Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 42
42, MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 —n) .íi crut:ru im m Aldarminning: Þórður Kristjáns son, Miðhrauni Þórður Kristjánsson fæddist að Hjarðarfelli 17. október 1889 en lést 31. janúar 1969 á 80. aldursári. Ein öld er nú liðin frá fæðingu hans. Þórður var sonur Kristjáns Guð- mundssonar bónda á Hjarðarfelli og seinni konu hans, Elínar Árnadótt- ur. Hann var einn af stórum syst- kinahópi á Hjarðarfelli. Þórður var á 4. aldursári er hann missti föður sinn. Stóð þá ékkjan uppi með sjö börn, öll ung. Hún réði til sín ráðsmann, Erlend Erlendsson, og giftist honum síðar og ól honum þijú börn. Ólst því Þórður upp með móður sinni og stjúpa meðan beggja naut við eða til fermingaraldurs. Þá missti hann einnig móður sína. Eftir það bjó Erlendur með Guðrúnu systur Elínar, og héldu þau saman heimil- inu uns Erlendur varð úti á Kerljng- arskarði í janúar 1906. Guðbjartur elsti sonur Kristjáns tók við búi á Hjarðarfelli vorið 1906. Eftir það voru systkinin, börn og stjúpbörn Erlendar, að mestu á hans vegum, þar til þau sjálf stofnuðu eigin heimili. Bernsku- og æskuár Þórðar voru að þessu leyti áfallasöm og kjörin voru þröng. í öllum tilfellum er mik- ið áfall að missa annað foreldra sinna en stórfellt áfall að missa báða for- eldra á unga aldri. Á þeirri tíð er Þórður var að alast upp var enga aðstoð að fá frá tryggingum eða frá öðrum félagsstofnunum. Þá varð hver einstaklifígur að bjargast af eigin dáð. Eina félagslega aðstoðin var sveitarframfæri. En það svipti menn ýmsum mannréttindum og að nokkru sjálfstæði og kusu því allir, . sem eitthvað gátu bjargað sér, að forðast í lengstu lög að leita hjálpar sveitarfélagsins. En slík barátta herti menn og stælti til átaka og sjálfsbjargar. Þeir gerðu miklar kröfur til sjálfra sín en minni til annarra manna en nú er algengast að gera. Þórður dvaldi með Guðbjarti bróð- ur sínum fyrstu búskaparár hans á Hjarðarfelli, en fljótlega fór hann að vinna utan heimilis hluta úr ári. Sótti hann sjó um vetrai'vertíðir, fyrst í Ólafsvík og síðar suður á Reykjanes og víðar. Einnig var hann í sumarvinnu." T.d. var hann við að leggja símalínuna úr Hrútafirði suð- ur uni Snæfellsnes. Einnig vann að vegagerð. ' Þórður var sérlega lagvirkur og mikill verkmaður og kappsfullur að hveiju sem hann gekk og var hann því eftirsóttur í vinnu. Hinn 19. júlí árið 1913 kvæntist Þórður Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Miðhrauni. Ingibjörg var fóstur- dóttir merkishjónanna Steinunnar Jóhannesdóttur og Óla G. Daníels- sonar er þar bjuggu. Hún var glæsi- leg stúlka og vel gefin eins og hún átti kyn til. Ungu hjónin voru fyrsta ár sitt í sambýli við Óla'á Miðhrauni en fluttu vorið 1914 að Hjarðarfelli og bjuggu þar í fimin ár. Var innréttuð stór skemma á hlaðinu að Hjarðarfelli til íbúðar fyrir ungu hjónin og undu 'þau í henni búskaparárin í Hjarðar- felli. Þau sögðu að það hefðu verið sín mestu hamingjuár. Þau fluttu að Miðhrauni aftur vorið 1919 og voru þar í tvö ár. En að þeim tíma liðnum keyptu þau jörðina Eiðhús og fluttu þangað og bjuggu þar í 10 ár. Þá fóru þau enn að Mið- hrauni vorið 1931 og bjuggu þar, uns þau afhentu sonum sínum Guð- mundi og Kristjáni jörðina til ábúðar árið 1951. Síðustu æviár Þórðar dvöldu þau hjónin að Hvammi með Elínu dóttur sinni. Hún sá um rekst- t ur símstöðvarinnar á Hjarðarfelli þá. Eins og áður segir var Þórður rríikíll verRmaður að hveiju sem h'ann gekk og ems við búskapinn sem önnur störf er hann vann á meðan hánn hélt fullri heilsu. Á kreppuár- unum 1930—40 kenndi hann meins í baki sem ágerðist svo að hann þoldi ekki við og var um skeið