Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 31
•MÖRGUNBLAtílí) 1>KIÐJUÐAGUK 17. < MUÍWOK H Rúnafræðingurinn I>órgunnur Snædal talar um sænskar rúnaristur í Norræna húsinu í dag klukkan 20.30. Fyrirlestur um sæn- skar rúna- ristur Þórgunnur Snædal rúnafræð- ingur talar um sænskar rúnarist- ur í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. október, klukk- an 20.30. Fyrirlesturinn heitir „Hér skal standa steinn nær brautu" og fjall- ar um skyldleika þessara rista við forníslenskar bókmenntir. Margar ristur eru í bundnu máli og orðin virðast oft vera sótt beint í Eddu- kvæðin. Þórgunnur er fædd á Akureyri 1948 og búsett í Stokkhólmi síðan 1966. Hún stundaði nám í norræn- um fræðum, þýsku og samanburð- armálfræði við háskólana í Stokk- hólmi og Uppsölum. Siðan 1977 starfar hún við rúnadeildina við Stofnun þjóðminjavarðar í Stokk- hólmi (Riksantikvarieambetet). Um 2.500 rúnasteinar, aðallega frá 11. öld, eru varðveittir í Svíþjóð. Margir standa ennþá þar sem þeir voru reistir fyrir nærri þúsund árum. Eitt aðalstarf rúnadeildar- innar er að sjá um að rúnasteinarn- ir geti verið áfram á sínum stað þrátt fyrir umhverfismengun og breyttar aðstæður í sveitum lands- ins. Um vandamál í sambandi við varðveislu steinanna talar Þórg- unnur í fyrirlestrinum „Meðan steinn lifir og stafir rúna“, í Þjóð- minjasafninu miðvikudaginn 18. október klukkan 17.15. Dagvistarmál rædd á fiindi FEF ALMENNUR fundur um dagvist- armál verður í kvöld, þriðjudag 17.október hjá Félagi einstæðra foreldra. Fundurinn verður í Skeljahelli, Skeljanesi 6 og hefst klukkan 21 stundvíslega. Dagvistarmál og hugsanlega breytt skipan þeirra hefur verið mjög til umræðu upp á síðkastið og er þess að vænta að félagar og aðrir áhugamenn um þessi efni fjöl- menni á fundinn, að því er segir í fréttatilkynningu FEF. Gestir fundarins verða m.a Kristjana Stef- ánsdóttir, fóstra sem er í nefnd um þessi mál á vegum BSRB, fulltrúar úr stjórn Dagvistar barna, m.a. Anna K. Jónsdóttir formaður nefndarinnar. Flutt verða fram- söguerindi og síðan eru umræður og fyrirspurnir. Ljósmyndasýn- ing í Norræna húsinu 'OPNUÐ hefur verið sýning í anddyri Norræna hússins á ljós- myndum eftir ljósmyndarana Tone Arstila frá Finnlandi, Jim Bengston frá Noregi, Frank Watson frá Svíþjóð og Nönnu Buchert frá Danmörku. Sýningin ber heitið „Öðruvísi fjölskylduljósmyndir". Myndirnar eru allar svart-hvítar og ljósmynd- ararnir nálgast myndefnið, fjöl- skylduna, á öðruvísi og persónuleg- an hátt. Sýningin kemur hingað frá Museet for Fotokunst í Óðinsvéum. Þetta er farandsýning og er Nor- ræna húsið fyrsti viðkomustaður- inn. Héðan fer sýningin til Waino Aaltonen Museum í Finnlandi. Sýningin verður opin daglega frá klukkan 9-19, nema sunnudaga klukkan 12-19. Sýningunni lýkur 29. október. (Fréttatilkynning) Leiðrétting Þau mistök urðu við vinnslu blaðsins að Hajlgrími Thorsteins- syni var eignuð greinin „Mæðu- fréttir að heiman" sem birtist í ' sunnudagsblaðinu 15. þ.m. Hið rétfk er að pistillinn