Morgunblaðið - 31.10.1989, Síða 29

Morgunblaðið - 31.10.1989, Síða 29
—'•■ÍL ■ . Morgunblaðið/Guðrún Nordal írighton Polytechnic Gallery og )rdal forstöðumaður Listasafhs Þau áttu öll stóran þátt í undir- r að ís- tí Hull Tryggingamiðstöðin hf., Icel- andic Freezing Plants Ltd., Ice- land Seafood Ltd. í Hull, Sam- band of Iceland í London, Fylkir Ltd., ísberg Ltd., Flugleiðir, John W. Gott Ltd., Anglo-Icelandic, Manufacturers Hanover Ltd. og Scandinavian Bank ' Group plc. gerðu uppsetningu sýningarinn- ar mögulega með stuðningi sínum. Einnig hlaut sýningin styrk breskra stjórnvalda. Sýningin „Landslag frá norð- lægri breiddargráðu. Islensk list 1909—1989“ stendur yfir í Hull 'kasýningin var opnuð í Hull og iinni eru frá vinstri: Sarah Buc- dsdóttir, Rut Ingólfsdóttir, Inga til 3. desember en þá flyst hún yfir Humber ána til Grimsby þar sem hún verður til 14. febrúar 1990. Þá verður hún flutt til Lundúna. Hún verður opnuð í Concourse Gallery í Barbican listamiðstöðinni 26. febrúar og stendur yfir þar til 8. apríl. Næsti viðkomustaður sýningar-' innar verður í Brighton Polytec- hnic Gallery og Brighton College frá 26. apríl til 23. maí, en síðasti áfangastaður hennar verður loks í Talbot Rice listamiðstöðinni í Edinborg frá 10. júní til 21. júlí 1990. Opnun fíármagnsmarkaða til - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um könnunarviðræður EB og EFTA Viðtal Agnes Bragadóttir JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hafði skamma viðdvöl hér á landi nú um helgina. Hann kom hingað á laugardag og hélt fúnd með utanríkismálanefhd Alþingis og á sunnudagsmorgun var ríkisstjórnarfúndur þar sem utanríkisráðherra gerði grein fyrir gangi könnunarviðræðna EFTA og EB sem hann hefúr leitt fyrir hönd EFTA undanfarna íjóra mánuði. Utanríkisráðherra hélt svo af landi brott á ný eftir hádegi á sunnudag og laust fyrir brottför hans ræddi blaðamaður Morgunblaðsins við hann um stöðu þessara mála nú og hvað muni gerast á næstunni í viðræðum EB og EFTA. Utanríkisráð- herra mun leggja greinargerð sína fyrir Alþingi þann 23. nóvember næstkomandi. Hann mun í dag eiga fúnd með Douglas Hurd, utanríkis- ráðherra Bretlands, í Lundúnum. Til umræðu verða m.a. könnunarvið- ræður EFTA og EB og áform Breta um byggingu endurvinnslustöðv- ar fyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay í Skotlandi. — Hafa mál eitthvað skýrst í þess- um viðræðum, hvað varðar hags- muni okkar íslendinga sérstaklega, svo sem fiskveiðistefnu? „Já, varðandi markaðsmál okkar fyrir fiskafurðir, þá leitumst við við að tryggja þá hagsmuni eftir tveim- ur leiðum samtímis. Annars vegar sameiginlega með hinum EFTA-ríkj- unum og hins vegar með tvíhliða viðræðum. Okkur hefur þegar orðið talsvert ágengt eftir báðum þessum leiðum. í Osló í mars náðum við því loksins fram eftir margra ára bar- áttu að EFTA-ríkin sex samþykktu að innleiða . grundvallarregluna friverslun með fiskafurðir innan EFTA. Það samkomulag kemur til framkvæmda um mitt næsta ár. Því til viðbótar hefur það áunnist að íslendingar eru ekki lengur einir um þessa kröfu við Evrópubandalagið, heldur er þetta sameiginleg samn- ingsstaða EFTA-ríkjanna allra. Þannig höfum við styrkt samnings- stöðu okkar, þegar að því kemur að við setjumst að samningaborði með Evrópubandalaginu, vonandi snemma á næsta ári. Þegar náðst umtalsverður árangur Hins vegar eru tvíhliða viðræður. Við höfum lagt mikla áherslu á að ræða sérstöðu Islands í þessum málum við þvi sem næst alla þjóðar- leiðtoga, foi'sætis- og