Morgunblaðið - 23.11.1989, Page 24

Morgunblaðið - 23.11.1989, Page 24
24 MORGUN | .0«9’ 703*' KjúPot 450t' k G*stt 1.2 8®»' s^' HREINDÝRAKJÖT ÍÖRVALI Allt svínakjot á tilboösverði! * Urvals nautakjöt Aöeins UNI ALIKÁLFAKJÖT KYNNINGARVERD KJÖT EROKKAR SÉRGREIN TILBOÐ! 1/1 kokteilávextir ..119,- 1/1 perur.107,- Bleyjur, pr. stk.11,90 BÖKUHARVÖRUR ÍÚRVALI VÖRUKYNNINGAR Reuter 500 milljónir á kjörskrá ílndlandi Nær 500 milljónir manna eru á kjörskrá í fjöl- mennasta lýðræðisríki heims, Indlandi, en þar hófúst þingkosningar í gær og lýkur á sunnu- dag. Futlvíst er talið að Kongressflokkur Rajivs Gandhis forsætisráðherra tapi miklu fylgi. Flest- ar skoðanakannanir gefa til kynna að flokkurinn glati meirihluta á þingi en stærsty sfjórnarand- stöðuflokkarnir hafa myndað kosningabandalag gegn Gandhi. Á myndinni sést einn stuðnings- manna forsætisráðherrans reka áróður af fílsbaki i Bombay og er hátalarakerfí komið fyr- ir á dýrinu. Sjónvarpað frá breska þinginu: Þingmönnum líkt við ósiðaða skólastráka Ráðherrar sjást blunda og kæfa geispa London. Reuter. BRESK dagblöð voru flest sam- mála um að fyrstu sjónvarps- sendingar frá neðri deild þings- ins, sem fóru fram á þriðjudag, hefðu verið leiðinlegar. Á mynd í Today sást John Major Ijármála- ráðherra kæfa geispa og Geof- frey Howe aðstoðarforsætisráð- herra beinlínis blunda meðan á ræðu Margaret Thatcher forsæt- isráðherra stóð. Æsifréttablað- inu The Sun fannst þingmanna- hópurinn minna á ógeðfellda og uppivöðslusama skólastráka. Thatcher var klædd blárri dragt en flestar konur í þingmannahópn- um höfðu farið að ráðum sjón- varpsráðgjafa og voru rauðklæddar Kr. 22.900* Þú þarft ekki að eiga afruglara til þess að eignast ódýrt og gott sjónvarp. Við bjóðum úrvals 14 tommu litsjónvörp á hreint frábæru verði. *stgr. «»680168 WUMM' 0 SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MiKLAGARÐ til að vekja meiri athygli en ella. Guardian kvartaði yfir því að Thatcher hefði sést brosa til stjóm- arandstæðinga; þetta hefði alls ekki verið hin eina, sanna Thatcher. „Hr. Kinnock sást beija hnefunum út í loftið, slá í borðið og halla sér nokkrum sinnum fram eins og hann ætlaði sér að velta því um koll,“ sagðj Guardian enn fremur og taldi sjónvarpsmenn hafa einbeitt sér að því að sýna kæki og tilgerð ýmissa þingmanna. Sjónvarpsmönnum eru settar strangar reglur um útsendingarnar. Aldrei má láta mynd ræðumanns fylla alveg út í skjáinn meðan hann talar, aðeins sýna efri hluta líkama hans og alls ekki viðbrögð annarra þingmanna við máli viðkomandi ræðumanns. Komi til hávaða í saln- um má aðeins sýna þingforseta meðan hann er að stilla til friðar en ekki ólátabelgina sjálfa. Mörg blöð voru hvassyrt um hegðun þingmanna og sögðu þá greinilega ekki hafa neinn skilning á því hve miklu máli framkoma skipti í sjónvarpi. Gagnrýnandi æsi- fréttablaðsins The Sun, Nina Myskow, sagði: „Það var hryllilegt að sjá alla þessa sjálfsánægðu, hold- ugu og kauðalega búnu hrokagikki hlæja stórkarlalega og reka upp gelt eins og ofvaxnir skólastrákar sem eru nýbúnir að éta yfir sig.