Morgunblaðið - 17.10.1989, Side 45

Morgunblaðið - 17.10.1989, Side 45
45 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 3. Skipulagning á starfi heilbrigð- isstofnana í héraði og rekstri í þeim mæli, sem sveitarstjórnir verða'ásáttar um. • Skv. reglugerð um heilbrigðis- málaráð skulu þau gera árlegar íjárhags- og framkvæmdaáætlanir stofnana til notkunar við undirbún- ing fjárlagafrumvarps og jafnframt skulu heilbrigðismálaráð gera áætl- anir til lengri tíma um skipun heil- sugæslu og sjúkraþjónustu í hveiju héraði og endurskoða slíkar áætlan- ir árlega. Þá skulu heilbrigðismálaráð skv. lögum fjalla um þróunar- og rekstr- aráætlanir sjúkrahússtjórna fyrir sjúkrahúsin er þeim ber að gera skv. 30. gr. heilbrigðisþjónustulaga. Það er eftirtektarvert að flest eða öll lagaákvæði um áætlanagerð í heilbrigðisþjónustunni eru svo að segja dauður bókstafur. Það er þó alls staðar viðurkennt, að áætlana- gerðin er undirstaða góðra vinnu- bragða. Eins og áður segir hafa þessi ákvæði gilt í 10 ár. Þeim undir- stöðuverkefnum sem þau fela í sér hefur þó enn ekki verið sinnt því ríkið hefur ekki gert það kleift svo sem því ber skv. lögum. Þar af leið- ir að stjórn heilbrigðismála, sem lög mæla fyrir um, er hvergi að finna nema á pappírnum. Ný tilhögun Hér á undan hefur verið gerð grein fyrir hvernig stjórn heilbrigð- ismálanna er háttað hér á landi í dag. Þar er þó allt á hverfanda hveli. Aðalatriði er að þær breyting- ar, sem gerðar hafa verið á þeim málum með nýrri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er aðeins hálf- unnið verk. Ég vil því fara nokkrum orðum um það hvernig ég tel æski- legt að haga þessum málum hjá okkur í framtíðinni og hafa að því stuttan inngang. Það er að mínu áliti ein mikilvæg- asta ástæðan fyrir byggðaröskun í landinu hve sveitarfélögin eru sundruð og smá. Tilraunir til sam- einingar þeirra síðustu áratugi, sem að mestu eru árangurslausar, hafa fært mér heim sannin um, að grípa þarf til nýrra ráða til að koma í veg fyrir að enn fleiri mikilvæg verkefni flytjist á suðvesturhornið. Þótt smæð sveitarfélaga komi í veg fyr- ir að þau ráði við öll verkefni sem krafist er í nútímaþjóðfélagi þá má fyrr gagn gera en að koma öllum verkefnum sem þannig háttar um til Reykjavíkur eins og nú er ætlað með heilbrigðismálin. Ef svo heldur áfram sem hingað til, þá verður mestöll landsbyggðin eftir einn eða tvo áratugi orðin að annexíu frá skrifstofum ráðuneyta og ríkis- stofnana suður í Reykjavík. Byggðir landsins eiga í vök að veijast og ekkert er verra en það sjálfsbjargarleysi, sem leiðir af því, að ekki er hægt að leysa málin heima fyrir. Meira að segja von um úrbætur í málefnum eigin byggðar hverfur fljótt þegar þarf að leita suður með stórt sem smátt. Við það glatast trúin á heimabyggðina og þarmeð viljinn til að beijast fyrir framgangi hennar. Allir hljóta að skilja hvers vegna fólkið vill suður við slík skilyrði. Það er trú mín, að ef jafnvægi í byggðum landsins raskast ölíu frekar þá mun. það valda óbætanlegum skaða fyrir þjóðina alla. Skv. nýju verkaskiptingunni virð- ist ekkert eiga að koma í staðinn fyrir þá mörg hundruð einstaklinga í sveitarstjórnum og stjórnun sjúkralaganna, sem hafa séð um að haldið væri uppi heilbrigðis- þjónustu út um land fram til þessa tíma. Ég tel þess vegna afar brýnt, að ríkið dreifi stjórn heilbrigðismál- anna til héraðanna eins og mælt er fyrir um í lögum. í því skyni verði komið á fót