utanríkisráð- herra Evrópubandalagsríkja, sér- stáklega á síðastliðnum tveimur árum. Þessi sérstaða er mikil. Við erum að tala þarna við ríki sem eru yfirleitt iðnaðarriki og iðnaðar- og þjónustuvörur eru meginuppistaðan í þeirra útflutningi. íslenska þjóðin er sú eina í Evrópu sem byggir af- komu sína á fiskveiðum og útflutn- ingi fiskafurða. Ef það tekst að mynda eitt sameiginiegt evrópskt markaðssvæði Evrópubandalags- og EFTA-ríkjanna, þá lætur nærri að 75% af okkar fiskafurðum fari á þann markað. Ef við eigum að njóta gagnkvæmni í þessum samskiptum þá segir það sig sjálft að við verðum að fá viðurkenningu á þessari sér- stöðu og fá samþykkta grundvallar- regluna um fríverslun með fiskaf- urðir. Það er að segja afnám á toll- um, kvótum eða öðrum viðskipta- hindrunum. Ef það getur ekki gerst með því að EFTA-ríkin fái því áork- að að Evrópubandalagið breyti sinni sameiginlegu fiskveiðistefnu, sem er í því fólgin að láta ekki af hendi tollfríðindi nema fyrir veiðiheimildir eða aðgang að fiskimiðum, þá verð- ur það að fást með þeim hætti að sérstaða íslands sé viðurkennd með því að gefa íslandi sérstaka undan- þágu. Takist ekki að fá það fram í samningum sameiginlega fyrir hönd EFTA-ríkjanna, þá er spurningin um það hvort við náum því fram í tvíhliða viðræðum. Á þessu sviði hefur náðst umtals- verður árangur, því það hefur nú gerst i fyrsta sinn að sjávarútvegs- ráðherra Vestur-Þýskalands, mesta stórveldis Evrópubandalagsins, hef- ur afdráttarlaust kveðið upp úr um það að hann vilji hafa frumkvæði að þessari lausn, þannig að Evrópu- bandalagið viðurkenni að fiskveiði- stefna EB á ekki við þegar ísland er annars vegar.“ — En hvað með annað atriði sem einnig snertir íslenska hagsmuni, þ.e.a.s. erlenda eignaraðild að íslenskum fyrirtækjum, eins og sjáv- arútvegsfyrirtækjum? Er líklegt að við verðum að fallast á slíka tilhögun í framtíðinni, ef af samningum verð- ur? „Markmiðið, sem að er stefnt í þessum könnunarviðræðum, felst í því sem sagði i Oslóaryfirlýsingu þjóðarleiðtoga EFTA. Hún er grund- völlur þessara viðræðna og var gerð einróma af forsætisráðherrum EFTA-ríkjanna fyrir hönd þeirra ríkisstjórna. Hún var hugsuð sem svar við tillögum Delors, forseta Evrópubandalagsins, um það að koma samskiptum EFTA og EB á annan grundvöll — að efna til skipu- legs samstarfs með sameiginlegum ákvörðunar- og stjórnarstofnunum. Inntakinu var þá þegar lýst á þann veg að við stefndum að því að skapa eitt sameiginlegt evrópskt efnahags- svæði, þar sem grundvallarreglur Rómarsamningsins um hið „fjóreina frelsi" skyldu gilda, eftir því sem' frekast væri kostur. Við stefnum því að því að koma á frjálsræði með viðskipti, með vörur, með ijármagn og fjámiágnsþjónustu og að tryggja frjálsan atvinnu- og búseturétt ein- staklinga, auk þess sem stefnt er að því að tryggja EFTA-ríkjunum aðild að sérstökum samstarfsverk- efnum er varða önnúr mál en við- skipti. Sækjumst eftir samevrópsku efiiahagssvæði Það að koma á þessu sameigin- lega evrópska efnahagssvæði, er ekki eitthvað sem íslendingar þurfa að sætta sig við. Það er eitthvað sem við höfum þegar lýst yfir að við sækjumst eftir. Ef við lítum á kosti og galla frá þessum bæjardyrum, þá sjáum við að EFTA-ríkin í heild eru langþýðingarmesti viðskiptaaðilí Evrópubandalagsins. Á milli fjórð- ungur og þriðjungur af inn- og út- flutningi EB kemur frá EFTA-lönd- unum. EFTA-ríkin eru miklu stærri og öflugri viðskiptaaðili EB heldur en Bandaríkin, miklu öflugri en Jap- an, svo ekki sé nú talað um saman- burð við