Morgunblaðið - 02.11.1989, Síða 51

Morgunblaðið - 02.11.1989, Síða 51
r ^ rrj^ ,, -r-MA£vniL'I ri’ Wí'T T iJ- .,r... MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER'1989 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Morgunblaðið/Linden Félagar Ásgeirs fagna honum (númer 10) eftir að hann hafði skorað fyrra mark sitt og annað mark Stuttgart í gær — eftir aukaspymu; markið á myndinni að ofan. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA „Siggi,Siggi besti...“ - sungu áhorfendur á Neckar-leikvanginum þar sem Ásgeir gerði tvö mörk og lagði upp önnurtvö í 5:0 sigri Stuttgart gegn Zenit Arnórog félagar áfram ARNÓR Guðjohnsen og félagar í Anderlecht eru komnir í átta liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa. Anderlecht tapaði 2:1 gegn Barc- elona eftir framlengdan leik í gærkvöidi, en vann fyrri leikinn í Belgíu 2:0. Marc Van der Linden tryggði Anderlecht sæti . í 3. umferð, er hann skoraði í framlenging- unni. Gestirnir fengu reyndar upplagt tækifæri á 5. mínútu til að gulltryggja áframhaldandi þátt- töku, en Van der Linden skallaði framhjá úr opnu færi og skömmu síðar, er markvörður Barcelona varði frá Degryse og varnarmenn náðu að hreinsa. Roberto Fernandez fékk besta færi heimamanna í fyrri hálfleik, en skaut naumlega framhjá. 105 þúsund áhorfendur fengu loks tækifæri til að fagna í byrjun seinni hálfleiks, er Salinas, sem virtist vera að inissa jafnvægið, skoraði. Leikmenn And- erlecht höfðu varla jafnað sig eftir áfallið, er Begui- ristain bætti öðru marki við. Barcelona sótti stíft út hálfleikinn, en Henrik Andersen fékk besta færið 13 mínútum fyrir leiks- lok — skaut naumlega framhjá marki heimamanna. í framlengingunni voru leikmenn Barcelona nær útkeyrðir, en leikmenn Anderlecht voru mun hress- ari og þeim tókst ætlunarverkið. Arnór Guðjohnsen og félagar hans hjá Anderlecht gerðu góða ferð til Barcelona í gær, þar sem þeir tryggðu sér rétt til að leika í 8-Iiða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Ásgeir Sigurvinsson, í hvítum búningi á miðri mynd, horfir á eftir knettinum í netið hjá Zenit. Þetta var fyrra mark Ásgeirs í gær — markvörð- urinn á greinilega ekki möguleika á að verja fast skot hans. „Ekki alveg dauður úr öllum æðum!f< „ÞETTA gekk Ijómandi vel — vonum framar," sagði Ásgeir Sigurvinsson í samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi, eftir sigurinn á Zenit Leníngrad. Ásgeir lék frábærlega í gær; skoraði tvö glæsileg mörk og lagði uppönnurtvö. Asgeir sagði að sovéská liðið hefði ekki verið sannfærandi. „Þeir byijuðu þó kröftuglega, en eftir að við komumst í 1:0 var þetta búið hjá þeim. Við hefðum getað unnið enn stærri sigur — komumst í 5:0 snemma í seinni hálfleik og eftir það gáfust færi á að skora meira. En við megum ekki taka of mikið mark á þessum leik; úrslitin í honum hjálpa okkur ekkert í Bun- desligunni. Við leikum á móti sterk- ari liðum þar.“ Ásgeir var hógvær þrátt fyrir frammistöðu sína — „maður er ekki alveg dauður úr öllum æðum enn!