Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989
Viðskiptajöfur í
Vestmannaevjum
Hús Gísla Gíslasonar, sem hvarf uiidir hraun.
eftir Aðalstein
Jóhannsson
Ég hef greint nokkuð frá merk-
um athafnamönnum í Eyjum í
greinum hér í blaðinu síðustu árin,
aðallega mönnum, sem komnir voru
á fullan skrið eða meira en það,
þegar ég var að alast þar upp. Að
þessu sinni langar mig til að bæta
í safnið yngri manni, sem ég kynnt-
ist raunar nokkuð síðar á ævinni.
Hér á ég við Gísla M. Gíslason,
sem rak lengi heildverzlun í Eyjum
og átti aðild að mörgum öðrum
fyrirtækjum, bæði á heimaslóð og
í Reykjavík. Hjá honum beygðist
snemma krókurinn til þess, er verða
vildi, því að 15-16 ára gamall fór
hann að fást við umboðsverzlun á
eigin spýtur. Honum fannst fljótt
hæfa að mennta sig í viðskiptafræð-
um og gekk í Verzlunarskóla ís-
lands. Þaðan útskrifaðist hann 18
ára gamall vorið 1936.
Eftir heimkomuna þaðan gerðist
hann starfsmaður Útvegsbankans
í Eyjum um skeið en sigldi síðan
til Bretlands til framhaldsnáms í
verzlunarfræðum.
Þegar hann hafði þannig fengið
góða innsýn í viðskiptalíf á breiðum
grundvelli, stofnsetti hann umboðs-
og heildverzlun heima í Vestmanna-
eyjum og stýrði henni með ágætum
í fulla þijá áratugi. Þá setti eldgos-
ið í Eyjum strik í reikninginn, því
að hraunflóðið færði hús hans í
kaf. Fór þar með búslóð heimilis-
ins. En Gísli og konan hans, Guðrún
Sveinbjarnardótti'r, létu ekki bug-
ast. Ekki hafði ijölskyldan dvalið
lengi á fastalandinu, þegar byijað
var að leggja grunninn að nýju íbúð-
arhúsi. Og svo fór að þau hjónin
og böm þeirra fjögur fluttu öll til
Eyja á ný eins fljótt og kostur var
og settust þar að til frambúðar.
Gísli tók sæti í stjórn Viðlagasjóðs,
sem stóð að uppbyggingu í Vest-
mannaeyjum, og með atfylgi sínu
þar sýndi hann ræktarsemi við átt-
hagann og varð mörgum samborg-
urum sínum að liði, því að honum
var hjálpsemi í blóð borin. Hann
átti líka hvað mestan þátt í að út-
vega öflugar dælur frá Banda-
ríkjunum, þegar farið var að kæla
nýja hraunið með sjó.
Gísli Magnús Gíslason hét hann
fullu nafni, fæddur 22. nóv. 1917,
sonur Gísla Þórðarsonar vélstjóra
og Rannveigar Vilhjálmsdóttur
konu hans. Gísli 'vélstjóri drukknaði
í fiskiróðri frá tveimur börnum,
Gísla á þriðja ári og nýfæddri dótt-
ur. Slík atvik og slys voru mjög tíð
í Eyjum á þessum árum. Rannveig
móðir barnanna giftist aftur Viggó
Bjömssyni bankastjóra í Eyjum, og
með þeim ólst Gísli upp við bezta
atlæti, en systur hans tók vinafólk
í fóstur.
Árið 1941 kvæntist Gísli góðri
konu, Guðrúnu Sveinbjarnardóttur,
sem er einnig Vestmannaeyingur.
Þau hjónin eignuðust fjögur börn,
einn son og þrjár dætur, sem eru
öll búsett í Eyjum. Sonurinn Har-
aldur veitir forstöðu fyrirtæki föður
„Þótt Gísli hefði ekki
nema tæp 63 ár að baki,
þegar hann féll frá, var
ferill hans óvenju ijöl-
þættur, og má óefað
telja hann einna um-
svifamestan athafna- og
félagsmálamann í Eyj-
um á síðari hluta aldar-
innar.“
síns, Umboðs- og heildverzlun Gísla
Gíslasonar hf.
