Morgunblaðið - 23.11.1989, Page 4

Morgunblaðið - 23.11.1989, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989 Skuldbreytingar undirbúnar til flögurra fískeldisfyrirtækja Atvmnutryggingarsj óður: Stjórn sjóðsins fullskipuð HJÁ atvinnutryggingarsjóði er nú verið að undirbúa skuldbreytingalán til Ijögurra fískeldisfyrirtækja. Heildarupphæðin er um 150 milljónir, að sögn Gunnars Hilmarssonar stjórnarformanns sjóðsins. Gunnar sagði við Morgunblaðið, Stjórn atvinnutryggingarsjóðs er að endanleg afgreiðsla réðist af því nú-erðin fullskipuð. Samkvæmt lög- hvort tækist að útvega veð sem upp- um um sjóðinn skipar forsætisráð- fylli reglur sjóðsins, en þessi fyrir- - herra stjórnarformann og 7 stjómar- tæki væru veðþröng. Einnig yrði leit- menn í viðbót, þar af 4 eftir til- að eftir veðleyfum hjá lánardrottnum nefningu ráðherra og 3 að höfðu fiskeldisstöðvanna. samráði við þingflokka. Þingflokkum Sigluflörður: 8 þús. tonn loðnu á land Siglufirði. LANDAÐ hefúr verið tæplega 8 þúsund tonnum af loðnu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufírði á þessari vertíð. Þar af lönduðu Albert, Skarðsvík, Fífill og Bjarni Olafsson 2.200 tonnum í gær, miðvikudag. Mikil straumur hefur verið á mið- unum við Kolbeinsey að undanförnu og lítil veiði en 10-15 skip eru á miðunum. Búið var að tilkynna um veiðar á 190.732 tonnum 30. nóvem- ber í fyrra en veitt var samtals 311.431 tonn af loðnu á síðustu haustvertíð. Matthías stjórnarandstöðunnar var á sínum tíma boðið að .tilnefna þessa 3 full- trúa en því var hafnað. í þessi sæti hafa nú verið skipaðir Guðmundur Sigurðsson skrifstofu- stjóri Meitilsins í Þorlákshöfn, til- nefndur af Borgaraflokknum, en varamaður Guðmundar er Snorri J. Ólafsson forstjóri í Ölfusi; Páll Gú- stafsson framkvæmdastjóri ísno, sem kemur úr röðum fiskeldismanna, og varamaður hans er Össur Skarp- héðinsson aðstoðarforstjóri Reykví- skrar endurtryggingar; og Drífa Sigfúsdóttur bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Keflavík, en vara- maður hennar er Ingibjörg Pálma- dóttir forseti bæjarstjórnar á Akra- nesi. Þá hefur Björn Björnsson banka- stjóri óskað eftir að vera leystur frá störfum í stjóm sjóðsins vegna anna. í stað hans hefur verið skipaður Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins og varamað- ur hans er Ingjaldur Hannibalsson forstjóri Útflutningsráðs. VEÐURHORFUR íDAG, 23. NÓVEMBER. YFIRLIT í GÆR: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.030 mb. hæð, en lægðardrag fyrir nórðan land þokast suðaustur. Við suðurströndina er 1.032 mb. hæð, sem hreyfist hægt suðaustur. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, gola eða kaldi og vægt frost um land allt. Dálítil él við norðurströndina, en úrkomulaust og öllu bjart- ara veður sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG.Vestlæg átt og heldur hlýnandi um mest allt land. Skýjað og dálítil súld við suður- og vesturströndina og á annesjum norðanlands, en þurrt og öllu bjart- ara veður í öðrum landshlutum. Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / 10° Hrtastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir = Þoka = Þokumóða * / * r * r * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * afrenningur jmuveður Vfl VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 skýjað Reykjavík 2 alskýjað Björgvin 3 léttskýjað Hetsinki +2 snjókoma Kaupmannah. 