Morgunblaðið - 31.10.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989
Lánsflárlögum 1989 breytt:
Lántökuheimildir aukn-
ar um 7.000 m.kr.
I október gjaldfalla spariskírteini að
verðmæti 2.500 m.kr. með vöxtum
Fram hefur verið lagt á Al-
þingi stj órnarfrumvarp til
breytinga á lánsfjárlogum fyrir
Stækkun álversins í Straumsvík:
Undirbúningur vegna
starfsleyfis hafinn
UNDIRBÚNINGUR er hafínn að ýrnsum rannsóknum og athugun-
um af hálfu heilbrigðisyfírvalda, sem fram þurfa að fara áður en
starfsleyfi er veitt fyrir nýja álbræðslu í Straumsvík. Þetta kemur
fram í svari Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra við fyrir-
spurn Kristínar Einarsdóttur (SK/Rv). Telur ráðherra unnt að
veita starfsleyfi samkvæmt lögum og reglum um mengun og holl-
ustuhætti, hvort sem fyrir liggi sérstök löggjöf um heimild til
rekstrar eða ekki.
Fram hafa farið óformlegar við-
ræður milli heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytis og Hollustu-
verndar ríkisins annars vegar og
iðnaðarráðuneytisins hins vegar.
Hefur þar verið rætt um þær kröf-
ur sem heilbrigðisyfirvöld telja
eðlilegt að verði uppfylltar. Kemur
fram í svari ráðherra að norsku
fyrirtæki hafi verið falið að gera
dreifingarspá vegna hugsanlegrar
dreifingar mengunarefna frá nýju
álveri. Enn fremur hafa verið gerð-
ar ráðstafanir til að meta áhrif á
gróðurfar og hefur verið haft sam-
band við Líffræðistofnun Háskóla
íslands vegna þess.
Um kröfur til mengunai’varna
segir í svari ráðherra að gera beri
sömu kröfur og almennt séu gerð-
ar vegna rekstrar nýrra álvera í
heiminum. Enn fremur kemur þar
fram að það hafi engin áhrif á
starfsleyfi og þar með kröfu til
mengunarvarna, hvort um verði
að ræða stækkun núverandi verk-
smiðju eða sjálfstæða verksmiðju.
Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu:
Beitir ólögmætum
innheimtuaðferðum
> __
- segir Olafur Ragnar Grímsson, íjármálaráðherra
VIÐ utandagskrárumræðu í
Sameinuðu þingi í gær kom
fram hörð gagnrýni á inn-
heimtumenn ríkissjóðs og þá
helst sýslumanninn í Húna-
vatnssýslu fyrir að halda eftir
hluta ríkistekna og ráðstafa án
heimilda. Fjármálaráðlierra tel-
ur þessar aðferðir vera brot á
lögum.
Ólafúr Þ. Þórðarson (F/Vf)
hóf utandagskrárumræðuna með
Stuttar þingfréttir
Birgir ísl. Gunnarsson (S-Rv)
og fleiri þingmenn Sjálfstæðis-
flokks hafa lagt fram tillögu til
þingsályktunar, þess efnis, að
„fram fari athugun á því hvernig
bezt verði staðið að skipulegri
varðveizlu ljósvakaefnis sem hafi
menningarsögulegt gildi eða geti
verið mikilvægt fyrir rannsóknir
næstu kynslóða á sögu lands og
þjóðar.
Jón Sigurðsson, iðnaðarráð-
herra, sagði á Alþingi sl. fimmtu-
dag, að nú færu fram viðræður
allra viðkomandi aðila um jöfnun
heildsöluverðs á raforku í
landinu og bætt skipulag raf-
orkukerfisins. Ráðherra sagði og
að hann hefði falið hagfræði-
stofnun Háskóla íslands að gera
athugun á orkuverði, orkuskött-
um og niðurgreiðslum og reynd-
ar að meta áhrif allra aðgerða
stjórnvalda undanfarið og um
þessar mundir til að jafna orku-
verð í smásölu. Stefnan í skatt-
lagningu og niðurgreiðslu á orku
verði síðan endurmetin að þeirri
athugun lokinni.
Hart var deilt á forsætisráð-
hen’a og ráðherra Hagstofu í
umræðu á Alþingi sl. fimmtudag
vegna þess að í tveimur ráð-
herraskipuðum nefndum, sem
vinna að mótum atvinnustefnu
og telja 17 nefndarmenn, er eng-
in kona. Ráðherra Hagstofu
sagðist hafa bætt um betur og
fengið eina konu til samstarfs
við þá nefnd er hann hafi skip-
að. Guðmundur H. Garðarsson
(S-Rv) skoraði á forsætisráð-
herra að skipa konu úr verzlun-
arstétt í viðkomandi nefnd, en
atvinnuleysi í landinu bitnaði nú
harðast á verzlunarfólki.
Steingrímur J. Sigfússon
samgönguráðherra sagði í um-
ræðu á Alþingi um varaflugvöll
fyrir millilandaflug að allur bún-
aður Akureyrarflugvallar hafi
verið stórbættur og til stæði að
lengja Egilsstaðaflugvöll í 2.700
m. Egill Jónsson og Guðmundur
H. Garðarsson, sem stóðu að til-
lögu á síðasta þingi um varaflug-
völl á Egilsstöðum, þökkuðu ráð-
herra fyrir að hafa fylgt fram
tillögu þeirra að hluta.
