Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 46
 M(JK(;y.\IU<.\DjD. ÞRiPJyfiAfiU^ l-?,.,QKTÓBER 1989 Sveina Sveinbjörns dóttir - Minning Fædd 18. apríl 1952 Dáin 10. október 1989 „Þeim mun dýpi'a sem sorgin grefur sig í hjarla manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Þegar þú eit sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn K.G.) Enn einu sinni hefur umferðin tekið sinn toll. Þau hörmulegu tíðindi bárust þriðjudaginn 10. október að Sólveig Sveina Svein- björnsdóttir hefði farist í bílslysi þá um daginn. Við sem eftir stöndum erum harmi slegin og spyijum: Hvers vegna? Hún sem var svo lífsglöð, bjartsýn og full atorku. Hvers vegna þarf hún að hverfa svo fljótt á brott frá eiginmanni og þremur litlum börnum? Þessari spurningu fæst ekki svarað en stórt tóm hefur myndast. Sveina, eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp á Hofsstöðum í Garðabæ hjá foreldrum sínum Sveinbimi Jóhannessyni og Sigríði Gísladóttur ásamt fjórum systkin- um. Vorið 1967 kom hún að Hvammi til að vera kaupakona hjá okkur hjónum. Enn stendur okkur Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum þessi litla, granna 15 ára stúlka með fallega brosið, alltaf reiðubúin til allra verka því hún var einstakur dugnaðarforkur. Hún var hjá okkur í nokkur sumur og einn vetur. Einn- ig kom hún oftast í jóla- og páska- fríum og alltaf var jafn ánægjulegt að fá hana. Sveina var einstaklega barngóð og hafði gott lag á börn- um. Ofáar stundirnar gaf hún börn- unum okkar, Iitaði og teiknaði með þeim, kenndi þeim að leggja kapal, ráða krossgátur, fór með þeim á hestbak og seinna kenndi hún þeim að spila borðtennis. Sveina var mik- il íþróttamanneskja og það var með íþróttir eins og annað sem hún tók sér fyrir hendur, það var ekki gert með hálfum hug. Hún fór að æfa borðtennis hjá Gerplu og varð margfaldur íslandsmeistari bæði í einliða- og tvenndaleik. Um skeið var hún framkvæmdastjóri Ung- mennafélags íslands. Arið 1977 flutti hún norður í Mývatnssveit og stofnaði heimili með eiginmanni sínum, Jóhannesi Steingrímssyni frá Grímsstöðum. Þar tóku þau bæði virkan þátt í íþróttalífi staðar- ins og var Sveina aðalhvatamaður að fá konur til að æfa knattspyrnu. Þau hjónin eignuðust þijú börn, Steingrím, 10 ára, Sigríði, 8 ára og Jóhönnu, 4 ára. Það er sárt til þess að hugsa að þau skuli ekki fá að njóta mildi móðurhandarinnar lengur. Við hjónin og börnin okkar sendum eiginmanni, börnum, for- eldrum og öðru venslafólki okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Sólveigar Sveinu Sveinbjörnsdóttur. Björg og Kjartan Þriðjudagskvöldið 10. október sl. bárust okkur hörmulegar fréttir að norðan. Einn félagi okkar í ITC hafði látist í bílslysi þá fyrr um daginn. Sorg fyllti huga og sálir, og spurningar vöknuðu, hversvegna er ung kona í blóma lífsins hrifin frá eiginmanni og börnum? Sólveig Sveina var stofnaðili í ITC-deildinni Flugu í Mývatnssveit og einn af máttarstólpum deildar sinnar. Ég sem þetta rita átti því láni að fagna ásamt fleirum að standa að stofnun ITC Flugu. Mér ér minnisstæður hinn mikli áhugi þeirra, og þar átti Sólveig Sveina stóran hiut að máli. Fyrir rúmum hálfum mánuði hitti ég Sólveigu Sveinu glaða og án- ægða, á kynningarfundi á Egils- stöðum. Á þessum fundi var hún með stórt verkefni, því hún þurfti að hæfnismeta allan fundinn. Þetta tókst henni svo frábærlega vel, að ég hugsaði þar sem ég sat í sæti mínu, að hún væri glöggt dæmi um það hvað ITC-samtökin geta gefið okkur, ef við tökum rétt á málum. Missir ITC Flugu er því mikill. Mj&ei Megi góður Guð styrkja alla hennar félaga og vini. F.h. Landssamtaka ITC á íslandi votta ég eiginmanni hennar, börn- um og fjölskyldu innilega samúð. Halla