Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1989
Heimssöngvara-
keppnin í Cardiff
eftir Tage
Ammendrup
Sjónvarpið sýnir á laugardag 4.
nóvember upptöku BBC í Wales frá
Heimssöngvarakeppninni í Cardiff,
„Singer of the World Competition“,
sem haldin var í ijórða sinn í Card-
iff, dagana 11.—17. júní. Meðal
þátttakenda var ung íslensk söng-
kona, Rannveig Bragadóttir og
munum við sjá þann undanriðil sem
hún keppti í, auk þess sem við sjáum
upptöku frá úrslitum keppninnar.
Sjónvarpinu var að venju boðin
þátttaka í Heimssöngvarakeppninni
og er þetta í fjórða sinn sem við
sendum fulltrúa. Sveinn Einarsson,
dagskrárstjóri, fékk Jón Þórarins-
son, tónskáld, Bergþóru Jónsdóttur,
tónlistarfræðing, og Þorstein Hann-
esson, óperusöngvara, til að velja
fulltrúa Islands að þessu sinni.
Valið var erfitt, því við eigum
mikið af ungum og efnilegum
söngvurum, en eftir nokkrar vanga-
veltur valdi nefndin Rannveigu
Bragadóttur, messósópran, sem
hefur nýverið lokið námi og starfar
nú við ríkisóperuna í Vín. í þætti
sem Sjónvarpið lét gera um Rann-
veigu af þessu tilefni, söng hún lög
eftir innlenda og erlenda höfunda,
jafnframt því sem við kynntumst
nokkuð uppvexti hennar, námi hér
og erlendis og framtíðaráformum.
Fyrsti fulltrúi okkar, Sigríður
Gröndal, tók þátt í keppninni 1983,
eftir sigur í keppni, sem fram fór
í beinni útsendingu í sjónvarpssal.
Ingibjörg Guðjónsdóttir hélt til
Cardiff 1985, að undangengnum
sigri í keppni Sjónvarpsins og 1987
var Kristinn Sigmundsson valinn
fulltrúi íslands í Heimssöngvara-
keppninni.
Þessir glæsilegu fulltrúar okkar
hafa vakið mikla athygli ytra og
undrast menn, hve tónlistarmenn-
ing er mikil og áhugi almennur hjá
svo^ fámennri þjóð.
Árið -1987 kom fram hörð gagn-
rýni á dómnefnd keppninnar og rit-
aði greinarhöfundur stjórnendum
hennar ítarlegt bréf, þar sem bent
var á ýmsar leiðir til úrbóta. Varð
það til þess að keppnisreglum var
breytt, m.a. á þann veg að nú ræð-
ur stigaijöldi því, hverjir komast í
úrslit, í stað þess að sigurvegarar
í undanriðlum komust undantekn-
ingalaust áfram í aðalkeppnina.
Ástæða þótti til að útiloka nemend-
ur dómnefndarmanna frá keppni
og nú voru veitt sérstök verðlaun
fyrir ljóðasöng. Þessar breytingar
eru til mikilla bóta og var vel tekið
af þátttakendum og dómnefndar-
mönnum.
Dómnefnd skipuðu Brian
McMaster, stjórnandi Velsku óper-
unnar, Irina Arkhipova, söngkona
og prófessor við Tsjajkovskíj tón-
listarskólann í Moskvu, Matthew
Epstein frá Bandaríkjunum, Donald
Mclntyre, óperusöngvari, Vera
Rozsa, óperusöngkona og kennari,
Elisabeth Söderström, óperusöng-
kona, og Shen Xiang, prófessor við
tónlistarháskólann í Peking.
Þátttakendur voru 28 talsins, frá
jafnmörgum löndum, þar af sex
löndum sem ekki höfðu tekið þátt
í keppninni áður. Keppnin fór fram
í St. David’s Hall, tónlistarhöllinni
i Cardiff, sem er sannkölluð lista-
miðstöð borgarbúa og landsmanna
allra, enda hljómar tónlist frá St.
David’s Hall alla daga og öll kvöld.