skrifstofu heil- brigðismála, sem falin verði öll þau verkefni, sem eiga heima úti í hér- uðunum og þurfa þar að vera, út frá því sem áður er sagt. Þannig verði í hveiju kjördæmi komið á fót nokkurs konar heilbrigðismála- stofnun og þangað safnað verkefn- um á sviði heilbrigðismála úr fjórum áttum. A skrifstofunni fái héraðslæknir- inn aðsetur með þau verkefni sem honum eru falin skv. lögum og regl- um. Honum ber m.a. að fylgjast með því að framfylgt sé lögum og reglum um heilbrigðismál. Hann skal hafa umsjón með heilbrigðis- starfi í héraði í umboði ráðuneytis, í sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og annars staðar þar sem slíkt fer fram. Hann skal annast samræm- ingu heilbrigðisstarfs í héraðinu og hann er ráðunautur heilbrigðis- stjórnar um hvaðeina, sem viðkem- ur heilbrigðismálum héraðsins. í öðru lagi fari þessi stofnun eða skrifstofa með verkefni heilbrigðis- málaráðanna, sem eru undirstöðu- verkefni í stjórn heilbrigðismála í hveiju héraði. I þriðja lagi taki skrifstofan við þeim verkefnum sjúkrasamlaga, sem nú .virðist ætlað að flytja til Ti-yggingastofnunar ríkisins i Reykjavík. Þau verkefni eru best staðsett á heilbrigðismálaskrifstofu í héraði m.a. vegna þess, að starfs- fólkið þar mun hafa þjálfun til að fást við slík verkefni auk þess sem þá væri samankomið á einum stað yfirlit yfir öll fjármál heilbrigðis- þjónustu í hveiju umdæmi. Eg á hér við umboð fyrir Trygginga- stofnun ríkissins til greiðslu reikn- ■inga vegna kostnaðar skv. samn- ingum um sjúkraþjónustu, s.s. reikningar lækna, tannlækna, sjúkraþjálfara, rannsóknarstofa, sjúkrastofnana, sjúkraflutninga og fleira og fleira. Þarf eipnig að vera strangt eftirlit með framkvæmd þessára samninga. Hér kemur einn- ig til greiðsla lyijakostnaðar til lyfjabúða, skv. útgefnum lyfseðlum og aðgerðir til lækkunar lyfjakostn- aðar. Einnig mundi skrifstofan ann- ast móttöku sjúkradagpeningavott- orða frá læknum, mat á þeim og greiðslu bóta. í fjórða lagi tel ég eðlilegt, að athugað verði að fela héraðslækn- um að annast örorkumat. Fyrir- komulag þeirra mála hefur margoft verið gagnrýnt enda fer örorkumat nú aðeins fram á einum stað á landinu eins og var fyrir 53 árum þegar fyrstu lög um alþýðutrygg- ingar voru samþykkt. Það er nú árviss viðburður, að heilbrigðisþjónustan sætir gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir eyðslu og skipulagsleysi. Það er athyglisvert, að þeirri gagnrýni er fyrst og fremst beint að heilbrigðisstéttunum, s.s. læknum, tannlæknum, lyfsölum og nú jafnvel hjúkrunarfræðingum en ég minnist þess varla að nokkur hafi talað um, að eitthvað kunni að vera í ólagi með stjórn þessara mála. Þegar lögin um heilbrigðis- þjónustu voru fyrst samþykkt á þingi 1973 var þeim kafla laganna, sem fjallaði um stjórnun heilbrigðis- málanna frestað, en lögin tóku gildi að öðru leyti. Ég man eftir orðum fyrrv. þingmanns, þegar ég spurði hann hvers vegna kaflanum hefði verið frestað. Hann svaraði því til, að sér fyndist alveg óþarfi að vera að bæta við báknið. Ég tel að í heilbrigðisþjónustunni sé það fyrst og fremst búkurinn sem hefur vaxið en höfuðið setið eftir. Að flestra mati getur heilbrigðis- þjónustan varla orðið að stjórnlausu bákni nema toppstykkið vanti. Ég er hræddur um að enn finnist þeir sem ekki skilji þetta. Það hefur í rauninni sannast, því þrátt fyrir að nýr kafli um stjórn heilbrigðismála hafi tekið gildi 1978 hefur lítið gerst. Núna eru