Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 ■ "i í T: V-• v\—'li’j .;!■!> ' VELXAKANDI SVARiR í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS Uppeldishlutverk sveitanna Til Velvakanda. Um daginn voru eldri börn og unglingar í Grunnskólanum á Þing- eyri spurð þeirrar spurningar, hvort betra væri að þeirra dórni að búa í sveit eða kaupstað. Langflestir svöruðu því til að þeir vildu frekar búa í sveit. Rök hinna ungu þjóð- félagsþegna fyrir þessarí skoðun verða ekki tíunduð hér. En niður- staðan leiðir þó hugann að því hvað er að gerast í sveitum landsins þessi misserin. Þar virðist flest vera á hverfanda hveli. Offramleiðsla, einkum í sauð- fjárrækt, er viðvarandi vandamál. Stór hluti þjóðarinnar telur að allt of háum upphæðum sé varið til landbúnaðarmála af almannafé, sem ekki skili sér til baka. Sumir telja jafnvel að hér sé um að ræða höfuðvanda okkar litlu þjóðar. Það er að vísu rétt að ýmsu er ábóta- vant í landbúnaði hér á landi. Þar má örugglega margt betur fara eins og í fleiri atvinnugreinum. En þeg- ar menn tala um hinar háu fúlgur sem renna til landbúnaðarins er ekki allt sem sýnist. Einn þátt þessa máls vill undirritaður leyfa sér að benda á, Velvakandi minn, þar sem honum er ekki haldið á lofti sem skyldi. Síðan þéttbýli myndaðist á ís- landi hefur það tíðkast í meira og minna mæli að senda börn í sveit sem kallað er. Það eru mörg óljúg- fróð vitni um það í gegnum tíðina, að þeir sem voru svo heppnir að komast í dvöl á „góðum“ sveitabæ, töldu það einhverja sína mestu gæfu í lífinu. Þau tengsl sem mynd- ast hafa milli fólks í stijálbýlí og þéttbýli á þennan hátt hafa verið íslensku þjóðinni meira virði en margan grunar. Og enn í dag dvelja þúsundir bama og unglinga í sveit- um landsins 3 til 4 mánuði á ári hveiju. Með því mótj greiðir land- búnaðurinn til baka hluta af þeim fjármunum sem til hanS er varið árlega. Það hlýtur að vera réttlæt- anlegt að spyija sem svo: Erþessum ljármunum illa varið? Sveinn Björnsson, fyrrum for- seti, segir frá því í endurminningum sínum að maður nokkur á íslandi vildi koma dóttur sinni í danskan húsmæðraskóla og bað hann að finna handa henni góðan skóla, en Sveinn var þá sendiherra í Dan- mörku. Skömmu' síðar hitti hann danska landbúnaðarráðherrann, Ole Hansen bónda, og spurði hann hvaða húsmæðraskóla hann vildi mæla með fyrir stúlkuna. Svar ráð- herrans varð sendiherranum minn- isstætt: „Ef ég á að vera hreinskilinn, þá þekki ég engan betri húsmæðra- skóla en hjá bóndakonu í sveit, konu sem er sístarfandi frá morgni til kvölds og aldrei fellur verk úr hendi — sem heldur heimilinu við, sér um'allt, eldar matinn og fram- reiðir hann, gætir barnanna og elur þau upp, fleygir engu, en nýtir allt á hagfelldan hátt. Það eru þessar konur sem eru undirstaðan undir velgengni þjóðféíagsins danska. Á góðum húsmæðraskólum má læra margt nytsamt. En þetta, sem ég nefndi, vill oft verða þar út undan.“ Þessi saga er lærdómsrík og seg- ir margt í einni svipan. Það er vitað mál að miklar breyt- ingar eru framundan í íslenskum landbúnaði, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Vonandi verður uppeldishlutverk sveitanna rnetið að verðleikum, þegar menn gera það upp við sig hvernig landbúnaði skuli háttað á Islandi í framtíðinni. Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri. NÝn OG GLÆSILEGT ÆFINGASVÆÐI JÚDÓDEILD ÁRMANNS ERU AD HEFJAST ari er Michal Vachun fyrrverandi þjálfari tékkneska landsliðsins.- Innritun og frekari upplýsingar allavirka daga frá kl. 16-22 isima 627295 JUDO NÝ BYRJENDANÁMSKEIÐ _ekkl wjg hepP0 l^= 41. leikvika - 14.október 1989 Vinningsröðin: 122-112-122-1X2 HVERVANN? 616.558- kr. 3 voru með 12 rétta - og fær hver: 143.872- kr. á röð 53 voru með 11 rétta - og fær hver: 3.489- kr. á röð Munið hópleikinn ! upplýsingar í síma 91-688322 Smekkleysa kynnir: Sykurmolarnir - Here Today Tomorrow Next Week! Það er Ijóst, að viðtökur almennings við nýj- ustu plötunni hafa verið framar vonum. Eftir tvær vikur hefur platan selst í nærri hálfri millj- ón eintaka á heimsvísu. Þarf frekari meðmæli? íslenska útgáfan ervæntanleg innan skamms... H A M - Buffalo Virgin Hin frábæra rokksveit Ham sendir loks frá sér LP-plötu, en hún inniheldur m.a. skiln- ingsríka túlkun þeirra á ABBA-laginu Voulez-Vous. One Little Indian gefur Buff- alo Virgin út... Bootiegs- W.C.Monster Fyrsta LP-plata þessarar geðþekku þunga- rokkssveitar, sem er án efa fremsta “speed metal“ sveit landsins. Útgáfudagur er föstud. 20. október... Dreifing: Steinar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.