Rannveig kemur til Cardiff
Rannveig Bragadóttir kom til
Cardiff 10. júní og hafði sambandi
við undirleikara sinn í keppninni,
Catherine Roe-Williams, sem marg-
ir íslendingar kannast við, en hún
"hefur verið undirleikari hjá Söng-
skólanum og stjórnaði Karlakór
Reykjavíkur. Catherine er nýflutt
til Cardiff, þar sem maður hennar
leikur með sinfóníuhljómsveit BBC
í Wales. Hún saknar íslands mikið
og er í fersku minni þegar karla-
kórsmenn kvöddu hana á flugvellin-
um og færðu henni eina rauða rós
hver í kveðjuskyni.
Eftir að hafa rætt við Catherine,
hófust æfingar með hljómsveitar-
stjóra óperuhljómsveitarinnar,
Richard Armstrong, og tónlistar-
stjóranum, Julien Smith. Að lokinni
æfingu hélt starfslið BBC Wales
gestum veislu, þar sem keppendum
og gestgjöfum gafst tóm til að
kynnast.
Keppnin hafín
Sunnudaginn 11. júní var haft
viðtal við Rannveigu í garði gömlu
hallarinnar í Cardiff, en um kvöldið
hófst keppnin sjálf, með því að
Gareth Price, yfirmaður BBC Wales
og borgarstjórinn í Cardiff, Beti
Jones, buðu gesti velkomna og settu
keppnina.
Á þessu fyrsta keppniskvöldi
komu fram keppendur frá Sviss,
Noregi, Englandi, ísrael, Þýska-
landi og Ástralíu. Hljómsveit óper-
unnar lék, undir stjórn Richards
Armstrongs. Það sem mesta at-
hygli vakti þetta kvöld, var söngur
norðmannsins Trond Halstein Moe,
á vísum Eiríks konungs, eftir Rang-
ström. Sigurvegari kvöldsins varð
ástralska söngkonan Helen Adams.
Mánudaginn 12. júní æfði Rann-
veig með undirleikara sínum og
óperuhljómsveitinni, en um kvöldið
var önnur umferð keppninnar í St.
David’s Hall. Fram komu söngvarar
frá Nýja-Sjálandi, Hollandi, Japan,
Finnlandi, Wales og Búlgaríu. Sér-
staka athygli vakti söngur japönsku
sópransöngkonunnar Saori Ádachi,
finnsku messósópran-söngkonunn-
ar Monicu Groop og baritón-söngv-
arans Bryn Terfel frá Wales, sem
vann keppnina þetta kvöld. Hann
söng lög eftir Mozart, Vaughan
Williams og Wagner, en túlkun
hans á „Was duftet doch der Flied-
er“ úr Meistarasöngvurunum frá
Núrnberg var stórkostleg.
Rannveig syngur
Þriðudagskvöldið 13. júní átti
Rannveig að keppa og var ekki laust
við að Islendingar í Wales væru
nokkuð spenntir fyrir hennar hönd
og reyndar okkar allra. Hún æfði
með undirleikara sínum og hljóm-
sveitinni um daginn og gengu æf-
ingar vel. Hljómleikarnir hófust
með söng Lyne Fortin frá Kanada,
en næst í röðinni var Rannveig og
hún söng „Laudamus te“ úr c-moll
messu Mozarts, „Piercing eyes“
eftir Haydn, „Tu sola, o mia Giuli-
etta“ eftir Bellini og að lokum „Sein
wir wieder gut“ úr Ariadne frá
Naxos eftir R. Strauss. Þetta var
glæsileg efnisskrá og var Rann-
veigu fagnað vel og innilega, enda
stóð hún sig frábærlega vel.
Rannveig Bragadóttir
„Þessir glæsilegu fiill-
trúar okkar hafa vakið
mikla athygli ytra og
undrast menn, hve tón-
listarmenning er mikil
og áhugi almennur hjá
svo fámennri þjóð.“
Á eftir Rannveigu kom kínversk
sópran-söngkona, Zhang Li Ping,
og hafði hún mjúka og áferðarfal-
lega sópranrödd.
Eftir hlé komu söngvarar frá
Mexíkó, Skotlandi og Póllandi og
söng pólska söngkonan Izabella
Klosinski „Sucido! In questi fieri
momenti“ úr Gioconda eftir Ponch-
ielli og „Pace, pace, mio Dio“ úr
Valdi örlaganná, eftir Verdi af mikl-
um skaphita og með tilþrifum.
Dómnefndin valdi Zhang Li Ping
frá Kína sigurvegara kvöldsins, en
gagnrýnendur blaðanna lofuðu
mjög söng Rannveigar og töldu