Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989
17
þeir túlkun hennar á Bellini og
Strauss hápunkta kvöldsins.
Enn einu sinni gátum við verið
hreykin af fulltrúa okkar í Heims-
söngvarakeppninni.
Keppnin heldur áfram
Pjórða keppniskvöldið _ komu
fram söngvarar frá Norður-írlandi,
Argentínu, Austurríki, Danmörku,
Bandaríkjunum og Brasilíu. Mesta
athygli þetta kvöld kvöktu þau Asa
Báverstam frá Danmörku og Dam-
on Evans frá Bandaríkjunum. Asa
er ung sópransöngkona af sænsku
bergi brotin og söng m.a. lag eftir
Mellnás við undirleik Ingrid Surg-
enor. Ingrid sló einn tón, með „ped-
alann“ niðri og Ása sneri baki við
áheyrendum og söng inn í flygilinn.
Þetta var hressandi og skemmtileg
uppákoma. Damon Evans, tenór,
söng m.a. lög úr Porgy og Bess
eftir Gershwin og lék með af innlif-
un, áhorfendum til mikillar
skemmtunar.
Fimmtudaginn 15. júní fengum
við að sjá söngvara frá Portúgal,
írlandi, Italíu, Svíþjóð og Sovétríkj-
unum. Sænska sópran-söngkonan
Hillevi Martinpelto, söng lög eftir
Purcell, Brahms, Puccini og Mozart
frábærlega vel og rússneski bari-
tón-söngvarinn Dmitri Hvorost-
ovskíj valdi verk eftir Hándel, Wolf,
Rakhmanínov, Tsjajkovskíj og söng
„Perfidil-Pietá, rispetto, amore“ úr
Macbeth eftir Verdi af einstakri
snilld. Það komu því ekki á óvart
að fulltrúi Sovétríkjanna var valinn
sigurvegari kvöldsins.
í lok tónleikanna var tilkynnt
hveijir yrðu í úrslitum Heimssöngv-
arakeppninnar þann 17. júní; Helen
Adams frá Ástralíu, Bryn Terfel frá
Wales, Monica Groop frá Finnlandi,
Hillevi Martinpelto frá Svíþjóð og
Dmitri Hvorostovskíj frá Sovétríkj-
unum. Því fengum við tvo keppend-
ur af öðru og fimmta keppniskvöldi
og einn af því fyrsta. Glöggt má
sjá hversu miklu þessar nýju keppn-
isreglur breyta og hversu úrslita-
keppnin hefði verið frábrugðin ef
sigurvegarar undanriðla hefðu einir
komist áfram.
Stund milli stríða
Þann 16. júní var farið með kepp-
endur í skoðunarferð um Cardiff
og nágrenni, m.a. var skoðað „Ár-
bæjarsafn" þeirra Cardiffbúa, St.
Fagans, sem er safn gamalla húsa
og muna. Mikil náttúrufegurð er á
þessum slóðum, fögur stöðuvötn og
ár og sýnishorn af því besta í garð-
yrkjumenningu Walesbúa.
Úrslitakeppnin
Þjóðhátíðardagur íslendinga. 17.
júní var haldinn hátíðlegur í Cardiff
og tilefni hátíðahalda í borginni
fögru, var úrslitadagur Heims-
söngvarakeppninnar 1989. íslenski
fáninn blakti við hún ásamt fánum
hinna 27 þátttökulandanna.
Lokatónleikarnir hófust á söng
Monicu Groop, messósópran, frá
Finnlandi, en hún söng lög eftir
Bach, Mozart og Massanet. Helen
Adams, sópran, frá Ástralíu söng
lög eftir Strauss, Charpentier og
Verdi og velski baritón-söngvarinn
Bryn Terfel söng „Non piu Andrai"
úr Brúðkaupi Fígarós snilldarlega.
Þar næst söng hann þtjú lög eftir
Schumann og endaði á „Die Frist
ist um“ úr Hollendingnum fljúgandi
eftir Wagner og var ákaft hylltur,
enda á heimavelli.
Eftir hlé söng Hillevi Martinp-
elto, sópran, lög eftir Sibelius,
Schubert, Bizet og Verdi af miklu
öryggi og hljómleikunum lauk með
söng Dmitri Hvorostovskíj,.baritón,
frá Sovétríkjunum. Hann söng aríur
úr Grímuballinu eftir Verdi, Spaða-
drottingunni eftir Tsjajkovskíj og
endaði á „Dauða Rodrigo" úr Don
Carlos eftir Verdi.
