Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 22
22
H3ífMr»JVÓZ -08 H!J0/aTJTMMH (Tj(JA IHVÍUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 30; NÓVEMÐER 1989
Fundur varnarmálaráðherra NATO:
Traustar varnir nauð-
synlegar á óvissutímum
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni og Reuter.
TVEGGJA daga fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) lauk í Brussel í gær en þetta er í fyrsta skipti
sem þeir koma saman frá því að Berlínarmúrinn var opnaður. í lokaá-
lyktun fundarins segir að fagna beri breytingum þeim sem átt liafa
sér stað í ríkjum Austur-Evrópu. Leggja ráðherrarnir áherslu á, að
þessar breytingar séu órækur vitnisburður þess að stefha NATO sé
best til þess fallin að standa vörð um hugsjónir lýðræðis, frelsis og
sjálfsákvörðunarréttar. A hinn bóginn ógni ríki Varsjárbandalagsins
enn öryggishagsmunum lýðræðisríkjanna og því megi NATO ekki
sofna á verðinum á þessum tímum umróts og óvissu.
í ályktun ráðherranna segir að
breytingar á stjórnmálasviðinu í
ríkjum Austur-Evrópu auki líkurnar
á því að takast megi að tryggja
frið og stöðugleika í Evrópu í krafti
minni vopnabúnaðar en áður.
„Vesturlönd standa frammi fyrir
nýjum möguleikum á þessum breyt-
ingartímum en sökum þess hve
umskiptin eru ör skapast óvissa,
sem getur haft vissar hættur í för
með sér,“ segir þar ennfreipur.
Einhliða afvopnun kemur
ekki til greina
Ráðherrarnir eru á einu máli um
að ekki komi til greina að ríki
NATO afvopnist einhliða og benda
á að slíkt kunni að spilla fyrir Vínar-
viðræðunum um fækkun vígtóla og
Revolit
Revolit eldhúsáhöldin eru
sterk, stllhrein og um-
fram allt, endingargóð.
Láttu plastvörurnar frá
Revolit létta þér heimilis-
störfin.
BURSTAGERÐIIMf
SMIÐSBÚÐ 10, GARÐABÆ
SÍMI 41630 & 41930
0UUKW
IVdlMIS***
Tilvalinn lampi fyrir hótel og
veitingahús, eða bara alls-
staöar þar sem fólk vill hafa
rómantískt andrúmsloft.
Lampinn hvorki sótar, ósar né
dropar og endist hvert olíuhylki
í 70 klst. Mikið úrval.
Ry
^ camdu*uu«m ,4.
CandolA
REKSTRARVÖRUR
Oraghálsí 14-16 • 110 R«lk • Slmar: 31956 - 665554
hermanna í Evrópu. „Áfram verður
að meta varnarþörfina með hliðsjón
af hernaðarmætti ríkja Varsjár-
bandalagsins“. Ráðherrarnir fagna
því að Sovétmenn og nokkur önnur
ríki Varsjárbandalagsins hafa skor-
ið niður hefðbundinn herafla sinn.
Heimildir herma að Sovétmenn hafi
t.a.m. á þessu ári aðeins framleitt
um 1.700 skriðdreka, helmingi
færri en í fyrra. „Því er hins vegar
þannig farið að jafnvel þegar niður-
skurði' þessum verður lokið munu
Varsjárbandalagsríkin ráða yfir
öflugum herafla og njóta yfirburða
á þessu sviði,“ segir í ályktun fund-
armanna.
í sérstökum viðauka sem fjallar
um framlög NATO-ríkja til sameig-
inlegra varrta aðildarríkjanna segir
að sáttmáli um niðurskurð í hefð-
bundnum vígbúnaði í Evrópu, sem
Vínai-viðræðurnar (CFE-viðræð-
urnar svonefndu) taka til, muni
hafa víðtækar afleiðingar. Vera
kunni að samið verði um að skera
heraflann niður en á hinn bóginn
verði að halda vörnum aðildarríkj-
anna við og endurbæta þær eftir
þörfum.
Cheney á móti afvopnun á
höfimum
Richard Cheney, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði að-
spurður á blaðamannafundi í gær
að Atiantshafsbandalagið ætti alls
ekki að ljá máls á því að hefja við-
ræður við Sovétstjórnina um af-
vopnun á og í höfunum. Slíkt bryti
í bága við grundvallaratriði varnar-
stefnu Bandaríkjanna sem flota-
veldis. Meðal ráðamanna banda-
lagsins er sú skoðun almenn að
þrátt fyrir þíðuna í samskiptum
austurs og vesturs og hugsanlega
afvopnun í Evrópu verði NATO eft-
ir sem áður að tryggja að unnt
verði að flytja birgðir og mannafla
frá Bandaríkjunum til meginlands
Evrópu á hættutímum.
