liggja á 3 sm millibili, sumar með misháar niður- stöður í öfugu hlutfalli við stöðu þeirra í jarðvegssniðinu, og næst- hæsta greiningin af fimm liggur ekki næstneðst heldur næstefst í sniðinu á mynd jarðfræðingsins (sjá 2. mynd). Þetta sýnir bara hversu nauðsynlegt það er að halda áfram að taka sýni til aldursgrein- inga í tengslum við landnámslagið, og vil ég í því sambandi benda á það að manni er nú ráðið frá að taka sýni til "C-aldursgreininga úr gosöskunni sjálfri, þar sem talið er að áhrifa frá eldgosinu geti gætt í niðurstöðunum (sbr. Bruns, M. o.fl. 1980). Þar sem enginn ágreiningur virðist um það milli mín og M. Halls. og G.L. að áhrifa landnáms (meðal annars við breyt- ingar á gróðurfari) gæti undir iandnámsgjóskunni, þá þykir mér týra að ég fari með alvarlegar rangfærslur, þegar ég bendi á það að aldursgreining á lífrænum leif- um 1,5 sentimetrum undir (=rétt undir) landnámslaginu sé áhuga- verð með tilliti til aldurs landnám- slagsins. í faggrein minni, forn- leifafræðinni, þá reynir maður fyrst og fremst að ná sýnum til aldursgreininga undir fyrirbrigð- inu sem maður vill fá fram aldrin- um á (þ.e.a.s. terminus antequem á fagmáli) og því þótti mér aldurs- greiningin 1290 + + 50 ár 1,5 sm undir landnámslaginu í ritgerð M. Halls. frá 1987 vera allrar athygli verð, en þessi aldursgreining liggur óneitanlega á sama tímatalsbili og sumar háar aldursgreiningar úr Heijólfsdal (sjá 3. og 4. mynd) og skýrir það hina hárréttu tilvísan mína í ritgerð M. Halls. Þar sem gróðurfarsbreytinga vegna land- náms verður vart undir landnám- slaginu og greinilegt mannvistar- lag liggur einnig undir landnám- slaginu í Heijólfsdal (sjá 1. mynd), þá eru sýni þaðan (þ.e.a.s. undir laginu) marktækust ef við viljum fá fram aldrinum á upphafi land- náms og áreiðanleika nafngiftar- innar landnámslag eða landnáms- gjóska. Hvað var brennt og hvenær? Jarðfræðingarnir M. Halls. og G.L. eru með ýmsar vangaveltur varðandi uppruna aldursgreindra birkikola úr Heijólfsdal. Maður skyldi ætla af skrifum þeirra að ég álíti að Heijólfsdalsbúar hafi teygt sig eftir birki til eldsneytis nánast á bæjarhlaðinu í Heijólfs- dal. Það er ítrekað tekið fram í ritgerð minni að birki hafi ekki vaxið í Eyjum eftir að landnám manna hófst þar, og er í því sam- bandi meðal annars vitnað til fijó- greininga M. Halls. Þó svo aldursgreindu birkiviðar- kolin hafi fundist innan um kol úr barrtijám )sem annað hvort eru úr rekaviði eða aflögðum viði á bænum), þá get ég ekki séð að það útiioki að Heijólfsdalsbúar hafi annað hvort höndlað til sín eldivið frá fastalandinu eða jafnvel farið þangað sjálfir og gert til kola. Eins og M. Halls. bendir sjálf á í fijó- greiningum sínum úr Eyjum (sjá M. Halls. 1984:54), þá var senni- lega aldrei um almennilegan elds- neytismó að ræða á Heimaey, og því tel ég ennþá líklegra að Her- jólfsdalsbúar og aðrir Eyjamenn hafi sótt birkikol til fastalandsins, svo lengi sem gnótt var af birki. Þeir sem þekkja til sjóferða milli Eyja og iands frá árum áður vita hversu hættulegt það var að flytja mó eða torfþökur í opnum bátum, enda mikil sjósiys rakin til flutn- inga á slíkum farmi. Birkikol voru því ákjósanlegri að öllu leyti og auk þess eðlislétt í sjálfu sér, enda ekki farið að þrengja að birkiskóg- inum á fastalandinu á þeim tímum sem hér um ræðir, eins og seinna varð. Heijólfsdalsbúar hafa að öllum líkindum haldið til haga þeim reka- viðardrumbum (úr barrtijám) er þeir náðu í, en ég efa stórlega að þeir hafi gefið sér tíma til að ganga strendur Heimaeyjar reglulega til að tína tilfallandi birkisprek, þó svo M. Halls. og G.L. finnist það ofur eðlilegt og finnist það auk þess „erfitt“ að ég skuli ekki vera sam- mála þeim í þessum efnum, eins og ýmsu fleiru. Hvað fnausktalið varðar, þá er vitað að birkifnausk eyðist tiltölulga hratt í skógi og auk þess nær birki yfirleitt ekki háum eiginaldri, hvað þá heldur tijágreinar, sem iðulega voru not- aðar til kolagerðar. En þó svo eig- inaldur birkisins væri 100 ár, þá myndi það tii dæmis gefa sama "C-aldui' á bilinu 774-874 e.Kr. (sbr. tijáhringatímatalskúrfuna) eins og ráðgjafar mínir og sérfræð- ingar í geislakolsmálum hafa rétti- lega bent á. Herjólfsdalsrannsóknir og landnám sem landnám Við lestur greinar þeirra M. Halls. og G.L. mætti ætla að ég gerði ekki grein fyrir því hvar