undir i læknishendi af þeim sökum og varð hann þá að hætta allri erfiðisvinnu. Þessi sjúkleiki kom illa við einyrkja bónda með stóran barnahóp á fram- færi. En Þórður lét sjúkleikann ekki buga sig. Kjarkurinn og útsjónar- semin var óbilandi. Þegar hann gat ekki lengur unnið erfið landbúnaðarstörf keypti hann spunavél og pijónavél og þau hjon hófu heimilisiðnað úr ull og seldu um langt árabil mikið af nærfatn- aði, sokkum o.fl. og skópu sér og fjölskyldu sinni þannig afkomu- möguleika. Sýndu þau óvenjulegt framtak og útsjónarsemi við þessa iðju, sem vakti athygli mjög víða. Seinna breyttist tíska og verðlag á þessum vörum þannig að þetta gat ekki orð- ið framtíðaratvinnuvegur í svo smáum stíl, sem þeim var fært á heimili sínu. En þetta var ekki það eina úræði sem Þórður greip til. Hann lærði bókband á miðjum aldri og stundaði það allmikið í hjáverkum frá öðru og sérstaklega síðustu æviárin í Hvammi. Þegar baksjúkdómurinn var sem erfiðastur lötraði hann einnig til beijatínslu upp í hraunið fyrir ofan bæinn og lá þar allan daginn, ef vel viðraði, og týndi ber, en húsfreyjan sauð þau niður og seldi saft og sultu í verslunum til búdrýginda fyrir heimilið. Þórður gat sagt: „Eigi skal haltur ganga, meðan báðir fætur eru jafnlangir", þannig breytti hann. Eftir að hann lét af búskap vann hann öðru hvoru við afgreiðslustörf í versluninni á Vegamótum. Þetta er í fáum dráttum starfs- og baráttusaga einyrkjans eins og hún hefur oft verið á Islandi en þó með meiri blæbrigðum og tilþrifum en venjulegast er. Þórður var glæsimenni í sjón, hár og grannur, beinn í baki og bjartur yfirlitum. Hann var áhugamaður um íþrótt-" ir í æsku og með afbrigðum góður glímumaður og var viðbrugðið hversu fimlega og drengilega hann glímdi. Hann var um mörg ár einn besti glímumaður Snæfellinga og annar stigahæsti maður á glímumót- um, sem haldin voru á hans ung- dómsárum í Stykkishólmi ár hvert um lengri tíma. Mikið starf lagði Þórður til félags- mála í sveitinni og þau hjón bæði. Þau voru sérlega áhugasöm um æskulýðsmál og í forystusveit ung- mennafélagsins í sveitinni fyrstu tvo áratugi þess. Þau stóðu oft fyrir menningarsamkomum ungmennafé- lagsins og kvenfélagsins. Þá lagði Þórður mikla rækt við sönglíf sveitarinnar enda sjálfur ágætur söngmaður. Hann var söng- stjóri og organleikari í Fáskrúðs- bakkakirkju um langa tíð og stóð fyrir reglubundnum söngæfingum í kirkjukórum og fleiri kórum er sungu við sérstök tækifæri. Þar á meðal æfði hann karlakór er starf- aði í sveitinni og söng á almennum samkomum ungmennafélagsins og fleiri. Ingibjörg á Miðhrauni var manni sínum mjög samhent í 55 ára hjóna- bandi. Ingibjörg lifði lengur en Þórð- ur. Hún dó 3. september 1975. Þau voru mjög samhent í daglegu . brauðstriti. En það var ekki síður í ýmsu öðru eins og áður er rakið og það átti einnig við um félagsmála- starfsemi þeirra. Ingibjörg var um áratugaskeið formaður kvenfélags- ins Liljan og fórnaði því félagi miklu starfi. Þau hjónin hjálpuðu þannig hvort öðru til að sinna áhuga- og hugsjónamálum sínum 'og spöruðu hvorki tíma né erfiði í því efni. Þau gerðu þetta í trú á betra mannlegt samfélag. Margir gestir komu á heimili Mið- hraunshjóna, bæði á búskaparárum þeirra á Eiðhúsum og á Miðhrauni. Á Eiðhúsum var heimili þeirra „skáli um þjóðbraut þvera“ og var öllum veittur beini, sem að garði bar, eins og segir í Landnámu um tvær konur á Snæfellsnesi, Þóru á Langholti í Staðarsveit og Geirríði í Borgardal í Álftafirði. Á þeim tíma var bílaöldin að hefj- ast. Bílar sem komu úr Borgarnesi höfðu um skeið endastöð á Eið- húsum. Þetta jók mjög gestagang á heimilinu. Hjónin voru samtaka um að veita gestum vel og að greiða