Morgunblaðið - 02.11.1989, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR- 2. NOVEMBER 1989
„ Úg vw meé hciwsinn -FuLian
láuíum p^ar'egvard þinum aldrL."
Með
morgunkaffinu
Ég vil segja þetta svona:
Þú hefiir tryggt umsetn-
inguna í mánuðinum og
það er allnokkuð ...
HÖGNI HREKKVÍSI
r, pETTA £TR <50 SKyRASTA ÚT-
5ENPING S&M VlOHÖFUM N'A£>! "
-\
Landbúnaðinn vantar samkeppni
Til Velvakanda.
Áhrifa Evrópubandalagsins
gætir æ meir í nágrannalöndum
okkar og nú er komið að íslending-
um sjálfum að velja og hafna
hvort þeir vilja verða samstiga
Evrópu eða ekki. Þetta er ekki
auðveld ákvörðun og flestir sem
um málið hafa fjallað hafa talið
ráðlegast að ná fram einhvers
konar aukaðild. Auðvitað væri það
hagkvæm lausn í bili en vafasamt
er hvort hægt er að halda sig við
takmarkaða aðild til frambúðar.
Það er ekki vafi að aðild að
Evrópubandalaginu myndi lækka
vöruverð verulega hér á landi og
sérstaklega á það við um ýmsar
nauðsynjavörur og nauðþurftir.
Landbúnaðarafurðir myndu til
dæmis lækka um mörg hundruð
prósent og yrði margur ánægður
Týnd læða
Þessi gulbröndótta læða tapað-
ist í Ártúnsholtinu og er hennar
sárt saknað. Hún var með gula
ól með nafnspjaldi en skriftin var
orðin mjög dauf. Vinsamlegast
hringið í síma 672171 ef kisa hef-
ur einhvers staðar komið fram.
með það. Á móti kemur að t.d.
grundvöllur landbúnaðar hér á
landi myndi hrynja samdægurs og
sennilega allir bændur, nema þá
örfáir, myndu flosna upp. Þetta
gæti einnig átt við um ýmsar iðn-
greinar þó þar sé dæmið ekki eins
skýrt. Áðildin gæti með öðrum
orðum leitt af sér mikið atvinnu-
■ leysi.
Hin raunverulega spurning er
hins vegar sú hvort við Islendingar
getum komist hjá því til lengdar
að ganga í Evrópubandalagið.
Landbúnaðurinn hér hefur
blómstrað í skjóli innflutnings-
banns og þar með hafa þeir sem
stjórnað hafa á hveijum tíma get-
að handstýrt verðlaginu án
minnsta tillits til neytenda. Gengd-
arlaus offramleiðsla hefur líka
verið stunduð á kostnað neytenda
og hún hefur hleypt verðinu upp
úr öllu valdi. Ég tel að leyfa ætti
takmarkaðan innflutning á land-
búnaðarafurðum til að veita land-
búnaðinum hæfilega samkeppni.
Slíkt gæti orðið mjög til góðs sem
undirbúningur fyrir það að stíga
skrefið til fulls og fella niður allar
hömlur á innflutningi landbúnað-
arvara. Við íslendingar höfum um
langt skeið reynt að leysa vanda-
mál okkar með því að reisa eins
konar „Kínamúr" í kring um eyj-
una okkar. Nú þegar heimurinn
er allur að skreppa saman getur
orðið erfitt að viðhalda slíkri að-
stöðu. T n
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspurnir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski nafnleyndar.
Víkverji skrifar
Heimavinnandi fólk stofnaði sam-
tök á dögunum og hyggst beij-
ast sameiginlega fyrir margvíslegum
hagsmunamálum. Fram kom í frétt-
um að mörg mál brenna á þessum
hópi og víða þörf úrbóta. I tengslum
við stofnfundinn frétti Víkveiji af
einstæðri móður, sem starfar sem
dagmamma. Sjálf á hún þijú böm,
sem eru hjá annarri konu lungann
úr deginum. Ástæða þess er sú, að
móðirin fær hjálp frá sveitarfélaginu
til að greiða dagmömmunni. Ef hún
ætlaði sér hins vegar að passa börn-
in sín sjálf fengi hún ekkeit greitt
og þess vegna valdi hún þessa Ijár-
hagslega hagkvæmu lausn. Hins veg-
ar má spytja hvort þetta sé gott fyrir-
komulag og eðlilegt íyrir konuna og
börnin hennar.
xxx
Upplýsingaþjónusta landbúnaðar-
ins gaf fyrir nokkfu út fjölritað-
an bækling þar sem er að finna skipu-
rit yfir landbúnaðarsamtök, síma-
númer samtaka, fyrirtækja og stofn-
ana í greininni, atriðisorðalista með
tilvísun á aðila sem íjalla um viðkom-
andi mál, kort yfir búmarkssvæði og
staðsetningu fyrirtækja, upplýsingar
um verksvið nokkurra aðila og orða-
safn með skýringum um nokkur hug-
tök.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
hversu mikill fengur er fyrir blaða-
menn og fleiri að uppsláttarriti sem
þessu og er framtak Upplýsingaþjón-
ustunnar lofsvert. Fullvirðisréttur er
eitt þeirra orða sem sífellt er verið
að tönnlast á og efast Víkveiji um
að mat'gir aðrir en sérfræðingámir
viti nákvæmlega hver þýðing orðsins
er. Með það í huga birtist hér skýr-
ing upplýsingaritsins á orðinu:
„Fullvirðisréttur - Framleiðsluk-
vóti, það afurðamagn sem bóndinn
fær fullvirði (fullt verð) fyrir. Heildar-
fullvirðisrétturinn er í raun aðallega
það magn afurða sem felst í búvöru-
samningum ríkis og bænda á tilteknu
tímabili. Allt landið hefur einn heild-
arfullvirðisrétt, sem skipt er á milli
búmarkssvæða og síðan bænda, mið-
að við framleiðslu þeirna á ákveðnu
viðmiðunartímabili. Fullvirðisrétti er
nú úthiutað í sauðfiárafurðum og
mjólk. Framleiði bóndinn yfir fullvirð-
isrétt, er hann kominn út fyrir samn-
ing milli Stéttarsambands bænda og
ríkisins um ákveðið hámark af búvör-
um á ári hveiju. Fullvirðisrétt hefur
verið hægt að leigja og selja. Einnig
er hægt að flytja hluta hans milli
ára.“
Við verðlagningu búvara koma
hinar og þessar nefndir til sögunnar.
Ætli menn viti muninn á fimm-
mannanefnd og sexmannanefnd? Sú
fyrr talda ákveður hámarkssmásölu-
verð þeirra búvara sem háðar eru
verðlagsákvæðum, en sexmanna-
nefndin ákveður heildsöluvei'ðið sam-
kvæmt upplýsingariti landbúnaðar-
ins.
4