Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989
Ekkert eftii til
að skila lóðinni
- segir Davíð Oddsson um Lágmúla 6
„MÁLIÐ er ekki þannig vaxið áð efni sé til að skila lóðinni," sagði
Davíð Oddsson borgarstjóri, þegar hann var spurður álits á deilu
vegna lóðar Júlíusar Hafsteins, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
við Lágmúla 6 og byggingarframkvæmda þar.
„í rauninni er hér óeðlilega geng-
ið fram af hálfu Alfreðs Þorsteins-
sonar og bersýnilega ekki til að leita
sannleikans eða upplýsinga heldur
eingöngu til að þyrla upp ryki og
því miður hefur það tekist að ein-
hveiju leyti,“ sagði Davíð. Sagði
hann að eftir að hafa kynnt sér
máisatvik þá teldi hann það ósann-
gjarnt hvemig veist hefði verið að
Júlíusi. Fyrirtæki Júlíusar hefði
fengið lóðina fyrir nokkrum árum
eins og glögglega hefði komið fram
í borgarráði og um það varð þá
enginn ágreiningur.
„Síðan selur hann hluta fyrirtæk-
isins en ekki lóðina,“ sagði Davíð.
„Hingað til hefði það sennilega ver-
ið talið meira ámælisvert að selja
lóðina. í annan stað þá er ekki eins
og fyrirtæki Júlúsar hafi ekki greitt
gatnagerðargjald. Það var greitt
með eðlilegum hætti í tveimur hlut-
um eins og hjá öllum öðrum og
endaniegt gatnagerðargjald var
greitt þegar allar teikningar lágu
fyrir. Byggingarfulltrúaembætti
borgarverkfræðings var ekki tilbúið
til að veita greiðslunni viðtöku
vegna mistaka í útreikningi þegar
Júlíus kom til að borga. Þetta er
sannreynt þannig að þar er ekki
við hann að sakast. í þriðja lagi er
um að ræða lóð, þar sem tveir aðil-
ar með tvö fyrirtæki eru að byggja.
Júlíus hefur því hálfa lóð og hálfa
byggingu og það er ekki auðvelt
að skila þannig lóð þó svo að menn
kysu að gera það. Þarna er verið
að skipuleggja með öðrum aðila og
sá sem keypti af honum hluta fyrir-
tækisins hefur ef til viil ekki viljað
ganga inn í byggingarframkvæmdir
eða ekki þurft á frekara húsnæði
að halda.
Þetta er álit mitt miðað við þær
upplýsingar, sem ég hef um það
en þessar umræður og hvernig
hægt er að gera slík mál torti-yggi-
leg sanna mér að langbesta að-
ferðin varðandi slík atriði sé að
falbjóða lóðir af þessu tagi hæst-
bjóðanda rétt eins og gert var í
Stigahh'ðinni á sínum tíma og
minnihlutaflokkarair kölluðu þá
lóðabrask. Slíkar aðferðir ættu að
vera hafnar yfir deilur og tor-
tryggni auk þess sem þær eru
líklegar til að gefa borgarsjóði
meira í aðra hönd.“
Kökubakstur á Kjalarnesi
Morgunblaðið/Bjarni
Krakkarnir í 7., 8. og 9. bekk Klébergsskóla á Kjalarnesi hófu smákökubakstur klukkan hálfníu í gær-
morgun og ætla að baka stanzlaust í heilan sólarhring. Þau safna áheitum meðan á bakstrinum stendur
og ætla svo að selja smákökurnar til ágóða fyrir ferðasjóð sinn. „Við ætlum að reyna að komast til Dan-
merkur fyrir peningana, én ef þeir hrökkva ekki til, förum við bara eitthvað styttra," sagði Kolbrún Péturs-
dóttir, formaður nemendaféiags skólans.
Alþýðuflokksmenn vilja lög
um 22% virðisauka óbreytt
Telja þá hugmynd njóta vaxandi fylgis meðal atvinnurekenda og verkalýðsforystu
ÞINGFLOKKUR AlþýðuBokks-
ins telur úr því sem komið er að
rétt sé að lögin um 22% virðis-
aukaskatt, sem taka eiga gildi
1. janúar næstkomandi, taki gildi
óbreytt. Þetta var niðurstaða
Sex unglingar gripnir
við tilraun til innbrots
SEX unglingar voru seint í gær-
kvöldi gripnir glóðvolgir við inn-
ASI, VSIogVMS:
Fundað um
kjarasamn-
inga í dag
BOÐAÐ heiúr verið til lyrsta
fúndar Alþýðusambands ís-
lands, _ Vinnuveitendasam-
bands Islands og Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna
vegna komandi kjarasamn-
inga í dag klukkan tíu. Fund;
urinn verður í húsnæði VSI
við Garðastræti. Kjarasamn-
ingar aðila renna úr gildi um
áramótin.
