Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 52
SAGA Cl^SS Fyrir þá sem eru aðeins á undan FLUGLEIÐIR FIMMTUDAGUR 30. NOVEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Tillaga flutt um van- traust á ríkisstjórn Umræðum verður útvarpað í kvöld TILLAGA til þingsályktunar um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og kosningar svo fljótt sem unnt er, var í gær lögð fram á Alþingi. Vantraustsumræðu Lést eftir • • slys á Oxna- dalsheiði TÆPLEGA fimmtugur mað- ur lést á sjúkrahúsi í Reykjavík í gær af völdum höfúðáverka sem hann hlaut er flutningabifreið sem hann ók fór út af veginum efst á heiðarsporðinum skammt frá Giljareit á Öxnadalsheiði í fyrrakvöld. Vegfarandi kom fyrstur að og lá maðurinn þá í vegarkant- inum, en flutningabifreiðin sem var með tengivangi hafði farið út af og var einungis framendi hennar uppi á veginum. Að sögn lögreglu á Sauðárkróki var fljúgandi glæra á veginum, suð- vestan strekkingur og svellið mjög blautt. Flutningabifreiðin var að koma að sunnan og er álitið að henni hafi verið ekið upp brekku skammt frá Norðurárbrúnni, í Skógarhlíð. Mikil hálka var í brekkunni. Talið er að bíllinn hafi runnið niður brekkuna ein- hveija metra, kerran farið þversum og við það hafi öku- maður misst bílinn útaf. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Sauðárkróki, en síðan með flugvél Landhelgis- gæslunnar á Borgarspítalann í Reykjavík. Þar gekkst hann undir aðgerð í gærmorgun en lést af völdum áverka sinna í gærkvöldi. verður útvarpað og væntanlega einnig sjónvarpað í kvöld. Forystumenn stjórnarandstöðu- flokkanna þriggja, Þorsteinn Páls- son, Sjálfstæðisflokki, Kristín Ein- arsdóttir, Samtökum um Kvenna- lista, og Ingi Björn Albertsson, Fijálslynda hægri flokknum, lögðu í gær fram á Alþingi vantrauststil- lögu á ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Tillagan er svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að lýsa van- trausti á ríkisstjórnina. Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið og efnt verði til almennra þingkosninga svo fljótt sem unnt er.“ Vantraustsumræðu verður út- varpað og væntanlega einnig sjón- varpað í kvöld klukkan 20. Þing- fundir, utan fundur í sameinuðu þingi um vantraust á ríkisstjórn- ina, falla niður í dag. Stund milli stríða ísöltuninni Morgunblaðið/RAX Síldarsöltun miðar vel og á þriðjudagskvöld hafði verið saltað í 163 þúsund tunnur af síld, þar af tæplega 90 þúsund tunnur á Rússlandsmarkað. Stóra síldin er farin að veiðast inni á fjörðum og því bjartara yfir, en þegar ósamið var við Sovét- menn og stóra síldin fannst ekki. Þessir tveir starfs- menn Fiskimjölsverksmiðjunnar á Höfn njóta þess eins og aðrir að vel gengur. Nánast engrar loðnu vart í rannsóknarleiðöngrum; Skilyrðin í sjónum svipuð og loðnuleysisárin 1982-83 - segir Svend Aage Malmberg NÁNAST engrar ioðnu varð vart í rúmlega mánaðarlöngum leið- angri tveggja rannsóknarskipa, sem nú er lokið. Sveinn Svein- björnsson, leiðangursstjóri, segir þessa niðurstöðu koma sér á óvart, enda hafi til þessa verið talið að árgangurinn frá 1987 væri mjög stór og bæri veiðina uppi nú. Ekki tókst að rannsaka hafsvæðið út af Vestflörðum vegna brælu og íss og er hugsan- Guðmundur Bjamason um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga: Heilbrigðisstoftianir starfí á ábyrgð heilbrigðisráðherra Breytingamar ná alls ekki til sjúkrahúsa, segir Davíð Oddsson ÁGREININGUR hefur risið milli Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- ráðherra og borgaryfírvalda vegna breytinga á lögum um heilbrigðis- þjónustu sem ráðherra hefur lagt f'ram á Alþingi um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þar er gerl ráð lyrir að stjórnir allra heil- brigðisstofnana verði skipaðar með sama hætti um allt land og að þær starfi á ábyrgð ráðherra. Jafnframt er gert ráð fyrir að starfs- menn stofnananna verði ríkisstarfsmenn eftir næstu sveitarstjórnar- kosningar. Þetta eigi við um allar heilsugæslustöðvar og sjúkrahús að meðtöldum Borgarspítala. Davíð Oddsson borgarstjóri segir, að þegar samið var um verkaskiptingu milli sveitarfélaganna, hafi ver- ið tekið fram að breytingarnar næðu alls ekki til sjúkrahúsa. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, varaformaður í stjórn Borgarspítalans, segir að jafna megi lagabreytingunum við eignaupptöku, nái þær fram að ganga. Guðmundur segir að tillagan byggi á ákvörðun frá því í vor um að ÖIl heilbrigðisþjónusta skuli kost- uð af ríkinu, þar með taldar allar heilsugæslustöðvar og sjúkrahús hvar sem er á landinu, einnig Borg- arspítalinn. „Það er fráleitt að önnur lög gildi um hann,“ sagði Guðmund- ur. „Um það var samkomulag milli Sambands íslenskra sveitarfélaga í vor, þar á meðal Reykjavíkurborgar, sem er aðili að því samkomulagi." Gert er ráð fyrir að í stjórnir heil- brigðisstofnananna verði tilnefndir þrír fulltrúar sveitarfélaganna, starfsmenn stofnananna tilnefni einn og ráðherra einn fulltrúa sem jafnframt yrði formaður nefndarinn- ar. „Ágreiningurinn snýst um að stjórnirnar starfa á ábyrgð ráðherra, sem skipar þær vegna þess að ríkið greiðir allan kostnað," sagði Guð- mundur. Sagði ráðherra að einu undantekningarnar sem hann hefði fallist á væri þegar um sjálfseignar- stofnun er að ræða, þeim stjórnum yrði ekki breytt, enda horfði málic öðruvísi við þar. „Borgin á spítalann ennþá og hefur forræði yfir rekstri hans þó að ríkið greiði rekstrarkostnað og borgin aðeins byggingarkostnað að hluta,“ sagði Davíð. „Þegar reglan um verkaskiptingu var sett í vor, var sérstaklega tekið fram að menn mundu ekki sætta sig við þá skipun sem sumir vildu koma á stjórn spítal- ans. Þar var alls ekki gert ráð fyrir að starfsmenn hans yrðu ríkisstarfs- menn, þannig að þetta kemur okkur mjög á óvart. Svona hlutir þurfa að gerast í samráði við þann aðila sem hefur haft frumkvæði að byggingu spítalans og telst eigandi hans.“ legt að loðnan haldi sig þar. Svend Aage Malmberg, haffræðingur, segir ástand sjávar nú óvenjulegt og minna um margt á ástandið fyrir og um loðnuleysisárin 1982 og 1983. Bregðist loðnuveiðin með öllu, tapast á milli 5 og 6 milljarðar í útflutningsverðmæt- um, sé miðað við útflutning loðnu- afúrða árið 1988. Svend Aage Malmberg, haffræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, ritar grein í Morgunblaðið í dag. Þar bendir hann á óvenjulegt ástand sjávarins umhverfis landið, sem hann segir svipa mjög til áranna 1981 og 1982. Síðara árið var loðnuveiði nánast engin og reyndar bönnuð. Hann segir síðar í grein- inni: „Umhverfisáhrifin ásamt veið- unum leiddu svo 1982 til hruns á loðnustofninum og veiðibanns. Ástand sjávar og öllu fremur loðnu- stofnsins kom svo fram í vexti og viðgangi þorskstofnsins með lítilli nýliðun, minnkandi vaxtarhraða og hækkun á kynþroskaaldri." Sveinn Sveinbjörnsson segir að loðnan, sem fundizt hafi, sé óvenju horuð og léleg og bendi það til fæðuskorts. Loðnuveiði hrundi síðast árin 1982 og 1983 og var veiði þá bönnuð um tíma. Fyrra árið veiddust 13.000 tonn, 133.000 seinna árið. í kjölfarið fylgdi siakur þorskstofn og töldu fiskifræðingar þá ekki rétt að veiða meira en 200.000 tonn af þorski. Þorskaflinn varð 294.000 tonn 1984 og 281.000 tonn árið eftir. Verði engin loðnu- veiði nú, telja fiskifræðingar að takmarka verði þorskveiðina í kjöl- farið við 200.000 tonn. Útflutningsverðmæti loðnuaf- urða árið 1988 var um 5,5 milljarð- ar króna, 12% alls verðmætis út- fluttra sjávarafurða. Fyrr á þessu ári var talið að veiða mætti á vertíðinni um eina milljón tonna. Verðmæti þess afla upp úr sjó er 3.6 milljarðar króna miðað við loðnuverð í dag. Samkvæmt því gefur kvótinn bátunum tekjur frá um 70 milljónum upp í 130. Háseta- hlutur er nálægt 2% af brúttóverði afla, svo verði engin veiði og annað pláss fáist ekki verður tekjutapið frá um 1,4 milljónum króna upp í 2.6 hjá hásetum, helmingi meira hjá skipstjórum. Sjá ennfremur á miðopnu. Framleiðslu- verðmæti UA yfir milljarð í FYRSTA sinn í sögu Útgerð- arfélags Akureyringa hefur framleiðsluverðmæti frysting- arinnar farið yfir einn milljarð króna, en það gerðist nú í vik- unni. „Framleiðsluverðmætið er komið yfir milljarð og við erum nú nýkomnir yfir á annan millj- arðinn," sagði Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa. „Það stefnir í að þetta verði nwstu framleiðslu- verðmæti í sögu félagsins og einnig hvað varðar magn.“ Gunnar sagði að útlitið væri gott framundan, þrátt fyrir ótta manna um að ekki tækist að halda uppi fullri atvinnu síðasta hluta ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.