Morgunblaðið - 23.11.1989, Page 33

Morgunblaðið - 23.11.1989, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989 33 Hljómsveitin Bad Manners. ■ TÓNLEIKAR verða haldnir i kjallara veitingahússins Keisarinn í kvöld. Fram koma hljómsveitirnar Daisy Hill Puppy Farm, Reptilic- us og Wapp. Einnig munu Gunnar L. Hjálmarsson og Birgir Bald- ursson skemmta. Aðgangseyrir verður kr. 500. ■ MÁL VERKAS ÝNING Temmu Bell var opnuð í Gallerí Borg fimmtudaginn 16. nóvember. Fjölmenni var við opnunina og seld- ust 20 myndir fyrsta hálftímann. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 28. nóvember. Gallerí Borg er opið virka daga frá klukkan 10—18 og um helgar frá 14—18. Aðgangur er ókeypis. Kuldastígvél Kr. 3.690.- Efni: Leður Litur: Svart . Stærðir: 36-41 KÓP Kringlunni 8-12, sími 686062 Bad Manners í Holly- wood og Sjallanum BRESKA hljómsveitin Bad Manners, sem leikur svokallaða skatónlist, er væntanleg hingað og leikur á þrennum tónleikum; í Sjallanum á Akureyri og í Holly- wood. Alls kom Bad Manners tólf lögum inn á vinsældalista í Bretlandi, frá því sveitin var stofnuð sem rytma- blússveit í Lundúnum 1976. 1980 tók söngvarinn Buster Bloodvessel við stjórn sveitarinnar og mótaði hana sem skasveit. Á árunum 1980 til 1986 kom sveitin tólf lögum og fimm breiðskífum inn á vinsælda- lista. Á meðal laganna eru Special Brew, Lip up Fatty og Can-Can. Sveitin brá sér í hljóðver snemma á þessu ári og sendi frá sér breið- skífuna Return of the Ugly í sum- ar. Einnig er væntanleg safnplata með vinsældalistalögunum tólf. Bad Manners leikur í kvöld í Sjallanum á Akureyri og í Holly- wood föstudags- og laugardags- kvöld. Ný hjálparsamtök útvega fyrstu íbúðina HJÁLPARSAMTÖKIN Móðir og barn vinna á félagslégan hátt að velferð barnshafandi kvenna, einstæðra mæðra og barna þeirra, fyrst og fremst með hús- næðisaðstoð. Samtökin hafa út- vegað fyrsta skjólstæðingi sínum íbúð til umráða og munu niður- greiða leigugjald. í frétt frá samtökunum, sem nýlega hófu starfsemi, segir að til lengri tíma sé markmið samtakanna að koma á mæðraheimili í eigin húsnæði, enda þörf fyrir slíkt heim- ili augljós og knýjandi. Kannanir bendi til að ótryggt húsnæði og há leigugjöld séu stærsta vandamál einstæðra foreldra. í byrjun verði starfsemi Móður og barns í leigu- húsnæði og komi þá bæði einstakl- ingsíbúðir og sambýli til greina. Stofnunin mun greiða niður að verulegu leyti leigu á íbúðum og liðsinna mæðrum á margvíslegan hátt. Á næstunni verður unnið að því að fá fleiri íbúðir á leigu á sann- gjörnum kjörum. Allt starf samtakanna er unnið í sjálfboðavinnu. Á næstunni mun stjórn Móður og barns leita til al- mennings og stjórnvalda um stuðn- ing við málefnið. Stjórn Móður og barns skipa: Elínborg Lárusdóttir, Þórsteinn Ragnarsson, Jón Valur Jensson, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Gyða Jóhannsdóttir og Kristinn Ágúst Friðfinnsson. 40 grömm af hassi fundust LÖGREGLAN á Neskaupstað fann um helgina tæp 40 grömm af hassi við leit í húsi einu í bænum. Þrír menn voru vegna þessa í • haldi lögreglu eina nótt. Málið er nú talið upplýst og verða átta manns á kæruskrá vegna þess, að sögn Ólafs K. Ólafssonar bæjarfógeta. Við rannsókn kom í ljós að efnið var keypt hérlendis. Átta manns játuðu að hafa haft efnið eða hluta þess um hönd. Nokkrir þeirra hafa áður komið við sögú fíkniefnámála hérlendis.. Málinu verður lokið með dómsátt í sakadómi á Neskaupstað. HUGBÚNAOUR OPID HUS LAUGARDAGINN 25. NÓVEMBER FRÁ KL. 10-16 NOTENDUR: Við bjóðum sérstaklega velkomna nýja og eldri notendur ALLT - hugbúnaðar. Við sýnum heild- arlausn með VIRÐISAUKASKATTI og áramótavinnslum. KENNSLA: Dagana 27.-29. nóvember höldum við nám- skeið í fjárhags- og viðskiptabókhaldi fyrir byrjendur. Skráning stendur yfir í síma 91-687969. * þekking hf., FOSSHÁLSI 17-25, REYKJAVÍK, SÍMI91 -687969. 13250 • Innifalið í verði: • Stór skál • Hakkavél • Þeytari • Blandari • Hnoðari • Spaði • Grænmetis I kvörn Philips Maxim eldhúsvélin þarf litla utanaðkomandi hjálp. Öflug hrærivél, grænmetiskvörn, hakkavél og blandari. Fjölhæfni Philips Maxim eru lítil takmörk sett. <ö> Heimilistæki hf Sætúni8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SÍML69 15 25 SÍML69 15 20 í SOtHMUjMHt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.