Eins og fyrr var’nefnt hafði Gísli
hönd í bagga við stofnun og rekstur
ýmissa annarra fyrirtækja. Árið
1945 stofnsetti hann Prentsmiðjuna
Eyrún, sem var raunar hlutafélag,
en hann var aðaleigandi og stjórn-
arformaður. Bækistöð Eyrúnar var
í húsi Gísla, sem fór undir hraun.
Gísli var líka meðeigandi í Prent-
smiðjunni Odda hf. og Sveinabók-
bandinu hf. í Reykjavík og lengi
stjórnarformaður beggja. Timbur-
salan hf. var eitt þeirra fyrirtækja,
sem Gísli var aðaleigandi að meðan
hún starfaði, og hann var meðal
stofnenda Hafskips hf. 1958 og í
stjórn þess fyrstu sextán árin,
stjórnarformaður um hríð.
Allt sýnir þetta, hver hugur var
í Gísla á sviði kaupsýslu, en þar
að auki tók hann verulegan þátt í
mörgum félagsmálum. Hann var
m.a. lengi stjórnarmaður í Odd-
fellowstúkunni Heijólfi og stóð að
stofnun Rotaryklúbbs Eyjamanna.
Hann tók virkan þátt í starfi Sjálf-
stæðisflokksins og sat í bæjarstjórn
Eyjanna um 12 ára skeið og var
þar forseti og varaforseti í tvö
kjörtímabil. Eitt ár (1960-61)
gegndi hann stöðu bæjarstjóra. Þá
var hann árum saman varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins í Suður-
landskjördæmi.
Gísli Gíslason var heiðraður fyrir
ýmis störf sín, fékk t.d. gullmerki
Vestmannaeyjakaupstaðar 1969 og
heiðurskrossinn þýzka, Das Ver-
dienstkreuz, af fyrstu gráðu
skömmu fyrir andlátið, sem bar að
haustið 1980. Hafði Gísli þá verið
vararæðismaður Vestur-Þýzka-
lands um árabil.
Þótt Gísli hefði ekki nema tæp
63 ár að baki, þegar hann féll frá,
var ferill hans óvenju fjölþættur,
og má óefað telja hann einna um-
svifamestan athafna- og félags-
málamann í Eyjum á síðari hluta
aldarinnar. Vart mun annar maður
honum fróðari og reyndari í við-
skiptum hafa varið ævistarfi sínu
Vestmannaeyjum.
Til áréttingar því, sem að framan
er sagt, sk'al í lokin'birtur dálítill
kafli úr minningarorðum Jóns í.
Sigurðssonar, sem komu á sínum
tíma í heimablaði Eyjamanna:
„Ungur að ánjm haslaði Gísli sér
völl við þjónustu- og viðskiptastörf.
Hann var kappsamur og ruddi braut
mörgum nýjungum, sem hann sá
af glöggskyni sinni að varð til heilla
og framfara fyrir meðborgara sína.
Gísli einskorðaði sig ekki við sín
eigin verkefni, heldur tók mikinn
þátt í störfum og starfsemi fyrir
heimabyggð sína, Eyjarnar, sem
hann unni af heilindum. Hann var
um tíma í forsvari fyrir okkur í
sveitarstjórninni og- átti í áraraðir
setu þar sem fulltrúi og stjórnandi
í bæjarmálum. í stjórnmálum nutu
sín vel mannkostir hans, trú-
mennska og lipurð og margþætt
reynsla á öðrum sviðum. Á Gísla
hlóðust allskonar félagsstörf, í
nefndum og stjórnum, og í öllum
Gísli M. Gíslason
þeim félögum, sem hann var í
reyndist hann styrk stoð og var
víðast við stjórnvölinn á þeim fé-
lagsgnoðum, þar sem hann var
skráður. Þá eru ótalin þau störf,
sem hann vann að af ósérhlífni fyr-
ir félaga sína og samferðamenn.
Honum stóð ætíð hjaHanlega á
sama, hvaða lífsskoðun var á vett-
vangi eða stjórnmálaskoðun í fyrir-
rúmi. Fullkomið drenglyndi var að-
alsmerki hans í öllum þeim málum,
sem hann hafði afskipti af, og skipti
engu hver í hlut átti.
Gísli naut trausts og trúnaðar
stjórnvalda og fór í margar sendi-
ferðir fyrir þeirra hönd til samn-
ingagerðar um viðskipti. Enda voru
þeir ekki margir samningahnútarn-
ir, sem hann leysti ekki með lipurð
sinni og sanngirni. Á þennan hátt
naut þjóðin öll sérþekkingar hans.
