Morgunblaðið - 23.11.1989, Side 52

Morgunblaðið - 23.11.1989, Side 52
SAGA CLASS Fyrir þá sem eru aðeins á undan FLUGLEIÐIR FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Flugleiðir: Nýju þoturnar í áætl- _un um miðjan maí 7-8 vikna seinkun vegna verkfalls í Boeing-flugvélasmiðjunum VERKFALL vélsmiða í Boeing- flugvélasmiðjunum í Banda- ríkjunum, sem nýlega lauk, tef- ur afhendingu á þremur þotum Flugleiða um 7 vikur. Verkfallið stóð í 48 daga og til viðbótar kemur nokkurra daga töf með- an vinna hefst að nýju. Útlit er Jóhann mæt- ir Kasparov JÓHANN Hjartarson mætir heimsmeistaranum í skák, Garríj Kasparov, í dag á alþjóðlega skák- mótinu í Belgrad. Jóliann er í 3.-6. sæti á mótinu. Kasaprov er efstur með 6 vinn- inga og Timman í 2. sæti með 4,5. Auk Jóhanns eru í 3.-6. sæti Jús- úpov, Short og Ehlvest. í 7.-8. sæti eru Agdestein og Nikolic en þeir gerðu jafntefli í gær í biðskák. Hvíla sig á síldarleit og aðstoða trillukarla TOGARINN Siglfirðingur hefur verið við síldarleit í Mjóafirði en lítið hefur sést til síldar. Skipverjar hafa því stytt sér stundir með því að aðstoða trillukarla í Mjóa- firði sem veitt hafa vel af þorski að undanförnu. „Við höfum ekkert fundið og heldur lítið verið að gera hjá okkur. Því höfðu strákarnir bara gaman af því að aðstoða trillukarlana við aðgerð,“ sagði Ragnar Ólafsson, skipstjóri á Siglfirðingi. „Þeir fengu tölu- vert af þorski en það er nú svo undarlegt að þrátt fyrir að þorskstofninn minnki og minnki gengur alitaf betur og betur að veiða hann,“ sagði Ragnar. þó fyrir að Flugleiðir lendi ekki í vandræðum vegna þessara tafa, að sögn Leifs Magnússon- ar, framkvæmdastjóra flug- rekstrarsviðs Flugleiða. Flugleiðir eiga þijár þotur í smíðum hjá Boeing, tvær Boeing 757 og eina 737. Leifur sagði að Boeing verksmiðjurnar hefðu ekki gefið út nýja áætlun um afhend- ingu en Flugleiðir reiknuðu með að fá fyiri 757-þotuna afhenta um 20. apríl, 737-þotuna (þá þriðju af þessari gerð sem Flugleiðir kaupa) á bilinu 26. apríl til 2. maí og seinni 757-vélina 3. til 9. maí. Er þetta 7-8 vikum seinna en áætlað var fyrir verkfall. Sagði Leifur að sumar vélarnar yrðu notaðar við þjálfun áhafna í upp- hafi en hann bjóst við að þær kæmu inn í áætlunarflugið á bilinu 10. til 20. maí. Leifur sagði að samkvæmt þess- ari áætlun Flugleiða kæmu nýju þoturnar nógu snemma inn í áætl- un. Félagið þyrfti ekki að afhenda tvær DC-8-vélar sem það hefur selt fyrr en í lok maí. Aftur á móti þyrfti að skila Boeing 727- 200-vél sem Flugleiðir hafa á leigu til 1. maí, en hægt væri að brúa það bil með annarri vél og kæmi ekki að sök. Morgunblaðið/Júlíus Frá slysstað á Vesturlandsvegi. Á myndinni til hægri sjást bílarnir, sem lentu í árekstri á Kleppsvegi. Fjórir slösuðust í tveimur árekstrum TVÖ umferðarslys urðu í Reykjavík __. gær. Fjórir menn meiddust en enginn lífshættulega að því er talið var. Ókumenn tveggja bíla meiddust í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi við Korpúlfsstaði. Lada-bíl var ekið frá Korpúlfsstöðum og í veg fyrir pallbíl á leið í bæinn. Ökumaður Lödunnar fótbrotnaði. Ökumaður pallbilsins meiddist lítillega. Þá varð harður árekstur milli tveggja fólksbíla á Kleppsvegi við Vatnagarða. Bíl var ekið frá Yatnagörðum í veg fyrir annan á leið eftir Kleppsvegi. Ökumenn beggja bílanna meiddust. Annar skarst á höfði, hinn á fótum. Hundruð manna atvinnulaus á Austijörðum og Suðurnesjum Staðfesting á síldarsölusamningum gæti fengist í vikulokin HUNDRUÐ manna eru atvinnulaus á Austfjörðum og Suðurnesjum, aðallega vegna þess að ekki hefur tekist að selja Sovétmönnum saltsíld á þessari vertíð og lítið hefur veiðst af stórri síld til frystingar á Jap- ansmarkað. í Grindavík eru um 100 manns atvinnulausir, eða 30-40% af fiskvinnslufólki á staðnum, að sögn Benónýs Benediktssonar for- manns Verkalýðsfélags Grindavíkur. Benóný sagði að síldin færi nú aðallega í bræðslu. Engin svör fengust um það í Moskvu í gær hvort, né hvenær, staðfesting stjórnvalda á gerðum samningi um sölu saltsíldar