Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 Stykkishólmur: •• Ollum starfsmönnum Skipavíkur sagt upp Skipasmíðastöðin Skipavík hf. í Stykkishólmi hefiir sagt upp öllum starfsmönnum sínum, 35 að tölu. Framkvæmdasljóri fyrirtækisins segir ástæðuna vera verkefhaskort, sem megi rekja til slæmrar stöðu útgerðarinnar. Skipavík hf. er einn stærsti vinnuveitandinn í Stykkishólmi og ársveltan er á annað hundrað millj- ónir króna. Ólafur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og einn eigenda, segir að fyrirtækið standi ve! og hagnaður hafi verið af rekstri þess undanfarin ár. „Hins vegar er nú svo komið, að við höfum ekki verkefni fyrir starfsfólkið," sagði hann. „Útgerðarfyrirtæki standa illa og við höfum því ekki fengið verkefni frá þeim sem ætla mætti. Til marks um stöðu útgerð- arinnar má nefna, að Skipavík hef- ur gengið illa að fá greitt fyrir verk- in og nú eru útistandandi skuldir um 30% af ársveltu. Við sjáum fram á að hafa aðeins verkefni næstu 2-3 vikur.“ Ólafur sagði að fram að þessu hefði verið full vinna í skipasmíða- stöðinni. „Við sögðum að visu upp yfirvinnunni fyrir tveimur mánuð- um, en höfum ekki þurft að láta það koma til framkvæmda," sagði Einlægur vilji til að styrkja Viðræður Jóns Baldvins Hannibalsonar við ungverska ráðamenn: hann. „Það verður þó í næstu viku. Þessar uppsagnir eru neyðarúrræði og við höldum áfram að leita verk- efna. Hingað til hefur fremur vant- að starfsmenn hér.“ Skipasmíðastöðin er að stofni til frá árinu 1928, en fyrirtækið hefur verið rekið undir Skipavíkur-nafn- inu frá árinu 1968. Engar nýsmíðar hafa verið í stöðinni undanfarin fjögur ár, heldur hafa verkefnin verið fólgin í breytingum og lagfær- ingum, auk smíða á tækjum fyrir sjávarútveginn, svo sem skel- vinnsluvélum. Aðaleigendur Skipavíkur eru fjórir einstaklingar, en Stykkishólmsbær á rúm 30% hlutaljár. Interfoto Viðræður Jóns Baldvins Hannibalssonar og Gyula Horn utanríkisráðherra Ungverjalands í Búdapest í gær. Við hlið Jóns sitja Tómas Tómasson sendiherra og Guðni Bragason starfsmaður utanríkisráðuneyt- isins. tengslin við vestrænar þjóðir Spennandi viðræður á tímum mjög örra breytinga, segir utanríkisráðherra Búdapest. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. EINLÆGUR vilji ungverskra stjórnvalda að styrkja tengslin við vestrænar þjóðir og stofnanir kom fram í viðræðum Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, við ráðamenn þjóðarinnar í Búda- pest í gær. „Það kom skýrt fram að þeim er mikið kappsmál að styrkja tengslin svo að það verði ekki aftur snúið af braut pólitískra og efnahagslegra umbóta í Ungverjalandi þótt “perestrojka Gor- batsjovs mistakist," sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið. „Og þeim liggur mikið á.“ Lézt í um- ferðarslysi Bjöm Þór Árnason, skipstjóri, Smáravegi 8, Dalvík, lézt í um- ferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi að- fararnótt sl. þriðjudags. Björn Þór var 31 árs að aldri, og lætur eftir sig 10 ára dóttur. Utanríkisráðherra átti samtals þriggja klukkustunda fund með Gyula Hom, utanríkisráðherra, Miklos Nemeth, forsætisráðherra, og Matyas Szuros, þingforseta og skipuðum forseta þjóðarinnar. „Þetta vom spennandi viðræður á tímum mjög örra breytinga í Ung- veijalandi,“ sagði Jón Baldvin. „Þróunin í átt að markaðskerfi og lýðræði kostar mikla vinnu og mér virtust viðmælendur mínir vera þreyttir." Tómas Tómasson, sendi- herra íslands í Ungveijalandi með aðsetur í Moskvu, og Guðni Braga- son í upplýsingadeild utanríkisráðu- neytisins, tóku einnig þátt í fundun- um af íslands hálfu. Eitt mikilvægasta umræðuefnið var ósk Ungveijalands að EFTA- ríkin lýsi sig reiðubúin að hefja undirbúningsumræður um nánara og formlegra samstarf við Ung- veija. Þetta var rætt við Jón Bald- vin bæði sem núverandi formann ráðherranefndar EFTA og sem ut- Verkfall flugvirkja hjá Flugrnálastjórn: Ofremdarástand að mynd- ast við flugvelli landsins - segir Pétur Einarsson flugmálastjóri PÉTUR Einarsson flugmálasfjóri segir að senn líði að því að ófremdarástand verði við flugvelli landsins vegna verkfalls flug- virkja þjá Flugmálastjórn sem staðið hefur yilr í einn mánuð. Vegna verkfallsins hefúr ekki reynst unnt að nota flugvél Flug- málastjórnar til að flugprófa blindflugstæki á flugvöllum landsins. Flugvirkjar hjá Flugmálastjórn krefjast sömu kjara og starfs- bræður þeirra í Flugvirkjafélagi íslands njóta. Sagði Pétur í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hann