götu þeirra í hvívetna. Margir eiga því góðar minningar frá heimsókn og dvöl á heimili þeirra jafnt á Eið- húsum sem á Miðhrauni. Oft var hátíð í litla bænum á Eið- húsum. Húsbóndinn iék á orgel og gestir og heimilisfólk söng við undir- leik Þórðar. Þannig greypti heimilið í huga fólks sérstaka ímynd sem mörgum er ógleymanleg. Á heimilinu hófst þannig saman dagleg önn vð brauðstrit og ánægju- legar hvíldarstundir heimilisfólks og gesta. Á hveiju vori kom fé Þórðar að Hjarðarfelli í sumarbeit. Af því leiddi það að Þórður kom að Hjarðarfelli til að hjálpa til við smölun á vorin og stundum einnig á haustin. Þórður var afar léttur og knár til göngu og var góður smali. Hann var einnig ijárglöggur. Smaladagarnir urðu ákaflega skemmtilegir, þó þeir væru oft erfiðir. Ég minnist þessa frænda míns frá þessum æskudögum fyrir einstak- lega ljúf og skemmtileg kynni. Heimsóknir okkar systkina á Hjarðarfelli til ijölskyldu Þórðar og gagnkvæmar heimsóknir ijölskyldu hans að Hjarðarfelli eru ógleyman- legar sólskinsstundir í minningunni. Þórður og Ingibjörg voru sér- stakar félagslegar burðarstoðir í sveitinni um langa tíð. Þau voru óvenju fórnfús á tíma og fjármuni og kenndu þeim sem yngri voru að fórna tíma til félagsmálanna. Slíkir einstaklingar eru mikils virði í hveiju litlu sveitarfélagi og geta skipt sköpum fyrir heill þess og gott mannlíf. Þau Þórður og Ingibjörg eignuð- ust sjö börn. Börn þeirra eru í aldurs- röð: 1. Ólina Steinunn, gift Þrándi Jakobssyni, færeyskum manni. Þau eru búsett í Reykjavík. 2. Þóra, gift Kjartani A. Kristjánssyni, leigubif- reiðastjóra í Reykjavík. 3. Kristín, sem var gift Óskari Ólafssyni, trésmíðameistara frá Söðulsholti, búsett í Hveragerði. Óskar er látinn. 4. Kristján, kvæntur Guðmundu, Veturliðadóttur frá ísafirði, fyrrver- andi bóndi á Miðhrauni, en nú starfs- maður við mjólkursamlagið í Borgar- nesi. 5. Elín, ógift, búsett í Reykjavík. 6. Guðmundur, kvæntur Önnur Þórðardóttur frá Borgarholti, bóndi á Miðhrauni. 7. Sveinbjörg Hulda, gift Þórólfi Ágústssyni, versl- unarmanni úr Stykkishólmi._ Búsett á Akranesi. Þau ólu upp Óla Jör- undsson, mjólkurbílstjóra á Selfossi, sem er kvæntur Agnesi Eiríksdóttur. Barnabörn Miðhraunshjóna eru 24 talsins og niðjar þeirra að með- töldum Óla Jörundssyni og börnum hans eru samtals 120. Börn þeirra og niðjar bera merki mótunar frá æskuheimilinu hvar sem þau búa. Félagslegar og menningar- legar framfarir í sveitum landsins á þessari öld hafa að miklu leyti byggst á fórnfúsri sjáifboðavinnu fólks eins og Miðhraunshjóna. Frændur og sveitungar Þórðar og Ingibjargar munu lengi minnast með þakklæti starfa þeirra fyrir sveitina og íbúa hennar. Léttruglaðir meinleysingjar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Draumagengið — „The Dream Team“ Leikstjóri: Howard Zieff. Aðal- leikendur: Michael Keaton, Christopher Lloyd, Peter Bo- yle, Stephen Furst. Bandarísk. Universal 1989. Hugmyndin hefði átt að geta fætt af sér krassandi farsa; Nokkrir vistmenn á geðsjúkrahúsi verða strandaglópar á Manhatta- neyju er umsjónarlæknirinn þeirra verður fyrir líkamsárás og er fluttur í öngviti á sjúkrahús! Og ekki skaðar mannskapurinn. Leik- stjórinn á að baki feril sem ein- kennist öðru fremur af taumlaus- um försum er jaðra við léttruglað- an hugsunarhátt, sama er uppá teningnum hvað snertir aðalleik- arana. En engu er líkara en þess- ir ágætu menn, meður handrits- höfundi, hafi lent í afruglara. Grínið er að vísu fyrir hendi svona af og til, en furðu lágstemmt og meinleysislegt miðað við mann- skapinn, efni og aðstæður. Þeir eiga góða spretti, Boyle, Furst (sem mér er til efs að gangi laus utan Universal Studios!), þó