Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 28
28 : ; ;; ' ' * • ' l f* I-ITIY* j : t ■ •-•T.- > »» , MOBGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1S§9, Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. F ang-ar frelsaðir í Suður-Afríku Þáttaskil urðu í sögu Suð- ur-Afríku um helgina. Stjórn landsins sleppti átta pólitískum föngum úr haldi. Sjö þeirra sem fengu frelsi voru í forystusveit Afríska þjóðar- ráðsins (ANC), sem hefur bar- ist gegn stjórn hvítra manna í landinu. Áttundi fanginn, Jafta Masemola, er félagi í Afríska sameiningarráðinu, baráttu- samtökum sem eru róttækari en ANC og harður keppinautur þess. Með frelsi þessara fanga, sem' flestir hafa setið inni í rúman aldarfjórðung eða síðan 1963, hefur hafist nýr kafli í sögu Suður-Afríku og veit eng- inn á þessari stundu, hvað í honum mun standa. Töluverð umbrot hafa verið í Suður-Afríku á þessu ári. Nýr forseti, F.W. de Klerk, tók formlega við völdum í síðasta mánuði en ráðandi flokkur hvítra manna, Þjóðarflokkur- inn, hafði fyrr á árinu ýtt P.W. Botha úr forsetasessi, enda gekk hann ekki lengur heill til skógar. De Klerk hefur tekið upp allt aðra stjórnarhætti en forveri hans. Hann hefur sótt svarta leiðtoga í nágrannaríkj- um Suður-Afríku heim og í síðustu viku átti hann fund með kirkjuleiðtogum, þeirra á meðal Desmond Tutu, sem fékk frið- arverðlaun Nóbels á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir réttind- um blökkumanna og hefur ver- ið í fremstu röð andstæðinga kynþáttastefnu hvíta minni- hlutans. Frelsun fanganna átta á sunnudag er þó stærsta skref- ið, sem stigið hefur verið af hálfu suður-afrískra stjórn- valda til sátta við andstæðinga þeirra innan Afríska þjóðar- ráðsins. Starfsemi ráðsins sem einkennst hefur af hryðjuverk- um er bönnuð í Suður-Afríku, hins vegar komu fangarnir fyrrverandi fram á fundi þess í Soweto á sunnudagskvöld og hétu því að áfram myndi ráðið beita fullri hörku í baráttunni gegn ríkisstjórninni. Þeir hétu því einnig að berjast fyrir frelsi Nelsons Mandela, foringja síns, sem er eini kunni forystumaður ANC, sem enn er í fangelsi. Bent hefur verið á, að fan- garnir hafi verið frelsaðir nú vegna þess að fundur leiðtoga bresku samveldislandanna er að hefjast í Kuala Lumpur, höfuðborg Malajsíu. Með þessu vilji Suður-Afríkustjórn koma í veg fyrir að frekari efnahags- þvinganir verði settar á landið og rétta Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, hjálp- arhönd en hún hefur staðfast- lega barist gegn slíkum þving- unum. Ekki skal dregið í efa, að þetta sé rétt, en frá Kuala Lumpur berast þær fréttir frá talsmönnum viðskiptabanns, að nú megi ekki slaka á klónni, úr því að tekist hafi að hrekja stjórn Suður-Afríku á undan- hald. Hvað sem þessari skýringu líður er hitt ijóst, að það fara nýir pólitískir vindar um ráðu- neytin í Pretoríu, stjórnarað- setri Suður-Afríku. Lögregi- unni er ekki beitt með sömu ósvífni og áður. Fólk fær að láta skoðanir sínar í ljós opin- berlega. Fjöldafundir eru leyfð- ir. í gær hótuðu svo forystu- menn þess flokks hvítra manna, sem minnst vill gefa eftir gagnvart svörtum, íhalds- flokksins,. að svara mótmæla- aðgerðum svartra í sömu mynt. Óttast margir að harkaleg átök hinna ólíku fylkinga sigli í kjöl- far hinnar nýju slökunarstefnu stjórnvalda gagnvart Afríska þjóðarráðinu. Suður-Afríkustjórn hefur breytt um stefnu. Vonandi tekst að halda þannig á málum, að sem minnstur ófriður verði um að skapa nýtt jafnvægi í landinu, þar sem kynþáttamis- munun víki fyrir ftjálsræði. Glæta í Austur- Þýskalandi Vonarglæta um breytta stjórnarhætti hefur mynd- ast í Austur-Þýskalandi