Reuter
Gorbatsjov á Italíu
Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, kom í gær í þriggja daga
opinbera heimsókn til Ítalíu. Fyrsta verk hans var að fapa til
Quirinale-hallarinnar til fundar við Francesco Cossiga, forseta Ítalíu.
Var myndin tekin er Gorbatsjov heilsaði lífverði Cossiga (t.v.).
Júgóslavía:
Skorað á Serba að slíta
öll tengsl við Slóvena
Belgrað. Reuter.
SERBAR ákváðu í gær að hætta
við boðaðan fjöldafund í Ljúblj-
ana, höfúðborg Slóveníu, en serb-
Viðræður EFTA og EB:
Framfaraflokkurinn
vill aðild Noregs að EB
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞINGMENN í norska Stór-
þinginu leggja nú hart að sér
við að móta stefnu landsins
Varðandi framtíðartengsl
Fríverslunarsamtaka Evrópu
(EFTA) og Evrópubandalagsins
(EB). Það hefúr orðið til að
flækja mjög málið að Fram-
faraflokkurinn, sem er hægri-
sinnaður, hefur skyndilega
ákveðið að mæla með umsókn
Norðmanna um aðild að EB. Á
morgun, föstudag, verður þing-
ið því að greiða atkvæði um þá
tillögu en Ijóst er að hún verður
felld.
í sáttmála samsteypustjómar
þriggja borgaraflokka, sem nú
situr, var sagt að tollabandalag
EFTA og EB yrði ekki á dagskrá
næstu árin og var þetta gert til
að þóknast Miðflokknum sem er
mjög andvígur nánu sambandi við
Evrópubandalagið. Jan P. Syse,
forsætisráðherra úr Hægriflokkn-
um, hefur því slegið því föstu að
stjórnin telji bestu lausnina fyrir
Norðmenn að gerðir verði um-
fangsmiklir viðskiptasamningar
við EB. Hægriflokkurinn er
hlynntur aðild að EB en þriðji
stjórnarflokkurinn, , Kristilegi
þjóðarflokkurinn, hefur ekki tekið
afstöðu.
Fjallað er um EB-málið jafnt í
efnahagsnefnd þingsins sem ut-
anríkismálanefnd og senda þær
niðurstöður sínar til Stórþingsins.
Gro Harlem Brundtland, fyrrum
forsætisráðherra stjórnar Verka-
mannaflokksins, hefur fengið ut-
anríkismálanefndina til að sam-
einast um að benda á tvær mögu-
legar leiðir varðandi samstarfið
við EB; annars vegar tollabanda-
lag en hins vegar fríverslunar-
samning. Efnahagsmálanefndin
er á hinn bóginn klofin. Verka-
mannaflokkurinn og Framfara-
flokkurinn vilja að Norðmenn vísi
tollabandalags-Ieiðinni ekki á bug
en hafi hana í huga eftir því sem
viðræðum bandalaganna miðar
áfram. Hægrimenn og Kristilegir
benda á aðrar leiðir en Miðflokk-
urinn hafnar öllum málamiðlun-
um.
Sósíalíski vinstriflokkurinn er
andvígur toliabandalagi og fijáls-
um fjármagnsflutningum milli
landa auk þess sem hann vill fá
nánari greinargerð fyrir hug-
myndinni um gagnkvæman rétt
til að bjóða í opinberar fram-
kvæmdir í 16 löndum hins fyrir-
hugaða Evrópska efnahagssvæð-
is.
Svíar bjartsýnir
á EB-viðræður
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgrinblaðsins.
SÆNSKA stjórnin er bjartsýn á þær viðræður, sem nú fara fram
milli EFTA- og EB-ríkjanna, og á sameiginlega ráðherrafúndinum
í Brussel 19. desember næstkomandi ætlar hún að samþykkja frek-
ari samningaviðræður milli bandalaganna. Anita Gradin, utanríkis-
viðskiptaráðherra Svíþjóðar, skýrði frá þessu á þingi í gær.