“ sagði hann og bætti við: „ég velti framhaldinu þó ekki of mikið fyrir mér. Daninn Rasmussen er tilbúinn aftur; var á bekknum í kvöld, og Argentínumaðurinn Basualdo er í liðinu. Tveir útlendingar mega að- eins leika í einu, en ég verð þó að segja að ég óttast ekki að ég verði settur út á næstunni. Það er dýr- mætt að hafa skorað þessi tvö mörk nú — þegar ég er að vinna mig inn í liðið aftur,“ sagði Ásgeir, sem var nálægt því að skora þrennTi í leiknum. Hann átti þrumuskot í þverslá í fyrri hálfleiknum. ENGLAND Stórsigur Forest Wottingham Forest vann örugg- an sigur, 5:0, yfir Crystal Palace í ensku deildarbikarkeppn- inni í gærkvöldi. Steve Hodge skor- aði tvö mörk, Nigel Clough og Stu- art Pearce skoniðu eitt. Jeff Hopk- ins hjá Crystal Palace varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark í leiknum. „SIGGI, Siggi, þú ert sá besti“ sungu 15 þúsund áhorfendur á Neckar-leikvanginum í Stutt- gart ígærkvöldi, er heimamenn með Asgeir í broddi fylkingar unnu sovéska liðið Zenit 5:0 f Evrópukeppni félagsliða. m Asgeir var yfírburðaleikmaður á vellinum og kunnu áhorfend- ur svo sannarlega að meta snilli hans. Hann átti heimsklassaleik í annars góðu liði FráJóni Stuttgart; gerði tvö Halldórí mörk, lagði upp Garðarssyni önnur tvö, átti nokk- iV-Þýskalandi ur giæsj]eg þnjmu- skot að auki og mataði samheija sína óspart með góðum, löngum sendingum, sem sköpuðu ávallt hættu. „Það verður mikill missir af þessum sendingum, þegar Ás- geir hættir með Stuttgart," sagði fréttamaður sjónvarps, en leikurinn var í beinni útsendingu. Arie Haan, þjálfari Stuttgart, sagði fyrir leikinn að ef sínir menn spiluðu hraðan bolta, þá ætti Zenit enga möguleika, því sovésku leik- mennirnir virtust ekki vera í góðu úthaldi. Þetta gekk eftir. Stuttgart tók strax völdin í sínar hendur, Ásgeir var mikið á ferðinni og lagði upp tvö fyrstu færin. Á 27. mínútu gaf Schmáler fyrir frá hægri á Ásgeir, sem tók knött- inn á lofti og skaut viðstöðulaust. Markvörður Zenit varði, en hélt ekki boltanum og Fritz Walter fylgdi vel á eftir og skoraði. Gestimir fengu sína fyrstu hom- spyrnu á 37. mínútu, en tveimur mínútum síðar var Ásgeir me# þmmuskot af um 20 metra færi, en boltinn fór í slá. Skömmu síðar gerði hann annað mark Stuttgart af 22 metra færi. Hartmann renndi á Ásgeir úr aukaspyrnu og Ásgeir skaut í stöng og inn. Allgöwer gerði þriðja markið eft- ir sendingu frá Walter og á 45. mínútu skaut Walter framhjá úr dauðafæri. Á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks geystist Ásgeir upp völlinn. „Siggi, Siggi“ hrópuðu ákafir áhorfendur og Ásgeir brást ekki; negldi af 20 metra færi — 4:0. Buchwald gerði síðan fimmta markið í byijun seinni hálfleiks eft- ir hornspyrnu Ásgeirs, en eftir það tóku heimamenn lífinu með ró án þess að missa tökin á leiknum. HANDBOLTI Valur lagði kvennalands- lið Tanzaníu Valsstúlkurnar, sem leika í 1. - deild, sigruðu landslið Tanz- aníu í Valsheimilinu í gærkvöldi, 29:26. Afrísku stúlkumar höfðu yfir í leikhléi, 13:12. Þær eru stadd- ar hér á landi í æfinga- og keppnis- fei-ð og mæta íslenska landsliðinu tvívegis um helgina, á laugardag og sunnudag. AUKASEÐILL GETRAUNA: 111 111 X 1 1 111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.