eftir að stjórnvöld hafa látið í veðri vaka, að þau séu reiðubúin til að ræða við andófsmenn um nýja stjórnarhætti. Enn er of snemmt að spá nokkru um framhaldið en reynslan frá Póllandi og Ungveijalandi sýn- ir, að viðræður af þessu tagi geta fljótt leitt til breytinga. Ráðamönnum í Austur-Berlín ætti fyrir löngu að vera orðið ljóst, að það gengur ekki leng- ur fyrir þá að halda þannig á málum, eins og þjóðin öll sætti sig fagnandi við ofstjórn þeirra og einræði. Atvinnuleysi hefiir aukist mjög á árinu - segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, nýkjörinn formaður LÍV „ATVINNULEYSI er mikið áhyggjuefhi og við krefjumst þess að stjórn- völd beiti sér þannig í atvinnu- og efnahagsmálum að full atvinna verði tryggð," sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir í samtali við Morgun- blaðið. Ingibjörg var kosin formaður Landssambands islenskra verslun- armanna á 17. þingi sambandsins, sem haldið var á Hótel Sögu um helgina. Ingibjörg starfar hjá tekjubókhaldi Flugleiða og er þriðji for- maður LIV. Hún tekur við af Birni Þórhallssyni sem verið hefur formað- ur sainbandsins síðastliðin 18 ár en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Björn Þórhallsson hefur setið í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna frá stofnun þess, árið 1957, og var kosinn varamaður í sambandsstjórn á þingi LÍV um helgina. Fyrsti formaður sambands- ins var Sverrir Hermannsson núver- andi bankastjóri Landsbankans. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir hef- ur setið í stjórn Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur í 13 ár og var vara- formaður félagsins í þijú ár. Ingi- björg er í skólanefnd Verslunarskól- ans og hefur einnig, meðal annars, starfað að orlofsmálum, verið í stjórn sjúkrasjóðs VR, varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og for- maður byggingarnefndar VR-húss- ins. 200 manns hjá VR á atvinnuleysisbótum „Kjara- og atvinnumálin eru aðal- málin hjá okkur,“ sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. „Atvinnuleysi hefur aukist mjög á þessu ári. Um tvö hundruð manns hafa verið á at- vinnuleysisbótum hjá VR að undanf- örnu en um tíu þúsund manns eru í félaginu," sagði Ingibjörg. Hún'sagð- ist einnig leggja mikla áherslu á lífeyrismálin. „Formannsskiptin hjá Landssambandinu hljóta að valda einhverjum breytingum, þar sein engar tvær manneskjur vinna eins. Hins vegar hefur stefna sambandsins raunverulega verið ákveðin af þingi þess,“ sagði Ingibjörg. I kjaramálaályktun, sem 17. þing LIV samþykkti samhljóða, segir meðal annars: Þingið lýsir ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þess ör- yggisleysis sem víða er í atvinnumál- um. Stjórnvöld hafa brugðist þeirri skyldu sinni að sjá til þess að grund- völlui' atvinnufyrirtækjanna sé treystur. Vandinn verður ekki rakinn til of hárra launa, heldur stjórnleysis og óráðsíu. Leita verður allra leiða til að draga úr verðbólgu og minnka fjármagnskostnað. Þá fordæmir þingið auknai' skattaálögur stjórn- valda á launafólk. Laun verði verð- tryggð að fullu 17. þing LÍV telur að í næstu kjarasamningum verði að leggja megináherslu á eftirfarandi: 1. Að þau laun, sem um semst, verði verðtryggð að fullu. Það verður ekki lengur unáð við að launin ein séu óverðtryggð. 