Morgunblaðið - 31.10.1989, Page 24

Morgunblaðið - 31.10.1989, Page 24
24 ...... MORÖUkfeLAÐlÐ í>6i©JUDAffiW‘81«.10KTÓBER)lB8l9! Mestu mótmæli í Tékkóslóvakíu í 20 ár: 149 stjómarandstæð- ingum steftit fyrir rétt Prag. Reuter. TÉKKNESK stjórnvöld hyggjast draga 149 stjórnarandstæðinga fyrir rétt fyrir að taka þátt í fjölmennustu mótmælum í landinu í tvo áratugi. Alls voru 355 menn handteknir þegar um 10.000 umbótasinnar efhdu til mótmæla í miðborg Prag á laugardag. Þann dag voru liðin 71 ár frá stofiiun Tékkóslóvakíu. Hundruð lögreglumanna. kváðu niður mótmælin með því að beija þátttakendur með kylfum. Mót- mælendur kröfðust meðal annars nýrrar ríkisstjórnar, fijálsra kosn- inga og afsagnar harðlínumanns- ins Milos Jakes, leiðtoga komm- únistaflokksins. Sjö mótmælendur og fimm lögreglumenn urðu fyrir meiðslum, að sögn málgagns kommúnistaflokksins, Rude Pravo. Flokksmálgagnið segir að lög- reglan hafi gefið mótmælendum kost á þvi að hætta aðgerðum en málgagn ungra kommúnista, Mlada Fronta, heldur því fram að lögreglan hafi umkringt marga mótmælendur og síðan ráðist á þá. Rude Pravo heldur því fram að mótmælendur hafi grýtt lögregl- una en Mlada Fronta segir hins vegar að mótmælin hafi farið frið- samlega fram. Þátttakendur hafi jafnvel hrópað: „Við viljum ekki ofbeldi!“ Blað ungkommúnista þykir skýra afar opinskátt frá mótmæl- unum því það segir frá helstu kröf- um þeirra og slagorðum. Blaðið segir að einn blaðamanna þess hafi lent inni í hópi sem lögreglan hafi gengið í skrokk á. Hafi hann ekki sloppið við barsmíðar af henn- ar hálfu þótt hann veifaði blaða- mannaskírteini sínu. Ákæra var gefin út í gær á hendur mönnunum 149, sem stjórnin hyggst sækja til saka. Voru þeir sakaðir um óspektir á almannafæri. Mótmælin voru hin íjölmennustu í Tékkóslóvakíu í tvo áratugi. Keuter Giinter Schabowski, leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins í Austur-Berlín, virtist ekki fúllsáttur við viðbrögð áheyrenda við ræðu hans fyrir utan ráðhús Austur-Berlínar á sunnudag. Óraunhæf kröfugerð ógnar stöðugleikanum - seg-ir Egon Krenz, leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins Austur-Berlín. Reuter. EGON Krenz, leiðtogi austur- þýska kommúnistaflokksins, skor- aði í gær á almenning að grafa ekki undan stöðugleika í þjóð- félaginu með óraunhæfum kröfum um umbætur. í gærkvöldi fóru rúmlega 100.000 manns í mót- mælagöngu um Leipzig, sjötta I Israel er kynþáttaað- skilnaðarstefiia við lýði - segir Uri Davis, ísraelskur fræðimaður „ÞAÐ stenst ekki að ísrael sé lýðræðisríki því stór hluti íbú- anna, 17% nánar tiltekið, nýtur ekki fúllra lagalegra réttinda. Þetta er kynþáttaaðskilnaðar- stefna,“ segir Uri Davis, gyð- ingur sem starfar við háskólann í Exeter í Bretlandi. Davis er staddur hér á landi í boði Fé- lagsvísindastofiiunar Háskóla íslands. Hann er ötull baráttu- maður fyrir réttindum Pal- estínumanna og er áheyrnar- fúlltrúi hjá Palestínska þjóðar- ráðinu. „Stjórnarfar í ísrael er ekki einfalt eins og í Suður-Afríku þar sem gerður er greinarmunur á hvítum og þeldökkum í lögunum. Þar er auðvelt að sjá hvernig lög- gjöfin mismunar mönnum. Þannig að þegar stjómvöld í Suður-Afríku halda því fram að ríki þeirra sé lýðræðisríki þá vita flestir mennt- aðir menn að það er ekki rétt. Suður-Afríka er ekki lýðræðisríki heldur ríki kynþáttaaðskilnaðar og því að mörgu leyti andstæða lýðræðisins. Það er margt líkt með ísrael og Suður-Afríku. í Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Uri Davis (í miðj- unni) og Elías Davíðsson frá Félaginu Ísland-Palestína. ísrael eru lög þannig t.d. að 92% jarðnæðis eru frátekin fyrir gyð- inga. Sumir ísraelskir stjórnmála- menn segja að ísrael sé eina lýð- ræðisríkið í Austurlöndum nær en það fær ekki staðist. Lögreglan og fangelsisyfirvöld