fengist. Á löngum fundi samninganefndanna var þó ýjað að því að staðfesting gæti fengist í dag eða á morgun. Tómas Á. Tómasson, sendiherra ís- Iands í Moskvu, sagði að ekkert hefði verið ákveðið um fundi í dag. Hann væri í símasambandi við for- mann samninganefndar Sovrybflot og yrði þegar kallað til fundar, bæ- rist svar varðandi staðfestinguna. Á Fáskrúðsfirði eru 40-50 manns atvinnulausir og útlit Tyrir atvinnu- leysi fram í febrúar, enda þótt síldar- samningar takist, að sögn Eiríks Stefánssonar formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar. Hjá Pólarsíld á Fáskrúðsfirði vinna 40-50 manns og langflestum verður sagt upp störfum um næstu helgi hafi síldarsamningar ekki tekist. Á Seyðisfirði hafa 30-100 manns verið atvinnulausir í haust, að sögn Hallsteins Friðþjófssonar, formanns verkamannafélagsins Fram. Hjá Gullbergi hf. á Seyðisfirði hafa um 120 manns unnið við síldarfrystingu og -söltun í haust og verður meiri- hluta þessa fólks sagt upp störfum náist ekki saltsíldarsamningar. Breytingar á lögum um virðisaukaskatt kynntar í stjórnarflokkunum: Bækur undanþegnar að ári VIRÐISAUKASKATTUR verður 26% á verð vöru og þjónustu, eitt skattþrep, áskrift dagblaða, útvarps og sjónvarps verða undanþeg- in svo og tímarit og bækur verða undanþegnar skattinum írá og með 16. nóvember á næsta ári ef frumvarpsdrög þau verða að lög- um, sem fjármálaráðherra lagði fram til kynningar í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þá verða heilsuræktarstöðvar og öku- kennsla, aðgangseyrir að tónleikum og leiksýningum undanþegin. Skatturinn verður endurgreiddur af fiski, mjólk, dilkakjöti og inn- lendu grænmeti sem samsvari því að þessar vörutegundir beri 13% skatt, vinna við smíði og viðhald skipa verður undanþegin ef hún er unnin af skipasmíðastöð og viðurlög við vanskilum þyngjast. Sala bóka er undanþegin virðis- aukaskatti í drögunum, séu þær á íslensku, hvort heldur frumsamdar eða þýddar. Annar viðauki er um að sala á heitu vatni og rafmagni til húshitunar verði undanþegin.- Nýr kafli er í drögunum settur inn í lögin og er um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Þar segir: „End- urgreiða skal hluta virðisauka- skatts af neyslumjólk, dilkakjöti, neyslufiski og fersku innlendu grænmeti þannig að samtals skatt- greiðslur af þessari matvöru, að teknu tilliti til endurgreiðslunnar, verði sem næst 13% í stað 26%. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð nánar hvaða matvara feilur undir þessa málsgrein, svo og um framkvæmd endurgreiðsl- unnar.“ Ákvæði eru um endurgreiðslur vegna íbúðarhúsnæðis og eru þær í drögunum heimilaðar bæði af nýbyggingu íbúða og af meirihátt- ar viðhaldi. Álag vegna vanskila skal vera 1% fyrir hvern dag fram yfir gjald- daga, þó ekkj hærra en 10%. í drögunum er álagið 2% og að há- marki 20%. Öll ákvæði draganna eiga að öðlast gildi 1. janúar næstkom- andi, nema ákvæðið um bækurnar 16. nóvember á næsta ári. Að sögn Marðar Árnasonar upp- lýsingafulltrúa fjármálaráðherra hefur einnig verið ákveðið að veiði- íeyfasala í ám og vötnum verði undanþegin virðisaukaskatti. Tugir manna eru atvinnulausir á Eskifirði. Þar hafa 5 stöðvar saltað samtals 10 þúsund tunnur af síld á þessari vertíð, sem er einungis fjórð- ungur þess sem saltað hafði verið á Eskifirði á sama tíma í fyrra, að sögn Hrafnkels A. Jónssonar for- manns verkaiýðsfélagsins Árvákurs. Hjá Bergsplani hf. á Reyðarfirði unnu um 30 manns við söltun og frystingu í haust, þar af 20 aðkomu- menn. Flestallir starfsmannanna hafa nú verið sendir heim. Öllu fast- ráðnu starfsfólki frystihúss Kaup- félags Héraðsbúa á Reyðarfirði, yfir 30 manns, var sagt upp störfum á þriðjudag vegna hráefnisskorts, að sögn Hauks Þorleifssonar formanns Verkalýðsfélags Reyðarijarðar. Glettingur hf. í Þorlákshöfn hefur haft 15-20 manns heima á launum af og til undanfarnar 3 vikur vegna þess að Sovétmenn hafa ekki keypt saltsíld í haust, að sögn Þorleifs Björgvinssonar framkvæmdastjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.