Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 41
MORGtJNBLÁÐIÐ FIMMTUDÁGUR 30‘. NÓVEMBER 1989 41 varð hún því snemma virk í verka- lýðshreyfingunni og Alþýðuflokkn- um. Sat hún í stjórn Verkakvenna- félagsins Framsóknar í mörg ár, lengi vel sem formaður, og eins gegndi hún ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir Alþýðuflokkinn. Barátta fyrir jafnrétti, bæði stétta og kynja, var henni heilög, og seldi Jóna þær hugsjónir aldrei fyrir stundarhags- muni eða persónulegan frama. Kom það þeim ekki á óvart, sem höfðu fengið að kynnast Jónu, að hjaðn- ingavíg og framapot stjórnmála- manna á seinni árum voru henni lítt að skapi. Jóna kom inn í fjölskyldu okkar á ská, ef svo má segja. Hafði Jóna búið í allnokkur ár hjá fósturforeldr- um föður okkar, þeim Guðrúnu Halldórsdóttur og Guðmundi Hall- dórssyni. Varð Jóna okkur systkin- unum eins og viðbótaramma, hlý, gefandi og ráðagóð. Sögurnar hennar voru lifandi og skemmtileg- ar, og þegar við þóttumst farnir að fá vit á pólitík, þá urðu umræður um þau mál oft æði fjörlegar. Þar var Jóna umburðarlynd, fyrirgaf okkur margt í ungæðisskap okkar, en hélt alltaf sínu. Hismi og kjarni runnu ekki saman í eitt hjá henni, og alvaran var gjarnan sett fram með gamansömu ívafi. Varð það okkur mikilvægt veganesti í lífinu, báðir fæddir eftir að dansinn í kringum gullkálfinn var kominn á hraðferð í þessu þjóðfélagi, að hafa Jónu með sína reynslu og yfirsýn sem nokkurs konar vita á siglingu okkar í kröppum sjó. Það var reisn yfir þessari konu. Og hún varð stór þáttur í því litla ævintýri, sem líf manns hefut' orð- ið. Fyrir það verðum við henni ævinlega þakklátir. Asgeir Óskarsson Högni Óskarsson í dag verður tii moldar borin Jóna Margrét Guðjónsdóttir, fyrr- verandi formaður Verkakvennafé- lagsins Framsóknar. Þegar ég hóf störf hjá Alþýðu- sambandinu 1974 sat Jóna, sem þá var formaður Framsóknar, í mið- stjórn sambandsis. Það var reisn og myndugleiki yfir Jónu þó hún væri mild og hæglát í fasi. Jóna er'af þeirri kynslóð sem með enda- lausri fórnfýsi og ósérhlífni byggði upp sterka verkalýðshreyfingu. Hún var örlát á sinn tíma og vann hreyfingunni allt, hvort sem var í starfi fyrir Framsókn, ASÍ, Al- þýðubankann eða Alþýðuflokkinn. HVar sem hún kom lét hún að sér kveða og barðist fyrir hagsmunum þeirra tekjulægstu og þeirra sem áttu við erfiðleika að etja. Hún vildi rétta hlut kvenna og ná jafnrétti kyrrjanna. Eg minnist Jonu með þakklæti og ég flyt henni í dag þakkir heild- arsamtakanna fyrir það verk sem hún vann fyrir íslenskt launafólk. Hún hélt hátt á lofti því merki jafn- réttishugsjónar sem hefur mótað íslenskt velferðarþjóðfélag. Ég flyt Þórunni Valdimarsdóttur, sem tók við af Jónu sem formaður Framsóknar og fulltrúi í miðstjórn og var hennar nánasti félagi, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Asmundur Stefánsson jónína Margrét Guðjónsdóttir — Jóna — var búsett á æskuheimili mínu í nærri þijá áratugi, enda náinn vinur fósturforeldra