við- arkolssýnin voru tekin, sem "C- aldursgreind voru úr byggðinni í Heijólfsdal, og vil ég í því sam- bandi benda á sérstakan kafla í ritgerð minni (4.3.1), þar sem gerð er grein fyrir því hvað var brennt og hvenær. Ég vil að gefnu tilefni birta hér "C aldursgreiningarnar úr bæjarhólnum og byggðinni í Heijólfsdal, ekki síst til að kynna þær hinum almenna lesanda. Eins og sjá má eru 6 af 8 aldursgrein- ingum eldri en 874 sé tekið mið af 68% líkum á dreifingu á árum e.Kr. og þar af eru þijár örugglega eldri en 874 sé tekið til allra hugs- anlegra dreifingarþátta í niður- stöðunum (sjá 4. mynd, þar sem gráu fletirnir standa fyrir 68% eða 1 q=sigma). Aldursgreiningarnar U-2660-2661 (U=sýni aldurs- greind við Uppsalaháskóla) og eins U-2663 gefa út frá 68% iíkinda- dreifingu niðurstöður sem ná aftur á 7. öld. Þar sem landnámsgjóska (=LAL í jarðvegssniðinu frá bæjarhólnum í Heijólfsdal, sjá 1. mynd) fannst neðarlega í mannsvistarlag- inu/byggðarlaginu í Heijólfsdal, þá tel ég að landnámsgjóskan geti hafa fallið í kringum 700 e.Kr. eða allt að 200 árum fyrr en talið iief- ur verið, þar sem hæstu aldurs- greiningarnar úr byggðinni virðst ná aftur á miðja 7. öld (sjá 4. mynd). Auðvitað getur verið að áframhaldandi rannsóknir leiði í ljós að landnámsgjóskan hafi fallið eitthvað fyrr eða seinna en ég hef lagt til, en ég tei útilokað í ljósi Heijólfsdalsrannsókna að hún hafi fallið svo seint sem á árbilinu 850-900 e.Kr. Hingað til hafa flestir þeir sem vinna við fornleifa- uppgröft hér á landi tekið gildar tímasetningar jarðfræðinga á hin- um ýmsu gjóskulögum, án þess að leggja sig neitt eftir því að skoða hvort niðurstöður uppgraftarins gefi kannski eitthvað allt annað til kynna. Þegar um upphaf landnáms hefur verið að ræða þá hefur nán- ast verið gengið að því vísu að landámið hefjist með hefðbundnu landnámi Ingólfs árið 874, sam- kvæmt rituðum miðaldaheimildum, þrátt fyrir að sömu heimildir segi að papar hafi búið hér fyrst. Niður- stöður fornleifarannsóknanna í Heijólfsdal sýna það að hér bjuggu norrænir menn allt aftur á 7. öld og sömu rannsóknir benda einnig til þess að landnámsgjóskan sé eldri en frá seinni hluta 9. aldar. Að lokum vil ég benda á það að M. Halls. og G.L. geta ekki útilokað 1'C-aldursgreiningar þær sem tengjast byggðinni í Heijólfs- dal og eins byggðinni í miðbæ Reykjavíkur, einungis af því þæ' samræmast ekki aldursgreiningum þeim sem þær telja marktækar í kringum landnámslagið og þar með fyrsta landnám. Það skiptir ekki sköpum hvort fleiri eða færri skipa sér í hóp M. Halls. og G.L. eins og þær láta í veðri vaka, held- ur skiptir öllu máli að haldið verði áfram rannóknum á upphafi land- náms og þar með áreiðanleika nafngiftanna landnámsgjóska og landnámsiag. Til að svo geti orðið tel ég að stórauka þurfi fornleifarannsóknir hér á landi. I öllum siðmenntuðum löndum er fornleifafræðin talin lykillinn að forsögu þjóðanna sem í löndunum búa, enda benda niður- stöður Heijólfsdalsrannsókna til þess að ísland sé engin undantekn- ing í þeim efnum, þrátt fyrir merk miðaldant og mikið tal um forna frægð. Ég tel það orðið löngu tíma- bært að fornleifafræðin sem fræði- grein eignist verðugan bakhjarl hér á landi, líkt og sjálfsagt þykir í þeim löndum sem við viljum gjarn- an kenna okkur við. Höfundur er fornleifafræðingur. Heimildir sem tengjast mínum skrifum: Bruns, M. o.fl. 1980. Regional source of volcanic carbon dioxite and their influence on "C content of present-day material. Radiocarbon 22:2. New Haven. Guðrún Larsen. 1984. Gjóskurannsóknir vegna forleifauppgraftrar í Heijólfsdal, Vestmannaeyjum. Noiræna eldfjallastöðin 8402. Reykjavík. Margrét Hallsdóttir. 1984. Fijógreining tveggja jarðvegssniða á Heimaey. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1983. Reykjavík. Margrét Hallsdóttir. 1987. Pollen analytical studies of human influence in vegetation in relation to the Landnám tephra layer in southwest Iceland. Lundqua Thesis 18. Lund. Margrét Hermannsdóttir. 1986. Merovingertida bosáttning pá Island. Viking 1985/1986. Oslo. Margrét Hernianns-Auðardóttir. 1989. Islands tidiga bosáttning. Studier med utgángspunkt í merovingertida-vikingatida gárdslámningar i Heijólfsdalur, Vestamannaeyjar, Island. Studia Aivhaeologica Universitatis Umensins 1. Umeá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.