Viðræðurnar milli Fríverslunar- Á flokksþingi sænskra jafnaðar-
bandalags Evrópu, EFTA, og Evr- manna í september á næsta ári
ópubandalagsins, EB, eru nú til
umræðu á þjóðþingum EFTA-ríkj-
anna og sagði Gradin, að fram-
haldsviðræðurnar hæfust líklega í-
Brussel í marsbyijun nk. Svíar hafa
mikinn áhuga á fyrir sitt leyti að
komast í tollabandalag við EB en
Gradin sagði, að það kæmi þó ekki
til álita fyrr en 1992.
verður aftur rætt um hvort Svíar
eigi að sækja um aðild að Evrópu-
bandalaginu en fyrir henni er ekki
meirihluti í flokknum nú. Anita
Gradin segir raunar, að þá fyrst sé
rétt að sækja um aðild að EB þeg-
ar hernaðarbandalögin hafi verið
lögð niður.
Þingmenn funda
um EFTA og EB
ÞINGMENN frá aðildarríkjum Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA) og utanríkisnefnd þings Evrópubandalagsins (EB) hittast á
fundi í Brussel í dag.
Fundur þingmannanna er liður
í undirbúningi viðræðna milli EFTA
og EB um evrópskt efnahagssvæði
(EES). Er stefnt að ákvörðunum
ráðherra um málið í næsta mánuði
og sameiginlegri yfirlýsingu ut-
anríkisráðherra EFTA og EB 19.
desember.
I Morgunblaðinu í gær var rang-
lega sagt, að fulltrúar utanríkis-
nefnda þinga EFTA-landa sætu
fundinn. Til hans fóru héðan þeir
Matthías Á. Mathiesen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sæ-
mundur Sigurjónsson, þingmaður
Alþýðuflokksins, en þeir sitja í
þingmannanefnd EFTA. Eru les-
endur beðnir velvirðingar á þessari
missögn.
neski kommúnistaflokkurinn
hvatti jafnframt til, að öll tengsl
við Slóvena yrðu slitin. Virðast
deilurnar milli júgóslavnesku
lýðveldanna magnast stöðugt og
eru Serbar sakaðir um að vilja
kúga hinar þjóðirnar undir sig.
Slóvenar litu á fyrirhugaðan
íjöldafund Serba í Ljubljana sem
ögrun við sig og kváðust mundu
koma í veg fyrir hann með öllum
ráðum til að ekki kæmi til átaka
og jafnvel blóðsúthellinga. Á sama
máli voru Króatar og ráðherrar í
alríkisstjórninni hvöttu Serba til að
hætta við fundinn.
Serbar tilkynntu í gær, að hætt
hefði verið við fundinn en serbneski
kommúnistaflokkurinn skoraði þá á
einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir
í lýðveldinu að slíta öll tengsl við
Slóvena. Er þessj áskorun einsdæmi
í rúmlega 70 ára sögu Júgóslavíu
en ríkið var stofnað 1. desember
1918.
Umbótaaldan, sem nú fer um
Austur-Evrópu, hefur að mestu far-
ið hjá garði í Júgóslavíu vegna
deilna milli þjóða og þjóðarbrota,
ekki síst Slóvena og Serba. Segja
Slóvenar, að Serbar stefni að yfir-
ráðum í ríkjasambandinu og nefna
sem dæmi yfirgang þeirra í Kosovo
þar sem býr fólk af albönsku bergi
brotið.
B HELSINKI. Stjórnarskrár-
nefnd finnska þjóðþingsins hefur
ákveðið að Paavo Vayrynen, leið-
togi Miðflokksins og fyrrum ut-
anríkisráðherra Finnlands, verði
áminntur en ekki
ákærður fyrir
landráð. Fimm
þingmenn kærðu
hann fyrir
nefndinni í haust
þegar í ljós kom
að Váyrynen
hefði í utanríkis- JB
ráðherratíð sinni rætt við sovéskan
sendifulltrúa um stuðning hans til
þess að forsetaefni Miðflokksins
næði kjöri í forsetakosningunum
1982.
(Frá Lars Lundsten, fréttaritara
Morgunblaðsins.)
B ÓSLÓ. Lögregla um alla Evr-
ópu leitar nú sex sígauna og eins
ísraela, sem valdir eru að mestu
fjársvikum í norskri sögu. Mönn-
unum sjö tókst að svíkja 25,1 millj-
ón norskra króna (tæplega 230
milljónir ísl. kr.) út úr stærsta
banka Noregs, Kreditkassen, áður
en þeir hurfu á braut. Líklegt þyk-
ir að þeir séu nú einhvers staðar í
Mið-Evrópu.
(Frá Rune Timberlid, fréttaritara
Morgunblaðsins.)