“ Hún líkti ráðherrum við auðsveipa hvolpa að baki Thatcher með einni undantekningu; Geoffrey Howe minnti meira á tinandi rollu. Ekki voru öll blöðin svona óán- ægð. The Daily Mail sagði: „Stund- um var þetta vandræðalegt, stund- um alveg ótrúlegt en næstum því aldrei leiðinlegt." The Financial Times sagði ljóst að hvernig sem fólki hefði líkað þetta myndi útsend- ingunum verða haldið áfram. Um 60 manns sjá um sjónvarps- sendingarnar fyrir breska ríkisút- varpið, BBC. Blaðið Today sagði 4.000 manns hafa hringt til blaðs- ins til að kvarta yfir því að einka- sjónvarpsstöð felldi niður vinsælan spurningaþátt og sýndi frá þinginu í staðinn. Ungveijaland: Lugu til um skuldirnar Fyrrum varnarmála- ráðherra uppvís að mikilli spillingu Búdapest. Reuter. UNGVERJAR hafa logið til um erlendar skuldir sínar í rúman áratug vegna samningavið- ræðna við erlendar lánastofiian- ir, að því er Miklos Nemeth, forsætisráðherra Ungverja- lands, hélt fram í þingræðú í fyrradag. Fyrrum varnarmála- ráðherra landsins hefiir afsalað sér hershöfðingjatign eftir að greint hafði verið frá því að hann hefði séð samstarfsmönn- um sínum fyrir nuddstofum, sér- stökum veitingahúsum og ýms- um hlunnindum og lifað sjálfur í miklum munaði á kostnað ríkisins. Nemeth sagði að Ungveijar myndu skulda rúma 20 milljarða Bandaríkjadollara, eða rúmlega 1.200 milljarða ísl. króna, í árslok. Munu þær þá hafa hækkað um rúma tvo milljarða dollara frá í ágúst. Gagnrýndi Nemeth stjórn- málaráð kommúnistaflokksins fyr- ir að birta ekki réttar tölur um erlendar skuldir Ungveija er Janos Kadar, fyrrum leiðtogi landsins, var settur af fyrir hálfu öðru ári. Ungverskur ofursti, Imre Ba- kor, hefur ritað bók þar sem hann heldur því fram að Lajos Czinege, sem var varnarmálaráðherra á árunum 1960-84, hafi verið per- sónugervingur hins spillta stjórn- málamanns, skammsýnn og hégó- magjarn, og hafi dregið taum ætt- menna og vina við stöðuveitingar og fleira. Hann hafi komið upp sérstökum veitingahúsum, nudd- stofum og hvíldarherbergjum með ísskápum, sjónvörpum og ýmsum þægindum fyrir sig og samstarfs- menn sína. Þá hafi hann látið her- menn afgirða svæði þar sem hann stundaði veiðar, auk þess seni hann hafi reist orlofshús víðs veg- ar um landið og haft glæsibifreið- ar, þyrlur og flugvélar til eigin nota - allt á kostnað ríkisins. Flokksleið- toga í Len- íngrad vik- ið úr starfi Moskvu. Reuter. LEIÐTOGA sovéska kommún- istaflokksins í Leníngrad, næst stærstu borg Sovétríkjanna, hefur verið vikið úr starfi. Dag- blaðið Pravda skýrði frá þessu í gær en á þriðjudag var anná- laður harðlínumaður, Lev Zaj- kov, settur af sem formaður Moskvudeildar flokksins. Flokksdeildin í Leníngrad kom saman til fundar í gær og var þá ákveðið að víkja Anatolíj Ger- asímov úr embætti. Við starfi hans hefur tekið Borís Gídaspov, sem áður gegndi embætti formanns flokksdeildarinnar í Leníngrad- héraði. Er hann sagður njóta um- talsverðra vinsælda meðal almenn- ings. Bæjar- og sveitastjórnarkosn- ingar fara fram í Sovétríkjunum í marsmánuði á næsta ári og er litið svo á að með brottrekstri þeirra Gerasímovs og Zajkovs vilji ráðamenn í Moskvu bæta ímynd flokksins en almenningur hafnaði mörgum þekktum flokksbroddum er kosið var til hins nýja fulltrúa- þings Sovétríkjanna nú í vor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.