2. Að tryggt verði að lægri laun hækki verulega, þar sem gjaldþrot heimila blasa við ef ekkert verður að gert. Óviðunandi er að stór hluti launafólks skuli vera á töxtum sem eru langt undir framfærslumörkum. Jafnframt þarf að gera sérstakt átak til að leiðrétta kjör verslunarmanr.a, þar sem margir þeirra hafa dregist verulega aftur úr miðað við ýmsa aðra hópa. 3. Að stjórnvöld taki á verðlags- málum af fullri alvöru. Verð á nauð- • synjavönim er óeðlilega hátt hérlend- is þegar tekið er mið af nágranna- löndum okkar. Ljóst er að verulegar kjarabætur, einkum til hinna lægst- launuðu, geta falist í niðurfærslu verðlags. Þingið mótmælir harðlega síend- urteknum afskiptum stjórnvalda af kjarasamningum og bendir á að í níu skipti á síðastliðnum tíu árum hafa kjarasamningar verið ógiltir með lagasetningu. Því þarf við samnings- gerð að tiyggja að samningar verði lausir ef til slíkra aðgerða kemur. 17. þing LÍV mótmælir því samn- ingsbroti sem átt hefur sér stað af hálfu ríkisvaldsins með frystingu verulegs hluta af fjárframlögum lífeyrissjóðanna til húsnæðismála. Forsenda samkomulags aðila vinnu- markaðarins við ríkisvaldið, frá árinu 1986 um skyldukaup sjóðanna á skuldabréfum Húsnæðismálastofn- unar ríkisins, var að þetta fé gengi til húsnæðismála en ekki til að mæta þörfum ríkissjóðs. Þá átelur þingið ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa svikið loforð um fjárframlög til hús- næðismála. Þingið telur að með tilliti til þess að lífeyrissjóðir launafólks standa svo til algjörlega undir fjái'mögnun á lánum Húsnæðisstofnunar ríkisins sé sjálfsagt og eðlilegt að stefnt sé að því að aðilar vinnumarkaðarins yfirtaki umsjón þessara mála. Líklegt er að með því móti yrðu lánamál húsnæðiskerfisins öruggari, skilví- sari og ódýrari. Fráleitt að skatt- leggja vaxtatekjur 17. þing LÍV telur fráleitt að skatt- leggja vaxtatekjur lífeyrissjóða. Hér er um að ræða áunnin réttindi og sparnað fólks. Þingið vekur athygli á að enn hefur lífeyrissjóðum ekki tekist að vinna upp tjón þeirra ára er ávöxtun sjóðanna var neikvæð Morgunblaðið/Bjarni Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, nýkjörinn formaður Landssam- bands íslenskra verslunarmanna. vegna verðbólguþróunar. Þingið tel- ur að afnema beri nú þegar þá tvísköttun sem fram kemur í formi greiðslu ellilífeyris og lífeyristekna. Bent er á að fólk greiðir staðgreiðslu fyrst af öllum sínum launum og síðan staðgreiðslu af lífeyrisgreiðslum. Það er krafa þingsins að allir landsmenn njóti sama réttar varð- andi lágmarkstryggingabætur frá Tryggingastofnun ríkisins og þæi' skerðist ekki, svo sem nú háttar, ef ellilífeyrisþegi fær greiðslur úr lífeyr- issjóði. Eðlilegt er að ellilífeyris- greiðsla, að viðbættri. tekjutrygg- ingu, verði sameinuð og myndi einn óskertan lífeyrisgrunn. Þá telur þing- ið hugmyndir, sem komið hafa fram um að hækka eftirlaunaaldur úr 67 árum í 70 ár, alveg fráleitar. Morgunblaðið/Sverrir Jóbanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ávarpar stofnfund heimavinnandi fólks. Stofnfundur landssamtaka heimavinnandi fólks: Ahersla á réttindabaráttu Heimavinnandi fólk vill fá störf sín metin til jafns á við önnur sam- bærileg störf í þjóðfélaginu og ná fram leiðréttingu á stöðu heimavinn- andi fólks í skattamálum, lífeyrissjóðsmáluin og tryggingamálum. Þetta kom meðal annars fram á stofnfundi landssamtaka heimavinn- andi fólks, sem haldinn var á Holiday Inn síðastliðinn laugardag. Á fundin- um var kosið í stjórn samtakanna og var Ragnheiður Olafsdóttir kjör- inn formaður og varaformaður Arndís Tómasdóttir. Þá var kosið í nítján manna trúnaðarmannaráð og hlutu kosningu eliefu konur og átta karlmenn. Trúnaðarmannaráð kýs síðan þijá menn úr sínum röðum sem ásamt formanni og varaformanni skipa framkvæmdastjórn. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru heiðursgestirnir Davíð Oddsson borgarstjóri og Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra. Það kom fram í máli Jóhönnu að félagsmálaráðuneytið hefur látið gera könnun á félagslegum réttind- um heimavinnandi fólks. Hefur nefndin sem skipuð var skilað niður- stöðum sem verða kynntar fljótlega í ríkisstjórn. Að sögn Jóhönnu skoðaði nefndin sérstaklega lífeyris— og skattamál, almannatryggingar og mat á heimil- isstörfum til starfsreynslu. í skýrsl- uni ei' að finna-tillög.ur til breytinga á þessum málum heimavinnandi fólks sem Jóhanna vildi að svo komnu ekki fjalla um þar sem þær hafa ekki enn verið lagðar fyrir ríkisstjórn. í lok fundarins voru pallborðsum- ræður þar sem fulltrúar stjórnmála- flokkanna svöruðu fyrirspurnum og gerðu grein fyrir afstöðu flokka sinna tii fjölskyldu og heimilis. Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda: Þriðjungur grásleppuhrogna óseldur Arthur Örn Bogason endurkjörinn formaður sambandsins LANDSSAMBAND Smábátaeigenda hélt aðalfimd sinn á Hótel Sögu í Reykjavík um helgina. Þar bar mest á góma framkomin frumvarps- drög um stjórnun fískveiða, málefni grásleppukarla, öryggismál auk fleiri málaflokka. Arthur Örn Bogason var einróma endurkjör- inn formaður Landssambandsins og stjórn þess var einnig endur- kjörin. Frumvarpsdrögin voru meðal þess, sem formaðurinn Arthur Orn Bogason ræddi um í ræðu sinni á fundiniim, helztu kosti þess og galla. í drögunum væri viðurkennd- ur réttur smábátaeigenda til hluta heildarafláns, en margt væri óljóst hvað varðaði útfærslu aflakvótans. Á fundinum kom fram að staða grásleppukarla er mjög slæm um þessar mundir. Um þriðjungur framleiðslu þessa árs er óseldur og virðist markaður fyrir hrognin tak- markaður. Rætt var um leiðir til að hamla gegn verðlækkun á hrogn- unum, en heimsniarkaðurinn hefur vaxið hægt undanfarin ár og hefur hlutur Islendinga í honum minnkað á kostnað Kanadamanna. Þá voru trygginga- og öryggismál mikið rædd og Páll Bergþórsson, nýskip- aður Veðurstofustjóri, flutti erindi um veðurspár og sat fund öryggis- málanefndar. Arthur Orn Bogason var endur- kjörinn formaður sambandsins með lófataki, en hann hefur verið for- maður frá stofnun þess. Uppstill- inganefnd klofnaði í afstöðu sinni til stjórnarkjörs og var því kosið um tvo lista. Annan skipaði fráfar- andi stjórn og hlaut hann 44 at- kvæði en hinn listinn 5. Stjórnina skipa því auk Arthurs Haraldur Jóhannesson, Grímsey, varaform- aður, Sigurður Gunnarsson, Húsavík, Birgir Albertsson, Stöðv- arfirði, Sveinbjörn Jónsson, Súg- andafirði, Skjöldur Þorgrímsson, Reykjavík og Þröstur Kristófersson, Hellissandi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 29 Kjaramálaályktun fímmtánda þings VMSÍ: Laun verðtryggð eða engar verðtryggingar Ekki óeðlilegt að aðilar á vinnumarkaði ræði saman um vinnumálalöggjöfina ÞING Verkamannasambands Islands gerir kröfii um að verðtryggingar verði afhumd- ar verði ekki samkomulag um verðtryggingu launa í næstu kjarasamningum. Þá átelur þingið ríkisstjórnina íyrir að standa ekki við gefin loforð í verðlagsmálum sem hún gaf verkalýðshreyfingunni við gerð síðustu kjarasamninga. Þetta kemur fram í kjara- málaályktun þingsins, en var ekki að finna í þeim drögum sem lögð voru fyrir þingið í upphafí þess. í ályktuninni segir að sérstak- lega séu hækkanir á neysluvörum vítaverðar, þar sem þær séu ekki í neinu samræmi við almenna kaupgetu í landinu. Óhjákvæmi- legt sé að stórlækka fjármagns- kostnað ef eðlilegt atvinnulíf eigi að þróast. Þá verði gerðar breyt- ingar á skattakerfinu sem lækki skatta á eðlilegum framfærslu- kostnaði, en skattar á hærri tekj- ur verði auknir. „Stefnt skal að kaupmáttarhækkun almennra launa, þau hækki í áföngum með sérstakri áherslu á lægri laun. Hið endanlega markmið hlýtur að vera að dagvinnulaun verkafólks hækki það mikið að þau ein nægi til framfærslu meðal fjölskyldu.