Gísladóttir, forseti. Það var á haustdögum 1961 sem að undirrituð, þá nýflutt úr Reykjavík í Garðahrepp, settist í 10 ára bekk í Barnaskóla Garða- hreþps. Svona umskiptum fylgdi bæði kvíði og spenna. Garðahreppur var þá tiltölulega fámennt byggðar- lag. Bændasamfélagið að líða undir lok og nýir straumar að taka við. Skólinn var að hefja sitt fjórða starfsár og í fámenninu þar sem allir þekktu alla var erfitt að kom- ast inn í lokaðan hóp. Á fyrstu dögunum gaf sig á tal við mig ljós- birkinhærð stelpa úr 9 ára bekk. Útitekin vel með rauðar kinnar, ekkert nema frískleikinn uppmálað- ur, sem átti eftir að verða henni samferða lífið á enda. Þetta var Sveina á Hofsstöðum. Hún hét fullu nafni Sólveig Sveina. Með okkur tókst góð vinátta, sem hélst alla okkar skólatíð, en leiðir skildu að gagnfræðanámi loknu. Má með sanni segja að við höfum verið vin- konur á skólalóðinni. Fjarlægðin á milli heimila okkar var dágóð að ekki var farið á milli. Þó finnst mér að Sveina hafi átt heima í órafjar- lægð frá skólanum, í raun langt í burtu’- Trá ~5ýggðú~ böTi? 'Höfsstaðif - þar sem þeir standa enn í dag í miðju Hofsstaðatúninu og fjósið norðan við bæinn höfðu nokkurs- konar ævintýraljóma yfir sér fyrir borgarbarnið. Það var eitthvað spennandi við það að þekkja stelpu, sem átti heima í sveit. Ég man að eitt sinn bauð Sveina mér heim til að skoða kettlinga og bauð hún mér þá að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman á fullorðinsárum og tengjast annarri yndislegri sveit og hamingjusömum fjölskyldubönd- um, er hún giftist mági mínum, Jóhannesi Steingrímssyni trésmið frá Grímsstöðum í Mývatnssveit þ. 20.10.1979. Ég gleymi ekki þeim ljóma í augum Jósa er hann sagði mér að hann hefði kynnst sveitunga mínum, stúlku úr Garðabæ, á ferða- lagi sínu erlendis. Hann vildi fá að koma með hana í heimsókn til okk- ar Brynjólfs sem og varð. Vissi ég strax að kviknað hafði á neista, sem ekki yrði slök-ktur auðveldlega. Fljótlega eftir þetta flutti Sveina norður í Mývatnssveit og settist þar að. Það tók hana ekki langan tíma að kynnast fólkinu í sveitinni, slíkur var frískleiki hennar og framkoma. Brátt var hún komin á kaf í ung- mennafélagsstarfsemi. Hún var trú ungmennafélagshugsjóninni og naut sín vel starfandi meðal barna og unglinga. Hún hafði starfað mikið með Ungmennasambandi Kjalarnesþings og var fram- kvæmdastjóri þess þegar UMSK vann fijálsíþróttakeppni UMFÍ á landsmóti á Akranesi 1975. Keppti hún í borðtennis og varð íslands- meistari í einliða- og tvíliðaleik 1975. Hún sat í stjórn íþróttafélags- ins Eilífs um tíma og á síðastliðnu ári var hún forseti ITC Flugan í Mývatnssveit. Sveina og Jósi reistu sér myndar- legt hús við Skútahraun 11, Reykjahlíð. Var þar unnið hörðum höndum öllum stundum enda hjónin samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Heimili þeirra var öll- um opið, gestum og gangandi, ung- um sem öldnum. Börnin í hverfinu löðuðust að húsmóðurinni og börn- um hennar, því alltaf var nóg hús- i’ými og verkefnum að sinna. Sveina var ákaflega bóngóð og útsjónar- söm og fljót að sjá fram úr vanda- málum, ef upp komu. Hún starfaði t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ANDREA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Hellissandi, lést á Hrafnistu i Reykjavík að sunnudagsmorgni 15. október. Kristensa Andrésdóttir, tengdasonur, börn og langömmubörn. t MARÍA PORBJÖRG MARÍASDÓTTIR, Háholti 22, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 4. okt- óber sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Guðmundur Jónsson, María Júlía Helgadóttir, Reynir Guðsteinsson, Ólafur A. Ólafsson, Þórdís I. Ólafsdóttir, Jenný Ólafsdóttir, Bragi Bergsveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginkona min og móðir okkar, ELVA BJÖRG HJARTARDÓTTIR frá Borgarnesi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness 13. október. Pétur Júlíusson og börn. t Ástkær eiginkona mín og móðir, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlíðavegi76, Njarðvík, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur mánudaginn 16. október. Ólafur i. Hannesson og synir. t KRISTÍN LOFTSDÓTTIR, fyrrverandi Ijósmóðir, Bjargi, Vik í Mýrdal, lést í Landspítalanum að morgni 14. október. Sigurður Gunnarsson og systkini hinnar látnu. t Systir mín og móðursystir, STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hvassaleiti 95, Reykjavfk, andaðist 11. október sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. október nk. kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ásgerður Guðmundsdóttir, Sæmundur Óskarsson. “állá' sfná búskapaítfð '1 *Myvatns- sveit í hálfu starfi sem skrifstofu- haldari við Hótel Reynihlíð. Sveina og Jósi eignuðust 3 börn: elstur er Steingrímur f. 25.7.1979, þá Sigríðurf. 14.4.1981 ogJóhanna f. 24.4.1985. Það var lítil 8 ára stúlka sem fór í kaupstað með mömmu sinni, en ferðalagið endaði öðruvísi en ætlað var. Eftir stendur sú hugsun í barnshuga: Af hvetju tók Guð hana mömmu? Mikill .er sá missir hjá þessum litlu börnurn og elsku mági mínurn, en ég veit að þau eiga góða að sem styrkja þau og styðja í lífsbaráttunni. Svilkona mín, Sólveig Sveina Sveinbjörnsdóttir, fæddist 18. apríl 1952. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Gísladóttir frá Hofsstöðum í Garðabæ og Sveinbjörn Jóhannes- son frá Fagradal á Hólsfjöllum. Sveina var þriðja af 5 börnum þeirra hjóna, en þau eru: Sigrún verslunarmaður, gift Jóni Ög- mundssyni, Rauðalæk Holtum, Rang., Kristín viðsk.fr., gift Gylfa Matthíassyni, Garðabæ, Jóhannes iðnaðarmaður, smb.k. Soffía Böð- varsdóttir, Reykjavík, Áslaug garð- yrkjubóndi, gift Sveini Sæland, Espiflöt, Bisk.tungum. Sigga og Sveinbjörn sjá á bak tryggri hjálp- samri dóttur, sem kom reglulega í bæinn með hópinn sinn og dvaldi þá á Hofsstöðum. Elsku Jósi minn: Megi algóður Guð styrkja þig og litlu börnin þín í ykkar miklu lífsreynslu og færi ég ykkur og foreldrum, systkinum og ástvinum öllum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minnjngu hennar, Guðrún H. Össurardóttir Það er kyrr og mildur haustdag- ur og allir glaðir og ánægðir að búa sig undir veturinn hver á sinn hátt. Allt virðist svo friðsælt. Skyndilega dró ský fyrir sólu, helfregn berst um sveitina okkar ung kona, ein af okkur, hefur svo snögglega verið hrifin burt í blóma lífsins frá eiginmanni og ungum börnum, við stöndum eftir og spyij- um hvers vegna? En við fáum ekk- ert svar. Sólveig Sveina Sveinbjörnsdóttir fæddist 18. apríl 1952. Foreldrar hennar eru Sigríður Gísladóttir og Sveinbjörn Jóhannesson bóndi á Hofsstöðum í Garðahreppi. Þar ólst hún upp í fijálsræði sveitabarnsins og góðu sambandi við náttúruna. Hún flutti hingað í Mývatnssveit þegar hún trúlofaðist Jóhannesi Steingrímssyni á Grímsstöðum. Þau gengu í hjónaband 20. október 1979. Börn þeirra eru 3, Steingrím- ur 10 ára, Sigríður 8 ára og Jó- hanna 4 ára. Þau byggðu sér vand- að hús í Skútahrauni 11 og áttu gott og fallegt heimili, þau ræktuðu garðinn sinn og umhverfi vel. Sveina var ekki mikið fyrir að trana sér fram en fljótlega kom í Ijós að hvar sem hún var í starfi eða leik þá gengu hlutirnir. Hún vann sem bókari á Hótel Reynihlíð og skilaði því starfi af öryggi og dugnaði, einnig ávallt tilbúin að grípa til hendi ef á þurfti að halda í önnur verkefni. Hún var hreinskiptin og einlæg, gædd ríkri réttlætiskennd. Blómastofa Fnðfinm Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.