Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTOBER 1989 í Evrópubandalaginu verð- ur barist með blýöntum! eftir EyjólfKonráð Jónsson Allir stjómmálaflokkar hafa markað sér þá stefnu að íslendingar eigi ekki að sækja um aðild að Evr- ópubandalaginu og mun Sjálfstæðis- flokkurinn hafa orðið fyrstur til að lýsa yfir að aðild að bandalaginu væri „ekki á dagskrá" þegar um málið var ályktað á flokksráðs- og formannsfundi í nóvember 1987. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Evrópuþjóðir óðfluga stefnt að meiri eða minni samruna eða sam- starfi og EFTA-þjóðirnar treyst sam- stöðu sína til að ná sem bestum ár- angri á Evrópumarkaði. Rétt er að taka strax fram að ég tel stefnuna sem mörkuð hefur verið rétta og við hana beri að halda a.m.k. á meðan ekki skapast gjör- breytt viðhorf sem enginn getur nú séð fyrir. Engu virðist nú á tímum hraða og umbyltinga unnt að spá og nægir þar að nefna að mikið var gantast þegar 200 mílna landhelgi var fyrst sýnd á korti í sjónvarpi I? september 1973 eða þegar tillögur voru gerðar af íslendingum um sam- eign og samnýtingu hafsbotnsrétt- inda sem spanna öll hin nyrstu höf. Allt er þetta þó fyrir löngu orðinn raunveruleikinn sjálfur eða er að verða það. Hér skulu nú tínd til fáein þeirra raka sem fram hafa verið færð fyrir stefnu okkar í samskiptum við Evrópubandalagið: Fyrst er þess að geta að banda- lagsþjóðirnar flestar a.m.k. skilja sjónarmið okkar og vilja að við fáum áfram að vera Evrópuþjóð og njóta eðlilegra viðskiptaréttinda í eigin álfu. Þær vilja að vísu að fram fari samtöl „dialogue“ íslendinga við bandalagið um eðlileg samskipti. Það viljum við líka. En það er rangt að krafist sé veiðiréttinda í okkar efna- hagslögsögu. Meiri ástæða væri til að óttast slíka kröfugerð ef við vær- um orðnir aðilar að bandalaginu eða lýstum því yfir að við stefndum að aðild. Fyrst í stað fengjum við kannske „undanþágu" en hætt er við að fljótlega yrðu settar fram kröfur um að sömu reglur giltu um okkur og aðrar aðildarþjóðir. Eg tel ástæðu til að undirstrika það hér og nú að það er alrangt að reglur Evrópubandalagsins séu þær að veiðiréttindi eigi að koma í skipt- um fyrir viðskipti eins og menn í ábyrgðarstöðum hafa af vanþekk- ingu haldið fram án þess að geta fært orðum sínum stað. Auðvitað er stórhættulegt að halda þessum sjón- armiðum fram og því verður að linna. Hitt er allt annað mál að í rabbi tveggja aðila getur hvort þeirra sem er nefnt öll __ mál sem samskiptin varða, en við íslendingar höfum fyr- ir mörgum árum hafnað því algjör- lega að Evrópubandalagsríki geti fengið veiðiheimildir hjá okkur. Ekk- ert slíkt geti komið til álita í samn- ingaviðræðum. Einmitt af þeim ástæðum hefur þess vandlega verið gætt a.m.k. frá 1986 að orðið tvítal eða „dialogue" væri notað því að samningaviðræður um fiskveiðirétt- indi komu aldrei til greina. Því má bæta hér við að á ferða- lagi Evrópunefndarinnar sl. vetur til Genfar og BrusseJ lýsti sá fulltrúi þess sem fer með íslandsmálefni því yfir aðspurður að bandalagið gerði engar kröfur til fiskveiða innan 200 mílna efnahagslögsögu okkar endar alveg ljóst að það gætu þeir ekki gert þar sem við ættum hana. Forustumenn bandalagsins hlusta á þau rök að allt frá annarri Hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1960 hafi hinar sérstöku að- stæður íslendinga verið ræddar og í hafréttarsáttmálanum er ákvæði um sérstöðu íslands, sem ætíð er nefnt „íslenska ákvæðið". Við höfum sögu- legan sérrétt og það vissu allir á hafréttarráðstefnunni hvað „íslenska ákvæðið" er. í 71. gr. Hafréttarsátt- málans segir að veiðiheimildir ann- arra í efnahagslögsögu strandríkis gildi ekki ef