Morgunblaðið - 23.11.1989, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 23.11.1989, Qupperneq 45
MORtUjWBLAÐÍÖ PlMMTöDÁGUR 23. NÓVEMBER' 1989 4*5 Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Haraldur Stefánsson, slökkviliðs- stjóri, tekur áinóti viðurkenning'- unni frá Chris Short kapteini. VARNARLIÐIÐ Þakkir fyrir slökkvistörf Vogum. Flugmaður F-15 orrustuþotu varnarliðsins afhenti nýlega Haraldi Stefánssyni, slökkviliðs- stjóra á Keflavkurflugvelli, viður- kenningu með þakklæti til slökkvi- liðsins sérstaklega fyrir vel unnin störf er eldur kom upp í flugvél hans á vellinum nýlega. FESTINGARJÁRN FYRIf! BURÐARVIRKI Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 SKAGASTRÖND Opin vika í grunn- skólanum Mikil sköpunargleði og fjör ríkti í Höfðaskóla vikuna 6.-12. nóvember. Þá var haldin í skólanum opin vika þar sem nem- endur fengust við ýmis verkefni sem ekki eru á hefðbundinni stundaskrá. Krakkarnir völdu sér viðfangs- efni eftir áhugasviðum en megin þema opnu vikunnar var 50 ára afmæli Höfðahrepps og skólahalds þar. Unnu krakkarnir meðal ann- ars að gerð líkana af Skagastrand- arhöfn og sýndu með þeim hvernig höfnin hefur þróast upp í það sem hún er í dag. Nokkrir krakkar út- bjuggu kaffistofu í kántrý-stíl til heiðurs Hallbimi Hjartarsyni og enn önnur unnu og komu fyrir sýningu á gömlum og nýjum Ijós- myndum frá Skagaströnd. Þá voru einnig gerðar myndir og líkön af skólanum og Skagaströnd eins og krakkarnir telja að þar verði um- horfs árið 2039. Opnu vikunni lauk með sýningu á vinnu nemenda. Við opnun sýn- ingarinnar sungu krakkarnir tvö lög eftir Hallbjörn Hjartarson sem launaði fyrir sig með því að syngja tvö lög fyrir viðstadda. Við það tækifæri færði nemendafélagið Rán Hallbimi 15 þúsund krónur sem framlag í ferðasjóð fýrir dótt- urson hans en eins og kunnugt er þá gaf Hallbjörn nýlega út hljóm- plötuna Kántrý 5 til styrktar þess- um dóttursyni sínum. Sungið í sal skólans Kántrýbæ. . .Komdu í Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Hallbjörn var mjög ánægður með framtak krak- kanna og er vinsæll meðal yngstu kynslóðarinnar. Þegar fólk hafði skoðað sýning- una að vild var boðið upp á kaffi og kökur í Kántrýbæ en það var nafnið sem krakkarnir völdu á kaffistofuna sína. Kökurnar höfðu krakkarnir bakað í vikunni og sáu þau sjálf um veitingarnar. Mikið ijölmenni sótti sýninguna og var skólastjórinn Páll Leó Jóns- son mjög; ánægður með árangur opnu vikunnar. Sagði hann ánægjulegt til þess að vita hve vel krakkarnir, kennararnir og for- eldrarnir hefðu unnið saman að þessu verki. Nemendur í Höfðaskóla eru um 140 og kennarar 11. - Ó.B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.