Morgunblaðið - 02.11.1989, Side 31

Morgunblaðið - 02.11.1989, Side 31
síminn MPLETE aukalista, SS* p-'aðu 6ZS POSTVERSLUN SIMI 91-53900 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1989 Þorsteinn Pálsson: Eru stj órnarflokkarnir ósam- mála um flárlagaforsendur ? Misvísandi yfirlýsingar stjórnarliða um höfuðforsendur frumvarpsins FYRSTA tekjufrumvarpið, tengt fjárlagagerð fyrir komandi ár, sérstakur skattur á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði, kom til um- ræðu í neðri deild Alþingis í gær. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði til misvísandi yfirlýsinga talsmanna stjórnarflokkanna um mikilvægar fjárlagaforsendur, einkum að því er varðar tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins, og krafði forsætisráð- herra sagna um, hvoK ágreiningur væri á milli stjórnarflokkanna um kjarnaatriði hagstjórnar og fjárlagagerðar fyrir komandi ár. Rammi fyrir efuahagslífið, atvinnureksturinn og verkalýðshreyfinguna Þorsteinn Pálsson (S/Sl) vitnaði til þeirra orða Olafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra að með frumvörpum til fjár- og láns- fjárlaga 1990 markaði ríkisstjórnin þann ramma fyrir efnahagsstarf- semina í landinu á komandi ári, sem atvinnureksturinn og almenningur í landinu yrðu að virða og beygja sig undir. Gallinn væri hins vegar sá að talsmenn stjórnmálaflokkanna töluðu ekki sömu tungu þegar efrris- atriði þessara fnamvarpa, sem sögð væru hornsteinar stjórnarstefnunnar og hagstjórnar og efnahagsmála á næsta ári, ættu í hlut. Þvert á móti vefengdu sumir talsmenn ríkis- stjórnarinnar mikilvægar forsendur fj árlagafrumvarpsins. „Það bar til tíðinda í umræðum í efri deild í gær,“ sagði Þorsteinn, „að einn af helztu foiystumönnum launþegahreyfingarinnar, stjórnar- þingmaðurinn Karvel Pálmason, fékk umræðu um lánsfjárlög ríkis- stjórnarinnar frestað, þar eð upplýs- ingar skorti og margt bendi til þess að fjárlagastefna ríkisstjórnarinnar, hornsteinninn í hagstjórn hennar á næsta ári, væri ekki í samræmi við stefnumið Alþýðuflokksins né loforð stjórnarinnar gefin launþegahreyf- ingunni." Þorsteinn vitnaði og til varafor- manns VMSÍ, stjórnarþingmannsins Karls Steinars Guðnasonar (A/Rn), á fundi í Félagi viðskipta- og hag- fræðinga, en þar hafi hann fullyrt, að mikilvægar forsendur fyrir fjár- lagafrumvarpinu, „hornsteini hag- stjórnar" á næsta ári, myndu rask- ast á næsta ári, en þar átti ræðumað- ur við launaforsendur frumvarpsins. „Hefur Alþýðuflokkurinn gert at- hugasemdir við fjárlagaforsendur að þessu leyti?“ „Það liggur fyrir,“ sagði Þor- steinn, „að fjárlagafrumvarpið miðar við að kaupmáttur rýrni um 5% á milli ára, eða fimmfalt meira en ráð- gerður samdráttur landsframleiðslu gefur tilefni til. Þessi áætlun gengur á hinn bóginn ekki upp að dómi Karls Steinars Guðnasonar." Skattasteftia Alþýðu- bandalagsins ræður ferð Þorsteinn vék og að áformum fjár- málaráðherra um breytingar á tekju- skattslögum, sem gengu þvert á þá einföldun skattakerfisins, sem náðst hefði fram með staðgreiðslu skatta. „Fjármálaráðherra stefnir að því,“ sagði ræðumaður, „að hækka skatt- hlutfallið, bæta inn nýju skattþrepi og tekjutengja barnabætur." Ef marka mætti frétt Alþýðublaðsins i gær (þriðjudag) væri Alþýðuflokkur- ínn andvígur þessum breytingum. „Þess vegna er tímabært að spyija forsætisráðherra, hvort Alþýðu- flokkurinn hafi gert fyrirvara við þessi áform fjármálaráðherra; hvort stjórnarflokkarnir hafi ekki náð samstöðu um þann „nýja grundvöll" og meintar hagstjórnarforsendur, sem fjármálaráðherra gumi hvað mest af.