efnahagur strandríkisins byggir að mjög miklu leyti á hagnýt- ingu auðlinda í sérefnahagslögsögu þess. Ef ráðamenn Evrópubanda- lagsins teldu sig þurfa að veija það fyrir öðrum ríkjum að hafa gert samninga við íslendinga án þess að fá fiskveiðiheimildir í landhelgi okkar hefur þeim því verið bent á að þeir gætu vitnað til þess að sérréttindi Islendinga væru ekki aðeins söguleg heldur einnig alþjóðalög. Meginstefna Evrópubandalagsins er að hagnýta ijármagn, vinnuafl og þekkingu eins vel og hægt er. Það liggur í augum uppi að víð íslending- ar getum fiskað á íslandsmiðum ódýrar, með minna vinnuafli, minna fjármagni, af meira öryggi og fram- leitt betri vörur en aðrir. Ef EB ætl- ar að vera samkvæmt sjálfu sér ætti það að leggja áherslu á að Islending- ar nýttu einir auðlindir hafsins um- hverfis landið. Á þessi rök öll hlusta þeir. Alveg er líka ljóst að Evrópuþjóðir verða að fá fiskinn okkar og vilja fá hann hvað sem líður hagsmunum þeirra sem mynda 0,14% saman- lagðra þjóðarfekna EB-ríkja en svo örsmár er sjávarútvegur þeirra. í öllu skrifstofubákni EB sem mun nú Eyjólfur Konráð Jónsson * „Eg tel ástæðu til að undirstrika það hér og nú að það er alrangt að reglur Evrópu- bandalagsins séu þær að veiðiréttindi eigi að koma í skiptum fyrir viðskipti eins og menn í ábyrgðarstöðum hafa af vanþekkingu haldið fram án þess að geta fært orðum sínum stað. Auðvitað er stórhættu- legt að haldaþessum sjónarmiðum fram og því verður að linna.“ nálgast tuttugu þúsund manns starfa aðeins nokkrir tugir að sjávarútvegs- málum. Auðvitað reyna þeir samt að ota sínum tota, en áhrif þeirra eru hverfandi. Innan framkvæmdastjórnar bandalagsins fer Stjórnardeild XIV með fiskveiðimál. Hún er minnsta stjómardeildin af 22 með 60 manna starfslið, en starfsmenn fram- kvæmdastjórnarinnar eru að nálgast tvo tugi þúsunda. Stjórnardeild XIV er skipt í þtjár undirdeildir, A-deild sem flallar um markaðsmál og al- þjóðleg samskipti, B-deild sem sér um fiskveiðistjórnun og C-deild er hefur umsjón með uppbyggingu í veiðum og vinnslu og fjallar um þró- unarstyrki. Evrópustefnunefndin svokallaða sem í fyrra var sett á laggirnar und- ir ágætri forustu Kjartans Jóhanns- sonar, sem nú er kominn til starfa í Genf, hefur unnið gott verk við kynningu á EB og afstöðu íslendinga til þess. Tími eða aðstæður hafa hins vegar enn ekki verið til þess að marka afstöðu til þess hver næstu skref skuli verða umfram það sem stjórnmálaflokkarnir hafa þegar gert. Fyrir nefndinni liggur þó að láta á það reyna m.a. með frekara sambandi við forustumenn atvinnu- stétta og ýmissa samtaka hvaða af- stöðu beri að taka innan EFTA og í samskiptum við EB yfirleitt, en mikill ávinningur var það þegar sam- þykkt var fríverslun með fisk innan EFTA þannig að sú eindregna af- stað'a okkar í samskiptamálum bandalaganna tveggja lægi á borð- inu. Forsætisráðherra og raunar líka utanríkisráðherra sátu langa og mikla fundi með Evrópustefnunefnd- inni um þessi málefni. Þar varð niðui'- staðan sú að forsætisráðherra ætti á fundi í Osló að halda til streitu þeim kröfum okkar að fríverslun yrði í EFTA vegna mikilvægis þess að ná fram fríverslun með samning- um við EB. í nefndinni var í algjörum trúnaði greint frá upplýsingum sem hnigu að því að óhætt ætti að vera að sýna fulla hörku til síðustu stund- ar. Ráðherrann gerði þetta. Um „frelsin fjögur" hefur mikið verið rætt. Varla getur það talist íslenska og þyrftu málhagir menn að koma til sögunnar en á meðan má kannske tala um fjóra þætti frels- isins. Ég tel satt að segja að við eig- um ekki svo mjög að óttast frelsi til fjármagnsflutninga og jafnvel þjón- ustu. Ekki er líklegt að erlent flár- magn