minna. Vinátta hennar fylgdi fjölskyldu okkar hjóna, og ekki síst var henni annt um þroska og feril barna okk- ar og barnabarna. Fyrir þetta, og fyrir það fordæmi, sern hún var okkur öllum með háttvísi sinni og' göfuglyndi, minnumst við hennar með þakklæti. Jóna var Austur-Skaftfellingur að ætt og uppruna, af fátækum komin, fædd að Seli í Skaftafelli. Lífsbarátta öreigans var hörð fram- an af þessari öld. Lélegt viðurværi, sjúkdómar og langur vinnudagur hijáðu ijöldann, þannig að margur féll í valinn, en hinir harðfengu stóðu af sér neyðina. Meðal þeirra var Jóna, hún hélt fullu vinnuþreki fram yfir sjötugt og náði því að verða níræð. Hlutskipti hennar varð frá byijun erfiði verkakonunnar, en því kynnt- ist hún frá blautu barnsbeini. Lá því nærri, að samúðin með hinni vinnandi stétt yrði uppistaðan í við- horfi hennar til lífsins. Hún tók snemma virkan þátt í veVkalýðs- baráttunni, var um margra ára skeið í fararbroddi verkakvenna- hreyfingarinnar. Á þeim vettvangi verður hennar lengi minnst. Allt það starf varð hennat' lífsfylling. Nú þegar Jóna er kvödd, er eðli- legt að hugsa til samheija hennar, Þórunnar Valdemarsdóttur, sem reyndist henni stoð og stytta síðustu árin. Oskar Þ. Þórðarson VIBRATORAR steinsteypu. Léttir meðfærilegir viðhaldslitlir. Yj. Ávallt fyrirliggjandi. r Góð varahlutaÞjómista Þ. ÞDRGRÍMSSON & CO 3»o.o iiiituitiuiii: EWalmau uriti Mrm ulii SltmiSIEII IIOIIlLII ■ SltllILÍI - VlllM lliiltillll. Lofta- plötur og lím Nýkomin sending Þ. ÞORGRfMSSON & CO Ármula 29, Reykjavík, sími 38640 GÓÐUR ÖRBYLGJUOFN FRÁ SIEMENS! • Fjórar stillingar fyrir örbylgjustyrk: 90, 180, 360 og 600 W • Tímarofi með hámarkstíma = 30 mín. • Snúningsdiskur • Tekur 21 lítra • Góður leiðarvísir og íslensk matreiðslubók. Verð: 26.700,- SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Þú nœrð til Akureyrar innon 10 sekúndna Fáar aðrar samgönguleiðir slá símanum við í hraða og þæginclum. Pú ert um 1 klst. að fljúga á milii Reykjavíkur og Akureyrar (í meðvincli). Þú ert 5 klst. að aka sömu leið (á löglegum hraða) og a.m.k. heilan dag að sigla (í sléttum sjö). Fyrir utan þetta er síminn ódýr leið og þú verður ekki flugveikur, bílveikur eða sjóveikur af því að tala í símann. Auk þess er ódýrara að hringja eftir kl. 18 á daginn og enn ódýrara eftir kl. 23 og um helgar. Langlínutaxtarnir eru tveir. Dœmi um styttri langlínutaxta er Rcykjavík - Keflavík og dœmi um lengri taxta er Reykjavík - Akureyri*. Reykjavík - Keflavík Lengd símtals 3 min. 10 mín. 30 mín. Dagtaxti kr. 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00 Kvúkltaxti kr. 1 3,00 kr. 36,33 kr. 103,00 Nætur- og heigartaxti kr. 10.50 kr.28,00 kr. 78,00 • Hreylisl samkveemt gjalclskrú Reykjavík - Akureyri Lengd símtals 3 mín. 10 min. 30 mín. Dagtaxti kr. 25,50 kr. 78,00 kr. 228,00 Kvöldtaxti kr. 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00 Nætur- og helgartaxti kr. 14,25 kr. 40,50 kr. 1 15,50 PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.