“ Loks fjallaði Þorsteinn um aðför fjármálaráðherra að sjálfsaflafé ýmissa hjálpar-, íþrótta1 og menn- ingarsamtaka, einkum að happ- drættisfé Háskólans, og minnti á eldri samþykktir Félags framsóknar- manna í Reykjavík, þar sem hlið- stæðri ásælni ríkisvaldsins í sjálfs- aflafé menningarstofnana var harð- lega mótmælt. Hann spurði forsætis- ráðherra, hvort Framsóknarflokkur- inn hefði skipt um skoðun að þessu leyti og gerzt taglhnýtingur skatta- stefnu Alþýðubandalagsins. Þorsteinn sagði að misvísandi yfirlýsingar þingmanna stjórnar- flokkanna um mikilvægar fjárlaga- forsendur síðustu daga gæfi tilefni til að krefja forsætisráðherra sagna um, hvort ágreiningur væri á milli stjórnarflokkanna um kjarnaatriði í tekjustefnu ríkisins, hagstjórn og fjáriagagerð. Samstaða stjórnarliða Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði vera fulla sam- stöðu meðal stjórnarliða um forsend- ur fjárlaga eins og þær birtust í þjóð- hagsáætlun; gert væri ráð fyrir 16% verðbólgu á árinu 1990, sem væri veruleg lækkun frá fyrra ári. Um þróun tekna sagði Steingrímur að spá stjórnvalda um þá þróun birtist í þjóðhagsáætlun, en hins vegar væri s það að líta að þetta væri mál vinnumarkaðarins. Um starfsskilyrði sjávarútvegsins sagði Steingrímur, að vissulega væri hlutur íjárlaga í þeim grundvelli mikill, en hins vegar tækju þau ekki gildi fyrr en á næsta ári. Einnig væru önnur atriði er réðu afar mikiu, en það væru greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins og verðhækkanir á fiskmörkuðum. Sagði Steingrímur að ýmsir þættir varðandi stöðu sjávarútvegsins væru í mótun og aðrir væru óljósir. Þann- ig benti forsætisráðherra á að ef ekki kæmi verðhækkun til að mæta greiðslum Verðjöfnunarsjóðs, yrði að fella gengið. Forsætisráðherra kvað jákvæðan vöruskiptajöfnuð, lækkun raungengis og fleiri atriði skapa traustan grundvöll fyrir ríkis- stjórnina til þess að ná góðum ár- angri á næsta ári. „Verðbólgan verð- ur undir 10% á næsta ári.ef ekkert óvænt gerist varðandi verð á fisk- mörkuðum og öll verðtrygging á íjármuni verður afnumin, að minnsta kosti á skemmri lán. Það er því ljóst að við erum komnir í botn í samdrátt- arskeiðinu og komnir í hagvöxt á ný,“ sagði Steingrímur. Um ályktanir framsóknarmanna í Reykjavík sagði Steingrímur að þær breyttu engu um það að full samstaða væri í þingflokki fram- sóknarmanna um skattlagningu á ijármagnstekjur. Flaustursleg vinnubrög'ð Þórhildur Þorleifsdóttir (SK/Rv) gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir seinlæti við þær nauðsynlegu kerfisbreytingar sem eiga ættu sér stað vegna upptöku virðisauka- skattsins; væru hér á ferðinni þau flausturslegu vinnubrögð sem ein- kenndu þessa ríkisstjórn. Gott dæmi um það væri eignaskatturinn sem nú væri stefnt að því að lækka, þar eð stjórnarflokkarnir hefðu ekki skoðað afleiðingar skattsins á sínum tíma. „Þetta sýnir nauðsyn þess að frumvörp um flókin mál komi fyrr til afgreiðslu og hljóti betri með- ferð.