eink- um Lloyd, sem ætti að vera orðinn löggiltur ruglukollur og eiga sæti í úrvalsliði bandarískra gaman- leikara. Keaton er hinsvegar á skjön við allt gamanið. Fettir sig og brettir í lítið skárri rullu en í Batman og með jafn daufum ár- angri. (Hefur hinsvegar sannað sig sem vel liðtækur farsaleikari í Beetlejuice). Og hópnum til lýta eru B-skrumskælingar af hinum snöfurlegu leikurum Debru Win- ger og Michael Douglas. Zieff, sem á að baki jafn bráð- hressa og lúnaða farsa einsog Slither, Private Benjamin og He- arts of the West, hefur því miður ekki tekist upp sem skyldi þó svo hann hafi sjaldan haft slíkan mannafla undir höndum. Að miklu leyti má kenna handritinu um. Á köflum meinfyndið, þó öllum þyki sjálfsagt umíjöllunarefnið ekki par smekklegt, en dettur svo langtímum saman niður í vand- ræðalegt, broslegt þóf og háa- meríska tilfinningasemi. Og Gaukshreiðurspælingunum reiðir illa af. En sem fyrr segir, Boyle, - Furst og einkum hinn óviðjafnan- legi Lloyd eiga sínar góðu stundir og gera myndina vel þess virði að bregða sér í Laugarásinn. Flugumaður í flækju Bíóborgin: Flugan II - The Fly II Leikstjóri Chris Walas. Aðal- leikendur Eric Stoltz, Daphne Zuniga, Lee Richardson. Bandarísk. 20th Century Fox 1989. „Sjaldan er góð vísa of oft kveð- in,“ er örugglega vinsælt máltæki í Hollywood, hér kemur framhald Flugunnar, sem sló rækilega í gegn 1986, en var í rauninni end- urgerð samnefndrar vísindaskáld- skaparmyndar frá 1958. í fram- haldinu segir frá syni vísinda- mannsins Goldblum í Flugunni I, hann tekur við rannsóknunum eftir föður sinn, að flytja lífverur milli staða með því að leysa þær uppí öreindir. Þokkaleg afþreyingarmynd þar sem höfuðáherslurnar eru lagðar á brellurnar, énda leikstjórinn enginn annar en brellumeistarinn Walas, sem m.a. á að baki Flug- una I. Það leynir sér hinsvegar ekki að þetta er fyrsta leikstjórn- arverkefni bragðarefsins, myndin er hröð og spennandi á meðan myndavélarnar beinast að ótrú- legum en oft óhugnanlegum brell- unum og kuldalegum leiktjöldun- um. Keyrslan dettur hinsvegar niður þegar kemur að mannlega þættinum. Ástarævintýri Stoltz og Zuniga er kauðskt og ósenni- legt og bólsenan eins ófrumleg og náttúrulaus og hugsast getur. Hvenær skyldu bandarískir kvik- myndaleikstjórar komast yfir þau undur og stórmerki að konan get- ur verið ofaná? Við fáum litla samúð með persónunum sem næstum kafna — í orðsins fyllstu merkingu — í bellibrögðum. NÝR DON Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Stórskotið („Dead Bang“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: John Frankenheimer. Aðalhlutverk: Don Johnson. Fyrr eða síðar fara allar helstu stjörnur sjónvarpsins á hvíta tjald- ið og sá gæjalegi Don Johnson úr „Miami Vice“ er engin undan- tekning. Lögguþrillerinn Stórsko- tið er ekki fyrsta myndin hans en hún gæti vel verið sú besta. Leikstjórinn gamal- og góð- kunni, John Frankenheimer, er enn að senda frá sér þrillera og þótt þeir uppfylli ekki kröfur sett- ar af „Lethal Weapon" og „Die Hard“ eru þeir engu að síður mjög áhorfanlegir og svo er um þennan. Johnson er fyrir það fyrsta tek- inn og afgæjaður til að slá á úr- elta glansímyndina úr sjónvarps- þáttunum og hann kemst ágæt- lega frá sínu í hlutverki fráskilinn- ar löggu, drykkfelldrar og órak- aðrar með dapra sjón (Franken- heimer gerir mikið úr því að setja lesgleraugu á Miamigaurinn). Löggan á í höggi við skipuleg samtök myrðandi nýnasistá í Bandaríkjunum og þótt gallar séu á handriti — það kafar auðvitað ekki oní neitt og skilur eftir vafa- atriði — er hasarinn og spennan hin frambærilegasta. Gunnar Guðbjartsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.