Morgunblaðið - 31.10.1989, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 31.10.1989, Qupperneq 56
Gott fólk býður góðan dag NYTTUÞER ELDHÚSTÆKJA TILBOÐIÐ FRÁ .... damixa ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Starfsmenn spennistöðvarinnar á Geithálsi að störfum í nótt. Mbl/Bjami Rafinagnslaust varð í klukkustund á suðvesturhorninu vegna eldinga RAFMAGN fór af Reykjavík- ursvæðinu í röska klukku- stund og í um það bil háiftíma á Suðurnesjum undir miðnætti í nótt í þrumuveðri sem miklar eldingar fylgdu. Allar línur á tengistöð Lands- virkjunar við Geitháls duttu út vegna bilunar í svokallaðri Ísallínu 2, að talið var. Starfs- menn Landsvirkjunar fóru strax á stúfana og laust eftir klukkan hálfeitt komst rafmagn á í Reykjavík. Ljós blikkuðu víða norðanlands- og austan og meðal annars varð rafmagnslaust um nokkurra mínútna skeið á Blön- dósi en straumur hélst austan fjalls. I opinberum öryggisstofnun- um og sjúkrahúsum fóru varar- afstöðvar í gang. Ekki var kunn- ugt um óhöpp eða tjón sem rekja mætti til- eldinga eða veðurs að sögn lögreglu og slökkvíliðs en öll viðvörunarkerfi sem tengd eru slökkvistöðinni fóru í gang. Slippstöðin á Akureyri: Starfsfólki sagt upp vegna yfirvofandi verkefiiaskorts Skilningsleysi stjórnmálamanna og ráðamanna sjóðakerfis um að kenna, segir formaður Starfsmannafélags Slippstöðvarinnar Islenzkt hugvit í Ukraínu Búdapest.. Frá blaðamanni Morgunblaðs- ins, Oddnýju Björgvinsdóttur. REIKNAÐ er með, að í dag verði skrifað undir rammasamning um framkvæmdir GEO Therm . við hitaveitur og heilsuhótel í Ukr- aínu að verðmæti 350 milljónir króna. Skrifað hefur verið undir stofn- samning íslenska-ungverska fyrir- tækisins Geo. Therm Co. í Búdapest. Islenska fyrirtækið Virkir-Orkint á helming í fyrirtækinu á móti ung- verskum aðilum. Geo Therm hefur þegar fengið mörg verkefni og vinn- — jur nú að hagkvæmnisathugun á sex verkefnum í Ungveijalandi, þ.á.m. byggingu 220 herbergja heilsuhótels. Sýslumaður Hún- vetninga: Ekki mitt að meta eigið starf „ÞAÐ ER ekki mitt að meta eigið starf. Eg hef starfað við þetta í liðlega 40 ár og þetta hefiir geng- ið stórslysalaust hingað til,“ sagði Jón Isberg sýslumaður Húnvetn- inga í samtali við Morgunblaðið í gær. Við utandagskrárumræður í Sameinuðu Alþingi í gær gagn- rýndu Ólafur Þ. Þórðarson al- þingismaður og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hann harðlega fyrir að halda eftir hluta þeirra ríkistekna sem liann inn- -jr, tioímtir 0g ráðstafa án heimilda. Við þetta höfðu yfirskoðunarmenn ríkisreikninga gert athugasemdir. Jón ísberg sagði að færa mætti rök að því að ekki hefði verið farið í einu og öllu að fyrirmælum laga og til væru á því ýmsar skýringar. Þar mætti líta á að vegna 6 vikna verk- falls BHMR í vor hefði embættið verið fulltrúalaust og því ekki verið unnt að fylgjast með innheimtum sem skyldi. Stærsti hluti skuldar embættisins við ríkissjóðs, sem verið hefði 22 milljonir í septemberlok, væri skuld sýslusjóðs við öldruna- rsjoð vegna byggingar dvalarheimilis aldraðra a Skagaströnd. Sjá fréttir frá Alþingi á bls. 35 Akureyri. „ÞAÐ er alvarlegur hlutur þeg- ar 210 manns er sagt upp á einu bretti og engu er um að kenna öðru en skilningsleysi stjórn- málamanna og ráðamanna sjóðakerfisins. Það hafa yfirleitt verið þrengingar á þessum tíma en ástandið hefúr aldrei verið jafnslæmt og nú,“ sagði Þor- steinn Konráðsson, formaður starfsmannafélags Slippstöðvar- innar, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, en í gær var öllum starfsmönnum Slippstöðv- arinnar hf. á Akureyri sagt upp störfúm frá 1. nóvember með samningsbundnum fyrirvara. Uppsagnirnar taka gildi hjá langstærstum hluta starfsmanna 1. febrúar næstkomandi, en 1. janúar hjá öðrum. Alls vinna um 210 manns hjá Slippstöðinni. Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að uppsagnirnar nú væru varúðarráðstöfun, sem grípa yrði til vegna fyrirsjáanlegs verkefnaskorts. Hann sagði það síður en svo stefnuna að gera fyrir- tækið minna en þáð er, heldur yrði reynt af fremsta megni að halda í horfinu. Þróunin hefði þó orðið sú að á síðastliðnum 7 árum hefði starfsmönnum fækkað úr 300 í rúmlega 200. Þorsteinn Konráðsson sagði það sárgrætilegt að skipasmíðaverk- efni væru flutt úr landi þar sem staðreyndin væri sú að íslenskar skipasmíðastöðvar væru sam- keppnishæfar í verði. Þessari öfug- þróun þyrfti að snúa við. Sjá frétt á Akur- eyrarsíðunni bls. 34. Síldarsöluviðræður: Utanríkisráðherra íslands ritar ráðherra í Sovétríkjunum bréf Utanríkisráðherra hefiir ritað utanríkis- og viðskiptaráð- herra Sovétríkjanna bréf þar sem hann Iýsti yfir áhyggjum vegna viðræðna Síldarútvegsnefhdar og sovéskra aðila um kaup á saltsild frá íslandi. „Ég vakti í bréfi þessu at- hygli á þeim vanda sem virðist blasa við. í fyrsta lagi vísaði ég til þess að samkvæmt heildar- samningi landanna er gert ráð fyrir því að þessi viðskipti snúist um 20 til 25 þúsund tonn, en enn sem komið er hafi ekki ver- ið taldar til gjaldeyrisheimildir nema fyrir 13 þúsund tonnum,“ sagði Jón Baldvin í samtali við Morgúnblaðið. Hann sagðist hafa nefnt að ráð væri fyrir því gert í þessum samningi að stefnt skyldi að jöfnuði í viðskiptum milli landanna, „en á undanförn- um tveimur árum stefnir í það að viðskiptajöfnuðurinn verði ís- lendingum óhagstæður um 50 milljónir dollara. Að öðru leyti færði ég rök fyrir því að nauðsyn bæri til þess vegna heildarhags- muna að samningarnir gengju upp og þeir gengju upp sem fyrst. Ég óskaði eftir því að hann sem utanríkisráðherra legði sig fram um það að þetta samkomu- lag tækist og það tækist sem fyrst,“ sagði utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.