vonaði að eitthvað færi að þokast í samkomulagsátt í deil- unni. Sagði hann að enginn fund- ur hefði enn verið haldinn með deiluaðilum. Forsvarsmenn fjár- málaráðuneytisins hafa neitað að setjast að samningaborði og borið því við að flugvirkjar Flugmála- stjórnar, sem eru þrír, séu opin- berir starfsmenn og hafi ekki verkfallsrétt. Bjóst Pétur við því að haldinn yrði fundur annaðhvort í dag, fimmtudag, eða á næstu dögum. Birgir Guðjónsson, sem sæti á í samninganefnd ríkisins, sagði að þrír starfsmenn Flugmála- stjórnar sem aðallega sinntu skrif- stofustörfum, eins og því að gefa út flughæfnisskírteini og öðru þvílíku, hefðu á undanfömum árum einnig þjónustað einkavél í eigu Flugmálastjómar enda hefðu þeir allir flugvirkjamenntun. „Þetta em opinberir starfsmenn sem vinna við öryggisstörf. Sam- kvæmt öllum lögum bijóta þeir gegn skyldum sínum með því að leggja niður störf.“ I máli Birgis kom fram að Flug- virkjafélagið hefði sent flugvirkj- um hjá Flugmálastjóm bréf þar sem þeim, er bannað að vinna við flugvirkjun. Aldrei fyrr hefði verið amast við störfum þessara manna enda væri flugvirkjun ekki lög- verndað starfsheiti. Birgir kvaðst ekki skilja að eitthvert stéttar- samband „úti í bæ“ gæti tekið upp á því að semja fyrir opinbera starfsmenn hjá Flugmálastjórn og vísaði þar til afskipta Flugvirkja- félagsins af launadeilu flugvirkja hjá Flugmálastjórn. Hann sagðist ekki sjá aðra lausn á þessari deilu en að starfsmennimir þrír segðu upp störfum og létu á það reyna hvort þeir yrðu endurráðnir á þeim kjömm sem flugvirkjar hjá Flug- virkjafélaginu njóta. Misjafnt er hve langur tími má líða frá flugprófun á blindflugs- tækjum en á Reykjavíkurflugvelli hefði sú prófun átt að fara fram fyrir 28. október síðastliðinn. anríkisráðherra íslands. Hann sagði að EFTA vildi bíða og sjá hvernig fýrirhugaðir samningar þess við Evrópubandalagið um evrópsk efnahagssvæði þróast áðar en sam- tökin gefa út samstarfsyfirlýsingu með Ungveijalandi en það kæmi ekki í veg fyrir að einstök ríki sam- takanna ættu tvíhliða samskipti við Ungverjaland. Sem utanríkisráð- herra Islands og stjórnmálamaður sagði Jón Báldvin Morgunblaðinu að hann væri mjög hlynntur auknu samstarfi við Ungveijaland og sú stefna að bíða og sjá til væri mis- tök. „Ef Ungveijar þurfa að sýna í verki að þeir hyggjast breyta þjóð- félagsskipulaginu til að skapa for- sendur fyrir samstarfi þá veit ég ekki hvað menti vilja að þeir geri meira en þeir hafa nú þegar gert,“ sagði hann. Utanríkisráðherra og kona hans, frú Bryndís Schram, fara ásamt fylgdarliði í skoðunarferðir í dag en á morgun eru viðræður í við- skiptaráðuneytinu fyrirhugaðar. Frjálst verð á síld til frystingar: Kaupendur yrðu sett- ir í einokunaraðstöðu - segir Guðjón A. Kristjánsson „KAUPENDUR yrðu settir í einokunaraðstöðu ef verð á síld til fryst- ingar yrði gefíð frjálst núna. Seljendur hafa einungis þá kosti að selja síldina til frystingar og bræðslu á meðan ekki er búið að semja við Sovétmenn um saltsíldarkaup þeirra," sagði Guðjón A. Kristjáns- son, einn af fúlltrúm seljenda í verðlagsráði sjávarútvegsins, í sam- tali við Morgunblaðið. Síldarverkendur hafa sagt upp verði á síld til frystingar, þar sem verð á millisíld hefur verið óhag- stætt að undanförnu, að sögn Bjarna Lúðvíkssonar, fulltrúa kaup- enda í verðlagsráði sjávarútvegsins. Kaupendur hafa ákveðið að fara fram á fijálst verð en fulltrúar selj- enda hafa alfarið hafnað því. „Sjómenn hafa almennt viljað frjálsa verðlagningu á fiski en kaup- endurnir vilja einungis hafa verðið fijálst þegar þeim hentar, sýnist mér,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson. 2% gengislækkun varð á krónunni í október MEÐALGENGI íslensku krónunnar lækkaði um 2% miðað við við- skiptavog á tímabilinu frá 30. september til 31. októbér síðastliðins, samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Islands. Kaupgengi hinna ýmsu gjald- miðla breyttist misjafnlega á þessu tímabili. Sterlingspund og japanskt yen lækkuðu, pundið um 0,6% og er nú skráð á 97,919 kr., yenið um 0,8% og er skráð á 0,4337 kr. Bandaríkjadollar hefur hækkað um 2,1%, dönsk króna um 4%, hol- lenskt gyllini um 3,8%, vestur-þýskt mark um 3,8%, ítölsk líra um 3%, spænskur peseti um 3,4%, sérstök dráttarréttindi, SDR, um 1,8% og Evrópumynt, ECU, um 3%. Kaupgengi Bandaríkjadals var í gær skráð 62,23 krónur og hefur hækkað úr 60,98 krónum í byijun október. Sjá gengisskráningu á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.