Áhorfendur voru vongóðir um að
þeirra maður, Btyn Terfel, myndi
sigra, en dómnefndin var á öðru
máli, Bryn fékk ljóðaverðlaunin, en
sigurvegari kvöldsins var Sovét-
maðurinn Dimitri Hvorostovskíj og
var honum vel fagnað er hann
sveiflaði hinna ótrúlegu kristalsskál
yfir höfði sér og fagnað kærkomn-
um sigri.
Hinni miklu söngveislu, sem
staðið hafði í sex kvöld lauk með
því að keppendur voru kallaðir inn
á svið og þeim þökkuð skemmtunin
og síðan risu áheyrendur úr sætum
og sungu þjóðsöng Walesbúa, svo
að undir tók í St. David’s Hall.
Tuttugu og átta ungir söngvarar
höfðu glatt augu og eyru hljóm-
leikagesta og sjónvarpsáhorfenda,
en keppnin var sent út í BBC 2,
auk þess sem hún er sýnd víða um
heim. Því geta söngvararnir varla
fengið betri kynningu, auk þeirrar
góðu reynslu sem slík keppni veitir.
BBC í Wales þökkum við frábær-
ar móttökur og góðan undirbúning,
þar sem tekið var tillit til hvers ein-
staks keppenda. Anne Williams fær
sérstakar þakkir, en hún stjórnaði
allri skipulagningu keppninnar og
aðstoðaði listamennina í hvívetna.
Sjónvarpsáhorfendur mega eiga
von á góðri skemmtun í söngveisl-
unni miklu á laugardag.
Ilöfundur er upptökustjórí hjá
Sjónvarpinu.
Macintosh fyrir byrjendur
Skemmtilegt og fræðandi 22 kennslustunda námskeið
um forritið Works. Macintoshbók, 180 blaðsíður,
innifalin. Síðdegis-, kvöld- og helgarnámskeið.
Stýrikerfi, ritvinnsla, gagnasöfnun og áætlanagerð.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Grensásvegi 16 • stmi 68 80 90
LJÓÐA TÓNLEIKAR
Margareta Haverinen, sópmn
Collin Hansen, píanó
í íslensku óperunni
laugardaginn 4. nóvember kl. 14.30.
Lög eftir Brahms, Duparc,
Liszt og Tchaikovsky.
Miðasala í íslensku óperunni.
Tónlistarfélagið
BILL FRÁ HEKLU BORGAR SIG
H]
HEKLAHF vlf V,' nf.o K
Laugavegi 170 -174 Simi 695500 0 /25 .UUU
Þú átt skilið að fá áheyrn
og öruggan sess
Sparisjóður vélstjóra er traustur og áreiðanlegur, með mikið eigið fé. Þar er áhersla
lögðápersónulegaþjónustu. Allir fá áheyrn, öruggan sess, leiðsögn og greið svör.
En Sparisjóður vélstjóra er ekki aðeins traustur og óreiðanlegur,
heldureróhersla lögð þaró persónulega þjónustu. Sparisjóður
vélstjóra veitir öllum óheyrn, öruggan sess, leiðsögn og greið
svör. Það er enginn stofnanabragur ó Sparisjóði
vélstjóra.
Fljót lónafyrirgreiðsla er einn meginkosta þjónustu
Sparisjóðs vélstjóra. Þetta laðar einstaklinga og lítil fyrirtæki í
viðskipti. Lægri lónabeiðnir eru afgreiddar samdægurs eða
með eins dags fyrirvara, beiðnir um stór lón eru einnig afgreidd-
ar ó skömmum tíma.
Símabankinn sparar viðskiptavinum sporin. Með einu sím-
tali fær reikningseigandi upplýsingar um viðskipti sín.
símabankinn svarar hvenær sem er sólarhringsins. Hann
veitir upplýsingar um stöðu reiknings og um síðu$tu hreyfingar,
tekur við beiðnum um millifærslu og veitir ýmsar upplýsingar.
Það er rétt að kynna sér símabankann.
Góð bilastæði eru við bóðar afgreiðslur Sparisjóðs vél-
,stjóra, við Borgartún og í Síðumúla. Fótt er viðskiptavinum
banka og sparisjóða kærara en greiður aðgangur að viðskipta-
stofnun og næg bílastæði. Það er auðvelt að komast að bóðum
afgreiðslustöðum okkar, sem eru í alfaraleið.
QS SPARISJÓDUR VÉLSTJÓRA
.BORGARTUNI 18 SÍMI 28577 — SÍOUMÚLA 1 SÍMI 685244
Það er enginn stofnanabragur
á Sparisjóði vélstjóra
<