ákvæðin einfald- lega hundsuð. Mér er spurn. Hvar gæti það gerst annarsstaðar í þró- uðu þjóðfélagi, að framkværnda- valdinu væri látið komast upp með þessháttar vinnubrögð? Höfundur er borgarlæknir. Greinin er byggð á erindi, sem var lialdið á fundi deildar Hjúkrunarfélags tslands á Vestijörðuni. Sumarblí ða og sláturtíð Nú í sumarblíðu og sláturtíð geta gangnamenn kætst. Þeir þurfa ekki að draga fé sitt úr fönn að þessu sinni. Líklega eru flestir landsmenn ánægðir með tíðina, enda hefur veður að und- anförnu verið síst verra en sumarveðrið á suðvesturhorninu. Við erum heldur ekki tilbúin til að taka við öðrum eins vetri og í fyrra. A leið minni til vinnu í morgun brosti nýútsprungin sóley til mín í morgunsólinni. Er á meðan er. Þetta styttir a.m.k. skammdegið talsvert. En þrátt fyrir sumarblíðu og nýútsprungnar sóleyjar er sláturtíð hafin og við þurfum að huga að haustverkum eins og góðum íslendingum sæmir. Ný lifur er herramannsmatur og þrátt fyrir góðar frystigeymslur er lifrin aldrei eins góð, þegar hún er búin að fijósa. Við skulum því njóta þess að borða hana núna. Hún er næring- arrík og gómsæt, léttsteikt og þunnt skorin. Ábætisrétturinn er rifsbeijabúðingur með skyri, en rifs- berin tíndi ég um síðustu helgi — nokkuð seint að þessu sinni. Berin voru ófrosin en nokkuð vel þrosk- uð, svo þroskuð að til lítils hefði verið að nota þau í hið venjulega rifsbeijahlaup án þess að bæta hleypi í. Pektinið var áreiðanlega fokið með laufinu undanfarnar helgar. En berin eru gómsæt og safarík. Ég sauð upp á þeim, síaði og setti í frysti, og nú nota ég þau í ábætisrétti. Lifur með perum og kíví 20 g saxaðar möndlur eða hesli- hnetur /z lambslifur, u.þ.b. 300 g 1 msk. hveiti 'h tsk. salt nýmalaður pipar 1 tsk. papríkuduft 1 msk. matarolía + 1 tsk. smjör 2 kívf 2 perur 1 dl eplasafi 1. Hitið pönnu, ristið saxaðar möndlurnar/hneturnar á þurri pönnunni í 3-4 mínútur. 2. Skerið lifrina í örþunnar sneið- ar. 3. Setjið hveiti, salt, pipar og papríkuduftið í plastpoka, setjið lifr- arsneiðarnar í pokann og hristið þannig að hveitiblandan þeki sneið- arnar vel. 4. Hitið matarolíu + smjör á pönnu, hafið miðlungshita. Umsjón: KRISTIN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 5. Steikið sneiðarnar í feitinni í 2 mínútur á hvorri hlið. Minnkið hitann. 6. Hellið eplasafanum yfir. 7. Afhýðið perurnar, skerið síðan í rif, leggið perurifín ofan á lifrina, setjið lok á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 5-6 mínútur. 8. Afhýðið kívíið, skerið í báta og ieggið ofan á perurifin á lifrar- sneiðunum. Stráið möndlum yfir. Hitið kívíið ekki, það verður súrt af að sjóða. Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrásalat. Skyrbúðingur m/rifsberjasafa 4 dl hreinn rifsberjasafi (ósætur) 1 stórdósjarðarbeijaijómaskyr 2 egg 1 msk. vanillusykur 8 blöð matarlím 1. Hellið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. 2. Hellið 1 dl af rifsbeijasafa í pott og hitið. Vindið matarlímið upp úr vatninu. Takið pottinn með saf- anum af hellunni og bræðið matar- límið í honum. Hellið síðan hinum safanum út í. Kælið án þess að þetta hlaupi saman. 3. Þeytið eggjarauðurnar með vanillusykri, setjið þá skyrið út í og hrærið vel saman. 4. Hellið matarlímsblöndunni út í og hrærið saman. 5. Stífþeytið eggjahvíturnar og setjið varlega saman við. 6. Hellið í skál. Látið stífna í kæliskáp í 2-3 klst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.