Austur-Evrópuríkin. Helm- ingur af öllum íjárfestingum fyrir- tækja innan EFTA-ríkjanna utan heimalanda þeirra er innan landa- mæra EB. Það er sameiginlegt mat forystumanna þessara ríkja, bæði stjórnvalda og fulltrúa forystu- manna í atvinnulífinu, að það sé lífsnauðsyn fyrir EFTA-ríkin að tryggja samkeppnisgetu fyrirtækja þessara landa við fyrirtæki innan Evrópubandalagsins og að tryggja að okkur verði ekki mismunað með 60% af okkar útflutningi sem kemur á markað í Evrópubandalaginu. Það væri alvarlegt áfall fyrir EFTA-ríkin ef við stæðum frammi fyrir því eftir árslok 1992 að EFTA-ríkin væru utangarðs við þróun í átt til frjálsra viðskipta innan EB. Það myndi hafa hin hroðalegustu áhrif á hagvöxt og lífskjör og framtíðarþróun þessara ríkja. Þetta á í stórum dráttum alveg jafnt við um okkur íslendinga og aðrar þjóðir, vegna þess að það er ekki um neinn annan kost að ræða. Hagkerfi Sovétríkjanna í rúst Það þýðir ekki að tala um það að beina auknum viðskiptum í aust- urveg, vegna þess að hagkerfi Sov- étríkjanna og Austur-Evrópuríkj- anna er í rústum. Það stoðar heldur ekki að segja að Bandaríkin geti komið í staðinn fyrir Evrópu. Fyrir um það bil fimm árum var um 30% af útflutningi okkar á fiskafurðum til Bandaríkjanna, en í dag eru það ekki nema um 10%. Þetta hefur ekki gerst vegna þess að Bandaríkin hafi mismunað okkur með tollum eða viðskiptahindrunum. Við höfum þvert á móti fijálsan aðgang að Bandaríkjamarkaði með fiskafurðir á mjög lágum tollum, 1,2%. Þetta hefur gerst vegna aðþjóðlegrar við- skiptaþróunar á gjaldeyrismörkuð- um, vegna þróunar á gengi helstu gjaldmiðla og vegna þess að Evrópu- hagkerfið hefur haft aukið aðdrátt- arafl á fiskmörkuðum. Við gerum okkur vonir um að vaxtarbroddurinn, sem utan Evrópu- bandalagsins hefur verið Japan og Austurlönd ljær, haldi áfram* að dafna. En þótt við göngum til þess- ara samninga við Evrópubandalagið, þá mun það ekkert hindra okkur í því að halda áfram að byggja þá markaði upp. Ef við spyrjum um Ijármagns- markaði, þá er það yfirveguð skoðun mín, að það væri mjög til bóta fyrir íslenskt atvinnulíf, íslensk fyrirtæki og einstaklinga, ef við opnuðum fjár- magnsmarkaði, þannig að þetta til- tölulega lokaða og dýra fjármagn- skerfi hér yrði að mæta aukinni sam- keppni. Það myndi draga úr óhófleg- um rekstrarkostnaði þess og stuðla að því að halda niðri vöxtum og opna möguleika á því fyrir íslensk fyrirtæki að geta milliliðalaust leitað eftir láns- eða áhættufé frá þessum íjármagnsmörkuðum, án þess að binda það ævinlega ríkisábyrgð. Hitt er svo rétt að við höfum sett fyrir- vara að því er varðar grundvallar- regluna rétt til þess að stofna fyrir- tæki og ijárfesta á öllu svæðinu. Sá fyrirvari tekur til nýtingar á þeim náttúruauðlindum sem afkoma þess- arar þjóðar byggist á — sjávarútvegi og orkugeiranum. Nú er rétt að taka það fram að þetta eru könnunarvið- ræður og það mun ekki fást úr því skorið í reynd hvort við fáum fyrir- vara okkar viðurkennda, fyrr en við setjumst að samningaborði. Pólitísk tengsl við Evrópu mikilvæg Þess vegna skipta hin pólitísku tengsl við forystumenn Evrópu- bandalagsins okkur svona miklu máli. Þess vegna er það svo þýðing- armikið fyrir okkur þegar við eigum orðastað við Mitterrand, forseta Frakklands, sem kemur hér sem leið- togi Evrópubandalagsins til við- ræðna við íslensk stjórnvöld, sem forystulands EFTA, að nota tækifæ- rið til þess að gera þessum æðsta manni Evrópubandalagsins mjög rækilega grein fyrir sérstöðu Islend- inga. Við höfum fulla ástæðu til