Til fundarins er boðað að ósk
Alþýðusambandsins, en á sam-
bandsstjórnarfundi þess í upp-
hafi vikunnar var samþykkt að
óska eftir viðræðum strax við
vinnuveitendur um samninga til
skemmri eða lengri tíma og við
ríkisvaldið um ieiðir til að færa
niður verðlag. Fundur hefur ekki
verið ákveðinn með ríkisstjóra-
inni.
„Það er ekki óeðlilegt að heíja
viðræður núna. Samningar
verða lausir um áramót og auð-
vitað er það æskilegast fyrir
allra hluta sakir ef unnt væri
að láta nýjan kjarasamning
liggja fyrir í upphafi ársins.
Hvort það tekst verður bara að
koma í ijós,“ sagði Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmdastjóri
VSÍ, í samtali við Morgunblaðið.
brotstilraun við GrandakafTi.
Unglingarnir voru að reyna kom-
ast inn á veitingastaðinn þegar
lögreglu bar að og handsamaði
þá.
Unglingarnir sex voru á aldrinum
15-16 ára. Að sögn lögregluvarð-
stjóra var ekki eftir öðru slægjast
fyrir unglingana en sígarrettum og
sælgæti.
Verið var að yfirheyra ungling-
ana seint í gærkvöldi þegar blaðið
fór í prentun.
þingflokksfundar Alþýðuflokks-
ins í gær samkvæmt uppiýsing-
um Morgunblaðsins. Lögin, sem
gera .ráð fyrir 22% virðisauka-
skatti, eru með mun færri undan-
þágum og breiðari stofh en frum-
varp fjármálaráðherra, sem felur
í sér 26% virðisaukaskatt.
Ríkisstjórnin mun funda um mál-
ið í dag og reyna að finna lausn á
þeim ágreiningi sem upp er kominn
milli ráðherra Alþýðuflokksins og
annarra ráðherra ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar. I sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi
kvaðst forsætisráðherra bjartsynn
á að lausn fengist í málinu í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra mun, samkvæmt upplýs-
ingu Morgunblaðsins, leggja höfuð-
kapp á að flytja frumvarpið um
breytingar á lögum um virðísauka-
skatt.
Þingmenn Alþýðuflokksins á
hinn bóginn benda á að þar sem
Alþýðubandalagið og Framsóknar-
flokkurinn hafi horfið frá gerðu
samkomulagi í þessu máli með
ákvörðun um að skoða beri tvö þrep
virðisaukaskatts þá sé raunhæfast
að Iögin um virðisaukaskatt sem
samþykkt voru í fjármálaráðherra-
tíð Jóns Baldvíns Hannibalssonar,
í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar,
taki giidi um áramót. Samhliða því
segja þeir að rétt sé að fari í gang
sú skoðun og tillögugerð um
tveggja þrepa virðisaukaskatt sem
valdastofnanir Alþýðubandalags og
Framsóknar hafa ályktað um.
Þingmenn Alþýðuflokksins segja
að þessi hugmynd njóti vaxandi
fylgis meðal atvinnurekenda og
verkalýðsforystu. Þeir segja að lög-
in muni skila ríkissjóði svipuðum
tekjum og núgildandi söluskatts-
kerfi, en þau muni jafnframt fela
í sér um 1,5% lækkun framfærslu-
vísitölu, sem alþýðuflokksmenn
telja lykilatriði til þess að skapa
forsendur fyrir komandi kjarasamn-
ingum. Alþýðuflokksmenn segja að
tekjumissir ríkissjóðs miðað við for-
sendur fjárlaga yrði um tveir millj-
arðar króna ef 22% virðisaukaskatt-
urinn tekur gildi frá því sem orðið
hefði ef hann yrði 26%. Segja þeir
að í samræmi við óskir verkalýðs-
forystunnar sem leggi áherslu á
lækkun óbeinna skatta bendi þeir
á tekjuöflunarlið sem gæti falist í
hækkun tekjuskatts og eða hátekju-
skatti.
