Morgunblaðið - 02.11.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1989
15
Píanókonsert er með skýrar
línur og miklum syngjanda
- segir Edda Erlendsdóttir, einleikari
eftir Rafh Jónsson
Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, fímmtudaginn 2.
nóvember, kl. 20.30, verða flutt
þrjú verk; Sinfónía nr. 3 eftir
Schubert, Píanókonsert eftir
Grieg og að lokum Adagio úr Sin-
fóníu nr. 10 eftir Mahler. Hljóm-
sveitarstjóri verður Grikkinn Mi-
litiades Caridis og einleikari Edda
Erlendsdóttir.
Edda hlaut píanókennslu sína hjá
Hermínu Kristjánsson, Jóni Nordal
og Áma Kristjánssyni í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík. Hún útskrif-
aðist þaðan með kennarapróf 1972
og hélt tii framhaldsnáms til Parísar
en kennir tvo daga í viku í Tónlistar-
' skólanum í Lyon.
í rúman áratug hefur hún haldið
einleikstónleika í ölíum Norðurlönd-
um, Frakklandi, Þýskalandi, Beigíu,
Sviss, Sovétrlkjunum og Banda-
ríkjunum og fyrir tæpu ári hélt hún
fyrstu einleikstónleika sína í Lundún-
um. í mars í vor lék hún píanókon-
sert Griegs með Sinfóníuhljómsveit
Harrisborgar I Bandaríkjunum, en
sama konsert leikur hún nú með Sin-
fóníuhljómsveit Islands.
Um Chopin norðursins
Um pianókonsertinn sagði Edda:
„Mér finnst þetta mjög fallegt verk,
með skýrar línur og miklum syngj-
anda. Það er mikill náttúrukraftur í
því, sem er tiitölulega auðvelt fyrir
Islendinga að skilja. Verkið stendur
okkur nærri, því það er með skýra
tilvísun í norræna skapgerð og menn-
ingu, sem Norðmenn og ísiendingar
eiga að mörgu leyti sameiginlega."
Edda sagði einnig að þrátt fyrir að
smá form virtust henta Grieg betur
sem tónskáldi, eintogtil dæmis laga-
flokkurinn Ljóðræn smáverk, sem
hún lék á styrktartónleikum í ís-
lensku óperunni í sumar, hafi hann
tengt píanókonsertinn meistaralega
saman í eina heild og skapað þannig
stílfagran og glæsilegan konsert.
Edvard Grieg frumflutti sjálfur
píanókonsertinn, 25 ára gamall, á
tónleikum í Kaupmannahöfn 1869,
fyrir 120 árum. Grieg var þó fyrst
og fremst tónskáld og viðurkenndur
á þessum tíma sem eitt mesta tón-
skáld samtíðar sinnar. Hann hlaut
margháttaða viðurkenningu fyrir
tónsmíðar sínar, var m.a. gerður að
heiðursdoktor í Cambridge og Oxford
og meðlimur í sænsku akademíunni
sem og hinni frönsku. Hann var kall-
aður Chopin norðursins og lýsir það
kannski betur en margt annað hversu
ljóðræn tónlist hans er.
Edda segir, að nokkur tónskáld
höfði sterkar til hennar en önnur,
eins og til dæmis Schubert, en hún
nýtur þess einnig að spila verk eftir
tónskáld, sem hún þekkir lítið til, því
það sé mjög spennandi að fást við
ný og krefjandi verkefni.
Tvær sinfóníur
Austurríska tónskáldið Franz
Schubert lifði ekki langa ævi (1797-
1828) en afkastaði ótrúlega miklu.
Hann lést aðeins 31 árs að aldri.
Eftir hann liggja hundruð ljóða-
söngva, kirkjuverka, verka fyrir
píanó, dansa fyrir píanó og kamm-
erverk auk 8 sinfónía og nokkurra
annarra hljómsveitarverka. Tii dæm-
is um afköst hans, samdi hann 140
ljóðasöngva árið 1815, aðeins 18 ára
að aldri. Sama ár samdi hann 3. sin-
fóníuna, þá sem flutt verður á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Hún þykir lýsa Schubert best sem
tónskáldi. Brian Newbouid lauk við
hefjast bráðlega hjá
ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTUNNI
(lýkur um miðjan desember).