er frá Atla Steinarssyni í St.Cloud og eru hann og Hallgrímur Thorsteinsson beðn- ir afsökunar. Fyrirlestur um hugsun barna HAFÞÓR Guðjónsson framhalds- skólakennari flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar upp- eldis- og menntamála er nefnist: „Hvernig hugsa börn um efnis- heiminn?" í dag, þriðjudag, klukkan 16.30. Fyrirlesturinn verður hald- inn í Kennaraskólahúsinu við Lauf- ásveg. Öllum er heimill aðgangur. Siglufjörður: Viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar hefur samþykkt að veita eftir- töldum aðilum viðurkenningu fyrir snyrtilegar lóðir 1989: 1. Ásdís Gunnlaugsdóttir og Sig- uijón Jóhannsson, Laugavegi 15. 2. Þórunn Guðmundsdóttir og EinarM. Albertsson, Hólavegi 15. 3. Anna Jóhannsdóttir og Jó- hann Sv. Jónsson, Hólavegi 15. 4. Júlía Hannesdóttir og Helgi Antonsson, Hvanneyrarbraut 49. 5. Sambýlið við Lindargötu 2. 6. Bensínstöðin við Tjarnargötu. Formleg afhending viðurkenn-' inga fór fram í fundarsal bæjar- stjórnar í Ráðhúsinu, Siglufirði. - mj Fyrirlestrar um nýyrði TVÖ STUTT erindi verða haldin í Tækniskóla íslands miðviku- daginn 18. október, um nýyrða- smíð í tæknimáli og kallast einu nafni Tungan og tæknin. Flytjendur verða Sigrún Helga- dóttir tölfræðingur og Sigurður Jónsson málfræðingur. Flutningur þeirra hefst í sal skólans klukkan 17.15 og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. I erindum sínum ætla þau Sig- urður og Sigrún að gefa stutt yfir- lit um nýyrðasmíð á Islandi, einkum síðustu áratugina, og segja frá orðanefndum sem nú starfa. Þau reyna að lýsa aðferðum sem beitt er þegar búin eru til orðasöfn fyrir hvers kyns tæknimál. Sigrán Helgadóttir hefur verið formaður Orðanefndar Skýrslu- tæknifélags íslands síðastliðin 11 ár. Árin 1985 og 1986 starfaði hún eingöngu við að ritstýra Tölvuorða- safni. Síðastliðin 2 ár hefur hún einnig starfað með nokkrum töl- fræðingum að orðasafni í tölfræði. Sigurður Jónsson starfaði í mörg ár hjá íslenskri málnefnd og í ís- lenskri niálstöð. Kandídatsritgerð hans var á sviði íðorðafræði en svo kallast sú grein seni fjallar um sérfræðiorð. Hann hefur verið full- trúi íslenskrar málnefndar í sam- starfi norrænna stofnana sem leggja stund á íðorðafræði. Þetta eru fyrstu erindin í flokki erinda sem haldin verða í Tækni- skólanum á Höfðabakka 9 næstu vikurnar, vegna 25 ára afmælis skólans, en hann var settur í fyrsta sinn 2. október 1964. Ætlunin er að gefa almenningi nokkra hug- mynd um fjölbreytt viðfangsefni sem snerta beint eða óbeint starf skólans á sviði almennrar mennt- unar og í tæknigreinum. (ÍJr fréttatilkynningu.) Fiskverð á uppboðsmörkuðum 16. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 97,00 66,00 87,05 18,600 1.619.172 Ýsa 120,00 80,00 107,66 7,967 857.742 Ýsa(óst) 91,00 91,00 91,00 0,629 57.194 Ýsuflök 205,00 205,00 205,00 0,036 7.380 Ýsa(smá) 53,00 53,00 53,00 0,619 32.783 Karfi 48,00 41,00 42,25 70,772 2.990.098 Ufsi 40,00 37,00 37,49 1,256 47.067 Samtals 56,91 107,529 6.119.107 í dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 86,00 32,00 Ýsa 124,00 46,00 Karfi 66,00 66,00 Ufsi 44,00 40,00 Samtals 78,21 19,449 1.521.008 104,06 20,862 2.170.999 66,00 0,018 1.188 42,80 5,252 224.749 87,55 48,430 4.239.858 i dag verður meðal annars selt óákveðið magn af þorski, ýsu, karfa og ufsa úr Ásbirni RE og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 98,00 40,00 63,82 23,898 1.525.285 Ýsa 108,00 40,00 92,15 24,346 2.243.591 Karfi 40,00 15,00 39,44 7,377 290.850 Ufsi 43,50 15,00 38,56 1,827 70.449 Samtals 28,77 191,591 5.512.418 Selt var 14. og 16. október úr Búrfelli KE, Reyni GK, Þresti KE, Þuríði Halldórsdóttur GK og Þorsteini Gíslasyni GK. í dag verð- ur meðal annars selt úr Víkingi III. ÍS, linu- og netabátum. SKIPASÖLUR í Bretlandi 9. til 13. október. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Grálúða Samtals 113,15 277,200 31.366.311 124,99 13,205 1.650.502 61,49 6,670 403.979 66,36 21,730 1.441.999 124,75 3,345 417.302 109,77 329,770 36.198.757 Selt var úr Gullveri NS í Grimsby 12. október, Ásgeiri RE í Hull 13. október og Ottó Wathne NS í Grimsby 13. október. GÁMASOLUR i Bretlandi Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Samtals til 13. október. 132,06 336,978 44.502.1 15 121,51 268,865 32.670.416 58,33 16,380 955.496 109,65 64,285 7.049.027 109,65 64,285 7.049.027 125,31 747,614 93.685.243 Iðunn hefur hafið útgáfu á nýjum flokki myndabóka fyrir börn og eru fyrstii sex bækurnar komnar út. Myndabæk- ur fyrirböm IÐUNN hefur hafið útgáfu á nýj- um flokki myndabóka fyrir börn og eru fyrslu sex bækurnar nú koinnar út. Hér er um að ræða litla pésa með sögum fyrir yngstu börnin, jafnt sem þau sem farin eru að geta lesið sjálf. Fyrstu sex bækurnar lieita: Jens Óli og bangsi, Leikfangaveislan Úlfur litli á afmæli, Kisa eignast kettlinga, Þegar Ingólfur týndist o g Fíllinn sem vildi verða köflóttur. Pésarnir eru prýddir litmyndum á hverri síðu. Sögurnar eru þýddar úr dönsku og eru eftir ýmsa höf- unda. Sjóferðin mikla Bókaútgáfan Lífsmark hefúr sent frá sér barnabókina „Sjó- ferðin ntikla" eftir Guðmund Björgvinsson. Bókin segir frá ævintýralegri siglingu fimm ára stúlku í bleikri tunnu um heimshöfin. Hún kemst í náin kynni við fjölmörg sjávardýr á leið sinni, borðar t.d. rækju, leik- ur á hákarl o.s.frv. Að lokum skolar henni á land í Afríku þar sem hún hittir fyrir flesta þá sem hún hefur hvað mestar mætur á, Línu lang- sokk, Mikka niús, Einar Áskel og fleiri. Þetta er fyrsta barnabók höfund- ar en hann hefur áður gefið út nokkrar skáldsögur. matreiðslubók Guðmundur Björgvinsson rithöf- undur. og smáskáldsögu. Allar myndirnar í bókinni eru eftir höfund. TÖLVUSKÓU STJORNUNARFÉLAOS ISLANOS j tölvuskólarA tOlvuskóu gísla j. johnsen A námskeiðinu lærir þú grundvallaratriði talnavinnslu og uppsetningu teiknilíkana. Tími og staður: 24.-27. okt. kl. 8.30-12.30 á Nýbýlavegi 16, Kópavogi. Leiðbeinandi: Jón B. Georgsson. SKRÁDING I SÍMUM 621066 OU 641222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.