“ Sú meginkrafa er gerð að kaup- - máttarhrapið sem orðið er og verður til loka gildandi kjara- samninga verði leiðrétt fyrir allt almennt launafólk. Ganga verði þannig frá málum við gerð næstu kjarasamninga að þeir hærra launaðir hópar sem á eftir koma geti ekki í skjóli sérstakrar að- stöðu sinnar knúið fram marg- falda ávinninga þess sem lág- launafólk samdi um. Þingið telur ekki að þeir árekstrar hafi orðið vegna samn- inga félaga innan ASI að hægt Snær kemur inn í fram- kvæmdastjórnina sem formaður deildar fiskvinnslufólks og Björn sem formaður deildar verkaólks hjá ríki og sveitarfélögum. For- maður þriðju deildarinnar, deildar verkafólks við byggingar og mannvirkjagerð er Halldór Björnsson, Reykjavík. Aðrir í framkvæmdastjórn eru Guðmund- ur. J. Guðmundsson, Reykjavík, formaður, Karl Steinar Guðnason, Keflavík, varaformaður, Ragna Bergmann, Reykjavík, ritari, Björn Grétar Sveinsson, Höfn, gjaldkeri, og Jón Karlsson, Sauð- árkrók. sé'að færa rök að einhverri grund- vallarbreytingu á vinnumálalög- gjöfinni, en um það hafi heyrst raddir úr hópi atvinnurekenda. Hins vegar kunni ekki að vera óeðlilegt að aðilar á vinnumarkaði taki upp viðræður sem gefi tæki- færi til að skiptast á skoðunum Sambandsstjórn Verkamanna- sambands íslands 1989-1991 skipa til viðbótar eftirtalin: Agnes Gamalíelsdóttir, Hofsósi, Auður Ásgrímsdóttir, Raufarhöfn, Ben- óný Benediktsson, Grindavík, Ein- ar Karlsson, Stykkishólmi, Guðríður Elíasdóttir, Hafnarfirði, Guðrún Gísladóttir, Hellissandi, Guðrún E. Ólafsdóttir, Keflavík, Hafþór Rósmundsson, Siglufirði, Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði, Hervar. Gunnarsson, Akranesi, Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Sel- fossi, Jóhannes Guðmundsson, Garði, Ólafur Ólafsson, Reykjavík, Páll Jónsson, Vík, Pét- um núverandi löggjöf. Þá er gerð krafa til að frum- varp um nýja skipan lífeyrismála verði lagt fyrir yfirstandandi Al- þingi og einnig að mikið átak verði gert í byggingu félagslegs húsnæðis til lausnar húsnæðis- vanda launafólks. ur Sigurðsson, ísafirði, Sigrún D. Elíasdóttir, Borgarnesi, Sig- urður Ingvarsson, Eskifirði, Sig- urður Óskarsson, Hellu, Snjóláug Kristjánsdóttir, Reykjavík, Sævar Frímansson, Akureyri, og Vilborg Þorsteinsdóttir, Vestmannaeyj- um. Varmenn í sambandsstjórn: Eiríkur Runólfsson, Eyrarbakka, Elínborg Magnúsdóttir, Akranesi, Erna Magnúsdóttir, Akureyri, Gyða Vigfúsdóttir, Egilsstöðum, Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðis- firði, Haukur Þorleifsson, Reyðar- firði, Jóhann G. Möjler, Siglufirði, Karítas Pálsdóttir, ísafirði, Kristj- án Guðmundsson, Ólafsvík, Leifur Guðjónsson, Reykjavík, Málhildur Sigurbjörnsdóttir, Reykjavík, Sig- urður Lárusson, Grundarfirði, Sveinbjörg Pálsdóttir, Klaustri, Valdimar Guðmannsson, Blöndu- ósi, og Þorbjörg Samúelsdóttir, Hafnarfirði. Þrír nýir kjömir í fram- kvæmdastjórn VMSI ÞRIR nýir menn voru kjörnir í níu manna íramkvænidastjórn VMSI á þingi sambandsins, sem lauk á sunnudag. Þetta eru Björn Snæbjörnsson, Akureyri, Sigurður T. Sigurðsson, Hafiiar- firði, og Snær Karlsson, Húsavík, sem koma inn í framkvæmda- stjórn í stað Guðríðar Elíasdóttur, Hafharfirði, Jóns Kjartans- sonar, Vestmannaeyjum og Sævars Frímannssonar, Akureyri. 