4 léttskýjað Narssarssuaq 9 alskýjað Nuuk 2 skýjað Ósló 3 léttskýjað Stokkhólmur +1 snjóél Þórshöfn 2 hálfskýjað Algarve 17 rigning Amsterdam 8 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Berlfn 1 þokumóða Chicago +2 snjókoma Feneyjar 8 rigning Frankfurt 5 rigning / Glasgow 6 hálfskýjað Hamborg 5 léttskýjað Las Palmas vantar London 9 léttskýjað Los Angeles 15 þokumóða Lúxemborg 5 hálfskýjað Madríd . vantar Malaga 14 rigning Mallorca 18 skýjað Montreal +12 léttskýjað New Vork +3 léttskýjað Orlando 16 þoka Paris 8 skýjað Róm 16 skúr Vín +1 þoka Washington +1 skýjað Winnipeg +18 léttskýjað Morgunblaðið/Reuter Aneta Kreglicka frá Póllandi, Ungfrú heimur 1989, ásamt Leanna Caputo frá Kanada (t.h.) sem hafnaði í 2. sæti og Monica Mejia (t.v.) frá Kól- umbíu, sem varð í þriðja sæti. Á innfelldu myndinni gengur Hugrún Linda Guðmundsdóttir inn á sviðið í keppninni. Stúlka frá Póllandi Ungfrú heimur: Hugrún Linda koirist ekki í úrslit ANETA Kreglicka, 24 ára stúlka frá Póllandi, var kjörin Ungfrú heimur 1989 í gær í Hong Kong. Fegurðardrottning Islands, Hugr- ún Linda Guðmundsdóttir, komst ekki í úrslit. Kreglicka fær um hálfa milljón króna í verðlaun og samning sem færir henni rúmlega 2,5 milljónir í tekjur á næsta ári. Hún tók við kórónunni af Lindu Pétursdóttur, sem var kjörin Ungfrú heimur í fyrra. Leanne Caputo, 23 ára stúlka frá Kanada, hafnaði í 2. sæti og hin tvítuga fegurðardrottnig Kól- umbíu, Monica Mejia, hafnaði í 3. sæti. Hugrún var ekki meðal tiu efstu í keppninni en fyrir keppnina var hún talin eiga góða möguleika ásamt fegurðardrottningum frá Sovétríkjunum og Hong Kong sem komust heldur ekki í úrslit. Engin stúlka frá Norðurlöndum komst í 10 stúlkna úrslit. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra: Rammasamningnr verði ekki ræddur fyrr en síldarsala er ljós JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra segist vera sammála utanríkisráð- herra um að rétt sé að íslenska viðskiptasendinefndin í Moskvu ræði aðeins síldarsölumál við Sovétmenn, þar til niðurstaða liggi fyrir í því. „Þetta finnst mér bæði skiljanlegt og eðlilegt, því við þurfum að fá úrslit í þessu máli,“ sagði viðskiptaráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gær. Jón sagðist telja mjög mikilvægt að síldarsölumálið væri frá, áður en farið væri að ræða fyrirkomulag við- skipta íslands og Sovétríkjanna síðar. „Tengslin milli viðskiptanna í báðar áttir er rammasamkomulagið sem nú á að fara að ræða fyrir árin 1991 til 1995. Það var ráðgert að í þessari för ræddu aðilar það og færu yfir reynsluna af viðskiptunum á þessu ári og næsta ári, hvernig menn vildu hafa fyrirkomulag viðskiptanna eftir árið 1990,“ sagði Jón. Fiskveiðasjóður ræðir við Odda og Sæhamar Fiskveiðasjóður ætlar að ræða við þá tvo aðila, sem buðu í Hrað- frystihús Patreksfjarðar og skipið Patrek, en sjóðurinn hefur hafnað báðum tilboðunum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru tilboðin tvö svipuð. Annað átti Oddi hf. á Vestmannaeyjum. Fiskveiðasjóður auglýsti húsið og skipið til sölu saman, en hafnaði báðum tilboðunum sem bárust. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins átti Oddi hf. á Patreksfirði annað tilboðið, en hitt Sæhamar hf. í Vest- mannaeyjum. Már Elísson, forstjóri Fiskveiðasjóðs, vildi í gær ekki tjá sig um framhaldið, en sagði málið verða athugað nánar í þessari viku. Patreksfirði, en hitt Sæhamar hf. í Sæhamar hf., sem er í eigu fimm útgerða i Vestmannaeyjum, gerir út skipin Guðrúnu og Sigurborgu. Heimildir Morgunblaðsins herma að forráðamenn Sæhamars hafi sér- staklega áhuga á að eignast Patrek, en útiloki þó ekki að reka frystihúsið sjálfir, ákveði Fiskveiðasjóður að semjajnð þá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.