Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989
13
Kammersveit Reykjavíkur:
Tónleikar í Askirkju
LAUGARDAGINN 2. desember nk. heldur Kammersveit Reykjavíkur
tónleika í Áskirkju og hefjast þeir klukkan 17. Á efiiisskránni verður
Oktett í F-dúr eftir Franz Schubert. Tónleikamir verða fyrstu tónleik-
ar sveitarinnar í Reykjavík á þessu starfsári, sem er hið sextánda hjá
Kammersveitinni. Starfsárið er þó löngu hafið því Kammersveitin hef-
ur átt annríkt í haust. Hún lék verk Atla Heimis Sveinssonar, „A gleði-
stundu“, við vígslu Borgarleikhússins þann 20. október og í lok októ-
ber fór Kammersveitin í tónleikaferð til Bretlands og hélt fema tón-
leika með verkum íslenskra og erlendra höfunda við góðar undirtektir.
Ingibjörg Styrgerður Haralds-
dóttir
sér og af þeim skal enginn hafa
áhyggjur — ef til er frumlegur
neisti í manni kemur hann fram í
gegnum rökrétt vinnubrögð. Fyrr
eða síðar.
Þessi tregða íslenskra lista-
manna til að inna af hendi lág-
marksskyldur gagnvart skoðendum
og listrýnum fer með sanni í taug-
amar á mér, enda einsdæmi í heimi
sem svo mjög ýtir upplýsingum að
fólki og em hér listhúsin í útlandinu
engin undantekning og þá síst af
öllu framúrstefnusýningarhúsin.
Tók ég t.d. ekki eftir slíkri van-
rækslu í einu einasta listhúsi París-
arborgar á sl. sumri, enda dettur
engum í hug að bjóða skoðendum
upp á slíkt í menningarborginni og
frumlegt er það sannarlega ekki.
Jafnan liggur fýrir kynning á við-
komandi listamanni í einhveiju
formi, — tíu línur í einfaldri sýning-
arskrá geta sagt heilmikið, og því
merkilegra sem sýningamar em,
þeim ítarlegri er kynningin iðulega.
Gefur það kannski auga leið?
■ KOMIN er út hjá Máli og
menningu endurprentun á bók
Astrid Lindgren og Ilon Wikland
Víst kann Lotta að hjóla. Ásthild-
ur Egilsdóttir þýddi.
■ LEIKJABOK fyrir smáfólk
eftir Rod Campbell er komin út
hjá Máli og menningu. í bókinni
em léttir námsleikir fyrir yngstu
börnin og er ætlað að kenna liti,
lögun hluta og bókstafina svo eitt-
hvað sé nefnt.
■ VEISTU h vað fullorðna fólk-
ið gerir á kvöldin?er litmyndabók
sem sem Mál og menning hefur
sent frá sér. Bókin er þýdd úr
norsku og segir hvað fullorðna fólk-
ið þarf að snúast í mörgu eftir að
börnin geta farið að hvíla sig. Bók-
in er 32 blaðsíður og er prentuð í
Danmörku.
■ NM UNG er flokkur barna-
og unglingabóka sem kemur út í
ódýrri útgáfu hjá Máli og menn-
ingu. Bæði er um endurútgáfur
vinsælla verka að ræða og nýjar
þýðingar.
■ ÆVINTÝRI litla tréhestsins
heitir bók sem nú kemur út í þess-
um flokki. Bókin er eftir Ursula
Moray Williams, breskan höfund
sem er þekktur víða um heim, og
myndskreyting er eftir Joyce L.
Brisley. Sigríður Thorlacius
þýddi söguna sem kom fyrst út
195L
■ í NM-UNG flokknum kemur
líka út unglingabókin Átök við alt-
urgöngur eftir breska rithöfundinn
Gillian Cross. Við æfingar á skóla-
leikriti, sem á bakgmnn rViktoríut-
ímanum, gerast undarlegir atburð-
ir. Guðlaug Richter þýddi söguna
sem er 208 blaðsíður og mynd-
skreytt.
■ ANNA í Grænuhlíð 2 er kom-
in út í flokknum NM-UNG hjá
Máli og menningu. Hér er Anna
orðin barnakennari og hefur tekið
að sér tvö munaðarlaus börn. Ró-
mantíkin blómstrar alltaf í kringum
Önnu þó hún hyggist ekki sjálf gifta
sig í nánustu framtíð. Axel Guð-
mundsson þýddi.
í vetur einkennast tónleikar sveit-
arinnar af verkum eftir Franz Schu-
bert og verða þijú stærstu kammer-
verk hans flutt: Oktettinn, sem flutt-
ur verður á tónleikunum á laugar-
dag, strengjakvintettinn og Silung-
akvintettinn, sem verða á dagskrá
seinna í vetur. Hinirhefðbundnujóla-
tónleikar verða í ár helgaðir tvíleiks-
konsertum fyrir blásturshljóðfæri og
koma þar fram margir af okkar
fremstu hljóðfæraleikumm sem ein-
leikarar. Kammersveitin hefur fengið
Paul Zukofsky til landsins til að leið-
beina með flutning Oktettsins og
leikur hann einnig með á fíðlu.
Tónleikamir á laugardaginn verða
helgaðir minningu Péturs Þorvalds-
sonar, sellóleikara, sem lést 1. októ-
ber sl. Pétur var einn af stofnendum
Kammersveitar Reykjavíkur og tók
virkan þátt í störfum hennar meðan
kraftar hans entust.
NETTARI, KRAFTMEIRIOG FULLKOMNARI
örbylgjuofn
MIC ROWtl 1 I MILR1> RF ATOD
Utanmál 485 breidd X 297 hæð X 325 dýpt.
17 lítra
600w eldunarorka
5 hitastillingar
60 mín. klukka
JAPISS
BRAUTARHOLTI 1 ■ KRINGLUNNI, AKUREVRI STUDIO KEFLAVlK