Leiðbeinandi Jón Valur Jensson.
Innritun í síma 27101 daglega.
Ættfræðiþjónustan
hana og þykir hafa haldið stílbrigð-
um Schuberts með afbrigðum vel.
Schubert lifði og starfaði í Vínarborg
og kom þar fram á tónleikum, þar
sem hann lék eigin verk á píanó og
söng.
Austurríkismaðurinn Gustav
Mahler var ekki aðeins tónskáld,
heldur afkastamikill framkvæmda-
stjóri í uppbyggingu tónlistar. Hann
starfaði við óperuna í Prag og varð
rúmlega þrítugurtónlistarstjóri óper-
unnar í Búdapest, þar sem hann
varð jafnframt frábær hljómsveitar-
stjóri. Honum var boðin staða við
óperuna í Vínarborg, en fékk þó
ekki, þar sem hann var gyðingur.
Hann lét þó slíkt ekki aftra sér og
tók kaþólska trú og var fram-
kvæmdastjóri Vínaróperunnar í ára-
tug. Á þessum tíma var hún hafin
til þeirrar virðingar, sem hún hefur
haldið æ síðan. Það var svo ekki
fyrr en í byrjun þessarar aldar, sem
hann sökkti sér ofan í tónsmíðar,
eftir að hafa sleppt flestum stjórnun-
arstörfum að sinni. Árið 1907 varð
hann aðalstjórnandi Metropolitan-
óperunnar í New York. Hann náði
frábærum árangri í starfi sínu þar,
en ienti upp á kant við stjórnendur
óperunnar. Haft var eftir eiginkonu
hans, Ölmu Mahler, að í Austurríki
hefði sjálfum keisaranum ekki dottið
í hug að skipa Mahler fyrir, en í
Bandaríkjunum varð hann að lúta
duttlungum tíu fáfróðra kvenna!
Gustav Mahler hlaut ekki verðskuld-
Edda Erlendsdóttir einleikari.
aða viðurkenningu sem tónskáld fyrr
en á þt'iðja áratug þessarar aldar.
10. sinfónían er í tveimur þáttum,
Adagio, sem verður flutt á tónleikun-
um og Purgatorio. Nokkrar útgáfur
eru til af þessari sinfóníu, sem seinni
tíma menn hafa lagað tii og sú
síðasta er frá 1972.
Hljómsveitarstjóri á tónleikunum
er Militiades Caridis. Hann er af
grísk-þýskum uppruna, ólst upp í
Dresden og Aþenu en stundaði nám
við Tónlistarháskólann í Vínarborg.
Hann hefut' starfað víða um lönd,
var meðal annars um skeið fastur
stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar
danska útvarpsins og í meira en ára-
tug var hann aðalstjómandi Fílharm-
óníusveitarinnar í Ósió. Á aldaraf-
mæli ungverska tónskáldsins Béla
Bartók var hann sæmdur heiðurspen-
ingi, sem kenndur er við tónskáldið,
og felst í því hin mesta viðurkenning.
Militiades hefur tvisvar áður
stjórnað Sinfóníuhljómsveit íslands,
i fyrsta skipti 1985.
Höfundur er kynningarfulltrúi
Sinfóníuhljómsveitarinnar.
í:
Stiórnmálaskóli
Sjálfstæöisflokksins
Kvöld- og helgarskóli 7.-17. nóvember 1989
Staður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. Tími: Mánud. - föstud. kl. 17.30-
22.00 og helgardaga kl. 10.00-17.00.
Dagskrá:
Þriðjudagur 7. nóvember:
Kl. 17.30 Skólasetning.
Kl. 17.50-19.00 Raeðumennska:
Gísli Blöndal, framkvæmdastjóri.
Kl. 19.30-22.00 Saga stjórnmálaflokkanna:
Sigurður Líndal, prófessor.