Halldór Blöndal (S-Ne)
krafðist þess í fyrirspurnatíma á
Alþingi að landbúnaðarráðherra
legði þegar fyrir Alþingi tillögur
um viðbrögð við vanda loðdýra-
bænda. Óverjandi væri að láta
þá bíða lengur í óvissu um,
hvernig á málum þeirra yrði tek-
ið.
árið 1989. Það heimilar ríkis-
stjórninni, verði það samþykkt,
að auka erlendar lántökur á
árinu um 900 m.kr. og innlendar
lántökur um 6.000 m.kr.
I greinargerð segir að útiit sé
fyrir 4.700 m.kr. fjárlagaha'lla
1989 í stað 636 m.kr. rekstraraf-
gangs, sem lögin gerðu ráð fyir.
Að auki sé útlit fyrir að innlausn
spariskírteina á árinu verði 400
m.kr. umfram það sem fjárlög
gerðu ráð fyrir. Þetta auki láns-
fjárþörf ríkissjóðs um 6 milljarða
króna.
„Aætlað er að 11,3 milljarða
króna innlend lánsfjárþörf á árinu
verði uppfyllt þannig,“ segir og í
greinargerð, „að spariskírteini
verði seld fyrir 6 milljarða króna,
að ríkisvíxlar verði seldir fyrir 3,8
Leiðrétting
I frétt sem birtist af þingsálykt-
unartillögu nokkurra þingmanna
um skipulag til verndunar vatns-
bóla láðist að geta eins flutnings-
manna, Kristínar Einarsdóttur
(SK/Rv). Mistök þessi urðu vegna
misprentunar þingskjals og er
þetta hér með leiðrétt.
milljarða umfram innlausn og að
önnur innlend lántaka nemi 1.500
m.kr.“
I byijun október komu til loka-
innlausnar spariskírteini sem með
vöxtuní og verðbótum nema um
2.500 m.kr. „Brýnt er,“ segir í
greinargerð, „að ríkissjóði takizt
að selja ný spariskírteini í ríkum
mæli á móti þessari innlausn.“
Launa-
skattsskil
mánaðarlega
Hálfur milljarður
aukalega á verzlun-
arhúsnæði
Nýframlagt stjórnarfrum-
varp gerir ráð fyrir þvi að sér-
stakur skattur á verzlunar-
húsnæði verði framlengdur
1990. Álagning hans á komandi
ári nemur 500 m.kr. samkvæmt
fjárlagafrumvarpi.
Annað frumvarp fjármálaráð-
herra gerir ráð fyrir því að launa-
skattur verði framvegis innheimt-
ur í hveijum mánuði. Samkvæmt
gildandi lögum hefur hann verið
innheimtur á tveggja mánaða
fresti og þá fyrir tvo mánuði í sann.
því að vitna til athugasemda skoð-
unarmanna ríkisreikninga, þar
sem fram kemur að ítrekaðar at-
hugasemdir hafi verið gerðar við
slæleg skil innheimtumanna ríkis-
sjóðs á ríkistekjum og sérstaklega
bent á sýslumannsembættið í
Húnavatnssýslu. Ólafur beindi
þeirri fyrirspurn til íjármálaráð-
herra hvort þess hefði verið óskað
að sýslumaðurinn yrði settur af
eða hvort ráðherra teldi eðlilegt
að látið væri við það sitja að gera
einungis skýrslu um það hvernig
þessum Ijármunum væri varið.
„Mér er heitt _ í hamsi vegna
þessa,“ sagði Ólafur og spurði
hvort ekki væri ástæða til þess
að innsigla hjá þeim stofnunum
sem ekki stæðu í skilum.
Ólafiir Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra kvaðst vildu taka
undir þær athugasemdir sem fram
kæmu hjá Ólafi; mikilvægt væri
að innheimtumenn ríkissjóðs
fylgdu þeim reglum sem fara ætti
eftir. Sagði Ólafur að sér væri það
ljúft og skylt að greina frá því að
góð samvinna hefði tekist með
ráðuneytinu og innheimtumönnum
, ríkissjóðs um virkari innheimtuað-
gerðir. „En það eru undantekning-
ar,“ sagði Ölafur og áréttaði að
venja sýslumannsins í Húnavatns-
sýslu að taka sér vald til að ráð-
stafa hluta þessara tekna, væri
andstæð lögum. Sagði hann að
embættismenn ijármálaráðuneyt-
isins hefðu í viðræðum við emb-
ættismenn dómsmálaráðuneytis-
ins gert það ljóst að það væri á
ábyrgð hinna síðarnefndu að
breyting yrði hér á. Ef engin breyt-
ing yrði væri það ljóst að mati
fjármálaráðuneytisins að viðkom-
andi sýslumaður væri ekki starfi
sínu vaxinn.
_Dale .
Carneaie
þjálfun
Ræðumennska og mannleg samskipti.
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haldinn fimmtu-
daginn 2. nóvember kl. 20.30 á Soga-
vegi 69, gengið inn að norðanverðu.
★ Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Öðlast HUGREKKI
og meira SJÁLFSTRAUST.
★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann-
færingarkrafti í samræðum og á fundum.
★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér
VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU.
★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu
komin undir því, hvernig þér tekst að um-
gangast aðra.
★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI
— heima og á vinnustað.
★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum
og draga úr kvíða.
rw~] Fjárfesting í menntun
Wmm | EUROCARD gefur þér arð ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma: 82411
0
STJÓRIMUIMARSKÓLIIMN
Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Daie Carnegie námskeiðin"