Seint í gærkvöldi var engin niður-
staða komin en _þá sátu flokks-
formennirnir, Ólafur Ragnar
Grímsson íjármálaráðherra og Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra, á fundi um málið.
Bókun ríkisstjórnar um EFTA-EB viðræður:
Þátttaka í undirbúnings- og
samningaviðræðum samþykkt
Þingflokkur Alþýðubandalagsins
setur almennan fyrirvara við málið
Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gærmorgun var gerð bókun þar sem
segir að utanríkisráðherra muni áfram taka þátt í undirbúningsviðræð-
um aðildarrikja EFTA og EB um víðtækara samstarf bandalaganna
tveggja. Þingilokkur Alþýðubandalagsins hefur i samþykkt lýst yfir
almennum fyrirvara um málið og ítrekað fullan fyrirvara um fjárfest-
ingu útlendinga í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Þorsteinn Pálsson
formaður Sjálfstæðisflokksins segir bókun ríkisstjórnarinnar ófullnægj-
andi grundvöll undir ákvörðun um meðferð málsins.
í bókun ríkisstjórnarinnar, sem
forsætisráðherra kynnti Alþingi í
gær, segir að undirbúningsviðræð-
urnar verði byggðar á sameiginleg-
um niðurstöðum könnunarviðræðna,
þ.m.t þeim fyrirvörum sem íslending-
ar hafa sett fram. Þá segir að jafn-
framt því sem fylgt verði eftir kröfum
EFTA um fríverslun með fiskafurðir
verði haldið áfram tvíhliða yiðræðum
við EB og áðildarríki þess um toll-
frelsi fiskafurða og að á öllum stigum
málsins verði haft náið samráð innan
ríkisstjómar og utanríkismálanefnd-
ar Alþingis.
í samþykkt þingflokks Alþýðu-
bandalagsins segir meðal annars að
áður en til þátttöku í beinum og
formlegum samningaviðræðum milli
EFTA og EB komi verði málið tekið
til sérstakrar umfjöliunar og af-
greiðslu í ríkisstjórn og stjórnar-
flokkum. Alþýðubandalagið hafi al-
mennan fyrirvara við málið á þessu
stigi.
Þorsteinn Pálsson sagði á Alþingi
í gær að bókun ríkisstjórnarinnar
væri ófullnægjandi og sé ekki nægur
grundvöllur undir ákvörðun um máls-
meðferð af íslands hálfu. Alþingi
hljóti að álykta um málið. Hann sagði
að í samþykkt Alþýðubandalagsins
fælist ekki samþykki við þátttöku í
formlegum samningaviðræðum
EFTA og EB, sem ráðgert er að
taka ákvörðun um í næsta mánuði.
Sjá nánar bls. 29.
Búvörur
hækka um
mánaðamót
SEXMANNANEFND ákvað í
gær 6% hækkun á verðlags-
grundvelli í mjólkurfram-
leiðslu og 5,4% hækkun á
verðlagsgrundvelli kinda-
kjöts. Þá var ákveðin 6%
hækkun á verðlagsgrundvelli
í nautakjötsframleiðslu og 4%
hækkun á verðlagsgrundvelli
í kjúklingarækt. Hækkanirnar
taka gildi 1. desember.
Á fundi fimmmannanefndar í
dag verður tekin ákvörðun um
hækkun á heildsöluverði land-
búnaðarvara. Smásöluálagning
á mjóikurvörur hækkar um 0,5%
um mánaðamótin, og er talið
líklegt að heildsöluverð á mjólk-
urafurðum hækki á bilinu 6-10%,
eftir vægi riiðurgreiðslna. Mest
verður hækkunin á smjöri, en
minnst á ijóma.
Ásmundur Stefánsson, forseti
Alþýðusambands íslands, segir
að ríkisstjórnin verði að gera
ráðstafanir til að færa matvöru-
verð niður. „Þessi verðhækkun
er aðeins eitt af mörgu sem
menn standa frammi fyrir þessa
stundina," sagði Ásmundur.
Hann segir að Alþýðusambandið
hafi óskað eftir fundi með ríkis-
stjóminni og tilgangur þess
fundar yrði að kanna hvað ríkis-
stjórnin vildi gera til að að bæta
hag launþega í Iandinu. í þessum
viðræðum yrði einnig rætt um
framkvæmd virðisaukaskatts-
ins. Bjóst Ásmundur við að fund-
urinn yrði einhvern næstu daga.