Miðvikudagur 8. nóvember:
Kl. 17.30-19.00 Atvinnurekstur í almenningseigu:
Baldur Guðlaugsson, hrl. og Sigurður B. Stefáns-
son, framkvæmdastjóri.
Kl. 19.30-19.45 Myndataka Stjórnmálaskólans.
Kl. 19.50-21.00 Stjó’rnskipan og stjórnsýsla:
Sólveig Pétursdóttir, lögfr.
Kl. 21.10-22.00 Grundvallarhugtök stjórnmálanna:
Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur.
Fimmtudagur 9. nóvember:
Kl. 17.30-19.00 Fjölmiðlaþróun og breytingar gagnvart stjórn-
málaflokkunum:
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri.
Kl. 19.30-22.00 Ræðumennska: Gísli Blöndal, framkvæmdastjóri.
Föstudagur 10. nóvember:
Kl. 17.30-22.00 Heimsókn á Alþingi.
Starfshættir Alþingis og meðferð þingmála:
Sigurbjörn Magnússon, framkvæmdastjóri þing-
flokksins.
Sjálfstæðisstefnan:
Friðrik Sophusson, alþingismaður.
Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu:
Friðrik Sophusson, alþingismaður.
Laugardagur 11. nóvember:
Kl. 10.00-17.00 Sjónvarpsþjálfun og ræðumennska:
Björn G. Björnsson, dagskrárgerðarstjóri, og Gísli
Blöndal, framkvæmdastjóri.
Sunnudagur 12. nóvember:
Kl. 18.00-20.00 Heimsókn á Stöð 2.
Mánudagur 13. nóvember:
Kl. 17.30-19.00 Sjálfstæðisflokkurinn í 60 ár:
Hannes H. Gissurarson, lektor í stjórnmálafræði.
Kl. 19.30-20.40 Skipulag og starfshættir Sjálfstæðisflokksins:
Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur.
Kl. 20.50-22.00 íslensku vinstri flokkarnir:
Geir H. Haarde, alþingismaður.
Þriðjudagur 14. nóvember:
Kl. 17.30-19.00 Útbreiðslu-og kynningarmál flokksins:
Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri.
Kl. 19.30-20.40 Útgáfustarf-, greina- og fréttaskrif:
Þórunn Gestsdóttir, ritstjóri.
Kl. 20.50-22.00 Hvernig á að kynna Sjálfstæðisflokkinn - opnar
umræður:
Sigurbjörn Magnússon, Ólafur Hauksson, Jón
Hákon Magnússon, Þórunn Gestsdóttir.
Miðvikudagur 15. nóvembeh,5*' * • *
Kl. 17.30-19.00 Heimsókn f fundarsal borgarstjórnar.
Hlutverk borgarstjórnar:
Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar.
Kl. 19.30-20.40 Sveitarstjórnarmál - dreifbýlið:
Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri.
KI.20.50-22.00 Vinnumarkaðurinn.
Fimmtudagur 16. nóvember:
Kl. 17.30-19.00 ísland á alþjóðavettvangi:
Björn Bjarnason, lögfræðingur.
Kl. 19.30-22.00 Pallborðsumræður - Sjálfstæðisflokkurinn:
Þorsteinn Pálsson, Davíð Stefánsson, Sigríður
Þórðardóttir og Guðmundur Hallvarðsson.
Föstudagur 17. nóvember:
KL 17.00 Skólaslit.
Nýtt námsefni: Handbók.
í Stjórnmálaskólanum er meðal námsefnis handbók Sjálfstæðisflokks-
ins, sem geffn er út i tilefni 60 ára afmælis flokksins. í handbókinni
er fjallað um Sjálfstæðisflokkinn, sögu hans, stefnu og skipulag. Ei.ijn-
ig er gerð grein fyrir öðrum stjórnmálaflokkum, ræðumennsku, fjöl-
miðlun og fleira.
Innritun er hafin. Upplýsingar eru veittar í síma 82900 - Þórdís.