Morgunblaðið - 23.11.1989, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.11.1989, Qupperneq 25
MOHGy.NBLAÐIt) FIMMTL’DAGUR ?3. NQVEMBER .1989 Keuter Svissneskir hermenn á æfingu. Svisslendingar taka afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag hvort leggja eigi her- inn niður. Kosið um herinn og hraðatakmörk í Sviss Ziirich. Frá Önnu Bjamadóttur, íréttaritara Morgunblaósins. SVISSNESKA þjóðin tekur afstöðu til svissneska hersins á sunnu- dag. 111.300 manns skrifuðu fyrir þremur árum undir kröfu um að herinn yrði iagður niður og þjóðin ræki víðtæka friðarpólitík í framtíðinni og nú verður gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um máiið. Herandstæðingar eru ekki taldir eiga neinn möguleika á sigri. En úrslitanna er þó beðið með eftirvæntingu. Það þykir fróð- legt að sjá hversu margir láta verða af því að kjósa í þetta sinn og hvort 20 eða 30% þeirra eru á móti hernum. ■Allir heilbrigðir, svissneskir karlmenn gegna herskyldu í þijátíu ár. Þeir eru kvaddir í 17 vikna grunnþjálfun á 20. aldursári og síðan af og til í endurþjálfun í nokkrar vikur í senn fram til fimmtugs. Þeir sem stefna ekki á foringjanafnbót og láta sér lág- marks herskyldu nægja eyða sam- tals um einu ári í hernum. Hann er skipaður 625.000 mönnum en milli 20 og 40 þúsund eru starf- andi í honum hverju sinni. Herandstæðingar álíta herinn gagnslausan. Þeir telja ólíklegt að Svisslendingar myndu lifa af styij- öld í Evrópu og efast um að varn- ir hersins myndu koma að nokkr- um notum. Þeir vilja því að þjóðin sýni gott fordæmi í afvopnunar- málum og leggi niður vopn. Þann- ig myndu milljarðar franka spar- ast sem mætti nýta til að efla lífey- riskerfið, umhverfisvemd og fá- tækrahjálp heima fyrir og í þriðja heiminum. Svissneski herinn kost- ar þjóðina um 7,5 milljarða sv. franka (270 milljarða ísl. kr.) á ári, þar af borgar ríkissjóður 5 milljarða (180 miiljarða ísl. kr.) en það eru um 1,9% af heildar- framleiðslu þjóðarbúsins. Kaspar Villiger varnarmálaráð- herra og aðrir stuðningsmenn hersins telja hann bráðnauðsyn- legan. Þeir segja að án hans geti þjóðin ekki haldið hlutleysisstefnu sinni. En Villiger telur umræðuna sem þjóðaratkvæðagreiðslan kom af stað gagnlega og margt megi læra af henni. Þjóðin ákveður sama dag hvort hraðatakmörk fyrir bifreiðar verði skráð í stjórnarskrána. Hámarks- hraði var íækkaður úr 130 km/klst á hraðbrautum í 120 km/klst og 100 km/klst á þjóðvegum í 80 km/klst fyrir fjórum árum til að draga úr loftmengun sem ógnar lífi skóga. Mörgum þótti þetta gróf aðför að bifreiðaeigendum. 256.207 manns skrifuðu undir kröfu um að hærri takmörkin, 130/100, verði lögleidd. Þeir benda á að æ fleiri bifreiðar séu búnar hreinsitækjum sem dragi úr loftmengun og ökuhraði skipti því litlu máli. En þjóðþingið og ríkisstjórnin telja að þjóðin þurfi ekki að aka hraðar en 120/80. Moskvufréttir: Innrásin í Tékkóslóv- akíu árið 1968 fordæmd Moskvu. Reuter. ÞEKKTUR sovéskur rithöfúndur og þingmaður, Danííl Granín, hefúr fordæmt harðlega innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu árið 1968 og kvað hana hafa orðið til þess að stalínistum hefði tekist að koma í veg fyrir umbætur í landinu í tvo áratugi. Birt var opið bréf frá þingmann- inum í vikublaðinu Moskvufréttum og var þar með bundinn endi tveggja áratuga þögn yfir innrás- inni í sovéskum fjölmiðlum í tvo áratugi. „Beitt var hervaldi til að stöðva tilraunir Tékka til að koma á komm- únisma með mannlegri ásjónu,“ rit- ar Granín, sem hefur hlotið fjöl- margar viðurkenningar fyrir rit- störf sín. „Þetta var fyrsta per- estrojkan í kommúnistaríkjunum og við bældum hana niður,“ bætir hann við. Skrif Graníns eru í algjörri and- stöðu við afstöðu Prövdu, málgagns sovéska kommúnistaflokksins, sem hefur haldið því fram að umbóta- sinnarnir í Tékkóslóvakíu árið 1968 hafi gerst sekir um gagnbyltingu og innrás Varsjárbandalagsins hafi verið gerð til afstýra því að vest- rænir „heimsvaldasinnar" legðu landið undir sig. Svo virðist sem Sovétmenn vilji nú knýja á tékknesk stjórnvöld um að koma á umbótura. Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseti sagði við kanadíska blaðamenn á þriðjudag að lgiðtogar kommúnistaríkjanna hefðu ekki lagt rétt mat á ýmsa atburði sögunnar og að brýnt væri að koma á umbótum sem fyrst. UÓSMYNDA- ALBÚM frá Múlalundi... ... vel geymdar verða minningarnar enn ánægjulegri. Múlalundur & 10 2 s o i Sí J Electrolux Allt aó 30% afsláttur útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! m Vtirumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440 Komdu i Kringluna ó óvenjulega símasýningu Fósts og símo Þér er hér með boðið á símasýningu Pósts og síma dagana 22. til 25. nóvember á 2. hæð í Kringlunni. I Við verðum með nýja og fullkomna síma og símsvara til sýnis og sölu og þú færð að vita allt um Sérþjónustu í stafræna símakerfinu og Almenna gagnaflutningsnetið. Komdu á símadaga í Kringlunni 22. til 25. nóvember. Þú hefúr Jk 8 8aman PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin. III

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.