mundi streyma hingað til lands þó að leyft yrði að flytja það inn. Við höfum alltaf verið á höttunum eftir ijármagni frekar en hitt að við þyrftum að forðast það. Ég er ekki hræddur við þetta. Sannleikurinn er sá að það kom fram bæði í Genf og Brussel þegar við í EB-nefndinni töluðum þar við ráðamenn og emb- ættismenn að ekki er lengur talað um ijármagnsmarkað EB, jafnvel ekki flármagnsmarkað Evrópu í heild, ekki Qármagnsmarkað Evrópu, New York-kauphallar og Tókíó- kauphallar. Þeir tala um heimsmark- að. Þeir kalla það glóbal-markað. Þegar kominn er heimsmarkaður með ijármagnið, sem allt gengur meira og minna í gegnum tölvur, telex og teleföx og hvað þetta nú allt saman heitir sem- ég kann lítil skil á, eru fjármagnsflutningar orðn- ir alþjóðlegir og það stöðvar þá eng- inn nema sá sem ætlar sér að verða langt aftur úr öllum öðrum í þróun a þessu mikilvæga sviði. Þess vegna held ég að við þurfum ekki að vera með mikinn ótta í sambandi við ijár- magnsflutninga og ég held heldur ekki varðandi þjónustu. En það vinnst tími til að ræða það allt nánar síðar. Ég hef í þingræðu sagt eftirfar- andi: „Menn skulu ekki halda að Evrópubandalagið verði heilagt og þar verði ekkert barist. En sem betur fer verður það ekki hægt með vopn- um. En það verður barist með blýönt- um og skrifstofuveldið verður þar vafalaust mjög mikið.“ Já, baráttan í Evrópu mun halda áfram og við hljótum að taka þátt í henni með okkar blýöntum, þeim her sem best hefur dugað okkur, en beit- um honum af hógværð og yfirvegun. í samtökum og samskiptum þjóð- anna verður minnsta þjóðin stöðugt að beita rökum og forðast fljótræði sem afdrifaríkt gæti orðið. í upphafi vék ég að því hve ævin- týralega örar breytingar eru nú að verða í umheiminum. Og kannski er hið allra mikilvægasta einmitt Evr- ópuhreyfingarnar. Fyrir tæpum tveimur árum fór ég með allri utan- ríkismálanefnd Alþingis í fyrstu ferð hennar utan á 60 ára æviskeiði til Strassborgar og Brussel í boði Evr- ópubandalagsins. Vikudvöl og við- ræður formlegar og óformlegar frá morgni til kvölds höfðu djúp áhrif á okkur ferðalangana alla hygg ég. Keppinautar og féndur um aldaraðir eru að sameinast með svo afdrifarík- um hætti að varla þarf að óttast að styijaldir geti brotist út milli tveggja eða fleiri Vestur-Evrópuþjóða. Var- lega hafa menn áður treyst þessu, ekki síst Austur-Evrópuþjóðir, en oftar en ekki hafa þeim einmitt ver- ið veittar þungar búsiijar af átökum sem hófust í vestrinu. Á undangengnum misserum hef ég spurt bæði Rússa og Vesturlanda- menn hvort þeir héldu að svo gæti verið að austur frá væri mönnum rórra vegna Evrópusamstarfsins þegar öllu væri á botninn hvolft og aldagamall ótti og andúð væri að dvína. Þess vegna væru vonirnar meiri um að þjóðir Ráðstjórnarríkj- anna mundu fylgja núverandi leið- togum þá vandrötuðu leið til aukinna lýðréttinda sem við verðum að treysta að þeir af einlægni og sann- færingu vilji fara. „Líklega" eða „það skyldi þó aldrei vera“ hafa menn yfirleitt svarað. Sjálfur er ég sann- færður um þetta og varla eru því aðrir meiri stuðningsmenn Evrópu- bandalagsins en ég. Það er líklega að verða annað mikilvægasta banda- lag mannkynssögunnar, næst á eftir Atlantshafsbandalaginu. Það með er ekkert um það sagt hvort það séu hagsmunir okkar eða Evrópubandalagsins í bráð og lengd að við séum þar beinir þátttakendur þótt tengslin verði að sjálfsögðu ná- in. Það þurfum við vel að ígrunda. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokks fyrir Reykja víkurkjördæmi. Þórir S. Grönclal skrifar frá Flórída Trygglynda konan í Miami Fyrir nokkrum árum hringdi í mig fullorðin bandarísk kona, sem býr í Miami. Tjáði hún mér, að hún hefði verið gift íslenzkum manni fyrir mörgum, mörgum árum. Hjónabandið hefði ekki enzt, og hefðu þau skilið eftir til- tölulega stutta sambúð. Þau hefðu engin börn átt, og hefðu bæði fengið sér nýja maka. Konan sagðist samt alltaf hafa haft einhveijar taugar til íslend- ingsins og hefðu þau í marga ára- tugi skipst á jólakortum og þann- ig getað fylgzt lauslega hvort með öðru. Og nú var hún komin að erindinu, sem var það, að hún hefði ekkert heyrt frá sínum fyrr- verandi um síðustu jól. Bað hún mig að reyna að finna út, hvort maðurinn væri ef til vill veikur. Með einu símtali tókst mér að finna út,' að fyrrverandi eigin- maður Miami-konunnar væri bú- inn að vera spítalamatur í nokkra mánuði, en væri nú eitthvað að skríða saman. Þetta tjáði ég kvinnunni og þakkaði hún mér fyrir. í fyrra endurtók svo sagan sig. Trygglynda konan hringdi og sagði, að hún hefði fengið eitt jólabréf frá því að hún talaði við mig síðast, en síðan ekki söguna meira. Aftur hringdi ég til Islands og fann nú út, að maðurinn hefði á ný lent á spítalanum og hefði raunar andast fyrir nokkrum mánuðum. Fyrrverandi eiginkona íslend- ingsins virtist ekki vera hissa á þessum fréttum, og gat ég ekki heyrt, yfir símalínuna, hvort hún væri hrygg að heyra um dapurleg örlög mannsins. Hugsaði ég með mér, að það væru svo feiknarlega mörg ár síðan þau hefðu verið gift, að þessi viðbrögð konunnar væru ekki óeðlileg. Bað ég hana svo vel að lifa, og taldi þessum kagítula lokið. Ég varð því allhissa um daginn, þegar konan frá Miami hringdi að nýju. Nú bað hún mig spyijast fyrir um annan íslenzkan mann! LeiftUrhratt skauzt sú hugsun gegnum haus minn, að kona þessi hefði ekki verið við eina fjölina felld í íslenzkum ástamálum. Hér væri líklega að skjóta upp kollin- um annar íslendingur, sem hún hefði gifzt og síðan skilið við og hent á haugana! Hún hló við, þegar ég spurði í hálfkæringi, hvort hún hefði líka verið gift þessum manni. Svarið var nei, en hún kvaðst hafa kynnst honum í gegnum fyrrverandi mann sinn. Það tók mig nokkrar vikur að grafast fyrir um örlög þessa náunga. Hann reyndist hafa safnast til feðra sinna fyrir nokkr- um árum, þá 75 ára gamall. Þeg- ar ég hringdi í konuna forvitnu og sagði henni tíðindin, fannst mér einhvern veginn, að hún væri bara fegin, að þessi gamli vinur skyldi vera horfinn af sjónarsvið- inu. Síðasta símtalið kom svo á föstudaginn var. Ég bjó mig und- ir fyrirspurnir um fleiri íslenzka menn. .Nú var annað uppi á ten- ingnum. BT-úin trygga sagðist vera að skrá æviminningar sínar, og vantaði sig hjálp við að þýða uppá- halds setningu íslenzka fyrrver- andi eiginmannsins. Hann hefði notað hana í tíma og ótíma og væru þetta einu íslenzku orðin sem hún sjálf hefði geymt með sér í minningu síns sáluga íslands- manns. Svo mælti hún fram þessi orð, skýrt og greinilega: Djöfulsins andskotans helvíti! Ég var orð- laus. Hún bara hló, þegar ég stamaði upp þýðingunni á þessu mergjaða bölvi. Sagði hún að sig hefði nú alltaf grunað, að þetta hefðu ekki verið nein ástarorð. Ég spurði hana um ævisöguna og hvort hún væri búin að finna forlag til þess að gefa hana út. Hún varðist allra frétta, enda væri hún ekki búin að ljúka við bókina. Hugsaði ég með mér, að líklega ætlaði hún að segja eitt- hvað ljótt um framliðnu íslending- ana og þess vegna hefði hún bara verið fegin að finna út, að þeir væru ekki lengur hérna megin moldar og myndu því ekki fara í mál við sig. En við_ verðum víst að bíða og sjá til. Ég læt ykkur vita ef eitthvað gerist. Höfundur er ræðismaður Islands í Suður-Flórída og framkvæmdasljóri hjá físksölufyrirtæki á Miami.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.