15. þing Verkamannasambands íslands Stofiiun öflugra fiskmarkaða víða um land verði könnuð í ályktun þings VMSI uin atvinnumál segir að sjávarútvegur muni gegna lykilhlutverki í atvinnulífinu um fyrirsjáanlega framtíð, eins og hann hafi gert til þessa. Vegna aflasamdráttar sé því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að gera verðmæti afl- ans meira, sem sé hægt með róttækum breytingum á þessum grundvallaratvinnuvegi, en stöðnun hafi einkennt hann um lang- an tíma. í ályktuninni segir að breyting- ar á heimsmarkaði feli í sér ný sóknarfæri til aukinnar verð- mætasköpunar, auk þess sem sterk staða íslendinga hafi ekki verið nýtt í samræmi við raun- verulegan styrk. Fiskvinnslan og sölusamtök hennar þurfi að að- laga sig betur þeim breytingum sem orðið hafi á atvinnuháttum og markaðsaðstæðum. Markviss- ara sölustarf og meiri sérhæfing í vinnslunni bjóði upp á gífurlega möguleika til meiri þjóðarhagnað- ar. Síðan segir: „Meginskilyrði þessara breytinga eru að íslenska fiskvinnslan eigi ávallt kost á að fá gott hráefni til vinnslu og að hún njóti þess til fullnustu að fisk- urinn er veiddur í íslenskri land- helgi. Því er eðlilegt að kanna rækiiega hvort ekki er rétt að setja á stofn öfluga fiskmarkaði vfða um landið í samræmi við nýja og breytta atvinnuhætti og vaxandi mikilvægi markaðsstarf- seminnar. Þar með bætast þús- undir nýrra starfa inn í íslenskt atvinnulíf. Jafnframt opnast möguleikar til að semja við Evr- ópubandalagið um verslun með fisk og fiskafurðir. Skilyrði fyrir slíkum samningum hlýtur að vera, að íslenska fiskvinnslan fái niður- fellda tolla af unnum fiski á Evr- ópumarkaði." Þá er bent á að samdráttur í fiskveiðum og landbúnaði hafi öðru fremur bitnað á landsbyggð- inni. Það hafi komið fram í fólks- flutningum og samkvæmt spám verði þeir enn meiri fram til alda- móta verði ekki að gert. Varað er við þessari þróun og þess kraf- ist að stjórnvöld móti atvinnu- stefnu sem byggi í fyrsta lagi á skammtímaáætlunum, sem geti komið til framkvæmda á allra næstu mánuðum, en jafnframt verði unnið að gerð langtímaáætl- unar um þróun íslensks atvinn- ulífs. „íslenskir launamenn vilja bæta kaupmátt launa sinna og tryggja atvinnuna betur en hingað til. Við höfum allar forsendur til að geta búið vel í haginn fyrir blómlegt atvinnu- og efnahagslíf í landinu. Verkamannasamband íslands ætlar ekki að sitja hjá við mótun atvinnustefnu lands- manna, heldur að taka ríkulegan þátt í mótun framtíðar landsins. Verkamannasambandið skorar á stjórnvöld og atvinnurekendur að taka þátt í því að auka verðmæta- sköpunina, bæta kaupmáttinn og tryggja atvinnuna á Islandi “ Stuðningur er við aukna álframleiðslu „Fallvötnin og jarðvarminn eni helstu náttúruauðlindir Is- lands, næst á eftir fískinum í sjónum og geta orðið undirstaða nýrrar atvinnuuppbyggingar,“ segir meðal annars í ályktun þings VMSÍ um orkufrekan iðnað. Þingið telur að orkufrekur iðn- aður eigi að gegna mikilvægu hlutverki í því að treysta undir- stöður íslenska þjóðarbúskapar- ins. Lýst er yfir stuðningi við þær hugmyndir sem nú eru uppi um aukna álframleiðslu, jafnframt því sem hvatt er til þess að aðrir kostir á orkufrekum iðnaði verði kannaðir. Brýnt sé að endir verði á því langa hléi sem hefur orðið á vikjanaframkvæmdum og upp- byggingu orkufreks iðnaðar. Haf- ist verði handa við tilheyrandi virkjanir á næsta ári. Ófrávikjan- legt skilyrði sé að fyrirtæki í orkufrekum iðnaði lúti íslenskum lögum og tiyggja verður fullnægj- andi orkuverð, þannig að það leiði ekki til hækkunar á orkuverði til almennings eða atvinnufyrir- tækja. „Jafnframt verður að gera inn- lendum aðilum kleift að annast framkvæmdir við iðjuver og virkj- anir. Alltaf verður að gera ítrustu kröfur um umhverfisvemd og tryggja hollustu og . öryggi á vinnustað. Jafnframt skal þess gætt að slíkar framkvæmdir stuðli að jafnvægi byggðar í landinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.