“ Þórhildur benti og á að ljóst væri að stjórnarflokkarnir gætu ekki komið sér saman um mikilvæg atriði í tengsium við virðisaukaskattinn; annars vegar undanþágur á mat- væli og hins vegar undanþágur á blöð, bækur, tímarit og útvarp. Ingi Björn Albertsson (FH/Vl) kaus að mótmæla kröftuglega skatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Kvaðst hann ekki geta séð hvernig ríkisstjórnin gæti leyft sér að standa að þessari skattlagningu, á sama tíma og forsætisráðherra boðaði erf- iðleika á næsta ári í verslun og þjón- ustu. Skatturinn yki erfiðleika versl- unar og þjónustu; þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ingi Björn taldi það æði undarlegt að Kvennalistinn styddi þessa skattlagningu og hann beindi þeirri fyrirspurn til borgara- flokksmanna hvort þeir styddu þetta frumvarp, þar eð þeir hefðu verið á móti því fyrir ári. Vextir munu hækka Friðrik Sophusson (S/Rv) taldi í ræðu sinni rétt að líta á röksemdir þær, sem á sínum tíma hefðu verið settar fram þegar fyrst hefði verið lagður skattur á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði í tíð vinstristjórnarinn- ar 1978, en þau hefðu verið að skatt- urinn ásamt nýbyggingagjaldi væri til þess ætlaður að færa fjármuni frá þeim sem grætt hefðu á verð- bólgunni til þeirra sem tapað hefðu. Síðan þá hefði hins vegar margt breyst. Friðrik kvað það skipta máli í umræðu um þetta frumvarp að líta á það að samkvæmt íjárlögum væri gert ráð fyrir því að íjármagna halla ríkissjóðs með innlendri lántöku. Þar með væri ljóst að verulegum hluta tekna ríkissjóðs væri aflað með ríkisvíxlum, en þeir bæru hærri vexti en skuldabréf. Þetta ásamt aukinni baráttu um innlept ijármagn hlyti að leiða af sér hærri vexti. Um verð- Þorsteinn Pálsson bólguna sagði Friðrik að hún hefði tvöfaldast frá því að Tíkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefði tekið við. Friðrik taldi það vekja mesta at- hygli að frumvörp í tengslum við virðisaukaskattinn skyldu ekki vera komin fram. Ríkisstjórnin hefði fengið viðbótartíma til að ganga frá málum, en hann hefði greinilega ekki verið notaður. Enn væri beðið og sérstaklega væri staða þeirra aðila erfið, sem um mánaðamótin hefðu átt að tilkynna að þeir væi4u virðisaukaskattsgreiðendur. Friðrik gagnrýndi og þá fyrirætl- an ríkisstjórnarinnar að leggja áfram á jöfnunargjald, þrátt fyrir að það hefði á sínum tíma verið lagt á til þess að jafna þann aðstöðumun milli innflutnings og framleiðslu sem fólginn hefði verið í uppsöfnun sölu- skatts. Yfirlýsingar stangast á Þorsteinn Pálsson lauk þessari umræðu með því að vekja athygli á mótsögnum í yfirlýsingum ráðherra ríkisstjórnarinnar; íjármálaráðherra segði að ijárlögin mótuðu rammann um launaþróunina á næsta ári en forsætisráðherra segði að það væri mál vinnumarkaðarins. Einnig benti 4 hann á að fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir þvi að greiðslum úr Verð- jöfnunarsjóði sjávarútvegsins lyki um áramótin á sama tíma og forsæt- isráherra segði