sjá um að framkvæma aðskilnaðarstefnuna. ísraelsk lög gefa öllum gyðingum, hvar sem er í heiminum, rétt til að setjast að hvar sem er í ísrael á meðan þeir Palestínumenn, sem eru ísraelskir ríkisborgarar, njóta ekki einu sinni slíkra réttinda. Ég sé fyrir mér margs konar möguleika til lausnar deilunni milli gyðinga og Palestínumanna. Það gæti verið um sameiginlegt ríki Palestínumanna og Israels- manna að ræða þar sem allir nytu sömu réttinda. En það gætu líka verið tvö ríki, eitt fyrir Palestínu- menn og annað fyrir gyðinga. Ég minni á að árið 1947 mæltu Sam- einuðu þjóðirnar með skiptingu Palestínu í tvö ríki.“ Uri Davis var spurður hver væru áhrif uppreisnar Palestínu- manna á hernumdu svæðunum og stofnun ríkis Palestínumanna á deilurnar fyrir botni Miðjarðar- hafs. „Jákvætt er að hörmungar hernámsins eru nú vel kunnar um allan heim, orðstír ísraels hefur farið dvínandi, andspyrna vex meðal gyðinga sjálfra í ísrael, dregið hefur úr landnámi gyðinga á hernumdu svæðunum, og sjálf- straust Palestínumanna og sjálf- stæði hefur aukist. Palestínumenn hafa líka þurft að líða mjög vegna uppreisnarinnar á hernumdu svæðunum. Israelski herinn myrð- ir að meðaltali a.m.k. einn Pal- estínumann á dag, um þriðjungur íbúa hernumdu svæðanna hefur þurft að sitja í fangelsi og heim- ili fólks eru sprengd í loft upp,“ sagði Uri Davis. Uri Davis átti í gær fund með Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra. í fréttatilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestína segir m.a. að forsætisráðherra hafi ítrekað samúð sína og íslendinga með palestínsku þjóðinni og bar- áttu hennar fyrir sjálfstæðu Pal- estínuríki. Steingrímur hafi sagst mundu beita sér fyrir því að Is- land, fyrir tilstilli Rauða Krossins, sendi Palestínumönnum á her- teknu svæðunum sjúkrabíl og lækningatæki. mánudaginnn í röð en tugþúsund- ir manna tóku þátt í fjöldafundum sem kommúnistaflokkurinn boð- aði til á sunnudag í nokkrum aust- ur-þýskum borgum. Krenz sagði í ræðu sem hann flutti í gær að kommúnistaflokkurinn héfði snúið sér til fólksins og afráðið að horfast í augu við sannleikann. Heimildarmenn Reuters- fréttastof- unnar í borginni Schwerin í norður- hluta landsins sögðu í gærkvöldi að um 80.000 manns hefðu safnast þar saman til að kreíjast aukins lýðræð- is. Rúmlega 100.000 manns komu saman í Leipzig, næst-stærstu borg Austur-Þýskalands og var þess m.a. krafist að samtök stjórnarandstæð- inga, „Nýr vettvangur," yrðu viður- kennd. Austur-þýski kommúnistáflokkur- inn boðaði til útifunda víða um land á sunnudag og þótti það vísbending um að stjórnarhættirnir kynnu að vera að breytast. Fundarmenn gagn- rýndu leiðtoga kommúnista harðlega og kröfðust þess m.a. að öllum pólitískum föngum yrði sleppt úr haldi. Um 20.000 manns sóttu fund við ráðhús Austur-Berlínar og hlýddu m.a. á ávarp Gúnters Schabowski, leiðtoga kommúnistaflokksins í borg- inni. Athygli vakti að Schabowski gaf til kynna að alvarlegur ágrein- ingur væri uppi innan stjórnarinnar um hvernig bregðast bæri við kröfum almennings um umbætur. Fréttir bárust einnig af ijölmennum mót- mælum í Rostock og Plauen á laugar- dag. I gær hófst í Austur-Berlín fundur stjórnar hinna opinberu verkalýðs- samtaka Austur-Þýskalands en þau heyra undir kommúnistaflokkinn. Að sögn ADN-fréttastofunnar austur- þýsku lýsti leiðtogi samtakanna, Harry Tisch, yfir því að þau hefðu glatað trausti austur-þýskra verka- manna. Fregnir hermdu að mjög væri þrýst á Tisch, að segja af sér. Næsta hópferó '2- nov. a frábæru SL-k/orum okkar Ensssdi Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 1?- B91-69-10-10 ■ Hótel Sögu viö Hagatorg ■ a 91-62-22-77 Suðurlandsbraut 18 ■ a 91-68-91-91 ■ Akureyri: Skipagötu 14 ■ a 96-2-72 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.