Auk þessa gegndi hann trúnaðar-
störfum hér í Eyjum fyrir erlenda
stórþjóð, og í því starfi komu eink-
ar vel fram hæfileikar hans og glæ-
simennska, svo að landi og þjóð var
til mikils sóma“.
Höfundur er tæknifræðingur.
Nýja húsið, sem Gísli reisti eftir gos.
Málningarverksmiðjurnar:
Byggja á íslenskri hefð
í meira en hálfa öld
eftirMagnús
Helgason
í tilefni íslenskra daga sem
standa yfir um þessar mundir hjá
BYKO og Byggt og búið, og sem
Félag íslenskra iðnrekenda er aðili
að, langar mig að rifja upp nokkrar
staðreyndír um íslensku málningar-
verksmiðjurnar, en einn tilgangur
íslensku dagana er að fræða al-
menning um innlendan iðnað.
Hér á landi starfa fjórar málning-
arverksmiðjur, sem allar byggja á
áratuga reynslu. í Reykjavík eru
Málningarverksmiðja Slippfélags-
ins, Málning og Harpa, en á Akur-
eyri er Efnaverksmiðjan Sjöfn. Hjá
þessum fjórum verksmiðjum starfa
nú á bilinu 150 til 180 manns.
Islensku verksmiðjurnar eiga í
harðri samkeppni við tollftjálsan
innflutning, enda nýtur greinin
engrar verndar af neinu tagi. Röng
gengisskráning og skattpíningar-
stefna stjórnvaida hefur íþyngt
rekstrinum um sinn, eins og raunar
flestum öðrum atvinnugreinum.
Nýjasta dæmið er 9% vörugjald,
sem núverandi ríkisstjórn lagði á
við upphaf ferils síns. Þá má geta
þess að sl. sumar er eitt mesta rign-
ingarsumar í manna minnum á
Suðvesturlandi, og hefur það að
sjálfsögðu dregið mjög úr málning-
arsölu, en það hvarflar ekki að mér
að kenna ríkisstjórninni um það!
Þrátt fyrir þetta er enginn
barlómur í íslenskum málningar-
„Þrátt fyrir þetta er
enginn barlómur í
íslenskum málning'ar-
framleiðendum, en
markaðshlutdeild
þeirra er nú um 50%,
en hefur reyndar farið
minnkandi á undan-
förnum árum.“
framleiðendum, en markaðshlut-
deild þeirra er nú um 50%, en hefur
reyndar farið minnkandi á undan-
förnum árum. Samkeppni erlendis
frá hefur stöðugt farið vaxandi, og
Magnús Helgason
er á stundum mjög óvægin. Til að
mynda hefur það gerst að málning,
sem bar.nað hefur verið að selja á
Norðurlöndum vegna mengunar,
hefur verið séld til Islands á mjög
niðursettu verði.
Hjá íslensku máiningarverk-
smiðjunum hefur um áratuga skeið
verið unnið rannsóknar- og vöru-
þróunarstarf. Efnafræðingar verk-
smiðjanna vinna stöðugt að þróun
málningar, sem sérstaklega hentar
íslenskum aðstæðum og hinni um-
hleypingarsömu veðráttu okkar.
Vegna gæða og aðlögunar að
íslenskum aðstæðum hefur innlend
framleiðsla yfirburði á ýmsum svið-
um. Til marks um það-má nefna,
að markaðshlutdeild íslensku verk-
smiðjanna í húsamálningu, utan-
húss- og innan, er yfir 90%.
Það ber að fagna frumkvæði
Félags íslenskra iðnrekenda, BYKO
og Byggt og búið, til kynningar á
íslenskum byggingarvörum. Fag-
menn og aðrir þeir sem nota í
íslenska málningu efast ekki um
‘gæði hennar. Ég tel hana ekki gefa
erlendri framleiðslu neitt eftir,
nema síður sé. Ég hvet menn til
að prófa sjálfa. Ég óttast ekki sam-
anburðinn.
Á tímum minnkandi atvinnu er
okkur öllum hollt að hafa í huga
að íslensk framleiðsla er íslensk
atvinna.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hörpu hf.