að óvíst væri hvenær greiðslum úr sjóðnum lyki. Þorsteinn taldi staðfestingu forsætisráðherra á klofningi Framsóknarflokksins í afstöðunni til skatts á sparifé nokk- uð athyglisverða, en gagnrýndi ráð- herra fyrir að svara ekki fyrirspurn- um um afstöðu Alþýðuflokksins til breytinga á tekjuskattskerfinu og afstöðu Framsókriarflokksins varð- andi sértekjur Háskóla íslands. Frumvörp þingmanna Sjálfstæðisflokks: Fjármag*n laðað til atvinnulífsins Þingmenn Sjálfstæðisflokks í neðri deild Alþingis hafa lagt fram frumvarp til laga til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt og frumvarp til laga um breytingu á lögum um frádrátt af skatt- skyldum tekjum vegna fiárfestingar í atvinnulíf. Frumvörpin miða bæði að því að laða fjármagn í atvinnurekstur og styrkja eiginfiár- stöðu fyrirtækja í atvinnurekstri. Friðrik Sophusson (S-Rvk) , sem er fyrsti flutningsmaður beggja frumvarpanna, sagði við þingfrétta- mann Morgunblaðsins, að hér væru fyrstu frumvröpin — af fleirum sem fyrirhuguð væru — á ferð, í fram- haldi yfirlýsingu þingflokks sjálf- stæðismanna sl. sumar og ályktun- um landsfundar flokksins nú í haust. Væntanleg væru frumvörp um skráningu gengis, eignarskatt einstaklinga, sölu ríkisviðskipta- banka, afnám ríkisábyrgðar af fjár- festingarsjóðum o.fl. Frumvarpið til breytinga á tekju- skattslögum gerir ráð fyrir: 1) að söluhagnaður af hlutabréfum verði skattfrjáls eftir 3ja ára eignarhalds- tíma, 2) að tap af sölu hlutabréfa verði frádráttarbært frá söluhagn- aði af bréfum, 3) að skattfrelsis- mörk arðs af hlutabréfum vegna tekjuskatts einstaklinga verði tvö- földuð, 4) heimilt verði að miða skattfijálsar arðgreiðslur við allt að 15% af stofni sem markast af nafnverði ásamt jöfnunarhlutabréf- um, 5) heimildir til frádráttar frá tekjum einstaklinga vegna íjárfest- ingar í atvinnulífi hækki í kr. 500 þús fyrir hjón, 6) heimild er til sveiflujöfnunar, þ.e. að geyma allt að 30% af hreinum tekjum á bundn- um reikningi, 7) lækkun núv. ríkis- stjórnar á fyrningarhlutföllum hjá fyrirtækjum falli niður, 8) heimilt verði að gjaldfæra strax kostnaðar- verð lausaljár með skemmri ending- artíma en þijú ár, 9) heimild til varasjóðsmyndunar í fyrirtækjum með framlagi í fjárfestingarsjóð hækki úr 15% í 30%, 10) tekju- skattshlutfall fyrirtækja lækki úr 50% í 48%, 11) lagaákvæðum um tekjuskatt og eignarskatt verði breytt til að auðvelda viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi, 12) skattfrelsismörk hlutabréfa við eignarskattsálagningu einstaklinga verði tvöfölduð, 13) eignarskattur fyrirtækja lækki og verði 0,95%. Frumvarpið um frádrátt af skatt- skyldum tekjum felur í sér: 1) að heimild einstaklinga til frádráttar frá tekjum vegna hlutabréfakaupa verði hækkuð í kr. 500 þús. fyrir hjón, 2) kaupi einstaklingur hluta- bréf fyrir meira í einu en sem svar- ar til árlegrar frádráttarheimildar skal heimilt að flytja það sem um- fram er milli ára í allt að fimm ár, 3) lítil fyrirtæki geti aflað sér eigin fjár með sölu hlutabréfa með sömu skattfríðindum fyrir þá sem kaupa hlutabréf enda séu engar hömlur á viðskipti með hin nýju hlutabréf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.