þess að spyija okkur sem íslendinga þeirrar spurningar hvaða áhuga Evrópuríki sem slík hafi á Islandi. Ekki eru þau að sækjast eftir þessum markaði, því hann skiptir þau ná- kvæmlega engu máli. Gæti verið að þau hefðu hagsmuna að gæta við að tryggja óheft framboð af fiski inn á þeirra markaði? Að einhverju leyti kann svo að vera, en það getur ekki talist meginástæða. Það er fyrst og fremst tvennt sem hlýtur að vaka fyrir Evrópulöndun- J~ um ef þau vilja eitthvað á sig leggja til þess að ísland verði aðili að þess- ari nýju Evrópu: Það er annars veg- ar varnarsamstarf þessara Evró- puríkja við Bandaríkin og það lykil- hlutverk sem ísland gegnir varðandi eftirlit og öryggi þessa varnarsam- starfs á Norður-Atlantshafssvæðinu. I framtíðinni þykjast menn sjá það að Vestur-Evrópuríki muni í vaxandi mæli axla ábyrgð af eigin vömum. Það samstarf er þegar hafið innan Vestur-Evrópubandalagsins og verði þróunin smám saman í átt til Banda- ríkja Evrópu, þá geta þau ekki lokað augunum fyrir því að hernaðarlegt mikilvægi íslands er jafnmikið á þessu svæði hvort heldur þú lítur á það frá meginlandi Evrópu eða meg- inlandi Ameríku. í annan stað þá eru þær byltingarkenndu breytingar sem eru að eiga sér stað í Evrópu mál sem Evrópustórveldin hugsa með framtíðarhagsmuni í huga. Nýlenduyfirráð Sovétríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu, sem hófust með seinni heimsstytjöldinni, eru að slakna af þeirri einföldu ástæðu að Sovétríkin era að hi-ynja innan frá. Efnahagur Sovétríkjanna er gjör- > samlega á brauðfótum og pólitískt séð er þar mikið óvissuástand, jafn- vel svo að einstök lönd era á barmi uppreisnar. Það er djúpstæður áhugi hjá pólitískum forystumönnum og öllum almenningi í Vestur- Evrópu að reyna að komast að sameigin- legri niðurstöðu um það hvað við getum gert á raunhæfan og virkan máta til þess að ýta undir og stuðla áð þróun í átt til valddreifingar í efnahagslífinu og pólitísks lýðræðis. Þar beina menn nú mjög augum sinum að Vestur-Þýskalandi, af því að Þýskaland er hið efnahagslega stórveldi á meginlandi Evrópu. Þýskaland er eitt ábyrgt fyrir 80 til 85% alls fjárhagslegs stuðnings sem Ungveijaland hefur fengið frá Vest- ur-Evrópu. Þetta er líka mál sem aðrar Evrópuþjóðir hafa nokkrar áhyggjur af, af sögulegum ástæðum. Ef svo færi, fyrr en varir, að þýsku ríkin yrðu sameinuð, þá er sá ótti djúpstæður, að þetta mikla efna- hagsveldi leiti enn lífsrýmis, sam- kvæmt sögulegum forsendum í aust- urátt í Evrópu. Það er grundvallarat- riði i franskri utanríkispólitík að koma í veg fyrir að sú saga endur- taki sig. Þetta er kannski meginá- stæðan fyrir því að Frökkum væri af pólitískum ástæðum hagsmuna- mál að þessi fyrsti áfangi að útvíkk- un Evrópubandalagsins takist, að EFTA-ríkin í heild kæmu með inn í þetta samstarf til þess að hið rísandi þýska stórveldi yrði bundið við nokkrar akkerisfestar. Þessar viðræður eru því stór- pólitískt mál. Við erum þarna þátt- takendur sameiginlega að samruna- ferlinu í Evrópu, sem snýst ekki bara um efnahagsmál heldur pólitíska framtíðarskipan Evrópu. Þeir stjórnmálamenn sem einblína á einhver minniháttar atriði eða skilja '/ ekki samhengið í þessari stórkost- / legu framtíðarsýn, skilja einfajdlega i ekki hvað málið snýst um. Út frá j þessu heildarmati er auðveldara að | svara spurningunni um það hvórt 'J ísland getur vegna grundvallar- og | framtíðarhagsmuna sinna eitt Evró- l puríkja orðið viðskila við þessa þrp- un. Mitt svar er nei,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.