Morgunblaðið - 23.11.1989, Side 21

Morgunblaðið - 23.11.1989, Side 21
MQp,UI)IB,LApiÐ FIMMTUDAGUR..23. NÓVEMBEK ,1989 21 Boðum verkfall ef við þurfiim - segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra símamanna „Yið eru baráttuglöð hér hjá símamannafélaginu. Eg er ánægð með að við skulum vera búin að undirbúa kröfugerð og leggja hana fram, en mér líst ekkert vel á viðsemjendur okkar frekar en fyrri daginn. Þeir eru dálítið tregir I taumi og virðast ekki búnir að átta sig á því að það er komið að því að semja við okkur á ný,“ sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra símamanna, aðspurð um hvernig henni iitist á þær samningaviðræður sem nú færu í hönd, en Bandalag starfsmanna ríkis og bæja er með lausa samninga um mánaðamótin. L Morgunblaðið/Árni Sæberg Taflfélag Reykjavíkur hefúr tekið í notkun nýtt félagsheimili við Faxafen 12. Skákklukkur, klukka og myndir voru meðal gjafa sem félaginu barst þegar heimilið var vígt. Taflfélag Reykjavíkur opnar nýtt félagsheimili TAFLFÉLAG Reykjavíkur hefur tekið í notkun nýtt félagsheimili við Faxafen 12 en þar keypti félagið ásamt Skáksambandi íslands um 1200 fermetra húsnæði. Þar af á félgið 930 fermetra. Áætlaður kostnaður við húsnæðið fullbúið eru rúmar 50 milljónir króna. Hún sagði að að það væri hróp- andi mismunur á launum manna sem ynnu hlið við hlið eftir því hvort þeir væru í Rafiðnaðarsam- bandinu eða FÍS. Félögum í Rafiðn- aðarsambandinu væri borgað betur en félögum í FÍS og ríkið bæri við lífeyrisréttindunum, en það þýddi ekki lengur. Þetta væri bara gert til þess að halda þeim niðri. Stað- reyndin væri að það væri borgað mismunandi eftir stéttarfélögum. Verslunarráð mót- mælir jöfimnargjaldi: Brot á fríversl- unarsamn- ingum við EFTA og EB - segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmd- astjóri VÍ VÉRSLUNARRÁÐ íslands hefúr sent Ólafí Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra mótmæli vegna áforma um að afla ríkis- sjóði 500 milljóna króna tekna á næsta ári með álagningu 5% jöfh- unargjalds af innflutningi. „Þetta jöfnunargjald er brot á fríversl- unarsamningum okkar við EFTA og Evrópubandalagið eftir að virðisaukaskattur verður tekinn upp um áramót,“ sagir Vilhjálm- ur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs. í bréfi VÍ til ráðherra segir að jöfnunargjald hafi upphaflega verið \a,gt á til að jafna samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda vegna upp- söfnunaráhrifa söluskattsins og tekjur af gjaldinu hafi verið notaðar til að standa undir endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti til útflutn- ingsgreina. Við upptöku virðisauka- skatts sé uppsöfnunaráhrifum eytt sjálfkrafa. „Þá verður jöfnunargjald að hreinum verndartolli sem sam- ræmist alls ekki hagsmunum þjóð- arinnar," segir í bréfinu. Varað er við því, að jöfnunar- gjaldið geti stefnt íslenskum hags- munum í tvísýnu, meðal annars í samningaviðræðum um fríverslun með fisk. Þá segir í bréfi VÍ að jöfnunar- gjaldið muni virka sem gengisföls- unartæki með því að búa til bil á milli þess verðs fyrir gjaldeyri sem innflytjandi þarf að greiða fyrir innflutning sinn og þess verðs sem útflytjandi fær fyrir útflutning sinn. „Með jöfnunargjaldi í virðisaúka- skattskerfi er gengi krónunnar einnig falsað á hliðstæðan hátt og gert hefur verið með uppbótum úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins á frystar sjávarafurðir hin síðari misseri," segir í bréfinu, og „áfram- haldandi álagning jöfnunargjalds- ins stuðlar þannig að óeðlilega háu raungengi krónunnar.“ tt Ármúla 29 símar 38640 - 686100 P. ÞORGRÍMSSON & CO Armstrong LDFTAPLDTUR KORk'D PIAS5T GÓLFFLÍSAR 'SyÁRMAPLAST EINANGRUN GLERULL STEINULL Þannig hefði maður í öðru félagi innan BSRB sótt eftir breytingu á launum sínum og honum hefði verið sagt að hann gæti fengið breytingu ef hann gengi í félag sem væri innan vébanda Bandalags háskóla- manna. Þetta ástand væri óþolandi. „Við erum tilbúin í aðgerðir með mjög stuttum fyrirvara. Ef okkur sýnist staðan vera þannig að við þurfum að boða verkfall þá munum við gera það,“ sagði Ragnhildur. Aðspurð sagðist hún ekki útiloka verkfall fyrir jól, ef nauðsyn krefði. Búið væri að vinna alla undirbún- ingsvinnu vegna atkvæðagreiðslu um verkfali, þannig að það væri hægt að vinna það mjög hratt ef til kæmi. „Það þýðir ekkert að hundsa okkur lengur. Við látum ekkert aftra okkur. Ef það verður ekki talað við okkur í fullri alvöru lítum við á það sem vilja þeirra um harðari aðgerðir.". Að sögn Jóns Briem formanns Taflfélags Reykjavíkur, munu öll alþjóðleg skákmót verða haldin í félagsheimilinu í framtíðinni auk annarra skákmóta. Strax að lokinni vígslu fór fram skákmót með þát- töku 200 skákmanna og um kvöld- ið hófs deildarkeppni Skáksam- bands Islands, sem stóð alla helg- ina. I félagsheimilinu eru þrír skák- salir og rúmar sá stærsti 160 manns að tafli og er hægt að tengja hann öðrum sal sem tekur 80 manns. Þriðji salurinn rúmar 40 manns. Þá eru þrjár skrifstofur fyrir félagið, aðstaða fyrir veitinga- rekstur og húsvarðaríbúð. Félagar í Taflfélagi Reykjavíkur era um 550. Jóla markcaáur Vörumarkaóur allt árió E , ■UUOCAWO \mmmm Ný|ar vorur Bókamarkaður Hljómplötur og s ■ k- i ■ f.-.a-_n geisladiskar Kápur, úlpur, buxur, blússur, jakkar, pils, krumpugallar, jogginggallar, barnafatnaður, skyrtur, sokkar, nærfatnaöur, kaffi- og matarstell, glös og hnífapör og margt, margt fleira. Við erum í VERSLUNARMIDSTÖÐ VESTURBJEJAR HRINGBRAUT 121 rafsúo vesturbæjar hf. Búsáhöld og gjafavörur JL /MIKUG4RDUR % RAKARA- 0G HARGREIÐSLUSTOFAN 8olulurn í iL-liúsinu C^jy GREIFLW HUSHLUTIR HF. sími 625045 HRINGBRAUT 119 0 22077 Opið til kl. 22.00 öll kvöld. ÓSKABLÓMIÐ S. 625880 PIZZA-RAMI s. 21066 Vídeoleiga og sölutum s. 17620 Jjpeimvílafeari BAKARl K£X4DITQRI KAFFl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.